Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Sumar Sumir segja að veðrið sé alltaf best í Reykjavík en svo bregðast krosstré sem önnur tré og keppendur á frjálsíþróttamóti ÍR á Laugardalsvelli í gærkvöldi tóku á því að hætti hússins. Kristinn Það er merkilegt hvað sumt fólk virðist þrífast á því að ala á ófriði. Merkilegra er að á Alþingi fer þar fremstur í flokki sá er síst skyldi: forsætis- ráðherra landsins, Jó- hanna Sigurðardóttir. Sjaldan og sennilega aldrei hefur ríkisstjórn gefið landsmönnum eins mikil fyrirheit um betri tíð heldur en ríkisstjórn hennar. Lof- orðin um skjaldborg um heimilin, gagnsæi og heiðarleika voru ótæpilega notuð í öllum skila- boðum hennar til þjóðarinnar. Á þjóðinni, ekki síst þeim sem minna mega sín, liggja nú svik Jóhönnu eins og mara; efndirnar eru í engu samræmi við loforðin. Tilburðir forsætisráðherra til að reyna að tala til fólks með öðrum hætti eru aumlegir þegar staðreyndirnar brenna á þess eigin skinni. Atlaga forsætisráðherra að landsbyggðinni og öllum þeim fjöl- mörgu sem byggja með einum eða öðrum hætti afkomu sína á sjávar- útvegi hvarvetna á landinu er skýrt dæmi um þann skort á sáttavilja sem forsætisráðherra hefur um brýn þjóðfélagsmál. Nokkrum dögum fyrir áformuð þinglok og um 2 mánuðum eftir að tilskildum fresti til framlagningar þingmála lauk, leggur ríkisstjórnin fram ný frumvörp um grundvall- arbreytingar í sjávarútvegsmálum. Um málin hefur ekkert samráð verið haft við samtök launafólks, sjómanna, útgerðarmanna eða stjórnarandstöðu. Þau eru ekki fyrr komin fram en forsætisráð- herra birtist í fjölmiðlum og hefur í hótunum eins og Jóhönnu er tamt. Eftir að mælt hafði verið fyrir málunum á Alþingi var umsagn- araðilum gefinn svo skammur tími til umsagnar að óboðlegt er Al- þingi, hvort sem um væri að ræða smá mál eða stór. Umsagnaraðilar voru boðaðir á fundi sjávarútvegs- nefndar fram á nætur. Á sama tíma og þessi vinnubrögð eru við- höfð í boði forsætisráðherra, talar hún um nauðsyn þess að efla virð- ingu þingsins og bæta starfshætti þess! Það er eins og henni sé ekki sjálfrátt. Allar umsagnir um málið eru á einn veg og hægt að draga niðurstöður þeirra fram í einni setningu: Takið málið til baka og vinnið það betur. Þar er alveg sama í hvern er vitn- að, hvort það eru samtök launafólks, vinnuveitenda, fjár- málafyrirtæki eða aðra. Óháðir ein- staklingar með sér- þekkingu á málinu hafa einnig að eigin frumkvæði sent ýt- arlegar umsagnir um málið þar sem alvar- lega er varað við af- greiðslu þess. Sama má segja um opinberar stofnanir sem gera al- varlegar athugasemdir við frum- varpið og ber þar hæst neikvæða umsögn fjármálaráðuneytisins. Framganga Jóhönnu er með ólíkindum og á sér sennilega engin fordæmi.Vinnubrögð forsætisráð- herra eru ótrúleg í ljósi þess að undir ólgandi ósætti á yfirborðinu er að finna vilja til að gera breyt- ingar á fiskveiðistjórnunarmálum þannig að víðtækari sátt megi nást um þennan mikilvægasta mála- flokk þjóðarinnar. Þann sáttartón má finna hjá hagsmunaaðilum í greininni jafnt sem stjórnarand- stöðu á Alþingi. Hann endurspegl- ast í vinnu og niðurstöðu sátta- nefndarinnar sem skilaði af sér skýrslu í september á síðasta ári. Ég fullyrði að ef forsætisráðherra væri ekki að flækjast fyrir í þessu máli – með þeim eina sjáanlega til- gangi að ala á ófriði og sundrungu – er víðtækur vilji meðal þing- manna stjórnarflokkanna að ljúka málum á þessu þingi með þeim hætti að ekki skapist sú óvissa um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja sem felst í fyrirliggjandi frum- vörpum. Málin yrðu síðan skoðuð betur og nýtt frumvarp um breyt- ingar yrði lagt fram næsta vetur. En forsætisráðherra virðist vera þeirrar skoðunar að best sé að hafa þessi mál í stórfelldum ófriði og ber því vel nafngiftina: Frið- arspillir. Eftir Jón Gunnarsson »Undir ólgandi ósætti á yfirborðinu er að finna vilja til að gera breytingar á fiskveiði- stjórnunarmálum þann- ig að víðtækari sátt megi nást Jón Gunnarsson Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvest- urkjördæmi. Friðarspillir Undanfarið hefur verið í umræðunni eins og sem betur fer oft á liðnum árum að nú stefni í metár í ferðaþjónustu og þar vísað til áætlaðs fjölda erlendra gesta til Ís- lands. Gestum hefur fjölgað nokkuð jafnt og þétt síðustu 60 árin og á þeim tíma hafa komið hingað yfir átta milljónir gesta. Að skila stærstum hluta þeirra ánægðum heim er mesta fjárfesting sem við eigum í öllu kynning- arstarfi. Samkvæmt rannsóknum er það umtalið og lýsingar vina, kunn- ingja og ættingja sem skipta oft sköpum við ákvarðanir um kaup á ferðalögum. Við njótum því og munum njóta áfram svokallaðra snjóboltaáhrifa af dvöl þessara milljóna gesta hér. Enn skal því áréttað hve það skiptir sköpum hvað sem allri ann- arri kynningarvinnu líður að gæðin séu í lagi og gesturinn fari ánægður úr boðinu. Við búum svo vel að hafa tölur um komu erlendra gesta til landsins hvern mánuð í yfir 60 ár. Þótt við höfum notað þær mest í mælingu á umfangi ferðaþjónustu eru þær ekki einhlítar og ýmsar aðrar stærðir eru notaðar bæði hér og um allan heim til að mæla umfangið Þessar tölur einar segja okkur ekki hvort þetta ár eða annað verð- ur metár í ferðaþjónustu. Þar skiptir svo margt annað einn- ig máli. Gistinætur og gjaldeyristekjur Upp úr 1980 var mikil umræða um að þessar tölur segðu okkur ekki nægjanlega mikið um umfang- ið; miklu máli skipti hve lengi gest- irnir væru hér, hvar þeir dveldu og hve miklu þeir eyddu. Þá væru litl- ar mælingar á umfangi innlenda markaðarins. Ákveðið var því að hefja talningu gistinátta og sett lög um skyldu gististaða til að skila upplýsingum til Hagstofunnar. Þessar tölur yrðu í framhaldinu notaðar til að mæla umfang ferðaþjónustunnar, mik- ilvægi einstakra markaða og fleiri þætti. Þetta hefur ekki skilað tilætl- uðum árangri að öllu leyti af ýms- Metár í heildarfjölda til landsins þarf því ekki að þýða metár hjá þessum aðilum og fleiri. Máli skiptir hvaðan aukningin kemur og hvenær ársins. Við Íslendingar þekkjum þetta vel sem fiskveiðiþjóð að heildar- aflamagn úr sjó er ekki endanlegur mælikvarði á tekjur og afkomu. Máli skiptir magn hverrar teg- undar, hvar hún er unnin og verð- mæti. Innlendi markaðurinn mikilvægur Erfitt er að mæla umfang inn- lenda markaðarins vegna eðlis hans. Þar er mæling Vegagerðarinnar á umferð ákveðin vísbending og þær tölur varðandi fyrstu mánuði ársins gefa því miður ekki tilefni til bjartsýni hvað varðar ferðalög Ís- lendinga um eigið land í ár. Það hlýtur að vera áhyggjuefni ef þar yrði verulegur samdráttur því þessi markaður er ferðaþjónustu- fyrirtækjum og sérstaklega lands- byggðinni mjög mikilvægur. Til þess að þetta verði metár í ferðaþjónustunni, sem allir vona, þurfa bæði erlendi markaðurinn og sá innlendi að skila sínu samhliða fjölgun gistinátta og auknum tekjum. Nauðsynlegt er að nota alla mælikvarða til að mæla umsvifin til að átta sig á breytingum og bregð- ast við þar sem þarf. Nýjasta mælingin og e.t.v. sú mikilvægasta er ferðaþjón- ustureikningar Hagstofunnar þar sem framlag greinarinnar til þjóð- arbúsins er metið. Framlag greinarinnar til atvinnu- sköpunar og arðsemi fyrirtækja og þjóðar er það sem skiptir að lokum mestu hvað sem allri annarri töl- fræði líður. um ástæðum sem ekki verður farið nánar út í hér. Munur er t.d. á þeim fjölda gistinátta sem koma fram við kannanir meðal ferða- manna og útgefnum tölum um gistinætur. Því hafa þessar tölur minna verið nýttar í umræðunni um heild- arumsvif, en hafa verið nýttar m.a. til að fá mynd af dvalarlengd einstakra markhópa, dreifingu gesta um landið og um- fangi innlenda markaðarins. Stöðugar umræður voru um nauðsyn þess að fá fleiri mæli- kvarða á umfangið. Frá 1990 hefur Seðlabanki Íslands birt upplýsingar um gjaldeyrisskil vegna ferðaþjón- ustu. En eins og gistináttatalningin er þessi mæling annmörkuð háð. Má þar nefna að gjaldeyrisskil hafa til- hneigingu til að vera minni þegar erfitt er að afla gjaldeyris t.d. vegna gjaldeyrishafta eða skorts á gjaldeyri. Þá nýta íslensk fyrirtæki a.m.k. hluta þess gjaldeyris sem þau afla erlendis til sinnar starfsemi þar. Fjöldi erlendra flugfélaga og skipafélaga flytur gesti til landsins og skilar eðlilega ekki gjaldeyri hingað. Þá er skilgreining ferða- þjónustu annmörkum háð. Á móti kemur að með aukinni kortanotkun eru tölur nú áreið- anlegri um eyðslu gestanna í land- inu en var fyrir t.d. 20 árum. Þannig að talning þeirra sem hingað koma eftir þjóðerni hefur reynst hvað áreiðanlegust í fram- kvæmd þrátt fyrir nokkra galla og því langmest notuð þegar rætt er um heildarumsvifin. Verulegu máli skiptir varðandi umfangið hvaðan gestirnir koma. Gistináttatalning og kannanir sýna að dvalarlengd er mjög mismunandi frá einstökum markaðssvæðum. Síðasta ár og það sem af er þessu er aukningin t.d. hlutfallslega mest frá N-Ameríku, en gestir þaðan dvelja hér að meðaltali um 60% skemur en t.d. gestir frá M-Evrópu þaðan sem aukningin er hlutfalls- lega verulega minni. Þá ferðast gestir frá einstökum markaðssvæðum mismikið um land- ið og skipta því mismunandi máli fyrir bílaleigur, gististaði og fyr- irtæki á landsbyggðinni. Eftir Magnús Oddsson » Við Íslendingar þekkjum þetta vel sem fiskveiðiþjóð að heildaraflamagn úr sjó er ekki endanlegur mælikvarði á tekjur og afkomu. Magnús Oddsson Höfundur er fyrrverandi ferða- málastjóri og hefur unnið við flug- og ferðamál í áratugi. Mæling árangurs í ferðaþjónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.