Morgunblaðið - 15.06.2011, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.06.2011, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 Fyrir tveimur árum skrifaði undirritaður hæstvirtum fjár- málaráðherra opið bréf í Morgunblaðið með nokkrum áleitnum spurningum um stór- fellda fyrirgreiðslu rík- isins til tveggja fjár- festingarbanka á 2,5% niðurgreiddum vöxt- um. Þannig náðu bank- arnir með aðstoð ríkisins að mynda marga milljarða í eigið fé fyrir hlut- hafa sína og halda starfseminni áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það varð fátt um svör enda málstað- urinn erfiður. Tíminn hefur síðan svarað sumum spurningunum. VBS varð gjaldþrota tæpu ári síðar. Hafi lánveitingunni til Sögu Capital verið ætlað að verja störf fyrir norðan þá var skrifstofunum nyrðra lokað í síð- ustu viku. Þess utan er lánið, vænt- anlega með samþykki ráðuneytisins, komið í félagið Hildu eftir uppskipt- ingu á Sögu Capital. Það er önnur saga, en fróðlegt væri að vita stöðuna á Hildu. Séra Arnljótur heitinn Ólafsson í Sauðanesi, sveitungi fjár- málaráðherra og höfundur Auðfræð- innar, hefði líklega orðað það svo að seinni villan væri verri hinni fyrri. Það sem undirritaður vakti athygli á fyrir tveimur árum var að tvö áhættusækin fjármálafyrirtæki skyldu fá 45 milljarða fyrirgreiðslu þegar önnur rótgróin og fjölmennari fjármálafyrirtæki eins og t.d. Spron voru látin sigla sinn sjó. Inngrip rík- isins sem raska samkeppnisumhverfi verða að vera studd mjög veigamiklum rök- um. Þögnin frá fjár- málaráðuneytinu benti ekki til að svo væri. Mikill er máttur lobbý- ismans. Fléttur og frændsemi Nú víkur sögunni að Byr hf. Þar er 95% hlutur eign slita- stjórnar Byr sparisjóðs en „í vörslu og umsjón fjármálaráðuneytisins, í samstarfi við slitastjórn Byrs spari- sjóðs, þar til slitastjórnin kallar eftir honum“, eins og segir í samkomulagi þar um. Nú gerist það 22. mars sl. að Slit- astjórn Byr Sparisjóðs og kröfuhaf- aráð kalla fjögur fjármálafyrirtæki til fundar við sig í London til að kynna þjónustu sína við hugsanlega sölu á stærstu eign þrotabúsins þ.e. Byr hf. Þessi fyrirtæki voru: Arctica Finance, H.F. Verðbréf, Straumur og breska ráðgjafarfyrirtækið THM. Formaður Slitastjórnar sat kynning- arfundinn og hlýddi á móðurbróður sinn frá Arctica Finance meðal ann- arra. Eiginmaður hennar er stór eig- andi í Arctica og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Eftir fundinn heyrðist ekkert frekar frá Slitastjórninni fyrr en tilkynnt er fyrir réttum tveimur vikum að Arctica Finance hafi verið falið það verkefni að sjá um hluta- fjárhækkun fyrir Byr. Það verkefni er önnur hlið á sama peningi. Í milli- tíðinni var búið svo um hnútana að aldrei kom til greina að ráða annað fyrirtæki. Tveir ráðgjafar, undirverktakar Arctica, höfðu verið ráðnir til Byrs talsvert fyrir kynningarfundinn í London í því skyni að undirbúa sölu fyrirtækisins. Formaður Slita- stjórnar sem jafnframt sat í stjórn Byrs sagði sig úr stjórninni í lok mars en félagar hennar tveir í Slit- astjórninni sitja í fimm manna stjórn Byrs. Síðan var sú stjórn látin taka ákvörðun um „hlutafjáraukn- ingu“ samhliða því að kaupendur hlutafjárins „mega“ kaupa allt hlutafé í Byr. Hlutafjáraukningin leiðir því væntanlega til sölu fyr- irtækisins og allir fá sitt. Þetta heita fléttur. Þrátt fyrir að kaleiknum hafi ver- ið kastað yfir á stjórn Byrs, þá er ljóst að slitastjórnin ræður ferðinni og hefur alla þræði í hendi sér. Hún er með forkaupsrétt að 95% hlut í Byr og því verða engir nýir hlutir seldir án hennar samþykkis. Þar sem tveir fulltrúar slitastjórnar sitja í stjórn Byrs hafa þeir neitunarvald á allar stærri ákvarðanir s.s. um hlutafjárhækkun. Væntanlegir kaupendur hafa einnig fengið í hendur svokallað „skilmálablað“ í tengslum við söluna og þar er móð- urbróðurinn skráður sem einn helsti ráðgjafi hlutafjársölunnar. Það er almenn regla að hluthafar ákveða sölu eða aukningu hlutafjár, en stjórnir hlutafélaga ráðstafa ekki hlutum annarra hluthafa. Þannig er það líka í Byr. Þegar öllum fléttum hefur verið ýtt til hliðar stendur eftir að slitastjórnin er í raun að ákveða sölu á hlutafé í Byr og að Arctica Finance, fyrirtæki eiginmanns for- manns slitastjórnar, sér um söluna. Í sjónvarpsviðtali þótti stjórnarfor- manni Byrs þetta fyllilega eðlilegt; mikill áhugi væri á bankanum og all- ar líkur á góðri niðurstöðu! Slík sið- fræði gæti sem best kallast „Vonum að allt fari vel“. Sjálf breytnin verður aukaatriði. Þetta hefði Sauðanes- klerknum þótt vond latína og hefði óðar spurt til baka: En hvað nú ef allt fer illa? Og hvernig ætla menn að mæla árangurinn? Er víst að allir sómakærir fjárfestar mæti til leiks þegar aðdragandinn er með jafn tor- tryggilegum hætti? Ýmislegt mætti segja um með- höndlun stjórnar Byrs á málinu. Hún hafði t.d. ekki fyrir því að kynna sér með beinum hætti þau fjármálafyr- irtæki sem til greina komu við um- sjón hlutafjársölunnar. Síðan reynir hún af veikum mætti að réttlæta ákvörðunina með því að umrætt fyr- irtæki hafi verið eitt hæft til verks- ins! Rétt er að benda á að Arctica Finance er eitt yngsta fjármálafyr- irtæki á Íslandi, með rétt rúmlega ársgamalt starfsleyfi. Þar starfar af- bragðs fólk rétt eins og í mörgum öðrum fjármálafyrirtækjum. Hvar er nýja Ísland? Undirritaður hefur starfrækt lög- gilt fjármálafyrirtæki, H.F. Verðbréf í sjö ár sem hefur tekist á hendur fjölda krefjandi verkefna. Eins kald- hæðnislega og það nú hljómar var H.F. Verðbréfum gert að upplýsa um hugsanleg hagsmunatengsl þeg- ar slitastjórnin kallaði eftir tilboði í mars. Við tefldum fram reyndum hópi fólks með breiða þekkingu á fjármálafyrirtækjum og virðismati lánastofnana, þar af þremur ut- anaðkomandi sérfræðingum með doktorspróf og mikla sérþekkingu á þessu sviði. Ekki hefur verið upplýst um þóknun vegna verkefnisins en óneitanlega er óþægilegt að keppa í tilboðagerð við aðila sem vegna tengsla sinna gæti haft vitneskju um tilboðskjör annarra. Málið er enn alvarlegra þegar litið er til þess umboðs sem málsaðilar hafa. Slitastjórnarfólk þiggur umboð sitt frá Héraðsdómi Reykjavíkur og eru því opinberir sýslunarmenn. Stjórn Byrs er skipuð af fjár- málaráðuneytinu til að gæta al- mannahagsmuna og sjá til þess að góðir viðskiptahættir séu hafðir í fyr- irrúmi. Með vali sínu á fyrirtæki sem augljós þríþætt hagsmunatengsl ættu að útiloka frá allri aðkomu yf- irleitt, skapar stjórnin tortryggni í kringum verkefnið og teflir árangri þess í tvísýnu. Það verða seint talin fagleg vinnubrögð. Það verður áhugavert að sjá við- brögð fjármálaráðuneytisins. Í húfi eru fjárhagsleg verðmæti, orðspor og traust. Ef raunveruleg siðbót á að verða á íslenskum fjármálamarkaði þá þurfa stjórnvöld að ganga á undan með góðu fordæmi og grípa inn í af festu þegar nauðsynlegt er. Það er vonandi að svo verði. BYR í boði hins opinbera Eftir Halldór Friðrik Þorsteinsson »Ef raunveruleg sið- bót á að verða á ís- lenskum fjármálamark- aði þurfa stjórnvöld að ganga á undan með góðu fordæmi og grípa inn í af festu þegar nauðsynlegt er. Halldór Friðrik Þorsteinsson Höfundur er stjórnarformaður H.F. Verðbréfa. Frumvörp sjáv- arútvegsráðherra um breytingar á kvóta- kerfinu hafa nú verið lögð fram á alþingi. Fréttir, sem borist höfðu um frumvörpin, hafa staðist. Þetta eru handónýt frumvörp og alls ekki í samræmi við stefnu stjórn- arflokkanna í þing- kosningunum eða í stjórnarsáttmála. Fyrningarleið Samfylkingar og VG hefur verið ýtt út af borðinu. Í staðinn er komin tillaga um að afhenda út- gerðarmönnum megnið af veiði- heimildunum (í byrjun 92%) til leigu í 15 ár með möguleika á 8 ár- um til viðbótar. Hreyfingin hefur lagt fram frumvarp á alþingi um að allar veiðiheimildir verði boðnar upp á markaði. Forsætisráðherra hefur áður hreyft þeirri hugmynd að leggja ætti kvótamálið í þjóðaratkvæða- greiðslu. Tel ég að best væri að leggja báðar leiðirnar undir þjóð- ina, leið ríkisstjórnarinnar og leið Hreyfingarinnar. Þjóðin hefði þá skýra valkosti og gæti valið um það hvort hún vildi að aflaheimildir væru boðnar upp á uppboðsmark- aði eða leigðar handhöfum kvót- anna í 15-23 ár. Ég tel betra að bjóða aflaheimildirnar upp. Það er réttlátari leið. Hún gefur nýjum aðilum meiri möguleika en núver- andi handhafar kvótanna hafa samt sömu möguleika að bjóða í veiðiheimildir. Að sjálfsögðu þyrfti reglur um það hvað hver mætti bjóða í mikið af veiðiheimildum, þar eð enginn mætti kaupa of mik- ið. Ég hefði talið fyrningarleiðina besta kostinn en úr því að rík- isstjórnin og útgerðin eru sammála um að vera á móti henni er uppboðsleiðin eina færa leiðin. Upp- boðsleiðin mundi einn- ig gefa eiganda kvót- anna, þjóðinni, miklu meiri tekjur. Það má segja að með upp- boðsleið fengi þjóðin sannvirði í leigu fyrir afnot útgerðar af sjáv- arauðlindinni. Það er kominn tími til, að svo verði eftir að útgerð- armenn hafa haft kvótana á leigu í lang- an tíma, fyrst frítt og síðan fyrir mjög lágt gjald. Mikil óánægja með frum- vörpin Mikil óánægja er með kvóta- frumvörp sjávarútvegsráðherra. Bæði stjórnarliðar og stjórnarand- stæðingar eru óánægðir og að sjálfsögðu LÍÚ og útgerðin sem vill engar breytingar á kvótakerf- inu. Það sem þingmenn eru eink- um óánægðir með, er að sjáv- arútvegsráðherra verði veitt of mikið vald en einnig er óánægja með að banna eigi varanlegt fram- sal aflaheimilda. Þá er óánægja með bann á veðsetningum afla- heimilda. Nokkrir stjórnarliðar telja leigutímann, 15 ár, of langan. Nokkuð almenn ánægja er með, að skýr ákvæði eru í kvótafrumvarp- inu um eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni. Einnig er nokk- uð almenn samstaða um nauðsyn þess að hækka gjald fyrir afnot auðlindarinnar. Margir telja að hækkunin hefði mátt vera meiri. Skiptar skoðanir eru um pott- ana. Gert er ráð fyrir aukningu í strandveiðum og auknum heim- ildum í byggðatengdum aðgangi að veiðiheimildum. Allir kvótahafar eiga að leggja til í potta vegna framangreindra veiða. Sennilega mun þingið draga úr valdi sjáv- arútvegsráðherra við stjórn á pott- unum. Ég tel eðlilegt að svo verði gert. Ef til vill mætti fá sveit- arfélögunum vald yfir pottunum í staðinn. LÍÚ hamast á móti LÍÚ hefur hamast gegn frum- vörpum sjávarútvegsráðherra. Það er spurning hvort samtökin hefðu nokkuð látið verr gegn fyrningar- leiðinni. Ég efast um það. Í raun- inni er alveg sama hvaða leið ríkis- stjórnin hefði komið með í kvótamálum. Útgerðarmenn hefðu alltaf lagst gegn þeirri leið. Þeir vilja óbreytt kerfi og engar breyt- ingar. Mistök ríkisstjórnarinnar voru þau að ráðgast um of við LÍÚ og að taka of mikið tillit til óska samtakanna. Þó ríkisstjórnin hafi algerlega gefist upp á fyrning- arleiðinni og boðið útgerð- armönnum á silfurfati 15-23 ára nýtingarrétt breytir það engu um afstöðu LÍÚ. Nú er það aðeins þjóðin sem getur skorið úr um það hvað leið á að fara í kvótamál- unum. Það verður að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið og ég vona að í þeirri atkvæða- greiðslu muni verða samþykkt að setja aflaheimildirnar á uppboðs- markað. Það er réttlátasta leiðin úr því sem komið er. Þjóðaratkvæði um uppboð eða 15 ára leigutíma Eftir Björgvin Guðmundsson » Fyrningarleið Sam- fylkingar og VG hef- ur verið ýtt út af borð- inu. Í staðinn er komin tillaga um að afhenda útgerðarmönnum megnið af veiðiheimild- unum. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Við Íslendingar er- um að upplifa nær daglega á eigin skinni, hvernig það er að búa í kommúnistaríki. Nær daglega birtast fréttir af skerðingu á mannréttindum og frelsi okkar þegnanna. Ríkisstjórnin ákveður að við megum ekki þetta og hitt. Bankinn má ekki gefa eftir vexti án þess að fjármálaráðherra kafi þá ofan í vasa almennings, sem á vart til nauðþurfta. Eldri borgarar og öryrkjar hafa orðið illilega fyrir barðinu á stjórnvöldum, sem og allir landsmenn. Tjaldborgin, skjaldborgin og allt það var þá bara „gúlagið“ sem kommúnistar eru búnir að gera Ís- land að. Allt er þetta þekkt frá aust- urblokkinni sálugu. Viljum við þessa þróun? Varla. Erum við innan múra? Það er reyndar svo að maður er farinn að venjast því að búa við þessar aðstæður sem eru svipaðar og voru í Austur-Þýskalandi, og Pól- landi áður en múrinn féll. Velgerð- um landsmönnum er brugðið við hin pólitísku réttarhöld sem fara nú fram yfir heiðursmanninum Geir H. Haarde. Niðurlæging þjóðarinnar er alger í þessu máli. Þetta er í boði þremenninganna Steingríms J. Sigfús- sonar, Ögmundar Jón- assonar og Atla Gísla- sonar, sem töldu þetta þjóna sínum pólitísku hagsmunum og hafa með athæfinu dregið okkar fyrrum friðsömu íslensku þjóð niður á þetta lága plan. Þær þjóðir sem stundað hafa pólitísk réttarhöld hafa haft ævarandi skömm fyrir hjá alþjóða- samfélaginu. Myndirnar úr „réttarsalnum“ með grænu dúkana (VG) eru sjokk- erandi. Þetta er eins og sviðsmynd úr nasistamynd. Að draga einn mann til ábyrgðar er ekki stór- mannlegt, það er viðbjóðslegt ein- elti. „Stutta stund verður hönd höggi feginn.“ Hafi þeir sem að þessu stóðu ævarandi skömm fyrir og lát- um okkur þetta sem þjóð að kenn- ingu verða. Á meðan á þessu gengur stunda þeir sem tæmdu bankana enn viðskipti sín í friði fyrir VG. Vinstri grænir eru ekkert annað en harðsvíraður kommúnistaflokkur sem byggir á aðferðum aust- antjalds-kommúnistaflokkanna þar sem mannréttindi og frelsi áttu ekki upp á pallborðið. Allt er þetta í boði Steingríms J. Sigfússonar, Ögmund- ar Jónassonar og Atla Gíslasonar. Hafi þremenningarnir ævarandi skömm íslensku þjóðarinnar fyrir óþverraskapinn. Stutta stund verður hönd höggi fegin Eftir Ómar Sigurðsson Ómar Sigurðsson » Íslensk þjóð er í klóm kommúnista. Höfundur er skipstjóri. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500 www.flis.is • netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.