Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík Sími 590 2100 · askja.is Opið virka daga frá kl. 9-18 Hyundai Santa Fe árg. 2007, ekinn 40 þús. km 2700cc, bensín, sjálfsk. Verð: kr. 3.290.000 Eigum nokkur eintök af vel með förnum Kia Sorento, frá 1.850.000 - 3.690.000 kr. - bensín eða dísil. Verð frá kr. 1.850.000 Mercedes-Benz ML 63 AMG árg. 2007, ekinn 78 þús. km 6200cc, bensín, sjálfsk. Verð: kr. 9.990.000 Ford Escape árg. 2008, ekinn 64 þús. km 3000cc, bensín, sjálfsk. Verð: kr. 3.290.000 Mercedes-Benz E 200 Kompressor árg. 2007, ekinn 98 þús. km 1800cc, bensín, sjálfsk. Verð: kr. 3.990.000 Subaru Forester 4x4 árg. 2009, ekinn 25 þús. km 2000cc, bensín, beinsk. Verð: kr. 3.690.000 VW Passat EcoFuel árg. 2010, ekinn 8 þús. km 1400cc, metan/bensín, beinsk. Verð: kr. 4.290.000 Toyota Corolla, 7 sæta árg. 2006, ekinn 39 þús. km 1800cc, bensín, beinsk. Verð: kr. 2.290.000 Toyota Landcruiser árg. 2005, ekinn 98 þús. km 3000cc, dísil, sjálfsk. Verð: kr. 5.550.000 Volkswagen Passat árg. 2007, ekinn 64 þús. km 2000cc, dísil, sjálfsk. Verð: kr. 2.890.000 Mercedes-Benz GL 320 CDI árg. 2007, ekinn 64 þús. km 3000cc, dísil, sjálfsk. Verð: kr. 9.900.000 Honda Jazz árg. 2008, ekinn 51 þús. km 1300cc, bensín, sjálfsk. Verð: kr. 1.890.000 notaðra bílaÚRVAL Allt að 70% fjármögnun TILBO ÐSBÍ LL! Áður 3.250 .000 TILBO ÐSBÍ LL! Áður 4.400 .000 Góð kaup ! Góð kaup ! TILBO ÐSBÍ LL! Áður 3.790 .000 HLAÐ INN AUKA BÚNA ÐI! HLA ÐINN AUKA BÚNA ÐI! Hundruð Sýrlendinga flúðu yfir landamærin til Tyrklands í gær af ótta við árásir öryggissveita sem reynt hafa að binda enda á mótmæli gegn einræðisstjórn Bashars al-Ass- ads, forseta Sýrlands. Margir flóttamannanna sögðust koma frá borginni Jisr al-Shughour þar sem búist er við áhlaupi sýr- lenskra öryggissveita. Ráðamenn- irnir höfðu fullyrt að 120 manns, her- og lögreglumenn, hefðu fallið í átök- um við „vopnaða glæpaflokka“ í borginni. Talið er að ráðamennirnir hafi ýkt mannfallið til að nota það sem afsökun fyrir því að gera stór- fellda árás á borgina. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðust hafa miklar áhyggjur af afdrifum flóttafólksins í Sýrlandi. Ríkisstjórn Tyrklands kvaðst ekki ætla að loka landamærunum og skoraði á stjórn Assads að koma á lýðræðislegum umbótum. Yfir 1.100 manns hafa beðið bana í árásunum í Sýrlandi, þeirra á meðal 75 börn, frá því að mótmælin gegn stjórninni hófust í mars. Hundruð manna flýja ofbeldið í Sýrlandi Reuters Ólga Stuðningsmenn Bashars al-Assads halda á mynd af honum á útifundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Erlendum vændiskonum hefur fjölgað í Kaupmannahöfn, samkvæmt nýrri rannsókn. Hún bendir til þess að 12-15 danskar konur stundi vændi á götum borgarinnar en erlendu vændis- konunum hafi fjölgað í um 600. Margar þessara kvenna eru álitnar fórnarlömb mansals, að sögn Dorit Otzen, leiðtoga Reden Inter- national, samtaka sem berjast gegn mansali. „Margar kvennanna eru fluttar hingað með fölsuð skilríki. Þegar þær mæta hinu opinbera í Dan- mörku er litið á þær sem lögbrjóta, þeim er stungið í fangelsi og vísað úr landi,“ hefur fréttavefur danska ríkisútvarpsins eftir Otzen. Erlendum vændis- konum fjölgar í Kaupmannahöfn Umhverfisverndarsamtökin Green- peace saka Mattel, fyrirtækið sem framleiðir Barbie-brúðurnar, um að stuðla að eyðileggingu skóga í Indónesíu og ógna heimkynnum dýrategunda í útrýmingarhættu, þeirra á meðal fágætra tígrisdýra, fíla og apa. Samtökin segja að umbúðir, sem notaðar eru í pökkun á Barbie- brúðunum, innihaldi afurðir frá fyrirtækinu Asia Pulp and Paper. Segja samtökin að fyrirtækið sé þekkt fyrir aðild að eyðileggingu skóga. „Barbie eyðileggur náttúrulega skóga og ógnar dýrategundum í út- rýmingarhættu,“ sagði Bustar Maitar, talsmaður Greenpeace. „Mattel verður að hætta að pakka frægasta leikfangi heimsins inn í regnskóga sem eru að hverfa.“ Asia Pulp and Paper sagði að ásakanirnar kæmu á óvart og neit- aði að framleiðsluaðferðir þess ógnuðu á einhvern hátt skógum eða dýrategundum. Fyrirtækið kvaðst yfirleitt reyna að nota sjálfbærar afurðir sem birgjar fyrirtækisins mæltu með. Herferð Greenpeace gegn Mattel er í takt við aðrar herferðir um- hverfisverndarsamtakanna gegn fyrirtækjum á borð við Walmart, Carefor og Tesco. Segja Barbie eyða regn- skógum Reuters Í slæmum félagsskap Barbie er bendluð við vafasamt fyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.