Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Safn þetta tekur yf- ir síðari hluta ferils Iron Maiden og síðri hluta hans líka, alger óþarfi að fara í einhverjar grafgötur með það. Fyrsta breiðskífa þessa tímabils er enda hin slappa No Prayer for the Dying sem inniheldur líkast til versta lag Maiden frá upp- hafi (hið hroðalega „Bring your Daughter … to the Slaughter). En Járnfrúin hefur líka átt fína, meira að segja mjög fína spretti, á þessu tíma- bili. Fear of the Dark, Brave New World og sérstaklega A Matter of Life and Death eru fínar plötur og lög eins og „These Colours Don’t Run“, „Be Quick or Be Dead“ og „The Wic- ker Man“ eru skotheldar Maiden- smíðar. Miðjumoðið er engu að síður í háu hlutfalli hér og greinilegt að menn áttu í meiri erfiðleikum með að fylla inn á plöturnar en að velja úr. Bara fyrir hina allra hörðustu. Iron Maiden - From Fear to Et- ernity - The best of 1990 - 2010 bbbmn Járnfrúin á ævikvöldi Arnar Eggert Thoroddsen Það var einstaklega auðvelt að hrífast af tveimur fyrstu plöt- um Arctic Mon- keys, Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not (2006) og Favourite Worst Nightmare (2007). Ungæðislegur krafturinn og „gaman að vera í hljóm- sveit“-andinn var hreinlega yfirþyrm- andi. Sveitinni hefur hins vegar mis- tekist að viðhalda fárinu, eðlilega, en líftími svokallaðra „bragð mánaðar- ins“-sveita styttist jafnt og þétt, sér- staklega í landi Engla. Humbug (2009) var ómarkviss tilraun til að finna tónlist sveitarinnar nýjan far- veg og þessi nýja plata er líkt og fyrstu tveimur plötunum hafi verið stungið í „af-sjarmerunar“-vél. Lögin eru eins og Arctic Monkeys-lög en kvika, neisti og fjör er víðsfjarri. Sveitin fær hins vegar tvo þumla upp fyrir umslagið. Algjör snilld. Meiri Apa- kettirnir Arctic Monkeys - Suck It and See bbnnn Arnar Eggert Thoroddsen Thurston Joseph Moore þarf lítið að kynna, hann er fæddur árið 1958 og hefur frá árinu 1981 verið í aðal- hlutverki hjá nýbylgju-risaeðlunum í Sonic Youth. Moore hefur í gegn- um tíðina verið ótrúlega afkastamik- ill og Demolished Thoughts er fjórða sólóplata hans. Platan er sér- lega forvitnileg fyrir þær sakir að kamelljónið Beck Hansen sá um upptökustjórn. Moore sem er þekkt- astur fyrir framsæknar hljóð- tilraunir og einkennandi stíl er einn- ig frábær lagahöfundur eins og aðdáendur Sonic Youth vita. Hljóm- urinn er órafmagnaður: kassagít- arar, strengir, kontrabassi, oft keyrt áfram af flottu slagverki. Sum lag- anna hljóma eins og maður gæti ímyndað sér að Sonic Youth myndi gera ef rafmagnið færi af New York-borg (það þyrfti náttúrlega miklu meira til að þau hættu að semja). Taktfastur gítarsláttur knýr þau áfram á milli dáleiðandi spila- kafla, allt er svo skreytt melódíum í kunnuglegum stíl sveitarinnar. Flestir aðdáendur Sonic Youth væru eflaust sáttir með það enda hljóma þau vel. Það sem gefur plötunni þó meiri vigt eru lögin sem þetta á ekki við. Lögin Benediction, Blood Never Lies og Space jafnast á við það besta sem Moore gert Þau bera með sér handbragð Becks þar sem víð- áttumikil hljóðmyndin er áþekk því sem heyrðist á Sea Change. Ef finna ætti einhvern galla á plötunni væri hann sá að mögulega hefðu fleiri lög mátt sækja í þá átt. Ef Thurston Moore stýrir upptökum á næstu Beck-plötu fæ ég kannski þá ósk uppfyllta. Miðaldra og snyrtileg nýbylgja Thurston Moore - Demolished Thoughts  Hallur Már Reynslubolti Thurston Moore er búinn að vera í þrjátíu ár í bransanum. Erlendar plötur Ef einhver kæmi til mín ogfæri með klisjuna, sem áþað til að vella upp úr ein-staka manni, „Bubbi er of- metinn“, þá myndi ég rífa upp plöt- una Ísbjarnarblús eða plötuna Kona til að sýna fram á skáldið sem Bubbi er, næst myndi ég taka fram plötuna Lífið er ljúft, til að sýna fram á hæfni Bubba til að búa til grípandi tónlist, og að lokum myndi ég berja í borðið og henda þessari plötu, Ég trúi á þig, í grímuna á viðkomandi til að sýna fram á tónlist- argáfur, fjöl- breytni, hæfileika til að laga sig að mismunandi tón- listarstefnum og síðast en ekki síst sönghæfileika Bubba. Tónlistin á þessari plötu er grípandi, upplífgandi og skemmtileg, textarnir eru mjög góðir þó svo að kveðskapnum sé ábótavant á stöku stað. Söngurinn er vægast sagt frábær og fær söngv- arinn Bubbi Morthens að njóta sín til fulls. Bubbi er við sama heygarðs- hornið hvað varðar yrkisefnið og syngur um ástina, lífið, konuna og börnin. Einn textinn hefur trúarlegan tón og í tveimur lögum plötunnar er minnst á hrunið. Þegar ég hlustaði á lagið „Blik þinna augna“ þá greip mig svipuð tilfinning og þegar ég heyrði textann við lagið „Syneta“ í fyrsta skipti. Undarlegur fiðringur, gæsa- húð og skyndileg framleiðsluaukning í tárakirtlum. Ég stóð sjálfan mig hreinlega að því að gapa. „Blik þinna augna“ er klárlega eitt af mínum uppáhalds Bubba-lögum og í rauninni eitt af mínum uppáhaldslögum sem ég sit hér og skrifa þennan dóm. Lag- ið er grípandi, textinn ágætur en röddin er aðalmálið. Þvílík rödd sem maðurinn hefur, ég var orðlaus. Bubbi hefur sagt í fjölmiðlum að platan sé hreinræktuð sálar-plata (e. soul) og gælir hann við þá stefnu út í gegn, tekst bæði á við stutt og mel- ódísk lög í anda Stax en fer einnig inn í lengri grúv sem tíðkuðust á áttunda áratugnum. Platan er svo skemmti- lega brotin upp í bláendann með reggílagi (en Bubbi hefur oftsinnis minnst á það að slíka plötu þurfi hann að gera. Forsmekkurinn að henni?). Samúel Jón Samúelsson, betur þekktur sem Sammi í Jagúar, útsetur plötuna og gerir það af tærri snilld. Gréta Morthens, dóttir Bubba, kem- ur vel út á plötunni og sannast það eina ferðina enn að eplið fellur sjald- an langt frá eikinni. Þá er úrval hljóð- færaleikara og bakraddasöngvara að finna á plötunni. Þetta er sannkölluð sumarplata með þessum skemmtilega upplífg- andi gleðiblæ sem á svo vel við þá árs- tíð. Ég sé fyrir mér að menn taki plötuna með sér í ferðalagið, hlusti á Bylgjuna ,,bjarta og brosandi“ að Hveragerði og svo verði plötunni Ég trúi á þig smellt í tækið. Það mun ég að minnsta kosti gera. Bubbi og Sólskuggarnir – Ég trúi á þig bbbbm RÓBERT B. RÓBERTSSON TÓNLIST „Undarlegur fiðr- ingur, gæsahúð …“ Sæll „Þetta er sannkölluð sumarplata með þessum skemmtilega upplífg- andi gleðiblæ sem á svo vel við þá árstíð,“ segir rýnir um nýja plötu Bubba. Morgunblaðið/Ernir Skannaðu kóðann til að fara inn á sérstaka kynning- arsíðu plötunnar JACK SPARROW ER MÆTTUR Í STÆRSTU MYND SUMARSINS! STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDAR ÆVINTÝRAMYND MEÐ JOHN- NY DEPP, PENÉLOPE CRUZ, IAN MCSHANE OG GEOFFRY HHHH “SANNKALLAÐUR GIMSTEINN! HIN FULLKOMNA SUMARMYND Í ALLA STAÐI. JACK SPARROW ER SANNARLEGA KVIKMYN- DAFJÁRSJÓÐUR” - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE “STÓRKOSTLEG! BESTA MYNDIN Í SERÍUNNI” - L.S - CBS “BESTA ‘PIRATES’ MYNDIN” - M.P FOX TV “FRÁBÆR SKEMMTUN! JOHNNY DEPP OG PENÉLOPE CRUZ ERU TÖFRUM LÍKUST. EINSTAKLEGA ÞOKKAFULL” - D.S HOLLYWOOD CLOSE-UPS HHHH “SJÓNRÆN VEISLA” “STÓR SKAMMTUR AF HASAR” - K.H.K. - MORGUNBLAÐIÐ HHHH “IT ACTUALLY IMPROVES ON THE JOKES” - TIME OUT NEW YORK “BANGKOK ADVENTURE IS NOT WITHOUT ITS SHOCKING, LAUGH-OUT-LOUD MOMENTS.” - HOLLYWOOD REPORTER 80/100 HHHH „Djarfasta og best skrifaða X-Men-myndin til þessa.” -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt HHHH „Þetta er sannarlega fyrsta flokks ofurhetjumynd!“ -Þ.Þ., Fréttatíminn JACK BLACK, ANGELINA JOLIE, DUSTIN HOFFMAN, JACKIE CHAN, SETH ROGEN, LUCY LIU, JEAN-CLAUDE VAN DAMME OG GARY OLDMAN FRÁ HÖFUNDUNUM SEM FÆRÐU OKKUR ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST 90/100 VARIETY 90/100 THE HOLLYWOOD REPORTER FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSISÝND Í EGILSHÖLL THE HANGOVER 2 kl. 6-8-9-10:20-11:10 12 THE HANGOVER 2 kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 8 10 PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 6 - 10 10 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 5 - 6 L KUNG FU P 2 3D enskt tal kl. 10:50 (ótextuð) L KUNG FU PANDA enskt tal kl. 6 - 10:20 (textuð) L SOMETHING BORROWED kl. 8 L / ÁLFABAKKA THE HANGOVER 2 kl. 5:40-8-8:20-10:20-11 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 5 - 8 - 10:40 10 X-MEN: FIRST CLASS kl. 5 - 8 - 10:45 14 KUNG FU PANDA 3D ísl. tal kl. 4 - 6 L KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 6 L KUNG FU PANDA 2 3D enskt tal kl. 8:10-10:20(ótextuð) L THE HANGOVER 2 kl. 6-8-10:20 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 6 - 9 10 THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 6 - 9 10 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 6 L THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 8 10 THE LINCOLN LAWYER kl. 10:45 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.