Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 ✝ Sverrir Ragn-ar Bjarnason fæddist í Reykja- vík 20. janúar 1927. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Mörk 28. maí 2011. Foreldrar Sverris voru Ingi- björg Steinunn Brynjólfsdóttir, f. 2.1. 1883 í Reykja- vík, d. 21.6. 1941 og Bjarni Sverrisson, f. 13.5. 1879 að Klauf í Meðallandi, d. 20.3. 1974. Systkini Sverris voru: Sverrir, f. 27.5. 1903, d. 1912, Ragnar Júlíus, f. 19.7. 1904, d. 1927, Sæmundur, f. 14.5. 1906, d. 1991, Rannveig Kristjana, f. 29.1. 1909, d. 2001, Sigríður, f. 23.1. 1911, d. 2007 og Ásta Lóa, f. 24.2. 1920. Sverrir kvæntist 2.9. 1949 Steinunni Árnadóttur, f. 2.9. 1927 í Stykkishólmi. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Guð- mundsdóttir, f. 10.6. 1904 á Tröðum í Staðarsveit, d. 15.12. 1999 og Árni Jónsson, f. 27.4. 1895 í Hörgsholti í Miklaholts- hreppi, d. 16.7. 1962. Börn Sverris og Steinunnar eru: 1) Bjarni, f. 3.4. 1950, kona hans er Hanna María Oddsteins- dóttur, f. 20.10. 1964. Börn þeirra eru: Hildur, f. 24.9. 1988, í sambúð með Arnari Inga Guðmundssyni, Íris, f. 6. janúar 1995 og Ásdís, f. 29. júní 1999. Áður átti Sverrir Guðrúnu, f. 2.8. 1947 með Vil- helmínu Adolphsdóttur. Synir hennar eru Þórir Örn, Guð- mundur Ágúst og Einar. Sverrir ólst upp hjá for- eldrum sínum sem bjuggu lengi í Finnbogahúsi við Kringlumýrarveg í Reykjavík. Hann gekk í Laugarnesskóla og var tvo vetur í gagnfræða- skóla. Hann stundaði ýmsa vinnu, fór meðal annars á síld og vann nokkur ár hjá Hús- gagnaverslun Kristjáns Sig- geirssonar. Hann fór á verk- stjóranámskeið á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og fékk réttindi sem fisk- og síldarmatsmaður. Hann var eftirlitsmaður hjá Sölumiðstöð- inni og einnig verkstjóri í frystihúsum. Þá gerðist hann verktaki og vann m.a. mörg til- boðsverk hjá Hitaveitu Reykja- víkur og Gatnagerð Reykjavík- ur. Árið 1996 stofnaði hann Steinmótun ehf. ásamt Gunnari syni sínum, sem rekur það enn. Sverrir hafði mikinn áhuga á stjórnmálum, gekk ungur í Sjálfstæðisflokkinn og studdi hann meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hann var félagi í Reglu musterisriddara frá 1974. Útför Sverris verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 9. júní 2011 og hefst athöfnin kl. 13. dóttir, f. 12.2. 1947. Dætur þeirra eru: Linda Björk, f. 22.6. 1976, sonur hennar er Óli Kristinn Sig- urjónsson, og Guðný Sigríður, f. 2.10. 1981. Dætur Hönnu Maríu eru: Lára Jóhann- esdóttir, f. 11.3. 1968, gift Sverri Geirdal. Þeirra börn eru: Hanna María, Guðfinnur og Jó- hannes Dagur. Fyrir átti Sverrir Aldísi. Lilja Jóhann- esdóttir, f. 18.7. 1972. Hún var gift Guðfinni Karlssyni sem er látinn. Dóttir þeirra er Hafdís. Lilja er gift Reyni Björnssyni. Sonur þeirra er Jónatan. Fyrir átti Reynir Önnu Karenu. 2) Árni, f. 15.5. 1953. 3) Ingibjörg Steinunn, f. 13.2. 1955, gift Hrólfi Jónssyni, f. 24.1 1955. Börn þeirra eru: Sigrún Inga, f. 2.5. 1973, gift Þorgeiri Guð- mundssyni. Þau eiga Dúnu Steinunni og óskírðan Þor- geirsson. Steinunn Björg, f. 8.1. 1986, í sambúð með Birki Ingibjartssyni. Þeirra dóttir er Fanney Inga. Ragnar Jón, f. 14.7. 1988. 4) Gunnar, f. 21.5. 1964, kvæntur Karenu Bergs- 17 ára gamall hitti ég Sverri R. Bjarnason fyrst þegar hann kom til dyra í Efstasundinu, með þykkt hár, úfnar augabrýr, útitekinn með sigggrónar hend- ur. Ég síðhærður og rengluleg- ur, að spyrja eftir dóttur hans. Síðan eru liðin um 40 ár. Þegar þetta var hafði hann stofnað verktakafyrirtæki. Það gekk vel og farið var í að byggja bílskúr og við húsið í Efstasundi. Sem nemi í húsasmíði og tilvonandi tengdasonur tók ég þátt í þessu og var mikið í Efstasundi. Fór að heyra sögur af yngri árum hans, m.a. þátttöku í starfi Sjálf- stæðisflokksins, af uppvaxtarár- um hans í Finnbogahúsi sem stóð stutt frá þeim slóðum þar sem ég ólst upp. Sverrir var fæddur í gamla Íslandi þegar varla var til vörubíll og svæðið kringum Finnbogahús nánast sveit, en þó borg. Þarna lék hann sér tápmikill snáði. Rétt um fermingu missti hann móður sína og hafði það mikil áhrif á uppvaxtarár hans. Hann fór ungur að vinna fyrir sér. Hann trúði á mátt sinn og megin og reiknaði aldrei með að nokkur maður gerði nokkuð fyr- ir sig. Ég heyrði sögur af Bjarg- arstígnum, húsbyggingu í Stykkishólmi þar sem fjölskyld- an bjó í tvö ár og síðar húsbygg- ingu í Skeiðarvogi. Og svo var Efstasundið keypt. Börnin þá orðin fjögur, lífsbaráttan hörð, langir vinnudagar og afrakstur vinnunnar oft ekki mikill. Því ekki úr miklu að spila á köflum. En þegar ég kynntist honum var allt á uppleið. Auk viðbygg- inga í Efstasundi var byggt lítið atvinnuhús í Stórhöfða, síðan annað stærra í Hafnarfirði. Hæð keypt í Stórhöfða og annað hús í Hafnarfirði. Hann fór að þurrka fisk ásamt því að vera með stór verk fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. En röð atvika gerði það að verkum að einn daginn var allt farið, nema húsið í Efstasundi. Á þeim árum sem nú tóku við var hann einyrki í Kolaportinu, tíndi krækling í Hvalfirði, stofnaði verslun, var vaktmaður um borð í skipum o.fl. Þá aftur í verktakabrans- ann og nú með syni sínum Gunnari. Saman byggðu þeir upp fyrirtækið Steinmótun. Sverrir grúskaði í alls kyns hlutum. Hafði gaman af djassi. Og ferðalögum. Það var sama hvort á móti blés eða vel gekk, hann tók hlutunum af æðruleysi. Alltaf boðinn og búinn að hjálpa. Þegar við Ingibjörg byggðum ásamt tveimur vinafjölskyldum var Sverrir tilbúinn að lána tæki og tól og leggja inn gott orð. Hann var glaðvær og hispurs- laus í fjölskylduboðum. Hafði skoðanir á öllu. Vinum mínum líkaði vel við hann og höfðu gaman af rökum hans fyrir fjöl- breyttum málefnum. Stundum var hann stríðinn og þá féll mað- ur í þá gryfju að taka hann of al- varlega. Og hann gat verið þrár. Ef hann beit eitthvað í sig varð honum ekki haggað. Hann var haldinn ríkri réttlætiskennd og mátti ekkert aumt sjá. Fuglarn- ir í Efstasundi nutu góðs af því, en margar ferðirnar fór hann út á bílskúrsþak með góðgæti handa þeim. Af æðruleysi tók hann veikindum sínum. Og dauðann óttaðist hann ekki. Ótt- aðist hann yfir höfuð nokkuð? Ég varð alla vega ekki var við það. Í huganum þakka ég Sverri samfylgdina og við þessi vatna- skil rifjast svo margt gott og skemmtilegt upp. Hrólfur Jónsson. Afi minn Sverrir Ragnar Bjarnason er dáinn. Hann hafði sterkan persónuleika og hans er sárt saknað. Hann vann alla sína ævi með berum höndum og það mótar sterklega mínar fyrstu minningar um hann. Hendur hans voru hlýjar, harð- ar og skítugar. En það var hreinn skítur. Hann gekk í köfl- óttum skyrtum sem lyktuðu af steypu. Hann átti marga bíla og drakk kaffi úr hitabrúsa. Hann kom stundum að sækja mig á vörubíl þegar ég var að fara í pössun í Efstasund. Svolítið háskalegur karl og maður var var um sig. En ég fann það ung að þar fór traustur maður, sem bar hag minn fyrir brjósti og hlustaði á það sem ég sagði. Þó svo að hann hafi unnið hörðum höndum allt sitt líf var hann mjög hugmyndaríkur og sannkallaður grúskari. Hann hafði herbergi í kjallaranum fyrir sína pappíra. Þar ríkti dásamleg óreiða, blöð og bækur upp um alla veggi og í stöflum og bunkum um allt, en hann vissi hvar allt var í þessari fal- legu hrúgu. Þetta voru pappírar sem tengdust rekstrinum, en líka alls konar aðrar upplýsing- ar um aðskiljanlegustu hluti. Hann lagði stund á ýmislegt um ævina og ég veit ekki um nema brot af því sem hann var að stússa í dagana langa. Keyrandi um Reykjavík og nágrenni að huga að hinum og þessum mál- um. Þegar ég varð eldri og fór að sinna listsköpun var hann oftar en ekki að gauka að mér ýmsu efni, blaði eða bók, sem orðið hafði á vegi hans sem tengdist mínum hugðarefnum. Hann var alltaf í hugmynda- vinnu og vissi þess vegna margt um marga hluti og hafði sterkar skoðanir. Stundum svolítið ýkt- ar, fannst mér. En það kenndi mér að hugsa. Hann kenndi mér að taka afstöðu og vita hvers vegna mér þóttu hlutirnir eiga að vera svona en ekki hinsegin. Ég var nú ekki alltaf sam- mála honum. Sérstaklega í póli- tík. Hann var til hægri en hinn afi minn, Jón, var til vinstri. Svona líka hressilega, báðir tveir. Og þetta mótaði mann. Mér finnst ég ekki hafa verið eldri en 6 ára þegar ég hafði myndað mér skoðanir á heims- málunum. Það var þeim að þakka. Síðast þegar við höfðum tóm til að spjalla, var hann að segja mér hvernig honum hafði tekist að byggja sitt fyrsta hús með nokkrum klókindum. Í rauninni hefði hann ekki átt að geta það, því hann var peninga- laus verkamaður. En hann sá tækifæri þar sem átti að vera lokað sund. Þegar við áttum þetta spjall var hann á Land- spítalanum og hafði verið næst- um dáinn nóttina áður. En þá skipti hann um skoðun, hætti við að deyja, var hinn hressasti og vildi ræða málin og var meira að segja hættur að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn (ég efast þó um að hann hefði staðið við það). Við spjölluðum heillengi. Þó sá maður að mjög var af honum dregið. Ég heimsótti hann á hjúkr- unarheimili tveim dögum fyrir andlátið. Þá var augljóst að þetta voru síðustu dægrin. Þá var ég að bíða eftir að sonur minn myndi fæðast. Það er lög- mál lífsins að einn kemur í ann- ars stað. Það upplifði ég mjög sterkt núna því að afi Sverrir kvaddi þennan heim aðfaranótt laugardags en drengurinn fædd- ist á mánudegi. Ég þakka sam- fylgdina. Minningarnar eru margar sem ég geymi. Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Mínar fyrstu minningar um afa Sverri eru úr Efstasundinu. Ótrúlega góðir og hlýir sumar- dagar í fallegum garðinum þar sem hægt var að gæða sér á heimsins bestu jarðarberjum. Afi að bauka í bílskúrnum sem var fullur af alls kyns dóti. Ég komst fljótt að því að hann var mikill safnari og grúskari og skrifstofan hans í kjallaranum var ekki síður spennandi. Ég man að mér fannst hún ná- kvæmlega eins og skrifstofa kortagerðarmannsins í teikni- mynd sem ég horfði oft á þegar ég var lítil. Sá var afar vitur og átti svör við öllum lífsins spurn- ingum. Afi var ekki svo ólíkur honum með sínar úfnu auga- brúnir og gráa hár. Svo spilaði hann stundum fyrir mig djass og reyndi að fá mig til að skipta yfir í hljóðfæri sem hentaði bet- ur þess konar tónlist en ég var á þessum tíma að læra á þver- flautu. Djassinn, stríðsárin og allar þær breytingar sem því fylgdu skiptu hann miklu máli og þá fannst honum gaman að lifa. Ég gleymi því seint þegar hann lýsti fyrir mér deginum þegar herinn kom til landsins. Hann mundi nákvæmlega hvert augnablik. Ég var svo heppin þegar ég var 15 ára að fá að vinna með afa eitt sumar. Hann átti verk- takafyrirtækið Steinmótun ásamt móðurbróður mínum Gunnari. Hjá þeim lærði ég að vinna eins og maður, en ég hellulagði og steypti gangstéttir og í lok sumars var ég kaffibrún og komin með væna upphand- leggsvöðva. Þess á milli lulluð- um við afi saman um götur borgarinnar í gráum station-bíl og hann sagði mér alls kyns sög- ur og gaf mér kleinur og kaffi á brúsa. Ég var þá líka að byrja að mynda mér skoðanir og naut þess að rökræða við hann um málefni líðandi stundar. Hann hafði vægast sagt sterkar skoð- anir og oft á tíðum í hrópandi ósamræmi við allt sem flestir myndu kalla pólitíska rétthugs- un. Enda var hann líka þannig gerður. Hann hafði mikinn húm- or, var með eindæmum stríðinn og voru þau ófá fjölskylduboðin þar sem honum tókst á óborg- anlegan hátt að slá mannskap- inn út af laginu með hnyttnum athugasemdum. Hann trúði á það að bjarga sér og fussaði yfir hvers kyns tepruskap. Hann var kannski óheflaður á yfirborðinu en undir því var vandaður og traustur maður sem kenndi mér svo ótal- margt. Takk fyrir samveruna elsku afi. Steinunn Björg Hrólfsdóttir. Sverrir Ragnar Bjarnason, móðurbróðir okkar, var fæddur og uppalinn sín fyrstu æviár í Finnbogahúsi við Kringlumýr- arveg í Reykjavík, yngstur barna hjónanna Bjarna Sverr- issonar og Ingibjargar Stein- unnar Brynjólfsdóttur. Enda þótt sagt sé, að Finn- bogahús hafi verið í Reykjavík, sem satt er, var þarna um að ræða grasbýli og var eins og þá var sagt, langt fyrir innan bæ og næstu nágrannar voru bæði sams konar grasbýli og lögbýlin í kring þar sem Lækjarhvamm- ur var næstur. Fljótlega eftir að Sverrir fæddist fjölgaði á heimilinu, þegar börn systra Sverris, Sig- ríðar og Rannveigar, bættust í hópinn, þeir Jón, Bjarni, Logi og Ingi Guðbrandssynir og Ingi- björg Jóna Gunnlaugsdóttir. Lítill aldursmunur var á Sverri og elstu þessara frænd- systkina hans og myndaðist þarna eins konar systkinahópur með góðri viðbót barnanna í Fagradal ofar við Kringlumýr- arveginn, en þar bjó Sæmundur Bjarnason, bróðir Sverris, ásamt konu sinni, Kristínu Grímsdóttur. Voru það einkum þrjú elstu börnin, sem þarna koma við sögu. Í þessu umhverfi óx Sverrir upp bæði í sveitasæl- unni og bænum og við sjávarsíð- una og varð með tímanum einn af föstu punktunum í lífi okkar og muna þeir eldri okkar eftir honum úr Finnbogahúsi, en hin- ir yngri fremur eftir að fjöl- skyldan fluttist að Bjargarstíg 6. Ekki breyttist þetta eftir að Sverrir kvæntist Steinunni Árnadóttur frá Stykkishólmi, en þau bjuggu sín fyrstu hjúskap- arár á Bjargarstígnum og eign- uðust þar öll börnin sín fjögur. Húsið að Bjargarstíg 6 er gamalt og mun hluti þess a.m.k. vera einn af Grundarbæjum, sem Grundarstígur er kenndur við. Aðeins var einn sími í hús- inu. Svo hljóðbært var á milli húshlutanna, að væri t.d. hringt til einhvers í hinu húsinu, svar- aði Steina eða einhver þeim megin þilja, fór síðan inn í eld- hússkáp, bankaði í bakið á hon- um og kallaði, að síminn væri til einhvers. Á þeim árum, þegar ungt fólk liggur sem mest í sím- anum, máttu þau kalla mikið Sverrir og Steina. Enda þótt Finnbogahús væri nánast í sveit, mun áhugi Sverr- is frá fyrstu tíð fremur hafa snú- ið að sjónum og útgerð, fisk- vinnslu og öllu því er að þess háttar starfsemi laut. Sverrir lagði fyrir sig eitt og annað, s.s. útgerð, var bréfberi, fiskmats- maður, sendibílstjóri um árabil og loks verktaki við jarðvegs- vinnu og hellulagnir. Sverrir og Steina voru einn af föstu punktum tilverunnar hjá okkur og Steina varð fljótlega ein af hópnum, en hópurinn stækkaði óðfluga þegar allt þetta fólk fór að eignast börn og sumir mörg. Er svo komið, að fjöldinn er meiri en svo, að yfir sjáist við fljóta sýn. Við vitum að við mælum fyrir munn margra, sem hugsanlega munu einnig gera það sjálfir, þegar við minnumst með gleði þeirra sam- vista sem við áttum og söknum þess nú, að þær samvistir skyldu ekki verða meiri og lengri. En kallið kemur til okkar allra og nú hefur Sverrir verið kallaður. Við færum Steinu og fjölskyldu hennar samúðar- kveðjur. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Jón Guðbrandsson, Bjarni Guðbrandsson, Logi Guðbrandsson, Ingi Guðbrandsson. Sverrir Ragnar Bjarnason ✝ Erna Þorvalds-dóttir fæddist á Húsavík 5. júlí 1936. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 31. maí 2011. Foreldrar Ernu voru Guðrún Jón- asdóttir frá Brekku, Aðaldal, f. 13. febrúar 1911, d. 25. janúar 1992, og Þorvaldur H. Þórðarson, Húsa- vík, f. 28. ágúst 1909, d. 6. októ- ber 1939. Alsystkini Ernu eru Stefnir, f. 15. ágúst 1930, d. 21. september 2001. Steinþór, f. 28. maí 1932. Stella, f. 9. febrúar 1934. Gestur, f. 23. apríl 1935, d. 6. október 1935. Hálfsystkini sammæðra með Karli Sig- tryggssyni frá Böðvarsnesi í Fnjóskárdal, f. 3. mars 1896, d. Gunnar Freyr, f. 16. nóvember 1980, Hreiðar Bragi, f. 20. apríl 1982, Davíð, f. 28. mars 1988 og Sigurður Andri, f. 13. janúar 1994. Vilfríður Guðrún, f. 10. júlí 1960. Hennar börn eru Dav- íð, f. 9. apríl 1978, faðir Þor- steinn Stefán Eiríksson, f. 6. september 1955 og Birgir, f. 14. júní 1988, faðir Sævar Sal- ómonsson, f. 5. mars 1962. Stefnir, f. 21. júní 1965. Maki El- ísabet Fanney Fannarsdóttir, f. 7. janúar 1968. Þeirra börn eru Erna, f. 2. ágúst 1985 og Elías Fannar, f. 17. október 1990. Steinþór, f. 13. nóvember 1966. Maki Anina Hansen. Dóttir Steinþórs er Sigrún Björg, f. 4. desember 1989. Móðir Sigur- hanna Vilhjálmsdóttir, f. 20. október 1963. Áður átti Erna soninn Rúnar Karl, f. 27. janúar 1955. Hans börn eru Everlyn, f. 22. ágúst 1983, Símon, f. 6. júlí 1988 og Alexander, f. 1. febrúar 1990. Móðir þeirra er Sindi Sjögren, f. 2. mars 1965. Útför Ernu fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 9. júní 2011, kl. 14. 1966: Snær, f. 8. apríl 1940. Sif, f. 22. ágúst 1941, d. 26. júní 1994. Hlíf- ar, f. 15. maí 1946. Sigtryggur, f. 15. september 1949. Björg, f. 5. desem- ber 1950, og Gerð- ur, f. 9. júní 1954. Erna giftist 16. júní 1957 Davíð Gunnarssyni frá Bangastöðum, f. 15. mars 1935. Foreldrar hans voru Gunnar Jónatansson, f. 5. maí 1877, d. 25. maí 1958 og Vilfríður Guð- rún Davíðsdóttir, f. 20. nóv- ember 1897, d. 25. júní 1973. Börn Ernu og Davíðs eru: Gunn- ar, f. 15. desember 1957. Maki Ólafía Þóra Bragadóttir, f. 26. nóvember 1957. Þeirra börn eru Helga Veronica, f. 9. ágúst 1977, Ég gæti ekki orðað betur það sem ég sagt vildi hafa á þessari kveðjustundu er ég kveð kæra vinkonu og starfsfélaga Ernu Þorvaldar. Þökk fyrir störf þín, dugnað og dáð og djörfung í orði og verki, nafn þitt mun lengi hjá lýð vera skráð og lifa þitt hugsjóna merki. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Kristbjörg Sigurðardóttir (Bogga). Elsku langamma Erna. Ég á ég eftir að sakna þín svo mikið elsku langamma mín. Það var svaka gaman og gott að koma og heimsækja þig á sjúkrahúsið á Húsavík, vildi bara að þú hefðir verið heima hjá afa í Sólbrekk- unni. Ég hlakkaði alltaf svo til að fara í heimsókn til ykkar á sumr- in þó að stoppið hafi verið stutt. Í vetur, þegar við fórum til Ak- ureyrar á skíði, komum við til ykkar afa og þú gafst okkur soð- brauð með silungi. Vá hvað það var gott. En núna ertu hjá engl- unum og líður vel. Ísar Máni saknar þín líka, en hann sagði að það væri bara gott og gaman að vera hjá englunum. Elsku langamma, ég á alltaf eftir að sakna þín voða voða mikið. Þín Amanda Sif langömmustelpa. Erna Þorvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.