Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011 Morgunblaðið/Ómar Lækkun Tíðni atvinnuleysis lækkar um 0,7% að meðaltali frá því í maí. Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Alls voru 12.424 einstaklingar skráðir atvinnulausir hjá Vinnu- málastofnun í júnímánuði, þar af voru 1.724 í einhverskonar úrræðum á vegum stofnunnarinnar. Skráð at- vinnuleysi í mánuðinum var 6,7%. Frá því í maí hafa um 849 manns verið skráðir af bótum, og er það um 0,7 prósent fækkun á milli mánaða. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysi skráð 7,6% og munar því um 0,9 pró- sentustigum. Hlutfallslega var mestur fjöldi at- vinnulausra á Suðurnesjum eða um 10,6%, en minnst á Norðurlandi vestra, 2,3%. Atvinnuleysi minnkar þó hvað mest á landsbyggðinni og fækkaði atvinnulausum um 483 ein- staklinga á landsbyggðinni milli maí og júní og 366 á höfuðborgarsvæð- inu. Um 2,5% munur er þar á, en at- vinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu var 7,6%, en 5,1% á landsbyggðinni. Körlum á atvinnuleysisskrá fækk- aði um 675 en konum um 174 að meðaltali. Var atvinnuleysið 6,8% hjá körlum og 6,7% hjá konum og munar því einungis 0,1 prósentu- stigi. Athygli vekur að körlum á at- vinnuleysisskrá fækkar hraðar en konum, síðustu mánuði. Atvinnu- leysi hjá körlum var 7,7% í maí og 8,6% í apríl, en hjá konum var at- vinnuleysið 7,1% í maí og 7,4% í apr- íl. 273 ungmenni fá vinnu Alls voru 2.305 atvinnulausir í ald- ursflokknum 16-24 í lok júní, en 2.032 í lok maí og fækkar þá um 273 einstaklinga í yngsta aldursflokkn- um. Á sama tíma í fyrra voru um 2.438 ungmenni atvinnulaus. Allt útlit er fyrir að atvinnuhorfur verði stöðugar í júlí er að því fram kemur í yfirlitskýrslu frá Vinnu- málastofnun um stöðu á atvinnu- markaði í júní 2011. Gert er ráð fyrir því að atvinnu- leysi sveiflist á milli 6,5 til 6,9 pró- sent. Fjórar tilkynningar um hóp- uppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júnímánuði, þar sem 123 einstak- lingum var sagt upp störfum. Gert er ráð fyrir stór hluti þeirra sem sagt var upp í hópuppsögnum verði endurráðinn. Færri atvinnulausir yfir sumarið  Atvinnuleysi er minna en á sama tíma í fyrra  Körlum á atvinnuleysisskrá fækkar örar en konum Þróun atvinnuleysis í júní 2009 til júní 2010 2009 2010 2011 10% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% jún. júl. ágú. sep. okt. nóv. des. jan. feb.mar. apr.maí. jún. júl. ágú. sep. okt. nóv. des. jan. feb.mar. apr.maí. jún. Heimild: Vinnumálastofnun 8,1 8,0 7,7 7,2 7,6 8,0 8,2 9,0 9,3 9,3 9,0 8,3 7,6 7,5 7,3 7,1 7,5 7,7 8,0 8,5 8,6 8,6 8,1 7,4 6,7 Atvinnuleysi » Alls voru 12.424 ein- staklingar skráðir atvinnulaus- ir hjá Vinnumálastofnun í júní- mánuði. » Atvinnuleysi fór minnkandi um 0,7 prósentustig frá maí eða um 849 manns. » Atvinnuleysi minnkar þó hvað mest á landsbyggðinni og fækkaði þar um 483. BAKSVIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Dekkjabruninn á athafnasvæði end- urvinnslufyrirtækisins Hringrásar við Klettagarða í fyrrinótt hefur vakið efasemdir um hvort heppilegt sé að hafa starfsemi sem þessa svo nærri íbúðabyggð. Tugir manna þurftu að rýma heimili sín þegar stórbruni varð hjá fyrirtækinu árið 2004 og reyk lagði yfir byggð. Ekki kom til þess nú þar sem vindátt var hagstæð en bent hefur verið á að öldrunarheimili Hrafnistu er í næsta nágrenni og væri það enginn hægð- arleikur að rýma það. Er nú talað um nauðsyn þess að endurskoða staðsetningu og hugsanlega það magn efnis sem fyrirtækinu er heimilt að hafa samkvæmt starfs- leyfi. Slökkviliði barst tilkynning um eldinn á þriðja tímanum í fyrrinótt og var allt tiltækt lið kallað út til að ráða niðurlögum hans. Um 60 manns glímdu við eldinn þegar mest var. Voru áætlanir þegar gerðar um hugsanlega rýmingu íbúða í nágren- inu ef aðstæður skyldu breytast. Var það ekki fyrr en á tíunda tímanum í gærmorgun sem þeim tókst endan- lega að slökkva í síðustu glæðunum. Sást til mannaferða nálægt þeim stað þar sem eldurinn kom upp og rannsakar lögregla nú hvort kveikt hafi verið í. Farið í eftirlit í síðustu viku „Maður þakkar fyrir að vindáttin var okkur hagstæð því annars hefði verkefnið verið allt annað,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs- stjóri höfuðborgarsvæðisins. Magn- ið af efni sem logaði í þegar menn mættu á staðinn hafi verið yfirþyrm- andi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og slökkviliðið hafa eftirlit með starfsemi fyrirtækisins og fór það fyrrnefnda í eftirlitsferð í fyrirtækið í síðustu viku eftir að ábending barst um að hugsanlega væri magn gúmmís yfir mörkun. Reyndist það vera innan marka starfsleyfis sem eru þúsund rúmmetrar af gúmmíi. Jón Viðar segir eldsvoðann nú vekja spurningar um hvort endur- skoða þurfi það magn sem leyfilegt sé að hafa á svæðinu og staðsetn- ingu fyrirtækisins yfirleitt. Skoða málið með yfirvöldum Starfsemi Hringrásar átti að kom- ast í eðlilegt horf síðdegis í gær en Einar Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segir það fúst til að skoða framtíð sína í Klettagörð- um með þar til bærum yfirvöldum. Hann efist þó um að slík skoðun leiði í ljós hentugri staðsetningu fyrir fyrirtækið. „Við erum að fara í einu og öllu eftir ákvæðum starfsleyfis- ins. Við erum að standa okkur og gott betur. Við erum búnir að slípa þennan rekstur það vel til að ég held að það sé mikill ávinningur fyrir borgarbúa að hafa svona endur- vinnslufyrirtæki í borginni.“ Öryggismyndavélar eru á svæð- inu auk þess sem vaktmaður fylgist með því til klukkan tíu á kvöldin að sögn Einars. Eftir það vaktar Sec- uritas svæðið. Ekki hafi verið talin þörf á sérstökum vaktmanni alla nóttina. Ekki sé víst að það hefði breytt neinu þegar um sé að ræða misindismenn sem ætli sér að kveikja í, segir Einar. Hert á kröfum eftir fyrri bruna Í eldsvoðanum sem kom upp hjá Hringrás þann 23. nóvember árið 2004 varð að rýma íbúðir í nágrenn- inu. Alls þurftu 83 manns að flýja heimili sín og gistu meðal annars í Langholtsskóla. Þá er talið að eldur hafi kviknað út frá rafmagnslyftara sem verið var að hlaða í skúr á svæð- inu. Eftir eldsvoðann voru gerðar strangari kröfur um eld- og meng- unarvarnir. Hafa nú til dæmis verið steyptar þrær sem halda gúmmíi og málmi aðskildum og auðveldaði það slökkvistarf nú. Þá voru sett ákvæði um hámarksmagn gúmmís í starfs- leyfi fyrirtækisins. Magnið var yfirþyrmandi  Framtíðarstarfsemi í skoðun eftir tvo stórbruna á 7 árum  Grunur um íkveikju Bruninn árið 2004 » Reykurinn sem myndaðist er stórhættulegur og getur verið banvænn. Er hann sér- lega hættulegur fólki með við- kvæm öndunarfæri. » Í brunanum 2004 þurftu 83 að flýja heimili sín á Klepps- vegi þar sem reykinn lagði yfir. » Eftir eldsvoðann voru örygg- is- og umhverfiskröfur til Hringrásar hertar og sett inn ákvæði um leyfilegt magn gúmmís. » Árið 2007 kviknaði í dekkj- um og rusli í porti við húsnæði Hringrásar á Akureyri. Morgunblaðið/Júlíus Eldhaf Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir klukkan þrjú í fyrrinótt. Var allt tiltækt slökkvilið kallað út og glímdu um 60 manns við eldinn þegar mest var auk starfsmanna Hringrásar. Slökkvistarfi lauk á tíunda tímanum en verkið þyngdist á lokasprettinum þegar þurfti nánast að slökkva í hverri skóflu af efni. Morgunblaðið/Júlíus Mökkur Svartan reyk lagði af eldinum í dekkjunum. Hagstæð vindátt olli því að reykinn lagði út á haf frekar en yfir íbúðabyggð eins og gerðist 2004. „Svona starfsemi á ekkert heima nálægt byggð, hvort sem það er byggð aldraðra eða almenn. Við munum end- urvekja þetta mál núna, það er al- veg ljóst,“ segir Pétur Magn- ússon, forstjóri öldrunarheimila Hrafnistu, um starfsemi Hringrásar. Forsvarsmenn Hrafnistu hafi frá brunanum 2004 verið í samskiptum við stjórnendur Hringrásar og slökkviliðsstjóra. Þeir hafi lýst yfir miklum áhyggjum sínum af stað- setningu fyrirtækisins en hafi verið fullvissaðir um að ráðstafanir hefðu verið gerðar til að slíkur stórbruni ætti sér ekki stað aftur. Pétur bendir á að Hrafnista í Reykjavík sé stærsta öldunarheimili landsins þar sem 240 manns búi. Þar séu meðal annars tvær deildir fyrir heilabilaða. Flókið mál sé að rýma heimilið í aðstæðum sem þessum. kjartan@mbl.is Á ekki heima ná- lægt byggð Hrafnista hefur lengi viljað Hringrás burt Pétur Magnússon Borgarráð mun fjalla um brun- ann hjá Hringrás með tilliti til ör- yggismála og al- mannaheilla á fundi sínum 19. júlí að því er kemur fram í til- kynningu. Borgaryfirvöld líti hann alvar- legum augum vegna þeirrar al- mannahættu sem eldsvoði á þessum stað getur valdið. Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, segir starf- semi Hringrásar nauðsynlega en flestir séu sammála í kjölfar brun- ans um finna henni annan stað. Hún sé of nálægt íbúðabyggð. Þá hafi stórt skemmtiferðaskip siglt inn í höfnina í gær og hefði reykurinn getað stöðvað för þess hefði ekki náðst að slökkva eldinn áður. kjart- an@mbl.is Fundinn annar staður Hjálmar Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.