Morgunblaðið - 13.07.2011, Side 26
26 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011
Sudoku
Frumstig
4 9 2
3 6 5
1 7 6 3
9 7 4
2 3 1 6
7 3 1
8 4 1 2
7
2
4 6 5 3 2
3 6 9 7
7
3 5
2 1 9 4
6 7 3 1
1 5 7 4
2 3
9 2
3 4 5 2
2 6
7 9
3 4 9 1
3 8 9
8 7 4 1
5 3 6
6 3 1 4 2 7 9 5 8
5 8 7 9 3 6 2 4 1
4 9 2 8 1 5 3 6 7
8 7 5 3 6 1 4 9 2
9 1 4 5 8 2 6 7 3
3 2 6 7 9 4 8 1 5
2 6 8 1 5 9 7 3 4
7 5 9 2 4 3 1 8 6
1 4 3 6 7 8 5 2 9
3 6 4 8 5 9 2 1 7
9 2 7 4 1 3 8 5 6
5 1 8 7 6 2 3 4 9
6 7 1 2 4 8 5 9 3
8 3 5 9 7 1 6 2 4
4 9 2 6 3 5 7 8 1
7 5 9 3 2 4 1 6 8
1 8 6 5 9 7 4 3 2
2 4 3 1 8 6 9 7 5
4 2 5 7 9 3 1 6 8
9 7 8 6 1 2 5 4 3
1 6 3 8 5 4 9 2 7
7 4 2 5 6 9 3 8 1
3 8 6 1 2 7 4 5 9
5 1 9 3 4 8 6 7 2
6 9 4 2 8 1 7 3 5
2 5 7 9 3 6 8 1 4
8 3 1 4 7 5 2 9 6
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 13. júlí,
194. dagur ársins 2011
Orð dagsins: Guð sé oss náðugur og
blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa
meðal vor. (Sálm. 67, 2.)
Oft er talað um hringrás peningaog margfeldisáhrif þeirra við
það að fara úr einum vasa í annan.
Víkverji rakst nýlega á nokkuð
góða dæmisögu um slíka hringrás,
sem eignuð var heimspekingnum
Peter Sloterdijk. Hún hefst á því að
maður einn kemur inn á gistiheimili
í þorpi einu, kveðst sennilega þurfa
á gistingu að halda. Til að tryggja
að hann fái herbergi leggur hann
fram tíu þúsund króna tryggingu.
Maðurinn er ekki fyrr farinn en
hótelstjórinn fer til smiðsins í þorp-
inu og borgar honum tíu þúsund
krónur, sem hann skuldaði honum.
Smiðurinn tekur fagnandi við fénu
og fer til slátrarans til að borga
honum tíu þúsund króna skuld.
Slátrarinn verður hinn kátasti því
að nú getur hann borgað pípulagn-
ingamanninum fyrir að gera við kló-
settið hjá sér. Pípulagningamað-
urinn hýrnar við, læðist til
gleðikonu þorpsins og gerir upp
gamla skuld. Gleðikonan fer rak-
leiðis til hótelstjórans og borgar
honum tíu þúsund krónur, sem hún
skuldaði honum fyrir herbergi. Hún
er ekki fyrr farin en ferðalangurinn
kemur aftur. Hann þarf ekki lengur
á herberginu að halda, fær pantinn
endurgreiddan og heldur á brott. Í
þorpinu er jafn mikið af peningum í
umferð og áður en ferðalangurinn
kom, en koma hans varð til þess að
fimm manns gátu gert upp skuldir
sínar. Ágæt brella, en dugar því
miður tæplega til að gera upp
skuldir heimsins.
x x x
Víkverji fjallaði í liðinni viku umama af flugum og velti fyrir
sér hvers vegna ekki væri hægt að
fá flugnanet í glugga á Íslandi.
Hann fékk ábendingu frá lesanda,
sem rétt er að koma áfram. Les-
andinn kvaðst hafa keypt flugnanet,
vængi fyrir svalahurðir, í Byko.
Þeim mun fylgja einhvers konar
franskur rennilás. „Þetta má klippa
niður í passlega stærð,“ segir les-
andinn. „Setja fyrst rennilás í
kringum gluggaopið og þrýsta net-
inu að. Þá getur Víkverji verið
öruggur í íbúðinni sinni og haft gott
loft.“ víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 vandræðaleg, 8
mikið af einhverju, 9 logið,
10 væn, 11 kaggi, 13 end-
urtekið, 15 flösku, 18 öflug,
21 hlemmur, 22 áreita, 23
gömul, 24 dæmafátt.
Lóðrétt | 2 angan, 3 toga, 4
lita blóði, 5 eru í vafa, 6
vangá, 7 mikill, 12 ekki gam-
all, 14 lengdareining, 15 gróð-
ur, 16 ráfa, 17 lina á, 18 fisk-
ur, 19 fóðrunar, 20 slunginn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 bráka, 4 hemja, 7 atóms, 8 óefni, 9 afl, 11 aðan, 13
hann, 14 ýkinn, 15 þjór, 17 étur, 20 kar, 22 kúgun, 23 úlfum, 24
agnar, 25 tjara.
Lóðrétt: 1 Braga, 2 ámóta, 3 ausa, 4 hjól, 5 mafía, 6 arinn, 10
feita, 12 nýr, 13 hné, 15 þekja, 16 ólgan, 18 tyfta, 19 remma, 20
knýr, 21 rúmt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Magnaður Frakki. S-Enginn.
Norður
♠K84
♥Á74
♦Á986
♣K108
Vestur Austur
♠ÁDG1096 ♠532
♥D10852 ♥KG93
♦2 ♦KD75
♣9 ♣74
Suður
♠7
♥6
♦G1043
♣ÁDG6532
Suður spilar 5♣.
Franski spilarinn Jean-Christophe
Quantin sér ýmsilegt við borðið sem
aðrir koma ekki auga á – ekki einu
sinni Jeff Meckstroth. Í milliriðli EM
urðu þeir báðir sagnhafar í 5♣ eftir
svipaðar sagnir: opnun á 3♣ og hálita-
innákomu vesturs á 4♣. Og báðir
fengu út einspilið í tígli.
Meckstroth gafst einfaldlega upp;
tók á ♦Á, þvældist síðan stefnulaust á
milli handanna, en gaf á endanum þrjá
slagi – á ♠Á og tígulhjón. Quantin
gerði sér strax grein fyrir mikilvægi
spaðaáttunnar. Hann tók líka á ♦Á,
spilaði svo ♥Á og stakk hjarta, fór inn
í borð á lauf og stakk aftur hjarta.
Spilaði síðan spaða að kóng. Vestur
drap og spilaði ♠D. Quantin fleygði
tígli í ♠K, tók annað tromp, spilaði ♠8
og henti öðrum tígli heima. Komdu
nú!
13. júlí 1864
Fjórtán manns drukknuðu í
lendingu við Péturseyjarmel í
Mýrdal. Á skipinu voru 27
manns á leið frá Vest-
mannaeyjum.
13. júlí 1914
Dýraverndunarfélag Reykja-
víkur var stofnað. Tryggvi
Gunnarsson bankastjóri var
fyrsti formaðurinn. Nafni fé-
lagsins var síðar breytt í Dýra-
verndunarfélag Íslands.
13. júlí 1957
Nesti í Fossvogi var opnað.
„Nýstárlegur veitingastaður,“
sagði Tíminn. Ári síðar var
opnað Nesti við Elliðaár.
13. júlí 1959
Eyjólfur Jónsson synti frá
Vestmannaeyjum að Land-
eyjasandi á fimm og hálfri
klukkustund en leiðin er rúm-
ir ellefu kílómetrar. „Sund-
afrek þetta er einstakt og er
ekki vitað til þess að nokkur
maður hafi fyrr synt milli
lands og Eyja,“ sagði í Þjóð-
viljanum.
13. júlí 1973
Nýja eldfjallið á Heimaey
hlaut nafnið Eldfell, að tillögu
Örnefnanefndar. Fjallið hafði
myndast í gosinu sem stóð frá
því í janúar og fram í júní.
13. júlí 1987
Verksmiðja Málningar hf. í
Kópavogi brann til kaldra
kola ásamt tækjum og birgð-
um. „Húsið alelda á svip-
stundu,“ sagði DV.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Skúli Axelsson tæknimaður er 30 ára í dag. Hon-
um líst vel á afmælið en í tilefni dagsins ætlar
hann að bjóða gestum heim til sín í kvöld. „Ég ætla
að bjóða fjölskyldunni í kvöldmat,“ segir Skúli um
afmælisdaginn. Hann segist ekki vanur að halda
upp á afmæli sín en ákvað í ár að breyta útaf van-
anum með heimboði.
Skúli starfar sem deildarstjóri hjá Skýrr. Hann
er kvæntur Birnu Bryndísi Þorkelsdóttur og eru
hjónin búsett í Reykjavík ásamt dætrum sínum
tveim. „Við eigum tvö yndisleg börn, Ingunni Eyju
sem er þriggja og hálfs árs og Ágústu Fríði sem er
rétt rúmlega ársgömul,“ segir Skúli.
Aðspurður um sumarið segist Skúli nýkominn úr fríi þar sem hann
fór í ferðalag innanlands. „Ég er nýkominn úr sumarfríi. Við fórum til
Akureyrar og skemmtum okkur mjög vel,“ segir Skúli en ásamt því
að dvelja á Akureyri ferðaðist hann um sveitirnar í kring, meðal ann-
ars á Mývatn. Á Norðurlandi hefur sumarið verið heldur kalt en að
sögn Skúla fór veður skánandi er leið á ferðina. „Það var smá-kalt
þarna fyrri hluta frísins en undir lokin var komið gott veður,“ segir
Skúli, ánægður með sumarfríið. kristel@mbl.is
Skúli Axelsson er þrítugur í dag
Býður fjölskyldunni heim
Nýirborgarar
Reykjavík Júlía Rósa fædd-
ist 16. mars kl. 5.27. Hún vó
3.735 g og var 51,5 cm löng.
Foreldrar hennar eru Rí-
key Júlíusdóttir og Björn
Guðmundsson.
Flóðogfjara
13. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 4.43 3,3 10.55 0,8 17.15 3,8 23.35 0,7 3.35 23.33
Ísafjörður 0.52 0,6 6.42 1,9 12.58 0,6 19.15 2,3 2.57 24.21
Siglufjörður 2.47 0,3 9.26 1,1 15.08 0,4 21.25 1,3 2.38 24.06
Djúpivogur 1.39 1,8 7.46 0,6 14.22 2,1 20.38 0,6 2.55 23.12
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Ef samband á að haldast þurfa
báðir aðilar að leggja sig fram um að hlúa
að því. Einhverjir finna sig knúna til þess að
tala við foreldra sína.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú hefur í mikinn reynslusjóð að
sækja og átt því að vera vel undir erfið
verkefni búin(n). Vegna hugsjóna þinna
langar þig að leggja ákveðnum málstað lið.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú ættir að setjast niður og fara
yfir skuldastöðu þína. Það er miður ef
óhófleg eyðsla þín kemur niður á samband-
inu.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Græðgi er ljótur ávani. Þótt margir
hlutir séu eftirsóknarverðir ferst heimurinn
ekki þótt þú komir ekki höndum yfir þá.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Mundu að það er ekki allt gull sem
glóir og að lífshamingjan felst ekki bara í
efnislegum gæðum þótt gagnleg séu.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú geislar af gleði og það hefur já-
kvæð áhrif á flesta sem í kringum þig eru.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þér finnst þú þurfa að verjast fólki
sem krefst þess að þú sjáir hlutina í þess
ljósi. Láttu athugasemdir þeirra sem vind
um eyru þjóta.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það er engin ástæða til þess
að láta hugfallast, þótt ekki hafi allir hlutir
gengið upp á besta veg. Sjáðu takmarkið
fyrir þér eins og því hafi verið náð.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú átt erfitt með að halda þig
við efnið og endar alltaf í pælingum um
framtíðarplön. Fljótfærni í þeim efnum get-
ur reynst harla afdrifarík.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Félagi lætur skoðun í ljós sem er
ólík þinni. Dragðu djúpt andann og snúðu
málunum þér í hag. Kynntu þér allar að-
stæður og vertu við öllu búinn.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Yfirmaður þinn gæti komið með
óvænta uppástungu í dag sem þú ert ekki
sammála. Varastu samt allt það sem gæti
sett stöðu þína í tvísýnu.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú þarft að taka þýðingarmikla
ákvörðun í máli sem snertir annan ein-
stakling. Snúðu þér að nútíðinni og láttu
reynslu þína verða þér og öðrum til góðs.
Stjörnuspá
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5
Rxd5 5. Bd2 Rb6 6. Rf3 Bg7 7. Bf4 0-0
8. e3 c5 9. dxc5 R6d7 10. Hc1 Rxc5 11.
Rd5 Rbd7 12. Bc7 De8 13. Bg3 Re6 14.
Bb5 Dd8 15. Rc7 Rxc7 16. Bxc7 De8 17.
Re5 Bxe5 18. Bxe5 a6 19. Hxc8 Dxc8
20. Bxd7 Dc4 21. b3 De4 22. Bc7 Dxg2
23. Ke2 b5 24. Hg1 De4 25. f3 Db4 26.
Dc2 e6
Staðan kom upp á hollenska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Boxtel í Hollandi. Stórmeistarinn Wou-
ter Spoelman (2.564) hafði hvítt gegn
kollega sínum Robin Swinkels (2.483).
27. Bxe6! fxe6 28. Hxg6+! Kf7 29. Hg4
De7 30. Be5 Hfc8 31. Dxh7+ Ke8 32.
Hg8+ Kd7 33. Hg7 og svartur gafst
upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.