Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011 HEIMSENDING á höfuðborgarsvæðinu alla daga frá kl. 15–19 eða á smellugas.is Hafðu samband í síma 5151115 Vinur við veginnSmellugas Smellugas smellugas.is PI PA R \ TB W A • SÍ A • 11 17 12 „Við erum með þetta í skoðun en höf- um ekki tekið þetta upp með það í huga að hætta notkun glaðloftsins,“ segir Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á meðgöngu- og fæðingardeild kvenna- og barnasviðs Landspít- alans, en í gær sagði Morgunblaðið frá því að fæðingadeildir í Osló hefðu ákveðið að hætta notkun glaðlofts sem verkjastillandi fyrir konur í fæð- ingu. Er ástæðan sú að hætta er talin á því að glaðloftið geti valdið fóst- urláti hjá starfsfólki sem annast um konurnar. Mörg önnur ráð í boði Hildur segir erfitt að stýra því og mæla hversu mikið af glaðloftinu fer út í andrúmsloftið en lítil hætta sé á ferðum fyrir þá sem nálægir eru. Undantekningin sé þó þegar fólk eyðir löngum tíma í útþynntu and- rúmsloftinu, t.d. þegar ljósmæður sitji dag eftir dag yfir konum sem nota glaðloftið. Hún segir hins vegar að dregið hafi úr notkun glaðloftsins sem verkjastillandi, enda sé margt annað í boði fyrir fæðandi konur. „Mænu- rótardeyfingin er náttúrlega kröftug- asta verkjastillingin en svo er ým- islegt annað í boði, eins og vatnsmeðferð og nálastungur. Þann- ig að þetta er ekki notað eins mikið og var,“ segir Hildur. Varúðarráðstöfun Þær rannsóknir sem ákvörðun yf- irmanna sjúkrahúsanna í Osló bygg- ist á, benda til þess að ítrekuð inn- öndun glaðlofts úr andrúmsloftinu geti valdið fósturláti hjá hjúkr- unarfræðingum og ljósmæðrum. Engin slík tilvik hafa þó verið til- kynnt í Noregi og er því um var- úðarráðstöfun að ræða. Hildur segir sér ekki kunnugt um að Svíar og Danir hafi hætt notkun glaðlofts á fæðingardeildum og að Noregur sé enn sem komið er eina landið á Norðurlöndum þar sem grip- ið hafi verið til þessarar ráðstöfunar. Glaðloft minna notað en áður hérlendis  Fylgjast með þróuninni erlendis Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi (LSH) var í gær framkvæmd tíuþúsundasta kransæða- víkkunin hér á landi. Kransæðavíkkanir með hjartaþræðingu hafa verið framkvæmdar á Ís- landi í rúm 24 ár. Fyrsta slíka aðgerðin var gerð hinn 14. maí árið 1987 á LSH af Kristjáni Eyj- ólfssyni, yfirlækni hjartaþræðinga á LSH, og Einari H. Jónmundssyni, röntgenlækni á rönt- gendeild LSH. Í gær var það svo Torfi F. Jón- asson hjartalæknir á LSH sem sá um tíu-þús- undustu kransæðavíkkunina. Við kransæðavíkkun með hjartaþræðingu er þráður leiddur gegnum æðakerfi sjúklings. Far- ið er inn frá æð í nára eða úlnlið og upp í þröngar eða stíflaðar kransæðar hjartans. Þegar þráður er kominn í gegnum þrengingu er leggur með belg þræddur yfir hann og hann síðan þaninn út í þrengslunum. Belgurinn víkkar út þreng- inguna en oft er síðan sett stoðnet úr málmi til að fá enn betri víkkun á æðina. Einn helsti kost- ur kransæðavíkkunar með hjartaþræðingu er að sjúklingar eru að jafnaði fyrr að ná sér en við hefðbundnar hjartaskurðaðgerðir. Aðgerð ætlað að bæta einkenni Undanfarin ár hafa vanalega verið fram- kvæmdar um 700 kransæðavíkkanir á ári með hjartaþræðingu á LSH. „Síðustu þrjú ár höfum við verið við töluna 700 upp í 750. Síðasta ár vor- um við undir 700,“ segir Kristján Eyjólfsson. Á virkum dögum eru að meðaltali framkvæmdar sex til sjö hjartaþræðingar á dag og síðustu ár hafa verið gerðar tæplega 2000 þræðingar ár- lega. Aðgerðirnar eru fyrst og fremst ætlaðar sem meðferð við einkennum fremur en varanleg lækning sjúkdómsins. „Þetta er það sama og kransæðaskurðaðgerðir, þær lækna ekki sjúk- dóminn en veita betra blóðflæði,“ segir Kristján og bætir við að algengast er að víkkuð sé ein æð í einu, þó upp komi tilfelli sem krefjast þess að fleiri æðar séu víkkaðar í sömu aðgerð. Kristján segir fjóra einstaklinga koma að slíkri aðgerð. „Það eru alltaf a.m.k. þrír inni á skurðstofunni, læknir og tveir hjúkrunarfræðingar. Svo er einn lífeindafræðingur sem fylgist með þrýstimæl- um, hjartalínuriti og öðru slíku.“ Þróun til hins betra Frá því að fyrsta aðgerðin af þessu tagi var framkvæmd hér á landi árið 1987 og til dagsins í dag hefur ýmislegt breyst að sögn Kristjáns. „Þetta hefur breyst töluvert mikið, sérstaklega öll þau tæki og tól sem notast er við. Röntgen- tækin hafa breyst og þau áhöld sem við notum til víkkana.“ Með aukinni tækni og betri tækjum geta læknar í dag því framkvæmt mun flóknari aðgerðir á sjúklingum sínum en fyrir 20 árum. Mikilvægt er að gera ákveðinn greinarmun á að- gerðinni því hjartaþræðing er fyrst og fremst myndataka á æðunum og er því rannsókn. Telji læknir fýsilegt að víkka æð eftir kransæða- myndatöku er kransæðavíkkun oftast gerð í beinu framhaldi. Er það ein breyting frá því er áður var þegar æðavíkkanir fóru gjarnan fram eftir nánari skoðun og umhugsun lækna. „Stundum þarf þó að hugsa hvort skynsamlegra sé að gera skurðaðgerð og víkka fleiri æðar. En langoftast höldum við skyndifund og gerum þetta beint.“ Aðspurður hvað taki við í náinni framtíð varð- andi þróun í hjartaþræðingum segir Kristján að unnið sé að því að setja ósæðalokur í fólk með þræðingartækni. Er slíkt einkum hugsað fyrir þá einstaklinga sem eru í miklum áhættuhópi í opnum skurðaðgerðum, s.s. eldra fólk eða ein- staklinga sem áður hafa gengist undir krans- æðaaðgerð. „Það er hlutur sem við erum að vinna í að undirbúa okkur fyrir að gera en höf- um ekki enn fengið grænt ljós.“ Ein aðalástæða þess er sá mikli niðurskurður sem LSH stendur frammi fyrir og þær aðhaldsaðgerðir sem hon- um fylgja. Þurfi sjúklingur á hjartalokum að halda í dag verður hann að gangast undir opna skurðaðgerð með tilheyrandi áverkum fyrir lík- ama. Aðspurður hvernig slík aðgerð er fram- kvæmd segir Kristján vanalega farið inn í æð í náranum, líkt og við kransæðavíkkun, því næst er þrætt upp að hjarta og lokunum komið fyrir. Kristján segir ósæðalokuskipti með hjarta- þræðingum ekki áhættulausar en ef vel tekst til reynist slík aðgerð sjúklingum auðveldari eftir á. Sem stendur eru aðgerðir sem þessar enn í þróun en sjúkrahús víðsvegar um Evrópu, s.s. á Norðurlöndunum, hafa framkvæmt slíkar að- gerðir með góðum árangri. Tíu þúsund kransæðavíkkanir á 24 árum  Nærri 2.000 hjartaþræðingar og um 700 kransæðavíkkanir framkvæmdar árlega á Landspítalanum  Kransæðavíkkun með hjartaþræðingu reynist sjúklingum oft auðveldari en opin hjartaskurðaðgerð Morgunblaðið/Eggert Samvinna Kristján Eyjólfsson, yfirlæknir hjartaþræðinga á Landspítalanum, vinnur að hjartaþræðingu með samstarfsfólki sínu í einni af skurðstofum Landspítalans. Morgunblaðið/Eggert Einbeitt Lífeindafræðingur fylgist náið með aðgerðinni á hjartaþræðingardeild LSH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.