Morgunblaðið - 13.07.2011, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011
www.noatun.is
www.noatun.is
Pantaðu veisluna þína á
eða í næstu Nóatúns verslun
Grillveislur
1299
Á MANN
VERÐ FRÁ
MEÐ MEÐL
ÆTI
Grísahnakkasneiðar
Lambalærissneiðar
Kjúklingabringur
Lambafille
Þín samsetning
Grillveislur Nóatúns Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Það var gerður launasamningur í
sex vikur, sem voru mistök,“ segir
Markús H. Guðmundsson, for-
stöðumaður Hins hússins, og vísar
til máls langveiks drengs sem að
sögn foreldra fékk einungis greidd
laun fyrir fjórar vikur af sex. Dreng-
urinn, sem er á 17. aldursári, starf-
aði fyrir fyrirtæki á höfuðborg-
arsvæðinu fyrir milligöngu Hins
hússins.
Markús segir mistökin hafa
verið leiðrétt á sínum tíma og for-
eldrar boðaðir á fund viku áður en
ungmennin hófu störf. Á þeim fundi
var fyrirkomulag kynnt foreldrum.
„Það eru öll ungmenni í Reykja-
vík á þessum aldri sem fá fjórar vik-
ur [launaðar] og þá buðum við þeim
upp á tvær vikur launalaust í starfs-
þjálfun hjá okkur.“
Markús segir rangt að þau ung-
menni sem ekki sáu sér fært að
mæta á lokahátíð námskeiðsins,
myndu ekki fá greidd laun fyrir
þann dag líkt og foreldrar drengsins
hafa haldið fram. „Ég hef kannað
það hjá öllum starfsmönnum hér.
Við hótuðum því ekki að mættu þau
ekki á lokahátíðina fengju þau ekki
greidd laun. Það er bara rangt,“ seg-
ir Markús. „Þetta kemur mér mjög á
óvart. Hann bað aldrei um að koma
ekki á lokahátíðina, enda er hún með
hljómsveitum og skemmtikröftum.
Svo komu þau bæði hér [drengurinn
og móðir drengsins] og þökkuðu
starfsfólki fyrir vel unnin störf.“
Markús segir drenginn mjög
ánægðan með það starf sem unnið er
á vegum Hins hússins og að öll þau
ungmenni sem fengu vinnu í sumar á
þeirra vegum hafi unnið í alls fjórar
vikur ásamt því að nýta sér tvær vik-
ur í starfsþjálfun.
Drengurinn sagður ánægður
með störf Hins hússins
Forstöðumaður Hins hússins segir að um mistök sé að
ræða Stóð ekki til að ungmennin fengju 6 vikur greiddar
Morgunblaðið/Ernir
Vinna Markús segir að í boði hafi
verið launalaus starfsþjálfun.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er aðallega vegna þess að
tæki og tól í ostaframleiðslulínunni
eru orðin gömul og afkastalítil en
einnig er horft til möguleika á að
nýta hráefnið betur,“ segir Snorri
Evertsson, mjólkursamlagsstjóri í
Mjólkursamlagi Kaupfélags Skag-
firðinga á Sauðárkróki en samlagið
hefur þanist út á síðustu árum.
Hafnar eru framkvæmdir við
stækkun húsnæðis mjólk-
ursamlagsins. Byggð er 1.300 fer-
metra nýbygging, yfir ostafram-
leiðslulínu sem keypt hefur verið.
Ekki eru nema tvö ár liðin frá því
mjólkursamlagið byggði tæplega
1.000 fermetra viðbyggingu. „Við
sáum þessa þróun ekki fyrir þegar
við byggðum síðast,“ segir Snorri.
Þá á mjólkursamlagið Mjólku í
Hafnarfirði.
Sérhæft ostabú
Síðasta viðbygging var aðallega
til að geta tekið við auknum verk-
efnum frá MS, framleiðslu á rifn-
um osti til pitsugerðar og annarrar
matargerðar.
Rifni osturinn er sífellt meira
notaður og er framleiðslan nú um
1.100 tonn á ári. Í það fara 11
milljónir lítra af mjólk sem er
nærri tíundi hluti mjólkurfram-
leiðslunnar í landinu. „Þetta var
mikil viðbót fyrir okkur en við
kaupum 70% ostanna í þessa fram-
leiðslu frá MS en 30% þeirra koma
úr okkar framleiðslu.
Samhliða þessum breytingum
sérhæfði Mjólkursamlag KS sig í
framleiðslu á osti, smjöri og
smjörva. Þannig eru framleidd
1.600 tonn af ostum á ári sem er
um 40% heildarframleiðslunnar í
landinu. Mjólkurvörurnar sem eru
í verslunum í Skagafirði eru hins
vegar keyptar af MS en mjólk-
ursamlagið annast dreifingu þeirra.
Notuð tæki frá Svíþjóð
Aukin framleiðsla reynir á tækin
í ostalínunni og segir Snorri að
nauðsynlegt sé orðið að endurbæta
þau verulega eða skipta út.
„Við vissum af mjólkurbúi í Sví-
þjóð sem var verið að loka. Tækin
eru tveggja til sex ára gömul og
þóttu henta okkur, þótt þau séu vel
við vöxt,“ segir Snorri. Hann segir
að hægt sé að auka framleiðsluna
síðar meir, ef markaðsaðstæður
leyfi.
Ákveðið var að byggja nýtt hús
yfir nýju línuna til þess að ekki
þyrfti að stöðva framleiðsluna í
marga mánuði á meðan unnið væri
að niðurrifi þeirrar gömlu, lagfær-
ingar á húsnæði og uppsetningu og
prófun nýju tækjanna.
Stefnt er að því að nýja ostal-
ínan verði tekin í notkun á næsta
ári.
Kaupfélag Skagfirðinga keypti
mjólkursamlag Mjólku í Hafn-
arfirði á síðasta ári. Rifostafram-
leiðslan var flutt norður en Mjólka
er rekin áfram sem sjálfstæð ein-
ing þar sem meðal annars eru
framleiddar sýrðar mjólkurafurðir
og fetaostur. Inni í því fyrirtæki er
einnig Vogabær sem framleiðir
ídýfur og sósur.
Mysupróteinið verðmætt
Mikilvægur þáttur í endurnýjun
tækjanna er að nú skapast tæki-
færi til að nýta betur hráefnið.
Færri mjólkurlítra þarf í hvert
ostakíló.
Henda þarf stórum hluta mys-
unnar sem verður til við ostafram-
leiðsluna. „Próteinið í mysunni er
gott til uppbyggingar vöðva og
með heilsusprengingunni í sam-
félaginu eru ótrúleg verðmæti í
henni. Þróuð hefur verið tækni til
að nýta það á arðbæran hátt og
með því drögum við einnig úr
mengun,“ segir Snorri. Unnið er að
þróun vörum úr mysunni.
Óvissa hjá kúabændum
Kaupfélag Skagfirðinga hefur
unnið með kúabændum í héraðinu
að auka framleiðsluna. Á und-
anförnum fimmtán árum hefur
framleiðslan í héraðinu aukist úr
átta í tólf milljónir lítra. Bændur
hafa byggt ný fjós og bætt við sig
framleiðslurétti.
Nýtt fyrirkomulag á sölu á
mjólkurkvóta hefur skapað erf-
iðleika og óvissu hjá mörgum kúa-
bændum. Menn eru skuldugir eftir
uppbyggingu og ekki hefur geng-
isþróunin og hækkun lánanna
hjálpað til. „Þeir þurfa að fram-
leiða meira til að auka framleiðni
búanna en hafa ekki tækifæri til að
kaupa kvóta, nema tvisvar á ári, og
vita þá ekki hvort þeir fá eitthvað
keypt. Ég tel að á meðan verið er
að koma nýju kerfi á þurfi að hafa
fleiri markaðsdaga,“ segir Snorri.
Rifni osturinn rifinn út
Mjólkursamlag KS stækkar enn við sig Byggt yfir nýja
ostalínu Mysan verðmæt og verður nýtt í heilsuvörur
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Pökkun Þeir þurfa að vera handfljótir starfsmennirnir sem pakka rifna ost-
inum. Færibandið fæðir þá stöðugt á tilbúnum pokum.
Andri Karl
andri@mbl.is
„Þetta svæði er þarna en nýtist fugl-
unum ekki sem skyldi því það er
enginn eftirlitsmaður sem tryggir
öryggi þeirra. Þarna leika lausum
hala hrafnar, kettir og minkar og
meðal annars af þeim sökum er til-
tölulega lítið andavarp. Endurnar fá
ekki frið í friðlandinu,“ segir Ólafur
K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands, um ástand-
ið í Vatnsmýrinni og Tjörninni í
Reykjavík. Sviðsstýra hjá umhverf-
is- og samgöngusviði borgarinnar
segir að starf umsjónarmanns
Tjarnarinnar hafi verið auglýst á
síðasta ári en enginn fengist í starf-
ið.
Líkt og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær skiluðu Ólafur og Jó-
hann Óli Hilmarsson fuglafræðingur
árlegri skýrslu um ástand fuglalífs
Tjarnarinnar til Reykjavíkurborgar
í byrjun árs. Hún hefur hins vegar
ekki fengið umfjöllun í umhverfis-
og samgönguráði og fær ekki fyrr en
í næsta mánuði.
Enginn „andapabbi“ frá 1986
Reykjavíkurborg hefur látið vakta
fuglalífið við Tjörnina frá árinu 1973
til að geta metið aðstæður og gripið
til aðgerða. Í skýrslunum hefur oftar
en ekki á undanförnum árum verið
lýst afar bágbornu ástandi og sjald-
an hefur ástandið verði jafn slæmt
og á síðasta ári.
Á árinu 1986 var tekin sú ákvörð-
un að leggja niður starf umsjónar-
manns andanna, en það gekk undir
heitinu „andapabbi“. Sá sinnti meðal
annars því starfi að verja varplöndin
og hrekja burtu varga. Í mars á síð-
asta ári sagði garðyrkjustjóri borg-
arinnar hins vegar að Umhverfis- og
samgöngusvið hefði gert ráðstafanir
til að ráða að nýju umsjónarmann
með fuglalífinu. „Nú mætti kalla það
andaforeldri,“ sagði Þórólfur Jóns-
son garðyrkjustjóri.
Þrátt fyrir það var enginn ráðinn
til starfsins. Ellý Katrín Guðmunds-
dóttir, sviðsstýra umhverfis- og
samgöngusviðs, segir það þó hafa
verið reynt. „Því miður fengum við
engan í verkið. Þetta var hluti af svo-
nefndum atvinnuátakssjóði og við
gátum ráðið inn starfsfólk í skamm-
tímaráðningar. Þá greiddi atvinnu-
átakssjóðurinn laun á móti Vinnu-
málastofnun. Það sóttu þarna
nokkrir líffræðingar um en þeim
hugnaðist ekki starfið.“
Ólafur bendir einnig á að það hafi
verið hlutverk friðlandsins að varð-
veita hinn náttúrulega gróður. Hins
vegar þeki nú orðið bróðurpartinn af
friðlandinu ágengar plöntur á borð
við skógarkerfil, hvönn og netlu.
„Umgjörðin er þarna en það þarf
einhverja hugmyndafræði, línur og
áhuga á að unnið sé eftir því,“ segir
Ólafur.
Ellý Katrín bendir hins vegar á að
í apríl hafi verið skrifað undir sam-
komulag við Háskóla Íslands og
Norræna húsið um endurbætur á
friðlandinu. Það eigi að tryggja
örugg varplönd fyrir Tjarnarfugla.
„Í haust verður strax farið að grafa
síki þarna og það er ýmislegt í und-
irbúningi hjá okkur.“
Ekki náðist í Karl Sigurðsson, for-
mann umhverfis- og samgönguráðs.
Auglýstu en
fengu engan
„andapabba“
Enginn friður í friðlandi Vatnsmýrar
Morgunblaðið/Ómar
Mávar Lítið fer fyrir öndum þegar
gefið er brauð við Tjörnina í dag.
Fuglalífið við Tjörnina
» Umhirða og ræktun fuglalífs
Tjarnarinnar hófst um 1920 í
borgarstjóratíð Knud Zimsens
og á sér því langa sögu.
» Fjöldi andapara var mestur
á 8. áratug síðustu aldar en
síðan fór þeim fækkandi.