Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 ✝ GuðríðurHelgadóttir fæddist í Unaðsdal á Snæfjallaströnd 3. desember 1923. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum 1. júní síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Helgi Guð- mundsson bóndi þar, f. 1891, d. 1945, og Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1897, d. 1987. Guð- ríður átti fimmtán systkini, Guðmund, f. 1920, d. 1997, Guð- björn Ársæl Söebeck, f. 1921, d. 1986, Ólaf, f. 1921, d. 2005, Steingrím, f. 1922, d. 2008, 22.9. 1949, og k.h. Sigurlaug Daníelsdóttir, f. 6.2. 1877, d. 8.2. 1974. Börn Guðríðar og Gests: 1) Guðrún Helga, f. 12.4. 1945, gift Viðari Þorsteinssyni. Börn þeirra eru Gestur, Dagmar og Þorsteinn. 2) Sigurlaug, f. 17.10. 1945. Sonur hennar er Snorri Guðbrandsson. 3) Fann- ey, f. 12.9. 1950, gift Páli Pálmasyni. Synir þeirra eru Pálmi, Víðir, Torfi og Daníel. 4) Kristján, f. 11.9. 1952. Fyrri maki var Jóhanna Leópolds- dóttir. Börn þeirra eru Leópold og Þorbjörg. Seinni maki var Hjördís Matthildur Agnars- dóttir. Barn þeirra er Katrín. 5) Heiða, f. 28.9. 1961, gift Jóni Kára Jónssyni. Synir þeirra eru Arnór og Kolbeinn. Lang- ömmubörnin eru 22 á lífi. Guðríður verður jarðsungin frá Grensáskirkju í dag, 9. júní 2011, og hefst athöfnin klukkan 13. Kjartan, f. 1925, d. 1999, Guðbjörgu, f. 1926, Jón, f. 1927, Sigurborgu Sigríði, f. 1928, Hannibal, f. 1930, Matthías, f. 1931, Sigurlínu, f. 1932, Hauk, f. 1934, d. 2001, Lilju, f. 1935, Auðun, f. 1936 og Láru, f. 1938. Guðríður giftist 14. október 1944 Gesti Krist- jánssyni, f. 3. nóvember 1910, d. 26. nóvember 2000. Foreldrar hans voru Kristján Eggert Gestsson, bóndi í Tungu, Hörðudal, síðar á Hreðavatni, Norðurárdal, f. 21.12. 1880, d. Guðríður tengdamóðir mín, sem jafnan var kölluð Guja, var komin af sterkum stofnum í Djúpinu. Hún var fimmta í röð sextán barna Guðrúnar og Helga sem bjuggu á sinni tíð í Unaðsdal á harðbýlli Snæfjalla- ströndinni þó bæjarnafnið lýsi öðru. Frá Unaðsdal sér vítt yfir Djúpið á fallegum sumardegi og má vera að nafnið vísi til þess. Helgi var annálaður dugnað- arforkur sem jafnframt búskap sótti björg í Djúpið því margir voru munnarnir að metta. Guja var elsta dóttirin og fór því ung að létta undir með móður sinni sem átti öll sextán börnin á 18 árum. Enginn gat skorast und- an vinnu. Börnin komust öll til fullorðinsára og héldu uppi merki foreldranna um dugnað og áræði. Ég minnist fyrstu ferðar minnar vestur í Djúp rétt um 1970. Það var glatt á hjalla þeg- ar Dalsfólkið vitjaði æskustöðv- anna og hittu fyrir þá sem enn bjuggu á Ströndinni. Ég minnist fyrsta kvöldsins er farið var út að Mýri, næsta bæ við Dal, er bóndinn Engilbert leiddi mig út á klöppina fyrir utan bæinn og sagði: „Hér stendur þú nú á mörkum hins byggilega heims, drengur minn.“ Mér ungum manni upprunnum af Suður- landi þótti þetta merkileg stund. Þetta kvöld var spilað á harm- onikku í stofunni á Mýri og Guja dansaði við sinn mann, Gest, og gleðin var við völd. Óvænt sá ég nýja hlið á annars hæglátri tengdamóður minni sem var kunnátta hennar á dansgólfinu. Síðar komst ég að því að ung hafði hún mikinn áhuga á dansi. Hún sagði mér að á sumrin hefði unga fólkið á Ströndinni sótt böll tvisvar á sumri yfir í Leirufjörð að Flæð- areyri. Þau þurftu að ganga í fjóra tíma yfir fjallið jafnan að loknum vinnudegi. Ballið hófst á miðnætti og dansað var fram á morgun. Um tvítugt réðst svo til í hennar lífi að hún fór sem kaupakona að Hreðavatni í Borgarfirði og þar hitti hún nokkru eldri bóndasoninn ókvæntan og framtíðin var ráð- in. Þau Gestur og Guja gengu í hjónaband 1944 og stofnuðu heimili í Borgarnesi. Við tók hefðbundin lífsbarátta í litlu þorpi á landsbyggðinni sem fyrst og fremst var þjónustu- staður við landbúnaðinn í hér- aðinu og taldist þá vart til vaxt- arsvæða. Til að sjá fyrir fimm börnum vann Gestur auk að- alstarfs hjá KBB við veiðieftirlit og var framkvæmdastjóri Rækt- unarsambands Mýramanna um árabil. Vinnudagurinn var því langur en Guja var heimavinn- andi lengst af og bjó eiginmanni og börnum fallegt heimili í húsi sem þau byggðu þar sem sér vel yfir bæinn, líkt og sér frá Un- aðsdal út á Djúpið. Á þessum árum var ráðdeild dyggð umfram annað. Þá dyggð hafði Guja tileinkað sér og handlagni hennar við sauma- skap og útsaum er sterkur vitn- isburður um það. Síðar vann hún um árabil á prjónastofu Borgarness. Þó ekki tæki hún þátt í starfi verkalýðsfélags brá hún jafnan skildi fyrir þá sem stóðu í réttindabaráttu og vildu leiðréttingu kjara. Ég þakka Guju fyrir samferð- ina síðan leiðir okkar og elstu dótturinnar lágu saman. Síðustu árin eftir að heilabilun sótti á voru henni og aðstandendum erfið. Þungbært er að horfa upp á þann sjúkdóm færa ástvini af þessu tilverustigi án þess að þeir fái að kveðja jarðlífið. Viðar Þorsteinsson. Ég stend við stofugluggann og horfi út á Elliðavatn. Útsýn- inu úr stofuglugganum mínum svipar á margan hátt til útsýn- isins úr sumarbústaðnum ykkar afa við Hreðavatn, þaðan sem ég á margar góðar minningar um þig, amma mín. Í minning- unni var alltaf sól í sumarbú- staðnum og skemmtilegast fannst mér þegar við vorum öll saman komin þar, þú og afi, börnin ykkar fimm og við barnabörnin. Við barnabörnin fórum út á vatn með afa og lögðum net og vitjuðum um þau daginn eftir. Þú tókst við aflan- um og settir hann í stóran pott á gömlu kolaeldavélinni. Stuttu síðar var soðinn silungur borinn fram ásamt kartöflum og smjöri og í eftirrétt voru bláber og krækiber með rjóma sem tínd voru allt í kringum bústaðinn. Ég á líka margar góðar minn- ingar frá páskum í Borgarnes- inu. Þar var oft mikið fjör þegar stórfjölskyldan kom saman. Það hafa án efa verið mikil viðbrigði fyrir ykkur afa, að fá allan barnaskarann inn á heimilið. Þið sem alla jafna vöknuðuð snemma, fóruð snemma að sofa og höfðuð alla þá reglu á hlut- unum sem hægt var að hafa. Fyrir mér varstu alla tíð mikil húsmóðir og eldaðir góðan mat og kunnir allt sem kunna þurfti hvort sem það tengdist eldhús- störfum, saumaskap eða annarri handavinnu. Einu sinni man ég eftir að ég átti að gera sængurverasett í handavinnu í barnaskóla. Þér fannst saumaskapurinn ekki upp á marga fiska hjá mér og áttir ekki orð yfir því hvað ég kunni lítið til verka. Ég fékk góða einkunn í handavinnu þetta árið og þú áttir þinn þátt í því. Þó þú kappkostaðir að bera fram góðar veitingar þegar gesti bar að garði, þá var þér einnig mikið í mun að ekkert óhóf væri í einu né neinu. Ég man aldrei eftir neinu óhófi hjá ykkur afa enda alin upp á þann- ig tímum að stundum var þröngt í búi. Nýtnin og hófsem- in sem einkenndi ykkur gæti verið efni í heila bók ef því væri að skipta og margir mættu taka sér margt af því sem þið gerðuð til fyrirmyndar. Hófsemin kom fram í mörgu og meðal annars því hvernig þú hugsaðir um sjálfa þig. Þegar ég spurði þig eitt sinn að því hvernig þú færir að því að vera alltaf svona glæsileg í vextinum, þá svaraðir þú: „Það er auðvelt, ég borða aldrei þannig að ég verði södd.“ Oft verður mér hugsað til orða þinna þegar ég hef óvart farið yfir strikið. Stundum fannst mér á þér að þú hefðir kosið þér annað hlut- skipti í lífinu en að sinna börn- um og búi en einhvern veginn æxluðust hlutirnir svona. Einu sinni sagðir þú mér í hálfgerðu gríni að þú hefðir ekki ætlað þér að eignast börn en svo urðu þau fimm. Það hefur án efa sett mark sitt á líf þitt að vera elsta systirin í sextán systkina hópi og taka ábyrgð á erfiðum mál- um strax á unga aldri. Elsku amma mín, síðustu ár- in þín voru þér erfið. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin og kveð þig með þakklæti í huga fyrir allt það stóra og smáa sem þú hefur kennt mér í gegnum tíð- ina. Dagmar Viðarsdóttir. Nú hefur „amma í Borgar- nesi“ , eins og við bræður frá Hjálmsstöðum kölluðum hana, lokið sínu hlutverki hér á meðal okkar og gengur vonandi á vit nýrra ævintýra hinum megin með Gesti afa. Það er fyrst núna á seinni ár- um þegar ég sjálfur er að verða grár fyrir hærum að maður átt- ar sig á því hvað maður er heppinn að hafa fengið að um- gangast fólk af þessari kynslóð. Kynslóð sem í bernsku ólst upp við lítil fjárráð og mikla vinnu- skyldu, þröngan húsakost og ýmiskonar mótlæti en náði samt svo miklu og góðu út úr lífinu og kveður okkur sátt við af- rakstur erfiðisins. Það er því í höndum okkar afkomenda að sjá til þess að afrakstur þeirra starfs verði líka okkar. Dvöl hjá ömmu og afa í Borg- arnesi var alltaf heilmikið æv- intýri því þangað var langt að fara og skemmtilegur staður fyrir pjakka að leika sér á. Minningar um góðar ferðir með þeim á Hreðavatn, nýtt marmel- aði að hætti ömmu, labbitúr um Skallagrímsgarð og ef maður var sérstaklega heppinn hitti maður Bjössa frænda. Það þótti mér merkilegt. Ég minnist ömmu sem ró- legrar og yfirvegaðrar konu og mikillar húsmóður, hjá henni var alltaf allt hreint og fínt, matur og kaffi á réttum tímum og mikill myndarskapur á öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún vildi hafa reglu á hlutunum og tókst til dæmis ótrúlega vel að halda aga á okkur krökk- unum án þess að skamma okkur eða hvessa sig við okkur. Sumar af verðmætustu stundunum sem ég átti með ömmu og afa voru þegar ég dvaldi einn með þeim á Hreðavatni nokkra góða sum- ardaga, minningar sem ekki tapast á meðan ég hangi. Ég kveð ömmu með þökkum og er stoltur af því að vera einn af afkomendum þeirra hjóna. Minning um góða konu lifir. Pálmi Pálsson. Kveðja frá Snæfjallaströnd Foreldrar mínir voru leigj- endur í gamla torfbænum í Un- aðsdal, hjá Helga og Guðrúnu, og bjuggu á dyraloftinu í þrjú ár þar til Helgi flutti í nýbyggt timburhús sitt árið 1928. Góð samskipti og vinátta var í sam- býlinu og var svo æ síðan. Dals- systkinin komu oft í heimsókn frá því að þau gátu gengið og fram á unglingsár og eins eftir að við fluttum á nýbýlið Lyng- holt 1936. Guðríður var á barns- aldri gefin fyrir hannyrðir og var farin að sauma þarfaflíkur árin fyrir fermingu. Heiman- gönguskóli var í lítilli stofu á Lyngholti 1936-1947. Móðir mín Salbjörg Jóhannsdóttir ljósmóð- ir var leiðbeinandi við handa- vinnu. Hún hafði orð á því í blaðaviðtali seinna að það hefði m.a. verið fyrir áhuga og orð Guðríðar að Jóhann Hjaltason kennari lét hefja handavinnu- kennslu. Strákarnir í skólanum prjónuðu lopapeysur og fleira, ekki síður en stelpurnar. Guð- ríður var áhugasöm við að und- irbúa árlegar jólaskemmtanir á Lyngholti, á meðan hún var heima, og einnig skemmtanir hjá Umf. Ísafold. Eitt sinn voru Guja og mamma samtímis í leik- riti á sviðinu í gamla ungmenna- félagshúsinu Ásgarði. Saman stýrðu þær söng og leik unga fólksins. Þakkarverð er vinátta Guðríðar við móður mína. Í ára- tugi fóru mörg sendibréf þeirra á milli og jólakort í um 50 ár. Margir bjuggu á Snæfjalla- ströndinni þegar Guja í Dal var að alast upp í stórum systk- inahópi. Hún lét ekki sitt eftir liggja við að hafa forystu um nytsöm viðfangsefni og fé- lagsstarf. Í skólanum voru nem- endur flestir 1938 og voru þá 28 skráðir í skóladagbók. Oft var fjölmennt við sundlaugina í Dalsdal á sundnámskeiðum og útiskemmtunum á sumrin. Nú dvelur fólk á bæjum og bústöð- um á sumrin. Ferðaþjónusta er í Dalbæ og þar er einnig byggð- arsögusýning Snjáfjallaseturs. Íbúðarhúsið á Lyngholti er end- urbyggt og þar er sýning til minningar um skólahaldið. Ferðafólk og þeir sem eiga ætt- ir að rekja til fólks sem eitt sinn lifði á þessum slóðum getur þar kynnt sér mannlíf á Ströndinni fyrir miðja síðustu öld. Minning lifir. Guðs blessun fylgi minn- ingu Guðríðar Helgadóttur. Samúðarkveðjur til afkom- enda og annars venslafólks. Engilbert S. Ingvarsson. Guðríður Helgadóttir ✝ KRISTBJÖRG JÓNSDÓTTIR lézt á Landspítalanum Hringbraut föstu- daginn 3. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstu- daginn 10. júní kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Daníel Orri Einarsson. Við systkinin kveðjum Þórhildi Halldórsdóttur með þakklæti. Hún var okkur ævinlega góð og hlý. Þórhildur var gift Jóni Árna- syni móðurbróður okkar, fyrr- verandi skólastjóra Árbæjar- skóla, sem lést fyrir allmörgum árum. Um skeið bjuggu báðar fjölskyldurnar nálægt hvor ann- arri í Efstasundinu. Mikill sam- gangur var á milli heimilanna og við krakkarnir lékum okkur oft saman. Reyndar var mikið af barnafjölskyldum í götunni og margir krakkar í hverju húsi. All- ir léku sér úti og gatan og garð- arnir voru okkar leiksvæði. Af þeim sem þarna voru má nefna Halldór, Guðbjörn, Hörð, Ívar, Gústa, Ómar, Ástu, Dódó, Guð- björgu og Möggu. Þá bjó amma okkar í Skipasundi og þar hittist stórfjölskyldan eftir að Jón og Þórhildur fluttu úr Efstasundinu. Þórhildur var kennari og kenndi fjölda barna um ævina. Hún starfaði lengst af við Lang- holtsskóla en við systkinin geng- um öll í þann skóla. Síðustu árin vann hún á skólasafninu og það átti vel við hana. Hún lagði alltaf áherslu á mikilvægi þess að hver einstaklingur lærði eitthvað nyt- samlegt og hún fylgdist alltaf vel með því sem við vorum að gera og hvatti okkur áfram. Þórhildur var alltaf kát og glettin og átti það til að vera dálít- ið stríðin. En allt var það mein- laust og nú er það hitt sem við minnumst frekar, hlýjan og vin- semdin. Við vottum börnum þeirra hjóna, Halldóri og Guð- björgu, og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Bjarni, Árni, Ingibjörg Steinunn og Gunnar. Okkur langar að kveðja Þór- hildi frænku með fáeinum orðum. Við systkinin vorum svo heppin að alast upp í fjölskyldu þar sem Þórhildur Halldórsdóttir ✝ Þórhildur Hall-dórsdóttir fæddist í Þórisholti í Mýrdal 5. desem- ber 1928. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala 30. maí 2011. Útför Þórhildar fór fram frá Lang- holtskirkju 8. júní 2011. mikil og sterk tengsl voru milli móður okkar og systra hennar. Því fengum við oft að njóta sam- vista við Þórhildi og fjölskyldu á ferða- lögum og við ýmis tilefni. Við eigum því margar og góðar minningar um Þór- hildi, hún var svo hjartahlý og skemmtileg. Síðasta sumar var haldið ættarmót í Fljótshlíðinni og þar mætti Þórhildur ásamt fríðu föruneyti. Stórfjölskyldan skemmti sér í skoðunarferðum, meðal annars í skógræktinni við Múlakot. Í skóginum fyrir utan Hnotukot fengum við að heyra ógleymanlegar sögur frá því þeg- ar Þórhildur og systur hennar voru unglingar og unnu við skóg- rækt. Það var greinilegt á öllu að Þórhildur naut þess að vera í Fljótshlíðinni og rifja upp gamla tíma. Ekki vitum við hvað hún hugsaði þegar hún horfði inn í Þórsmörkina en það kæmi ekki á óvart að það hefðu verið minning- ar um þá tíma er hún og Jón voru ung og ástfangin í Mörkinni. Við sendum samúðarkveðjur til Halldórs, Guðbjargar og fjöl- skyldna. Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómaði til mín úr dálitlum runni; hún sat þar um nætur og söng þar á grein svo sólfögur ljóð um svo margt, sem ég unni, og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein – ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni. En fjarri er nú söngur þinn, sólskríkjan mín, og sumur þíns vinar hin fegurstu liðinn. Hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þín, hann þráir svo ljóðin og vornæturfriðinn, – hann harmar í skógunum hrjósturlönd sín, hann hlustar sem gestur á náttgala kliðinn. (Þorsteinn Erlingsson) Katrín, Sigrún, Sólveig og Halldór Sölvi. „Á ég að slíta blómin amma?“ Það er einkennilegt hvaða minningar standa upp úr frá æskuárunum og rifjast upp á dögum sem þessum. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er lykt- in af nýbökuðum kleinum í Ak- urgerði, afa gamla í hæginda- stólnum með moggann og þú dæsandi í eldhúsinu yfir stórum potti af steikarolíu. „Fáðu þér kleinur og mjólk, svo er jólakaka á borðinu.“ Jólakakan smakkað- ist vel en hún féll alltaf í skugg- ann af kleinunum. Mér leið ávallt vel hjá þér enda hafðir þú óbilandi trú á Sveinbjörg Jónsdóttir ✝ SveinbjörgJónsdóttir fæddist 8. nóvember 1931. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði 27. maí 2011. Útför Svein- bjargar fór fram frá Innri-Njarðvík- urkirkju 6. júní 2011. mér og studdir mig ávallt. Með þetta í huga þá líður mér ekki vel að hugsa til þess að ég og stelp- urnar mínar hefð- um getað heimsótt þig oftar síðustu ár enda voru þau þér erfið. Við höfum fylgst með þér úr fjarlægð visna eins og blómin, aukin veikindi drógu úr þér allan mátt og hugurinn átti það til að reika. Undir það síðasta voru sögurnar það fyrsta sem við rifjuðum upp þá sjaldan við hittumst og þær mun ég alltaf varðveita. Sögurn- ar af þér sem ungri stúlku í Stykkishólmi, mömmu í spelk- um, af fyrstu skrefunum mínum og því hvernig ég, þá stríðinn smápolli, hótaði því að slíta blómin þín. Ég ætla ekki að slíta blómin amma, ég mun hlúa að þeim og minnast þín um aldur og ævi, elsku amma mín. Ásgeir Helgi Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.