Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar Dægradvöl Það er gott að nota sumarfríið og lesa úti í blíðunni nú eða inni undir teppi þegar það rignir. Hún sest á grasblett með mjólk- urkaffi í máli og dregur upp úr skjóðu sinni bókina Sláttur eftir Hildi Knútsdóttur. Ekki beint rauð ástarsaga heldur öðruvísi rómantík. Fyrir hörku- tólið Ertu kominn með nóg af þess- um sumarhita? Sólin og sælan að gera út af við þig og veturinn fjar- lægur draumur. Hörkutól vilja vera á stuttermabol í snjóbyl og hörkutól lesa bækur eins og Fimb- ulkaldur eftir Lee Child. Sagan ger- ist um vetur í Suður-Dakóta. Rúta rennur til og situr föst í skafli. Jack Reacher er farþegi í rútunni. Hann ferðast ævinlega án farangurs – þeg- ar komið er út í fimbulkuldann reyn- ist það misráðið. Að öðru leyti er hann fær í flestan sjó. Jack Reacher er hörkutól. Fyrir dramatíska Ís- lendinginn Manngerðin sem vill alvöru bókmenntir og ís- lenskt hráefni. Erlendar vinsæl- ar kiljur eiga ekki erindi á nátt- borðið hjá slíkri manneskju auk þess sem henni finnst fjöldaframleiddar glæpasögur allar eins. Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur fæst nú í kilju- formi og er tilvalin fyrir menning- arvitann sem er svolítið dramatískur í skoðunum sínum. Í sögunni segir frá Ljósu sem elst upp seint á nítjándu öld undir hvelfdum jökli með víðsýni yfir sjó og sanda. Hana dreymir um framtíð þar sem ham- ingjan ríkir og sólin skín. En veru- leikinn ætlar henni annað; þrátt fyr- ir góð efni og ástríka fjölskyldu vofir yfir henni ógn sem gefur engin grið. Fyrir göngugarpinn Göngugarp- ar nenna ekki alltaf að leita langt yfir skammt og því er tilvalið fyrir þá sem búa á höf- uðborgarsvæðinu að komast yfir handbókina 25 gönguleiðir á Hvalfjarðarsvæðinu eftir Reyni Ingibjartsson. Göngu- leiðirnar eru flestar hringleiðir, að jafnaði 3-6 kílómetra langar og tekur um eina til tvær klukkustundir að ganga þær. Tilvalin kvöldganga fyrir borgarbúa. Fyrir þann villta Það er algjör vitleysa að keyra af stað út í bláinn án þess að hafa kort við höndina. Á það hafa marg- ir rekið sig. Því er tilvalið að hafa í hanskahólfinu yf- ir sumartímann nýjustu útgáfuna af Kortabókinni. Þar má sjá allt Ís- land eins og það leggur sig. Kortabókin inniheldur 60 ný kort í mælikvarðanum 1:300 000. Einnig eru í bókinni 40 kort af hinu ört stækkandi höfuðborgarsvæði og öðrum þéttbýlisstöðum, auk upplýs- inga um söfn, sundlaugar, tjald- svæði, golfvelli og bensínstöðvar. Þeir sem eru gjarnir á að villast ættu alltaf að hafa bókina við höndina, innan þéttbýlismarkanna sem utan. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011 PAKKAÐU SUMRINU SAMAN ÍS LE N SK A SI A .I S U TI 55 48 0 06 /1 1 VERÐ: 19.990 KR. DEUTER FUTURA 28 Léttur vandaður dagpoki. Aircomfort bak sem loftar betur. Regnvörn fylgir. VERÐ: 23.990 KR. DEUTER FUTURA 32 Vinsælasti dagpokinn. Frábært burðarkerfi með loftun. Til í dömuútfærslu. Futura 30 SL. VERÐ: 32.990 KR. DEUTER GUIDE 45+L Frábær bakpoki í millistærð með burðarkerfi sem hentar sérstaklega í fjalla og skíðaferðir. MARGVERÐLAUNAÐIR BAKBOKAR FRÁ DEUTER. MIKIÐ ÚRVAL. VERÐ: 39.990 KR. DEUTER AIRCONTACT 65+10 Frábær verðlaunabakpoki til notkunar í lengri ferðir. Regnvörn fylgir. NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS Næstkomandi laugardag verður gamla sveitamenningin endurvakin á Sænautaseli á Jökuldalsheiði, rúma 70 km frá Egilsstöðum. „Við búum hér yfir sumarið, ég og mín fjöl- skylda,“ segir Lilja Hafdís Óladóttir, ein þeirra sem standa fyrir Sæ- nautaselsdeginum. Farið verður á fætur kl. 6 að morgni og ýmis störf unnin fram eftir degi, með tilheyrandi gam- aldags mat á matmálstímum. „Við verðum að hnýta, búa til tauma og fléttubönd, jafnvel vinna í ull, kemba og prjóna. Kannski munum við slá, þótt það sé lítið að slá hér en einnig munum við setja vörur, sem fólkið framleiddi, upp á hest og fara í kaupstað. Svo er kvöldvaka um kvöldið, þá verður lesinn húslestur, sögur sagðar og farið með ljóð,“ segir Lilja en hún og aðrir sem koma að skipulagningu dagsins verða klædd í gamaldags búninga. Um 1600 var búið í litlu húsi á Sænautaseli yfir sumartímann og er hægt að skoða rústir hússins. Húsið sem nú stendur á jörðinni var byggt árið 1843 og var bærinn í byggð í eina öld, til ársins 1943. Sænautaselsdagur á laugardaginn Gamli bærinn í Sænautaseli Búið er að gera hann fallega upp. Sveitastörf unnin, prjónað og kembt og farið í kaupstað Tómatsósa finnst flestum góð og vilja sumir hafa hana með nærri öllum mat. Þó kannski sérstaklega yngsta kynslóðin. Ekki eru allir matgæðingar og áhugamenn um matreiðslu sam- mála því að það hæfi að borða tóm- atsósu með svo til öllu. En látum slíkt liggja á milli hluta. Það er í það minnsta alveg ómissandi að fá sér tómatsósu á pylsu og með frönskum kartöflum. Nema fólk sé þess meiri kokteilsósuaðdáendur. Tómatsósuna þarf ekki endilega að kaupa út í búð heldur má vel gera hana sjálfur á fljótlegan hátt. Epli, laukur og tómatar Á vefsíðu danska dagblaðsins Politiken er að finna einfalda upp- skrift að tómatsósu. Til að búa til eina góða krukku þarf eftirfarandi. 500 g ferska og góða tómata 1 lítið epli 1 lauk 1-2 hvítlauksrif ½ tsk. kanill ½ tsk. five spice krydd eða annað álíka blandað krydd 125 g púðursykur 1 dl edik Aðferð Skerið tómatana, eplið, laukinn og hvítlaukinn gróft niður. Látið malla með edikinu og kryddinu þar til að epl- in eru orðin vel maukuð. Hellið blönd- unni þá í blandarann eða notið töfra- sprota beint í pottinn til að mauka allt betur saman. Smakkið til og bætið við sykri og/eða ediki ef þarf. Matargerð ljósmynd/norden.org Heimatilbúin Í tómatsósuna eru meðal annars notuð epli. Heimatilbúin tómatsósa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.