Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hjörtur J. Guðmundsson Baldur Arnarson Ásakanir um kynferðisbrot innan þjóðkirkjunnar voru efst á baugi á kirkjuþingi í Reykjavík í gær og var harmað að viðbrögð og starfs- hættir kirkjunnar vegna þeirra hefðu ekki alltaf verið sem skyldi. Kirkjuþingið fór fram í Grensás- kirkju, aðeins nokkrum dögum eft- ir útkomu rannsóknarskýrslu kirkjunnar síðastliðinn föstudag. Var þar sem kunnugt er fundið að ýmsu í viðbrögðum kirkjunnar við ásökunum nokkurra kvenna um kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Samþykkt samhljóða Kirkjuþingið fylgdi skýrslunni eftir í gær með því að kjósa fimm manna nefnd úr hópi fulltrúa sinna til að bregðast frekar við niðurstöð- um hennar. Var tillaga þess efnis samþykkt mótatkvæðalaust en í henni var ekki lagt til að neinn segði af sér vegna ásakana á hend- ur Ólafi Skúlasyni, fyrrverandi biskupi. Forsætisnefnd kirkjuþings flutti tillöguna. Lagði hún til að fimm yrðu skipaðir í nefndina og var það samþykkt samhljóða. Verður Magnús E. Kristjánsson formaður hennar en þar eiga einnig sæti þau Birna G. Konráðsdóttir, Elínborg Gísladóttir, Margrét Jónsdóttir og Svavar Stefánsson. Beðnar fyrirgefningar Bað kirkjuþing þolendur kyn- ferðisbrota sem hefðu verið órétti beittir í samskiptum við þjóna kirkjunnar og lykilstofnanir henn- ar fyrirgefningar. Þá var samstaða um það á þinginu að á málum sem vörðuðu ofbeldi skyldi ávallt tekið af fullri virðingu, sanngirni og skilningi. Var hvatt til að leitað yrði samstarfs við málsaðila og fagfólk sem hefði þekkingu á hvernig ætti að vinna úr kynferðisbrotamálum. Fjölmargir tóku til máls á þinginu og var inntakið í ræðunum að þjóðkirkjan hefði glatað trausti vegna málsins sem nauðsynlegt væri að endurheimta. Bregðast yrði við með sannfærandi hætti og faglega. Fram kom að þörf væri á að ósk um fyrirgefningu til handa þeim konum sem ásakað hefðu Ólaf um kynferðisbrot, vegna þess hvernig tekið var á málum þeirra innan kirkjunnar, kæmi fram með skýrari og afdráttarlausari hætti. Ekki væri nóg að biðja þær aðeins fyrir- gefningar heldur yrði að koma skýrt fram á hverju. Kunningjasamfélag til trafala Þá var kallað eftir úrbótum á ýmsu í skipulagi kirkjunnar og m.a. vikið að eins konar kunningjasam- félagi sem komið hefði í veg fyrir að tekið væri á málum á gagnrýninn hátt. Að lokum var konunum ítrek- að þakkað fyrir að hafa vakið at- hygli á málinu á sínum tíma og haldið því síðan til streitu. Morgunblaðið/Kristinn Á Kirkjuþingi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var sessunautur Karls Sigurbjörnssonar biskups á þinginu í Grensáskirkju í gær. Harma viðbrögð kirkju  Kirkjuþing kýs nefnd til að fara yfir niðurstöður rannsóknarnefndar kirkj- unnar  Þolendur kynferðisbrota verði beðnir fyrirgefningar á skýran hátt „Innan kirkj- unnar fer nú fram mjög mikilvæg umræða. Það er virðingarvert að hún skuli vera að taka á þessum málum og er von- andi fordæmi öðrum trúfélög- um, stofnunum og félagasam- tökum,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, spurður út í af- stöðu sína til skýrslu rannsóknar- nefndar kirkjuþings. Innra mál kirkjunnar En telur Ögmundur nóg að gert á vettvangi kirkjuþings? „Kirkjuþing er einfaldlega að fjalla um málið sjálft og ég vil ekkert um það segja á meðan svo er. Þetta er málefni sem snýr inn á við hjá kirkjunni fyrst og fremst,“ sagði Ög- mundur í símaviðtali þaðan sem hann var staddur erlendis en mál- efni kirkjunnar eru á verksviði hans. Þetta væri það sem hann vildi segja um málið að sinni. baldura@mbl.is „Virðingar- vert“ starf kirkjunnar Innanríkisráðherra fagnar rannsókninni Ögmundur Jónasson Sigríður Guð- marsdóttir, sókn- arprestur í Grafarholts- prestakalli, segir að biskup Íslands þurfi að segja af sér í kjölfar nið- urstaðna skýrslu rannsóknar- nefndar kirkju- þings. Hún segir í yfirlýsingu að biskup eigi þannig að undirstrika umhyggju fyrir kirkju þeirri sem hann þjóni, kirkju sem sé biðjandi, boðandi og þjónandi. „Biskup Íslands þarf að kannast við það, að kirkjunni kemur betur að annar taki við lyklavaldi hans. Eftir því sem hann situr lengur í embætti verður skaði kirkjunnar meiri og sárari og tiltrú fólksins á kirkjunni dvínar [...] Biskup Íslands brást í biskupsmálinu og brot hans eru á sviði sálgæslu, þess sviðs sem mynd- ar grunn vígðrar þjónustu og trú- verðugleika þeirrar þjónustu.“ jonpetur@mbl.is Biskup láti af embætti Sigríður Guðmarsdóttir Vinnudagurinn í gær var langur hjá leikurunum í Morranum á Ísa- firði þegar þeir tóku á móti gest- um af stóru þýsku skemmti- ferðaskipi við byggðasafnið í Neðstakaupstað. Það komu rútur allan daginn og þýsku gestirnir áttu erfitt með að slíta sig frá dansandi og syngjandi Íslend- ingum fyrri tíma. Dagurinn var einnig erfiður vegna þess hversu kalt er þessa dagana. Þeir sem höfðu búið sig undir daginn með því að klæða sig í hlýjan fatnað undir íslenska bún- ingnum nutu þess en brosið var orðið frosið á sumum eftir daginn. „Við dönsum okkur bara til hita,“ sagði ein stúlkan úr hópnum. Morrinn er atvinnuleikhús ungs fólks á Ísafirði. Það er núna á sínu 13. starfsári og hið elsta sinnar tegundar á landinu. Alltaf er mikill áhugi hjá krökkunum í unglinga- vinnunni að taka þátt í þessu starfi. Valið er í hópinn eftir áheyrnarprufur og það þekkist annars ekki í unglingavinnu. Samvinnan við byggðasafnið er aðeins hluti af verkefnum hópsins. Æft er alla daga og sýnt við ýmis tækifæri. Þannig er oft spuni á Silfurtorgi á föstudögum og Morr- inn tekur þátt í hátíðahöldunum á þjóðhátíðardaginn og fleiri athöfn- um. helgi@mbl.is „Dönsum okkur til hita“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason  Morrinn á Ísafirði önnum kafinn Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, sagðist á kirkjuþinginu aldrei hafa ætlað að valda neinum skaða eða þagga nokkuð niður í tengslum við ásakanir á hendur Ólafi Skúlasyni, forvera hans á biskupsstóli, um kynferðisbrot. Sagði hann þjóðkirkjuna hafa ver- ið vanbúna að taka á slíkum mál- um þegar það kom upp árið 1996. Gerðar eru ýmsar athugasemd- ir við framgöngu Karls í skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings. Karl sagðist ekki ætla að ræða á kirkjuþingi um einstakar at- hugasemdir sem gerðar væru við framgöngu hans í skýrslunni og ræddi málið þess í stað á almenn- um forsendum. Tók hann þó fram að hann harmaði framgöngu sína í málinu. Þá hefði hann beðið þær konur sem ásakað hefðu Ólaf Skúlason afsökunar persónulega og fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Ekki ætlunin að beita þöggun KARL SIGURBJÖRNSSON BISKUP Sjá viðtal við Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.