Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. J Ú L Í 2 0 1 1
Stofnað 1913 162. tölublað 99. árgangur
BYGGT YFIR
NÝJA OSTALÍNU
Á KRÓKNUM
EITT FJÖGURRA
RISAMÓTA
Í GOLFI
ÆFIR MEÐ
TVEIMUR LIÐUM
Í DANMÖRKU
OPNA BRESKA 16 SÍÐUR ÓLAFUR YTRA ÍÞRÓTTIRRIFNI OSTURINN 12
Múlakvísl
» Fólksflutningum var hætt í
kjölfar slyssins í gær.
» Ráðgert er að þeir hefjist að
nýju klukkan 9 í dag.
» Smíði bráðabirgðabrúar
gengur vel. Síðdegis í gær
hafði 35 metrum af 150 metra
brúargólfi verið komið fyrir.
Betur fór en á horfðist þegar rúta
festist í Múlakvísl eftir hádegið í
gær. Áin gróf hratt undan rútunni,
sem hallaðist upp í strauminn, og
flæddi upp á hana að hluta. Farþeg-
ar klifruðu út um glugga og upp á
þak.
Af þaki rútunnar komust allir
heilu og höldnu yfir á annan flutn-
ingabíl og þaðan í land. Öllum fólks-
flutningum var hætt í kjölfarið, en
áætlað er að þeir hefjist aftur klukk-
an 9 í dag. Björn Sigurðsson ók rút-
unni sem festist. „Þetta voru bara
örfáar mínútur.
Við erum að tala
um svona kortér.
Það var ekki
meira. Manni
fannst þetta heil
eilífð,“ sagði
hann.
Hluti farþeg-
anna, sem flestir
voru erlendir
ferðamenn, var fluttur í fjöldahjálp-
armiðstöð Klausturdeildar Rauða
krossins. Að sögn formanns deildar-
innar lá vel á hópnum miðað við að-
stæður og hafði engum orðið meint
af svaðilförinni.
Jarðvísindastofnun Háskóla Ís-
lands vinnur að rannsókn á aðdrag-
anda jökulhlaupsins undan Mýrdals-
jökli. Magnús Tumi Guðmundsson,
jarðeðlisfræðingur, segir ekkert
benda til þess að um eldgos hafi ver-
ið að ræða. Jarðhiti hafi valdið því að
undanfarið hafi sigkatlar í jöklinum
safnað undir sig miklu vatni.
Örfáar mínútur liðu eins
og heil eilífð úti í ánni
Litlu mátti muna þegar rúta festist í Múlakvísl Fólksflutningar hefjast á ný í dag
Ljósmynd/Hrafnhildur Inga
Svaðilför Farþegar forðuðu sér út um glugga og upp á þak rútunnar er hún festist í Múlakvísl. Eins og sjá má voru farartæki af öllum stærðum og gerðum til taks og gekk björgunarstarfið greiðlega.
Björn
Sigurðsson
Morgunblaðið/Júlíus
Eldsvoði Slökkviliðsmenn börðust við eldinn hjá Hringrás fram eftir degi.
Staðsetning og ákvæði starfsleyfis
endurvinnslufyrirtækisins Hringrás-
ar í Klettagörðum verða rædd og
hugsanlega endurskoðuð í kjölfar
eldsins sem þar kom upp í fyrrinótt.
Grunur leikur á að kveikt hafi verið í
en allt tiltækt slökkvilið barðist við
eldinn í rúma sex tíma. Rannsakar
lögregla nú málið.
Segir Jón Viðar Matthíasson,
slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðis-
ins, að magnið af gúmmíi sem logaði í
hafi verið yfirþyrmandi. Eðlilegt væri
að skoða í framhaldinu hvort leyfilegt
magn samkvæmt starfsleyfi sé ívið of
mikið. Var magn gúmmís þó innan
marka þegar Heilbrigðiseftirlitið fór
á staðinn í síðustu viku.
Ekki þurfti að rýma byggð í ná-
grenninu eins og í stórbrunanum hjá
fyrirtækinu árið 2004. Engu að síður
hyggst forstjóri Hrafnistu, sem hefur
lengi viljað starfsemina burt, endur-
vekja þá kröfu í kjölfar atburðanna.
Einar Ásgeirsson, framkvæmda-
stjóri Hringrásar, segir fyrirtækið
hafa farið í öllu eftir starfsleyfinu og
gott betur. Það sé til í að skoða málin
með yfirvöldum en ekki sé víst að
betri staðsetning finnist. »4
Vilja Hringrás frá byggð
Slökkviliðsstjóri segir magn efnis á svæðinu yfirþyrmandi
Fyrirtækið tilbúið að skoða málin í kjölfar eldsvoðans
Órói og óvissa settu mark sitt á
heimsmarkaði í gær, en áhyggjur
af skuldastöðu Evrópuríkja, eink-
um Ítalíu í þetta skiptið, höfðu mik-
il og neikvæð áhrif á skuldabréfa-
og hlutabréfamarkaði fram eftir
degi, en þróunin varð þó öllu já-
kvæðari þegar líða tók á.
Orðrómur er uppi um að Seðla-
banki Evrópu hafi gripið inn í með
því að kaupa upp mikið magn af
ítölskum ríkisskuldabréfum og þar
með lægt mestu öldurnar og slegið
á áhyggjur fjárfesta um sinn.
Fjármálaráðherrar ESB gáfu
einnig sterklega í skyn að björg-
unarsjóð ESB mætti nota til að
kaupa upp ríkisskuldabréf. »16
Áfram órói á evr-
ópskum mörkuðum
Öllum héraðs-
dýralæknum
landsins hefur
verið sagt upp
frá og með 1.
nóvember næst-
komandi. Þá
verða lagðar
niður ellefu og
hálf staða hér-
aðsdýralækna í
dreifbýli og í
staðinn koma þrjár nýjar stöður
dýralækna sem eingöngu sinna
eftirlitsþjónustu.
Rúnar Gíslason, héraðs-
dýralæknir á Snæfellsnesi, segir
að með breyttum lögum verði
gott kerfi eyðilagt. Hann segir
að enginn viti hvernig rík-
isvaldið ætli að tryggja dýra-
læknisþjónustu í hinum dreifðu
byggðum og er ósáttur við það.
Hann segir ennfremur að nýtt
kerfi verði mun dýrara þar sem
fámennið sé mikið og vegalengd-
ir langar. »8
Uppsagnir Dýra-
læknir að störfum.
Öllum héraðsdýra-
læknum sagt upp
Morgunblaðið/Eggert
Víkkun Kristján Eyjólfsson yfirlæknir fylg-
ist með framkvæmd kransæðavíkkunar.
Framkvæmd var tíuþúsundasta
kransæðavíkkunin hér á landi á
Landspítalanum í gær. Krans-
æðavíkkanir með hjartaþræðingu
hafa nú verið framkvæmdar hér-
lendis í rúm 24 ár og sá Kristján
Eyjólfsson yfirlæknir hjartaþræð-
inga m.a. um framkvæmd fyrstu að-
gerðarinnar á sínum tíma. Torfi F.
Jónasson hjartalæknir sá um tíu-
þúsundustu víkkunina í gær. Und-
anfarin ár hafa um 700 kransæða-
víkkanir verið framkvæmdar á ári
með hjartaþræðingu á Landspít-
alanum. Aðgerðin er fyrst og
fremst ætluð sem meðferð við ein-
kennum. khj@mbl.is »14
Tíuþúsundamúrinn
rofinn á Landspít-
alanum í gær
MHlaup í Múlakvísl » 2 og 6