Morgunblaðið - 11.06.2011, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.06.2011, Qupperneq 11
Morgunblaðið kíkti inn á park- our-æfingu hjá Gerplu og náði tali af einum fremsta parkour- snillingi landsins, Torra Birgis- syni. Torri er tvítugur Grafar- vogsbúi sem hefur stundað íþróttina í 4 ár. Torri byrjaði að æfa sig í parkour áður en Sindri fór að bjóða upp á skipulagðar æfingar. Reglulegar heimsóknir á slysavarðstofuna urðu til þess að Torri hóf að æfa hjá Gerplu. ,,Ég færði mig inn til þess að fá smá leiðsögn og til að komast í öruggara umhverfi. Utandyra lenti ég oft í því að brjóta mig og snúa. Ég hef fótbrotnað, handleggsbrotnað og snúið mig, en það gerð- ist allt áður en ég byrjaði hjá Sindra,“ segir Torri og bætir við að meiðsli komi til þegar menn séu orðnir allt of öryggir með sjálfa sig og gleymi sér og því sé best að fara ekki of geyst. Torri segir þetta vera krefjandi og skemmtilegt sport sem allir geti stundað. ,,Parkour er fyrst og fremst lík- amstjáning. Það er mikið frelsi í þessu og ég stjórna því sjálfur hvað ég geri. Það fer enginn að banna þér að gera hlutina svona eða hinsegin, maður stjórnar því algjörlega sjálfur hvernig maður ber sig að.“ Mikið frelsi í þessu FYRST OG FREMST LÍKAMSTJÁNING Æfing Torri byrjaði að æfa fyrir fjórum árum og er nú einn sá besti á landinu. ekki fyrr en 2008 sem ég byrjaði að æfa af fullum krafti,“ segir Sindri. Aðspurður segir Sindri að allir geti stundað parkour og skipti lík- amsburðir eða íþróttabakgrunnur ekki máli. „Ég kenndi einu sinni stelpu sem var með of stuttar sinar í annarri hendinni svo hún gat því ekki rétt alveg úr henni, þannig að hún einbeitti sér bara að handarstökkum með einni hendi með góðum árangri.“ Kennsla er með svolítið öðrum hætti en gengur og gerist í íþróttum. „Ég fer aldrei á æfingu með það í huga að kenna eitthvað ákveðið, held- ur koma iðkendur til mín og segja mér hvað þeir vilja læra, þannig að það er meira frelsi í þessari íþrótt en mörgum öðrum. Iðkendur eru á öll- um aldri, allt frá sjö ára upp í sextugt og allt þar á milli,“ segir Sindri og bætir við að aðsóknin í parkour sé það mikil að hann anni engan veginn eftirspurn eftir kennslu. Engar keppnir Ekki er keppt í parkour hér á landi og segist Sindri vera á móti keppnum í greininni. „Við viljum ekki keppnir og þar af leiðandi eru engin iðnaðarleyndarmál hjá okkur, heldur miðla allir sinni þekkingu áfram til næsta manns. Svo er það bara tilfellið að það er svo mikið af krökkum í þessu sem hafa ekki fundið sig í öðr- um íþróttum, m.a. út af keppnum, en í parkour fá þessir krakkar að vera þau sjálf, læra á þeim hraða sem hentar þeim og læra það sem þau vilja læra,“ segir Sindri og bætir við að ef farið væri út í keppnisform yrðu fólki settar skorður t.d. á grundvelli aldurs eða líkamsburða. Skiptir miklu máli að kunna að detta Meiðsli eru fátíð í íþróttinni, en það kemur fyrir að menn meiða sig og eru það þá yfirleitt meiðsl af vægara taginu. „Mikilvægasti hluti íþróttar- innar er að kunna að detta. Við kenn- um fólki hvernig það á að bera sig þegar það dettur og því eru slys og meiðsli mjög fátíð,“ segir Sindri og bætir við að íþróttin geti verið stór- hættuleg ef menn nálgist hana á rangan hátt. „Myndskeiðin sem þú sérð á youtube.com af parkour-köppum eru gríðarlega vel undirbúin og oft á tím- um æfð í marga mánuði áður en þau eru tekin upp. Aðalreglan er að byrja á stað þar sem þú ert öruggur og vinna sig síðan upp.“ Kynjahlutfall greinarinnar er um 90% strákar og 10 % stelpur, en Sindri segist finna fyrir auknum áhuga stelpna og að stelpnahópurinn fari stækkandi. Parkour á rætur að rekja til frumbyggja í Afríku Menn greinir á um hvenær íþróttin varð til, en Sindri heldur því fram að parkour eigi rætur að rekja til frumskóga í nánd við Fílabeins- ströndina. Hinn franski Richard Bell, sem var liðsforingi í Víetnamstríðinu, kenndi undirmönnum sínum þessa tækni, sem hann hafði lært upp úr bók eftir franskan landkönnuð. Þessi landkönnuður hafði rannsakað áður- nefnda frumskóga og fylgt frum- byggjum eftir. Frumbyggjar þessir ferðuðust um með mjög óvenjulegum en áhrifaríkum hætti, sem var mjög vel lýst í bókinni. David, sonur Rich- ards, útfærði síðan tæknina yfir í það form sem tíðkast í dag. Fyrsti parko- ur-hópurinn, sem var stofnaður árið 1997, bar nafnið Yamakasi. Árið 2001 kom síðan út franska myndin Yama- kasi og þá varð sprenging í iðkun greinarinnar. Á árunum 2002 til 2003 barst þetta til Bretlands og í kjölfarið var parkour-hópurinn Urban Freef- low stofnaður. Síðan þá hafa parkour- brellur borist í auglýsingar og bíó- myndir. Líkt og áður segir hóf Sindri að stunda íþróttina árið 2008 og í dag eru iðkendur hérlendis orðnir á bilinu 600-700 talsins. Æfingin skapar meistarann Þessi ungi maður var boðinn og búinn að sýna blaðamanni Morgunblaðsins nokkrar vel valdar parkour brellur og stökk. Leiðbeinandi Snorri Viborg stjórnar hér æfingu hjá ungum og efnilegum parkour iðkendum. Snorri er frumkvöðull í greininni hérlendis. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Hvað ætlar þú að gera í dag? Morgunblaðið/Golli Langhlaupari Gunnlaugur Júlíus- son hefur hlaupið mikið og lengi. Stjórnar ofur- hlaupi Ég ætla að vakna klukkanfimm og gera klárt af þvíég þarf að vera mættur ásamt fleirum út í Nauthólsvík klukkan sex. Þar verður ræst klukkan sjö í Íslandsmóti í 100 kíló- metra hlaupi þar sem ég verð hlaupastjóri,“ segir Gunnlaugur Júlíusson langhlaupari sem hleypur eðli málsins samkvæmt ekki í þetta sinn. „Þetta krefst allt að fimmtán tíma viðveru okkar í Nauthólsvík- inni, við verðum þarna til kl. átta eða níu í kvöld. Keppendur hlaupa leið sem er tveir og hálfur kíló- metri, frá Kafarahúsinu og út Ægi- síðuna þar sem þeir snúa til baka. Þeir hlaupa þennan legg tuttugu sinnum.“ Þurfa að telja hringina Tuttugu þátttakendur eru skráð- ir og setja þarf upp klukku og keil- ur áður en hlaupið hefst. „Við þurf- um að hafa á takteinum næringu og drykki og aðstoð sem hlaupararnir þurfa á að halda. Við þurfum líka að telja hringina, vera á vaktinni; hverju fram vindur, hvað marga hringi hver og einn hleypur og skrá það niður, svo tímamælingin sé rétt en hægt verður að fylgjast með hlaupinu á www.hlaup.com. Eins þurfum við að vera viðbúin því að eitthvað geti komið upp á. Það verður því í ýmis horn að líta.“ Hlaupið er nú haldið í þriðja sinn og Gunnlaugur segir alla keppendur ævinlega hafa náð að klára. „Við vorum með rýmri tímamörk í fyrsta hlaupinu, þá voru það fimmtán tímar en nú hefur það verið þrengt niður í þrettán tíma, sem er al- þjóðleg viðmiðun.“ Skannaðu kóðann til að sjá parkour- myndband

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.