Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 Varðskip til sýnis Norska varðskipið Sortland er í Reykjavíkurhöfn og tekur þátt í hátíðahöldum Sjómannadagsins. Almenningi er boðið að skoða skipið á morgun, laugardag, og á sunnudag, báða dagana frá klukkan 13 til 16. Varðskipið er 93 metra langt og nýjast af þremur varðskipum norsku strandgæslunnar sem eru af svokölluðum Barentsflokki. Árni Sæberg Eitt af fyrstu verk- um hinnar svokölluðu norrænu velferð- arstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur virðist hafa verið að færa al- þjóðlegum bönkum og vogunarsjóðum tæp- lega 800 milljarða króna á silfurfati. Fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sig- fússon hafði forystu um það á fyrstu mánuðum ársins 2009 að semja við alþjóðlegar fjár- málastofnanir og vogunarsjóði um kaup þeirra á nýstofnuðum bönk- um í eigu ríkisins. Þessir kröfuhaf- ar í þrotabú gömlu bankanna fengu 30% afslátt af því verðmati sem Fjármálaeftirlitið hafði sam- þykkt. Í kaupauka fengu hinir nýju eigendur sjálfdæmi um inn- heimtu skulda almennings og fyr- irtækja. Leynimakk ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms Í kjölfar ríkisstjórnarskipta í febrúar 2009 gerist hið óvænta að vinstristjórnin hvarf frá þeirri leið sem fyrri ríkisstjórn hafði markað og einkavæddi tvo af þremur nýju ríkisbönkunum. Þetta var gert án þess að dreginn væri einhver lær- dómur af því sem gerðist í aðdrag- anda bankahrunsins og áður en ný löggjöf hafði verið sett um starf- semi bankanna. Þetta var gert án heimildar Alþingis, án auglýsingar og án þess að upplýst væri um kaupendur bankanna. Nú fyrst, tæpum tveimur árum eftir sölu bankanna, leggur fjár- málaráðherrann fram skýrslu sína um málið. Úr þeirri skýrslu má lesa hvernig ríkisstjórn VG og Samfylkingar setti hagsmuni al- þjóðlegra fjármálastofnana og vog- unarsjóða framar loforðum sínum við almenning í landinu. Samkvæmt skýrslu fjármála- ráðherra um endurreisn viðskipta- bankanna kemur fram að nýr stofn- efnahagsreikningur viðskiptabankanna er tæplega 800 millj- örðum króna lægri en Fjármálaeftirlitið (FME) hafði úrskurð- að um í fyrstu. Lækk- un eigna er staðfest á skuldahlið í skulda- bréfi til gömlu bank- anna sem lækkar um 824 milljarða króna. Hvernig svo sem á því stendur þá er í skýrsl- unni ekki gerð grein fyrir þessum mismun nema að takmörkuðu leyti. Þessar upplýsingar koma fram í mismun á stofnefnahagsreikningi FME (bls. 17 í skýrslu fjármála- ráðherra) frá 14. nóvember 2008 og endanlegum stofnefnahags- reikningi skv. samkomulagi fjár- málaráðuneytisins og gömlu bank- anna (bls. 32 í skýrslu fjármálaráðherra) frá miðju ári 2009. SJÁ TÖFLU Erlendir kröfuhafar ráða för Sú leið sem farin var í boði Steingríms J . Sigfússonar var að þrotabúum gömlu bankanna, Glitn- is og Kaupþings, var boðið að kaupa nær allt hlutafé nýju bank- anna á lægra verði en verðmat FME frá því í nóvember 2008 og Deloitte frá apríl 2009 sagði til um. Gallarnir á þessari leið voru hins vegar allverulegir. Áður höfðu lánasöfn gömlu bankanna verið seld nýju bönkunum með miklum afslætti og eðlilegt að sá afsláttur hefði verið látinn ganga áfram til lækkunar á stökkbreyttum skuld- um fyrirtækja og heimila. Rík- isstjórn VG og Samfylkingarinnar kaus að fara aðrar leiðir. Forræði ríkisins yfir úrvinnslu eftirmála hrunsins var fórnað á altari al- þjóðlegra fjármálafyrirtækja og vogunarsjóða. Kröfuhafarnir fengu forræði yfir Arionbanka og Ís- landsbanka og hluta þeirra verð- mæta sem nýju bönkunum var ætlað að nýta til að verja eignir fólks og fyrirtækja fyrir áföllum efnahagshrunsins og krumlum kröfuhafanna. Engin svör Skýrsla fjármálaráðherra vekur fleiri spurningar en hún svarar. Hvers vegna og hvernig voru skuldabréfin sem Arionbanki og Íslandsbanki eiga á þrotabú gömlu bankanna lækkuð um 824 millj- arða? Voru afskriftir í gömlu bönk- unum auknar? Ef svo var, hvaða forsendur lágu þar að baki? Voru útlán og eða aðrir fjármálagjörningar fluttir úr nýju bönkunum til hinna gömlu? Á hvaða forsendum voru aðrir eignaliðir lækkaðir? Voru verðmæti gengisbundinna eigna endurmetin og hver tók á sig þann mismun sem þar virðist hafa orðið til? Engin svör er við þessum spurn- ingum að finna í skýrslu fjármála- ráðherra. Meðan svo háttar til er ekki hægt að álykta með öðrum ætti en þeim að handahófskennt pólitískt mat hafi ráðið ferðinni við einkavæðingu Steingríms J. Sig- fússonar á tveimur ríkisbönkum. Eftir Kristján Þór Júlíusson » Skýrsla fjármála- ráðherra vekur fleiri spurningar en hún svarar. Kristján Þór Júlíusson Höfundur er alþingismaður. Í krumlum kröfuhafa Eignir Fjármrn. FME Mism Útlán til viðskiptamanna 1.463 1.826 (363) Veltufé/fjárgr.á gangv. 49 270 (221) Kröfur á lánastofnanir 51 134 (83) Hlutir í dóttur og hlutafél. 5 84 (79) Sjóðir og hlutafjárloforð 386 461 (75) Annað 134 111 23 Alls eignir 2.088 2.886 (798) Skuldir Innlán viðskiptavina 1.169 1.156 13 Skuldabréf til gömlu bankanna 329 1.153 (824) Annað 302 192 110 Alls skuldir 1.800 2.501 (701) Eigið fé 288 385 (97) Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Óþarfi er að rekja þró- un þess ólíkindamáls alls, en það vekur þó sérstaka at- hygli að vefurinn er rekinn á vegum framkvæmda- valdsins, en hvorki löggjafans né dómsvaldsins. Saksóknarinn Sigríður J. Friðjónsdóttir (sem rík- isstjórnin hefur verðlaunað með öðru embætti nú þeg- ar) vegur þarna úr launsátri og knýr sakborninginn til þess að taka til varna á nýjum og alls óvæntum vett- vangi, áður en búið er að þingfesta málið, hvað þá meir! Er þetta það sem koma skal? Að saksóknarar reki mál sín utan réttarsala og það áður en málflutningur hefst? Til hvers er þá réttarríkið og reglur þess? Það er ástæða fyrir því að réttarfarið er með þeim hætti, sem lög og venjur hafa staðið til, en hún er rétt- arvernd sakborninga gagnvart ofurefli ríkisvaldsins. Saksóknari má ekki gefa út ákæru nema meiri líkur en minni séu á sakfellingu (þó í þessu máli sé það raunar Landsdómur sjálfur sem gefur út ákæruna og eigi síðan að dæma um réttmæti eigin ákæru). Sak- borningar mega haga vörn sinni eins og þeir telja sér best henta, þar á meðal á opinberum vettvangi, en saksóknarinn verður að halda sig við réttinn. Þetta er því meira en vitleysa, þetta er tilræði við réttarríkið. Það er atlaga hins einkennilega ákæru- valds löggjafans, en hnífnum er stýrt úr stjórn- arráðinu. Það er óneitanlega nokkurt afrek að hafa saurgað allar þrjár greinar ríkisvaldsins í einu lagi! Andrés Magnússon Tilræði við réttarríkið Höfundur er blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.