Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 Að undanförnu hef- ur mikil umræða verið um mikla notkun geð- lyfja á Íslandi. Í þeirri umræðu kemur oftast fram að sjúklingurinn eða notandi þjónust- unnar verður að hafa val þegar hann leitar aðstoðar. Því miður er ekki hægt að segja að þetta val sé svo aug- ljóst, því á meðan kerf- ið er þannig uppbyggt að notandinn byrjar á því að fara til læknis, sem býr yfir þekkingu á lyfjum og einn má gefa út lyfseðil, þá eru lyf yf- irleitt fyrsta valið. Með þessu er ég ekki að segja að allir læknar gefi bara lyf því ég veit að sumir eru duglegir að vísa á aðrar leiðir eða önnur úrræði. En alla jafna er það svo að notandinn byrjar á að fá lyf og síðan er athugað með annan stuðning eins og samtalsmeðferð, fé- lagslegan stuðning og fleira. Ég vil meina að þetta ætti að vera á hinn veginn, það ætti að láta reyna á alla mögulega aðstoð og stuðning áður en lyfin eru gefin. Þannig væri hægt að hjálpa mörgum einstaklingum að ná bata án lyfja og notkun geðlyfja myndi því minnka. Þvert á það sem Kristinn Tómasson, formaður Geð- læknafélagsins, segir í viðtali í Fréttatímanum 27.-29. maí sl. þá tel ég að þetta fyrirkomulag væri væn- legra fyrir notendur þjónustunnar og sparnaður fyrir þjóðfélagið. Fækkun innlagna á geðdeildir síð- ustu 40-50 ár er ekki bara vegna þróunar geðlæknismeðferðar heldur vegna þess að geðdeildarplássum hefur farið fækkandi. Ég tek fram að ég er ekki á móti lyfjum ef þau eru gefin og tekin að vel athuguðu máli og eftir að allt annað hefur ver- ið reynt. Ég veit bara svo mörg dæmi um hið gagnstæða og fyrir marga notendur hefur það valdið þeim miklum erfiðleikum og jafnvel vanlíðan og haldið þeim frá vinnu og annarri virkni. Í 3. grein laga um réttindi sjúk- linga segir að „sjúklingur eigi rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita“. Hvað er fullkomin heilbrigð- isþjónusta og hver ákveður hvenær hún er fullkomin? Flestir þeirra sjúklinga og/eða notenda þjónustunnar sem leita til mín eru á því að nýta mætti aðrar leiðir mun fyrr og meira og draga mætti úr lyfjanotkun í heil- brigðiskerfinu. Þeir nefna leiðir eins og hreyfingu, líkamsrækt, samtalsmeðferð, fé- lagslegan stuðning, lið- veislu, viðtöl við fólk með reynslu og námskeið eða fræðslu. En hvað þarf að gerast til að þess- ar leiðir komi fyrr inn í ferlið? Á að niðurgreiða þjónustu sálfræðinga og/eða að fjölga fagstéttum á heilsu- gæslustöðvum? Eða er það ekki nóg? Svo við höldum okkur við lög um réttindi sjúklinga þá segir í 5. grein að sjúklingur eigi rétt á upplýs- ingum um: a. heilsufar, þar á meðal læknis- fræðilegar upplýsingar um ástand og batahorfur, b. fyrirhugaða meðferð ásamt upplýsingum um framgang hennar, áhættu og gagnsemi, c. önnur hugsanleg úrræði en fyrirhugaða meðferð og afleiðingar þess ef ekkert verður að hafst, d. möguleika á að leita álits ann- ars læknis eða annarra heilbrigð- isstarfsmanna eftir því sem við á um meðferð, ástand og batahorfur. Að mínu viti þurfa allir að taka sig á. Alþingi þarf að samþykkja breyt- ingar, fagaðilar verða að upplýsa sjúklinga og sjúklingar og aðrir not- endur þjónustunnar sem það geta verða að kynna sér réttindin og biðja um upplýsingar og/eða aðra aðstoð. Virðum rétt og aukum val sjúklinga til að hafa áhrif á eigin meðferð Eftir Bergþór G. Böðvarsson » Fækkun innlagna á geðdeildir síðustu 40-50 ár er ekki bara vegna þróunar geðlækn- ismeðferðar heldur vegna þess að geðdeildarplássum hef- ur farið fækkandi. Bergþór G. Böðvarsson Höfundur starfar sem fulltrúi notenda geðsviðs LSH. Ég skrifaði pistil sem birtur var í Morg- unblaðinu um miðjan desember síðastliðinn um það ófremdar- ástand sem ríkir í fangelsismálum á Ís- landi. Þar kom ég laus- lega inn á hvað Evr- ópureglur gera okkur þungt í vöfum að vísa erlendum ríkisborg- urum úr landi sem brjóta af sér hér heima. Ekki að það eitt og sér leysi málið en allt telur. Töluverð umræða var um þau mál í fjölmiðlum í kjölfarið hvort sem mín skrif kveiktu þá umræðu eða eitt- hvað annað. En ég fjallaði líka og ekki síður um staðsetningu nýs fangelsis í sama pistli þar sem ég taldi það vera óráðsíu og bruðl að byggja nýtt fangelsi á höfuðborg- arsvæðinu. Í stuttu máli snerust mín rök fyrir því að halda áfram uppbyggingu á Litla-Hrauni en ekki í Reykjavík um það hversu dýrt það er að byggja upp alla þá aðstöðu sem nú þegar er til á Litla Hrauni, líka á Hólmsheiði. Ég minni lesendur þessara skrifa á að við Íslend- ingar erum bara 300 þúsund og við höfum ekki efni á svona stjórnendaminnis- vörðum hingað og þangað á kostnað rík- isins. Á sama tíma og ráðuneyti Ögmundar Jónassonar kvartar sáran yfir pen- ingaskorti til að gera bílfært fyrir höf- uðborgarbúa í sumarbústaðinn fyrir austan fjall hljótum við skattgreið- endur að eiga rétt á að fá að sjá muninn á því hvað kostar að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiði á móti viðbyggingu á Litla Hrauni og 20 til 30 klefa gæsluvarðhaldi í Reykjavík, sem hægt er að útbúa í nánast hvaða iðnaðarhúsnæði sem er. Eftirfarandi texti er tekin upp úr skýrslu um fangelsismál frá 2010. „Í heimildarákvæði 6. gr. fjárlaga 2010 kemur fram að fjármálaráðherra sé heimilt selja Hegningarhúsið og fangelsið í Kópavogi, ásamt því að kaupa eða leigja hentugt húsnæði fyrir gæsluvarðhald á höfuðborg- arsvæðinu.“ Í Fréttablaðinu 11. apr. sl. var talað um 1,5 milljarða í bygg- ingarkostnað við nýja fangelsið og við vitum það öll af reynslu að sá byggingarkostnaður fer í 2,5 millj- arða ef ekki meira. Fyrir tilstilli þessara skýjaborga verður svo aldr- ei neitt úr neinu vegna þess að þetta er svo dýrt að okkar litla hagkerfi stendur ekki undir því. Og á meðan stjórnendur láta sig dreyma um minnisvarðann sem við höfum ekki efni á, fjölgar þeim sem ekki geta af- plánað sinn dóm vegna plássleysis. Bara það eitt er ekki hægt að bjóða fólki upp á. Hugsið ykkur mann- eskju sem hefur eftir afbrot beygt frá villu sinni og er jafnvel komin með fjölskyldu. Þá er honum, löngu síðar, kippt inn í fangelsi frá konu og börnum í staðinn fyrir að geta af- plánað strax. Rökin sem ég hef séð fyrir ný- byggingunni á Hólmsheiði hingað til eru næsta haldlítil. Aðallega var stuðst við kostnað af akstri milli Eyrarbakka og Reykjavíkur. Sam- kvæmt þeim útreikningum kostar ekkert akstur lögfræðinga eða með fanga til og frá Hólmsheiði. Sá akst- ur er væntanlega frír. Í viðtali við fangelsismálastjóra í sama blaði fyr- ir nokkru voru rökin fyrir nýju fang- elsi í Reykjavík ekki önnur fram borin en að nauðsynlegt væri að geta fært fanga á milli fangelsa ef þyrfti að skipta upp hóp eða koma erfiðum einstaklingum frá öðrum föngum. Önnur rök voru ekki færð fyrir fjárfestingu upp á eittþúsund og fimmhundruð milljónir (sam- kvæmt áðurnefndri kostnaðar- áætlun). Fyrir utan að nú þegar er hægt að skipta upp hópum ef ein- hver vilji er til þess. Það þarf ekki fjárfestingu upp á svona upphæðir til þess. Og meira úr áðurnefndri skýrslu um fangelsismál frá 2010. „Aukin hagkvæmni er talin felast í stærri einingum og þar með fleiri fanga- rýmum. Kostnaður á hvert rými myndi lækka og hækkun árlegs rekstrarkostnaðar verða í lág- marki.“ Hvað er það í þessari setn- ingu sem er svona erfitt að skilja? Til hvers er eytt ómældum pen- ingum í hagkvæmniathuganir og ekki farið eftir þeim? Hvað kostuðu teikningarnar sem voru hugsaðar fyrir fangelsi í Reykjavík og búið er að henda til hliðar, eftir að skynsamir menn ráku augun í hvílíka vitleysu átti að framkvæma og stöðvuðu ráðahag- inn? Eina ferðina enn eru fangels- isyfirvöld staðin að því að henda tugum milljóna í teikningar að óskynsamlegri fjárfestingu. Allt, að því er virðist, í einhverri þver- móðsku að það skuli rísa nýtt fang- elsi á höfuðborgarsvæðinu. Í það minnsta gengur brösuglega að rétt- læta þessa byggingu. Ég legg þá spurningu fram fyrir ykkur sem fyr- irhugið nú að fara með skattfé okkar Íslendinga sem raun ber vitni. Hvaða rök eru fyrir því að setja ekki hluta af þessum peningum í áfram- haldandi uppbyggingu á Litla- Hrauni og byggja þar þennan klefa- fjölda, fyrir miklu minni upphæðir en fyrirhugað er að eyða í nýbygg- inguna? Og ef það hefur farið fram hjá ein- hverjum þá er 2007 liðið og 2011 komið. Það þýðir að tími skyn- samlegra fjárfestinga og heið- arlegra vinnubragða, þar sem hagur Íslands og Íslendinga er hafður í fyrirrúmi, er runninn upp. Meira um fangelsismál Eftir Magnús Vigni Árnason »Ég minni lesendur þessara skrifa á að við Íslendingar erum bara 300 þúsund og við höfum ekki efni á svona stjórnenda- minnisvörðum. Magnús Vignir Árnason Höfundur er fangavörður. Ég heyrði fréttamann segja frá því í einum fjölmiðlinum að Ásmundur Einar Daðason væri genginn í Framsóknarflokkinn. Það mátti greina að það fór um fréttahaukinn. Frjálslyndi og borgaraleg gildi eigi sem sé í vök að verjast í Framsókn- arflokknum eftir að hafa unnið sér þar fylgi á síðustu öld. Fréttamaðurinn tók síðan viðtal við þingmann sem virtist sleg- inn. Sá var Guðmundur Stein- grímsson sem líkt og faðir hans, en einkum afi, er frjálslyndur, borgaralega þenkjandi og víð- sýnn. Hann er sem sé stuðn- ingsmaður Evrópusambandsins og stóð gegn vantrausti á rík- isstjórnina. Á hinn bóginn er Ásmundur Einar allt í senn; þröngsýnn, afturhaldssamur og óborgaralegur. Hann berst gegn Stór-Þýskalandi og bandaríkjum þess. Hann barðist gegn Icesave samningum Indriða og ráð- herranna. Og honum hugnast ekki frammistaða ríkisstjórn- arinnar. Svo er nú það. Einar S. Hálfdánarson Frjálslyndir menn og víðsýnir Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Ólína Þorvarð- ardóttir viðurkennir í nýlegri bloggfærslu að frumvarp sjáv- arútvegsráðherra um grundvallarbreytingar á fiskveiðistjórn- unarkerfinu þarfnist breytinga. Samfylk- ingin hafi hins vegar samþykkt að frum- varpið verði lagt fram eins og það liggur fyrir nú. Þetta eru merkileg sinnaskipti Ólínu því stutt er síðan hún lýsti því yfir að hún væri sátt við frumvarpið. Mikil er vantrúin þegar einn helsti forkólfur frumvarpsins er lagður á flótta undan því áður en það er komið til efnislegrar umræðu á Alþingi. Málflutningur þingmannsins hefur ítrekað vakið undrun á síðustu árum. Fólk eins og Ólína, sem alltaf kann og veit betur en allir aðrir, opinberar oft eigin fákunnáttu með drambsemi. Í bloggfærslu þann 30. maí sl. segir hún m.a. í athugasemdum um frum- varp sjávarútvegsráðherra: „Gjaldið fyrir nýtingarsamningana er lágt, það þyrfti að binda við vísitölu sölu- verðmætis sjávarafurða eða verð- tryggja með einhverjum hætti.“ Veit þingmaðurinn ekki að gjaldið er föst prósentutala framlegðar útgerðanna (EBITDA)? Framlegð fyrirtækja sveiflast eftir ótal breytum í rekstri og er auðvitað ekki hægt að verð- tryggja fremur en tekjur og gjöld! Eru þetta mannréttindin? Ólína fór hamförum eftir frétta- flutning RÚV af sjávarútvegsmálum nýverið, þar sem enginn fékkst til að mæra frumvarpið hennar nema einn trillukarl á Bakkafirði. Sá fagnaði að vonum auknum veiðiheimildum til strandveiðibáta enda var þetta einn margra sem hafa selt veiðiheimildir sínar og er nú að fá þær aftur að gjöf frá ríkisstjórninni. Eru þetta mannréttindin sem Ólína hefur barist fyrir í krossferð sinni? Hvað með mannréttindi þeirra þúsunda sem starfa í sjávarútvegi? Eða þeirra sem keypt hafa af mönnum eins og þessum á Bakkafirði? Viðbrögð almennings við kvótafrumvörpum sjávarútvegsráðherra einkennast fyrst og fremst af undrun yfir áformum um ríkisvæðingu, miðstýr- ingu og ráðherraræði sem þar er kveðið á um. Ummæli Ólínu í téðum bloggpistli eru til merkis um að hún er að uppgötva að hún hafi loks geng- ið fram af fólki eftir tveggja ára linnulausa ófrægingarherferð gegn sjávarútveginum. Hún reynir nú sem ákafast að teikna upp ýmsa fyrirvara til þess að geta skotið sér undan ábyrgð á frumvarpi sem vegur að rekstrargrundvelli sjávarútvegsfyr- irtækja um allt land. Brunalyktin loðir lengi við En hvað sem tautar og raular situr Ólína skuldlaust uppi með þá ábyrgð að hafa öðrum fremur kynt undir ófriðarbálinu gegn sjávarútveginum. Alþingi ber vonandi gæfu til að slökkva það bál en brunalyktin á eft- ir að loða við Ólínu löngu eftir að deil- ur um sjávarútveg verða settar nið- ur. Mikil er vantrú þín, Ólína Eftir Pál Steingrímsson Páll Steingrímsson » Fólk eins og Ólína, sem alltaf kann og veit betur en allir aðrir, opinberar oft eigin fá- kunnáttu með dramb- semi. Höfundur er sjómaður. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.