Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 11
á ferðum mínum um fjörðinn undanfarin tvö ár. Ég ferðaðist með ýmsum hætti, fór ríðandi, siglandi og á bíl. Í fyrrasumar fór ég ein ríðandi frá Seyðisfirði til Loðmundarfjarðar yfir heiði sem heitir Hjálmárdalsheiði en hún var alla tíð farin þegar við áttum heima þarna. Þetta er um 12 kílómetra löng leið og ég hafði ekki farið hana í fjörutíu ár og þetta var ynd- islegt ferðalag með hundinum mínum og hestunum mínum í 20 stiga hita og sumarblíðu.“ Loðmundur og Bjólfur Anna segist hafa endur- upplifað náttúruna á æskuslóðum sínum á ferð sinni á reiðskjótunum. „Því fylgir stórkostleg nálægð að fara um þetta svæði á hestum, ríða gömlu göturnar, fara yfir lækina og sjá og finna fyrir öllu sem verð- ur á vegi manns þarna. Ég fann mikla snertingu bæði við ljós- myndaverkefnið mitt og umhverfið sjálft, þetta tengdist allt saman í þessari ferð.“ Anna ákvað að láta myndirnar einar ekki duga heldur hafa líka texta og sögur, og allt er það auð- vitað tengt Loðmundarfirði. „Í bókinni eru meðal annars nokkrar sögur eftir frænku mína, Evu Hjálmarsdóttur, sem ólst líka upp í Stakkahlíð eins og við systkinin, en hún gaf út fjórar bækur á meðan hún lifði og allar innihalda þær efni tengt Loðmundarfirði. Ég birti mjög fallegt ljóð sem Eva orti um Gunnhildi, en það er að- alfjallið í Loðmundarfirði. Ég nota líka tvær smásögur aðrar eftir hana en í textum hennar segir meðal annars frá landnámsmann- inum Loðmundi og Bjólfi bróður hans. En svo eru líka ljóð eftir mig og vinkonu mína þar sem talað er frá mínu hjarta til fjarðarins, hvernig ég upplifði að eiga heima þar og hvernig ég upplifi hann síð- ar á ævinni. Og svo eru sögur um fjöllin, til dæmis um Herfellið, um ástæðuna fyrir því af hverju það heitir þessu nafni. Og það er líka sagt frá Orrustukambi, þar sem þeir börðust til forna, fjósamaður Loðmundar og aðrir. Ég tíni til ýmsar fornar sögur sem ekki hefur verið mikið haldið á lofti.“ Nýtist vel ferðamönnum til að átta sig á staðháttum Ástæðan fyrir því að Anna hafði bókina á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, sænsku og þýsku, er sú að hún sá fyrir sér að bókin gagnaðist vel þeim sem ferðast um svæðið. „Þegar fólk kemur til Borgarfjarðar eystri getur það ferðast á fjórhjóladrifnum bílum til Loðmundarfjarðar og þá getur ver- ið gott að vera með bókina við höndina, því hún nýtist vel ferða- mönnum til að átta sig á stað- háttum. Aftast í henni er landakort með merkingum sem tengja ljós- myndirnar, sveitabæina og textana inn í landslagið. Þessi bók er í raun ljósmyndaferðalag frá Borg- arnesi sunnan í firðinum og inn fjörðinn, út að norðan og endað við Vígisklettinn og Skæling. Því mið- ur er hver einasti bær farinn í eyði en Smári bróðir minn var með gistiheimili í Stakkahlíð lengi vel en hætti með það fyrir nokkrum árum,“ segir Anna og tekur fram að ferðafélagsskáli sé á Klypps- stað. Hún segir bókina vera ein- hverskonar uppgjör hennar við hugann og sálina. „Bernskuminn- ingarnar og ræturnar eiga svo sterk ítök í mér. Við systkinin er- um mjög tengd þessu svæði. Það vill svo til að ég er sú eina í systk- inahópnum sem er ekki með þenn- an nýrnasjúkdóm og það er á ein- hvern hátt erfitt. Mig langaði að gera eitthvað sem létti einhverju af mér og nýttist í leiðinni fólki sem þarf að kljást við ólæknandi nýrna- sjúkdóma, rétt eins og systkini mín.“ HEIM Ég stend á klettabrún horfi yfir dalinn sé hlíðarnar og gilin árnar og lækina kem út á leitið sé bæinn og hraunið öldurnar við sandinn Sólin skín fjöllin halda utan um mig Mér líður vel Bókin var aðeins gefin út í 500 eintökum og hún er saumuð í harðspjaldakápu og prentuð hjá Héraðsprenti. Anna selur bókina í gegnum netfang sitt annahest- ar@internet.is og síma 865-0286. Með þrjá til reiðar Anna fór í fyrrasumar ríðandi ein með hundinn sinn frá Seyðisfirði til Loðmund- arfjarðar yfir Hjálmárdalsheiði. Loðmundarfjörður er fjörður norðarlega á Austfjörðum, á milli Seyð- isfjarðar og Borgarfjarðar eystri. Loðmundarfjörður er farinn í eyði, og er nú helst vettvangur ferða- manna, hreindýra og búfjár á beit. Áður fyrr var Loðmundarfjörður sér- stakt sveitarfélag, Loðmundarfjarðarhreppur, en var sameinaður Borg- arfjarðarhreppi 1. janúar 1973. Loðmundarfjörður er fremur stuttur og snýr sem næst í austur-vestur. Hann er umgirtur fjöllum, sem torvelda samgöngur. Loðmundarskriður eða Stakkahlíðarhraun, er í firðinum. Sæmilegur jeppavegur er frá Borg- arfirði um Húsavíkurheiði og Nesháls til Loðmundarfjarðar. Fornir fjall- vegir og gönguleiðir eru: Kækjuskörð til Borgarfjarðar, Tó að Gilsárteigi í Eiðaþinghá, Árnastaðaskörð og Hjálmárdalsheiði til Seyðisfjarðar. (Af Wikipedia) Umgirtur fjöllum LOÐMUNDARFJÖRÐUR DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Litla bifhjólaprófið fylgir fyrstu 5 hjólunum, eða 30 þús. kr. afsláttur! Ekta Vespa fæst aðeins hjá Heklu! www.vespur.is Piaggio Vespa S 125, verð aðeins: 629.000 kr. Piaggio Vespa LX 125, verð aðeins: 599.000 kr. Piaggio Vespa LXV 125 - Afmælisútgáfa, verð: 689.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.