Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011
EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSI
FRÁBÆRFJÖLSKYLDU-OGGAMANMYNDMEÐJIMCARREYÍFANTAFORMI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI
MIÐASALA Á SAMBIO.IS
HARRY POTTER 7 - PART 2 3D kl. 5:20 - 8 - 10:40 12
TRANSFORMERS 3 3D kl. 6 - 9 12
BEASTLY kl. 6 - 10:20 10
SUPER 8 kl. 8 12
HARRY POTTER 7 - PART 2 3D kl. 5:20 - 8 - 10:40 12
KUNG FU PANDA kl. 5:20 L
TRANSFORMERS 3 3D kl. 8 - 11:20 12
HARRY POTTER 7 - PART 23D kl. 8 - 10:40 12
TRANSFORMERS kl. 9 12
/ KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK
HARRY POTTER 7 - PART 2 kl. 5:10 - 8 - 10:40 12
MR. POPPER'S PENGUINS kl. 5:40 - 8 L
SOMETHING BORROWED kl. 10:20 L
/ SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA
750 kr. á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ
FRÁBÆR MYND SEM KEMUR
SKEMMTILEGA Á ÓVART
HHH
- MIAMI
HERALD
- ORLANDO
SENTINEL
HHH
„ÞÚ MUNT EKKI SJÁ FLOTTARI
HASAR Í SUMAR, OG ÉG VERÐ
MJÖG HISSA EF VIÐ SJÁUM
BETRI BRELLUSÝNINGU ÞAÐ
SEM EFTIR ER AF ÁRINU“
-T.V. KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI
FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN
- Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN
HHHH
SÝND Í KRINGLUNNI
- S.F.
CHRONICLE
HHH
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
HHH
Hljómsveitin Portishead er ekki af
baki dottin heldur minnir á tilvist
sína. Hún hefur nú tilkynnt kom-
andi tónleikaferðalag sitt um Norð-
ur-Ameríku í október en hljóm-
sveitin hefur ekki spilað á
tónleikaferðalagi þar í meira en
áratug.
Portishead verður aðal-
hljómsveitin á tvennum tónleikum
hátíðarinnar „All Tomorrow’s Par-
ties“ sem ber yfirskriftina I’ll Be
Your Mirror og sér þar um að velja
hljómsveitir fyrir tónleikana.
Fyrstu tónleikarnir fara fram í
Alexandra-höllinni 23. og 24. júlí en
seinni fara fram í Asbury garði í
New Jersey frá 30. september til 2.
október og tekur þá við tónleika-
ferðalagið.
Portishead heldur í ferðalag til Ameríku
Flott Beth Gibbons hefur tælandi rödd.
Leikkonan Mila Kunis sat í viðtali
vegna kvikmyndarinnar Friends
with Benefits ásamt mótleikara sín-
um Justin Timberlake þegar henni
var sýnd stikla af síðunni YouTube.
Myndbandið er af ungum sjóliða
Bandaríkjahers Scott Moore sem er
ekki frásögur færandi nema að
Moore talar í myndavélina og biður
Kunis um að koma með sér á dans-
leik sjóliða sem fer fram 18. nóv-
ember nk. í Greenville í N-
Karólínu. Leikkonunni var brugðið
en fór síðan að spyrja út í smáat-
riði. Timberlake greip inn í og
sagði hana verða að gera þetta fyr-
ir þjóðina. Eftir að hafa fallist á það
að samþykkja stefnumótið svaraði
Kunis með því að horfa í myndavél-
ina og svara Moore játandi í miðju
viðtali.
Mila Kunis sam-
þykkti stefnumót
á YouTube
Fyndið Mila Kunis fer á ball með sjóliða.
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæ-
mundur X, frá Sauðárkróki, settu ný-
lega á laggirnar rappdúóið Úlfur Úlf-
ur. Strákarnir hafa verið að semja
saman síðan um jólin en áður mynd-
uðu þeir ásamt þremur öðrum hljóm-
sveitina Bróðir Svartúlfur. Bróðir
Svartúlfur vann músíktilraunir árið
2009 en eftir það fóru meðlimir sveit-
arinnar að líta í aðrar áttir. „Pælingin
með Úlfur Úlfur byrjaði bara sem
svona grín-hliðarverkefni hjá mér og
Helga, sem átti að vera með Bróður
Svartúlfi. Hins vegar varð þetta ein-
hvernveginn ofan á og við byrjuðum
að semja lög saman um jólin,“ segir
Arnar Freyr.
Arnar og Helgi kynntust sem
pjakkar eftir að þeir áttuðu sig á því
að þeir væru einu rappararnir á
Sauðárkróki. „Við komumst að því og
annaðhvort urðum við að vera vinir
eða óvinir. Við ákváðum því bara að
vera bestu vinir,“ segir Arnar og
hlær.
Í síðustu viku kom nýtt lag með
þeim félögum á netið sem heitir „Á
meðan ég er ungur“ og er unnið í
samstarfi við rapparann Emmsjé
Gauta. Aðspurður um frekara sam-
starf með honum svarar Arnar því
játandi „Já, líklega. Við erum með
annað lag tilbúið og svo ætlum við að
fara að vinna í því þriðja“.
Ókeypis plata í vændum
Þar sem Úlfur Úlfur eru nú komnir
með nokkur lög og þar af næstum því
þrjú í samstarfi við Emmsjé Gauta,
ætli plata sé á næsta leiti? „Jú, von-
andi í sumar eða í haust gefum við út
plötu. Þá munum við bara gefa út ein-
hverja net-útgáfu þar sem við gerum
allt frítt,“ segir Arnar og bætir við að
fyrst um sinn ætli félagarnir að reyna
að geta sér gott orð.
Tónleikar á föstudaginn
Úlfur Úlfur spilar á afmælistón-
leikum Faktorý á föstudaginn ásamt
Agent Fresco, For a Minor Reflec-
tion og Lockerbie og hefjast tónleik-
arnir klukkan 22:00. Ekki kostar inn
á tónleikana. Einnig eru þeir að
skipuleggja tónleika sem verða
haldnir á Akureyri í lok júlí eða í
ágúst, en ekki er enn komið á hreint
hverjir spila. „En það verða margir
tónlistarmenn sem spila á tónleik-
unum“.
Úlfarnir sem bíta ekki
Úlfur Úlfur er að hluta til arftaki Bróður Svartúlfs
Rappdúó sem stefnir í plötuútgáfu á netinu