Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand „HUNDAR LYKTA ILLA” OG NÚNA MUN ODDI KOMA MEÐ MÓTRÖK UM LEIÐ OG HANN ER BÚINN AÐ RÚLLA SÉR UPP ÚR HVERJU SEM ÞETTA ER EF ÉG FINN EKKI BÓKINA ÞÁ DREPA ÞEIR MIG SNOOPY, ÞÚ ERT SÁ EINI SEM SKILUR MIG ÞÚ ERT SÁ EINI SEM ÉG GET TALAÐ VIÐ... MARGIR SEGJA AÐ ÞAÐ SÉ SVO GOTT SEM ÓMÖGULEGT Í NÚTÍMASAMFÉLAGI AÐ FÁ ALLA FJÖLSKYLDUNA TIL AÐ SETJAST NIÐUR OG BORÐA SAMAN ÉG VIRÐIST SAMT ALDREI LENDA Í VANDRÆÐUM MEÐ ÞAÐ SVO ÞÚ SITUR BARA HÉRNA OG GERIR EKKERT ALLAN DAGINN? MAÐUR GETUR LÆRT ÝMIS- LEGT UM FÓLK MEÐ ÞVÍ AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ MAÐUR GETUR SÉÐ Á FÓLKI HVORT ÞAÐ HEFUR HAGAÐ SÉR VEL EÐA ILLA ATLI HEFUR ENGAN TÍMA TIL AÐ HAGA SÉR ILLA, HANN SEFUR ALLAN DAGINN HÉRNA ÁSTIN MÍN, ÉG KEYPTI HANDA ÞÉR SVONA GÓM TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR AÐ ÞÚ HRJÓTIR HANN ÞRÝSTIR KJÁLKANUM FRAM ÞÁ ÞAÐ, ÉG SKAL PRÓFA ÞENNAN GÓM ÞÚ HRAUST MIKLU MINNA Í NÓTT HLJÁ, EN HLÉTTA EL EKKI GÓL VALANLEG LAUÐN ÉG SKIL EKKI AF HVERJU ÞÚ ERT Í SLAGTOGI MEÐ BIGSHOT OG HANS LÍKUM ÞAÐ ER LÖNG SAGA ÉG VAR TIL NEYDDUR Hver er ávinningurinn? Sem starfsmaður í heilbrigðisþjónustu velti ég því fyrir mér hvernig á að útfæra þá tillögu Sivjar Frið- leifsdóttur um að selja tóbak eingöngu í apótekum. Mér finnst það skjóta skökku við að störf- um hlaðið starfsfólk í heilbrigðisgeiranum eigi að bæta þessu við störf sín. Í þessu er einnig fólginn tví- skinnungur. Á starfs- fólk apótekanna öðrum þræði að selja tóbakið og hins vegar að benda á lausnir við að hætta að reykja? Og ef þetta verður raunin hví þá að einskorða þetta við sígar- ettur? Væri þá ekki rökrétt að áfengi væri einnig eingöngu selt í apótekum? Ég hef hvergi séð hver ávinning- urinn af þessu á að vera. Það vita allir að þeir sem reykja kaupa síg- arettur þar sem þær eru seldar og þá gildir einu hvort þarf að fara á þennan eða hinn staðinn. Ég hef ekkert á móti því að reyna að stemma stigu við reykingum, en ég held þetta sé ekki rétta leiðin. Mér finnst liggja beinast við að ríkið hætti þá bara að flytja inn tób- ak, þar með væri vandamálið úr sög- unni. Ég skil ekki í að þingmenn skuli eyða tíma sínum í svona illa ígrundaðar tillögur, ég hefði haldið að eins og staðan er núna væri þeim nær að huga að brýnni málum til hagsbóta fyrir landsmenn. Guðrún. Landsleikur í lokaðri dagskrá Ég vil benda á að það er mikið óréttlæti að landsleikur sé sendur út í lokaðri dagskrá á Stöð 2. Fróð- legt væri að vita hve mörg prósent þjóðarinnar muni fylgjast með þessum landsleik. Gunnar Jakobsson. Ást er… … það sem veitir ykkur innri styrk Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8-16. Eftirlaunadeild símamanna | Sumar- ferð deildarinnar verður 13.-17. ágúst á Norðurland. Nánari uppl. gefur Ragnhild- ur í síma 551-1137 eða 898-4437. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, botsía kl. 9.30, jóga kl. 10.50 og félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Farið verður um Kjósina með leiðsögn mánudaginn 6. júní. Lagt verð- ur af stað kl. 13 frá Hlaðhömrum. Skrán- ing í síma 586-8014 kl. 13-16. Háteigskirkja | Brids-aðstoð kl. 13 í Setrinu. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9-14, fatamarkaður og tískusýning, bingó kl. 13.30. Hraunsel | Vorsýning á handverki fé- lagsmanna opnuð í dag kl. 13. Lokað mánudaginn 6. júní. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Böð- un fyrir hádegi, fótaaðgerðir, hársnyrt- ing. Matur og kaffi. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Listsýningin opin alla virka daga kl. 9-16 til og með 3. júní. Uppl. í s. 411- 2790. Norðurbrún 1 | Myndlist og útskurður kl. 9-12. Skemmtifélag eldri borgara | Ferð í Borgarfjörð miðvikudaginn 8. júní nk. Farið verður frá Aflagranda kl. 8.30, Vesturgötu kl. 8.35, Lækjartorgi kl. 8.40, Mjódd kl. 8.50, Hraunbæ kl. 9.00. Nánari upplýsingar í síma 775-1340. Vesturgata 7 | Skartgripagerð/ kortagerð og enska kl. 9. Tölvukennsla kl. 12, sungið v/flygilinn kl. 13.30, dans í aðalsal kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin og bingó kl. 13.30. Hár- greiðslu- og fótaaðgerðastofur opnar. Þorleifur Konráðsson var fyrirskemmstu á gangi í sinni blómlegu æskusveit innan um lambfé og varð hugsað til krat- anna, sem honum verður þó ekki alla jafna, „sem ólmir vilja í ESB gegn vilja bænda. Á labbinu fædd- ist hringhenda um Samfylkinguna: Þvælist móð um lög og láð lúmsk með rjóðar kinnar. Bruggar hróðug banaráð bændum þjóðar sinnar.“ Gylfi Þorkelsson taldi ekki skipta öllu máli fyrir bændur hvort þeir fengju lifibrauð sitt frá ís- lenskum skattgreiðendum ein- göngu eða stærri hópi evrópskra skattgreiðenda. Davíð Hjálmar Haraldsson velti því upp hvort ekki væri viðbúið að við fengjum gúrkurnar frá Spáni (Hort o Fruti- cola eða Pepino Bio Frunet) í stað Syðri-Reykja ef við gengjum í ESB: Gáðu að þér, Gylfi minn, gráðugur og svangur; ferskum gúrkum, fluttum inn, fylgir niðurgangur. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía á Sandi í Aðaldal, lagði orð í belg: „Ég hef haldið að styrkir frá ESB verði minni en gjöldin til þeirra. Svo að ef bændur fá styrk verði það bara smábændur. Spurningin er hvort við þurfum þá að styrkja stórbændur áfram. Annars hétu þetta niðurgreiðslur til neytenda þegar ég var ung, en ekki styrkir. Mér líst illa á ef landbúnaður minnkar enn. Bæði vil ég hafa holl- an mat, en ekki verksmiðjubúskap með 111 meðferð á skepnum og hormónakjöti. Svo vil ég hafa sem mest af landinu í byggð líka. Vil minna á að skattarnir okkar fara að mestu suður og útflutnings- tekjur eru mun hærri á mann af landsbyggðinni svo hún er ekki baggi á meirihlutanum þó hann sé þar.“ Að lokum tekur hún fram að hún eigi ekki hagsmuna að gæta, því jurtavinnsla sé ekki styrkt. Og ekki viðraði til sólarljóðs: Úti vindur ólmur hvín engin sól í ljóði. Best er að kaupa brennivín og bjarga ríkissjóði. Ármann Þorgrímsson var sam- mála síðasta ræðumanni: Hagfræðin er hárrétt þín en hagsmunirnir víða leynast. Búa má til brennivín blómin til þess dável reynast. Guðmundur Stefánsson kom úr annarri átt: Gangi hér yfir land Evrópufár ekki neitt kvíði ég því. Bjóða mun öllum í brennivínstár ef bændurnir komast í frí. Friðrik Steingrímsson lét ekki sitt eftir liggja: Fylgismenn með þrotlaust þras þramma blindir ranga veginn, og halda að það sé grænna gras í girðingunni hinumegin. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af ESB, bændum og gúrkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.