Morgunblaðið - 13.07.2011, Side 16

Morgunblaðið - 13.07.2011, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011 Morgunblaðið/Ernir Verð Ritgerðin skoðar áhrif geng- issveiflna á verð. hverf áhrif gengisbreytinga á verð. Í ljós kemur að fyrirtæki voru mun lík- legri til þess að hækka verð eftir gengisfall en lækka það eftir geng- isstyrkingu. Sérstaka athygli vekur að þriðjungur fyrirtækja sem voru ekki með beinum hætti háð geng- isbreytingum hækkuðu verð sitt eftir 30% gengislækkun á fyrri hluta árs- ins 2008 á meðan ekkert þeirra lækk- aði verðið í kjölfar 10% gengisstyrk- ingar ári fyrr. Telja höfundar að niðurstöðurnar séu til þess fallnar að draga í efa ábat- ann af því að reka sjálfstæða pen- ingastefnu með fljótandi gjaldmiðli á jafn litlu myntsvæði og Íslandi. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Gengissveiflur eru mun stærri or- sakavaldur verðbreytinga á Íslandi en í mörgum öðrum löndum, að Tyrklandi undanskildu, og íslensk fyrirtæki eru líklegri til að hækka verð eftir gengisfall en að lækka verð eftir gengisstyrkingu. Er þetta með- al niðurstaðna rannsóknarritgerðar sem unnin var á vegum Seðlabank- ans. Ritgerðina unnu Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Ásgerður Péturs- dóttir og Karen Á. Vignisdóttir og greindu þau rannsókn sem gerð var sumarið 2008 af Capacent Gallup á svörum fyrirtækja við spurningum er vörðuðu meðal annars verð- ákvarðanir. Ein af niðurstöðum ritgerðarinnar er að verðákvarðanir íslenskra fyr- irtækja eru svipaðar og í öðrum löndum þrátt fyrir miklar efnahags- sveiflur. Þau eru þó líklegri til að líta til eldri verðbólgutalna við verð- ákvarðanir en í öðrum þróuðum ríkj- um. Eykur það áhrif gengisbreyt- inga á verðbólgu og gerir þau þrálátari, að því er segir í ritgerð- inni. Í Morgunkorni Íslandsbanka er fjallað um ritgerðina og er þar m.a. vikið að niðurstöðu hennar um ósam- Fyrirtæki líklegri til að hækka verð STUTTAR FRÉTTIR ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,38 prósent í viðskiptum gærdags- ins og endaði í 207,80 stigum. Verð- tryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,39 prósent og sá óverðtryggði um 0,34 prósent. Velta á skuldabréfamark- aði í gær nam 10,6 milljörðum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækk- aði um 0,13 prósent í tiltölulega litlum viðskiptum í gær og endaði í 979,59 stigum. Gengi bréfa Icelandair lækkaði um 1,59 prósent og þá hækkaði gengi Century Aluminum á First North mark- aðnum um 2,63 prósent. bjarni@mbl.is Skuldabréf hækka ● Hátæknirisinn Apple hefur kært taív- anska farsímafram- leiðandann HTC fyrir brot gegn einkaleyf- um fyrrnefnda fyr- irtækisins. Er þetta í annað sinn sem Apple sakar HTC um brot gegn höf- undarrétti sínum og í fyrra skiptið brást taívanska fyrirtækið við með því að saka Apple um brot gegn einkaleyfum HTC. HTC hefur vaxið gríðarhratt undanfarin ár eftir að fyr- irtækið hóf að framleiða og selja far- síma fyrir Android-stýrikerfið og er nú þriðji stærsti farsímaframleiðandi heims. bjarni@mbl.is Apple kærir farsíma- framleiðandann HTC ● Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail ehf. hefur verið valið í nánustu samstarfshópa Microsoft Dynaics: Inn- er Circle og President‘s Club. LS Retail sérhæfir sig í þróun og sölu á hugbúnaðarlausnum fyrir veitinga- og verslunarrekstur á alþjóðamarkaði. Samkvæmt tilkynningu hlotnast ár- lega um 5% af söluaðilum Microsoft sú viðurkenning að fá inngöngu í Presi- dent‘s Club en Inner Circle veljast 1% bestu samstarfsaðilar bandaríska hug- búnaðarrisans. ai@mbl.is LS Retail fær viður- kenningu Microsoft Stjórnvöld eru að skoða þann mögu- leika að gefa út skuldabréf í er- lendri mynt með lengri gildistíma í kjölfar mikils áhuga á nýlegu útboði skuldabréfa í Bandaríkjadölum til fimm ára. Kemur þetta fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar þar sem rætt er við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra. Á útboðinu 11. júní síðastliðinn seldust bréf fyrir einn milljarð bandaríkjadala en eftirspurnin nam tvöfaldri þeirri upphæð. Upphaf- lega hafði staðið til að gefa út skuldabréf fyrir 500 milljónir dala, en upphæðin var hækkuð í ljósi mikils áhuga fjárfesta. Segir Steingrímur stjórnvöld mjög ánægð með ár- angur skuldabré- faútboðsins og verið sé að skoða vel þann mögu- leika að gefa út lengri skulda- bréf. Haft er eft- ir Steingrími í viðtali við Bloomberg að markaðurinn sé þó ekki svo væn- legur um þessar mundir og óstöð- ugleiki í fjármálum Evrópu þýði að jafnvel skuldabréfaútgefendur með góða lánshæfiseinkunn haldi að sér höndum. Í skuldabréfaútboðinu í júní seld- ust 85% bréfanna til eignastýringa- sjóða, tryggingafélaga og lífeyris- sjóða. Þá keyptu vogunarsjóðir 8% skuldabréfanna. Tveir þriðju þátt- takenda komu frá Bandaríkjunum en aðrir þátttakendur voru frá Afr- íku, Mið-Austurlöndum og Evrópu. Kjörin sem þá buðust voru 320 punktar ofan á miðgildi skiptasamn- inga með bandarísk ríkisskuldabréf, eða um 5% miðað við stöðu markaða um þessar mundir. ai@mbl.is Ríkið með lengri skuldabréf í erlendri mynt í pípunum?  Ráðherra segir markaðinn þó ekki vænlegan þessa stundina Steingrímur J. Sigfússon Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Óhætt er að segja að órói og óvissa hafi sett mark sitt á heimsmarkaði í gær, en áhyggjur af skuldastöðu Evr- ópuríkja, einkum Ítalíu í þetta skiptið, höfðu mikil og neikvæð áhrif á skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði fram eftir degi. Allar helstu hlutabréfavísitölur Evrópu lækkuðu um um það bil eitt prósent í gær, en gærdagurinn hófst þó með mun meiri lækkunum. Sem dæmi um þetta hafði gengi bréfa þýska bankans Deutsche Bank lækk- að um ein 5,5 prósent skömmu eftir opnun markaða í gær, en þegar þeir lokuðu nam lækkunin aðeins 1,01 pró- senti. Tvennt leiddi til þessa viðsnúnings á mörkuðum. Hið fyrra var orðrómur um að Seðlabanki Evrópu væri að kaupa mjög mikið af ríkisskuldabréf- um á markaði. Hermdu fréttir að í gegnum ítalska seðlabankann hefði sá evrópski keypt umtalsvert magn af ítölskum ríkisskuldabréfum af skelfd- um fjárfestum og hafði það róandi áhrif á skuldabréfamarkaði almennt. Skömmu síðar gaf ítalska ríkið út skammtímaskuldabréf við ágætar viðtökur og þótti það til marks um að staða ítalska ríkissjóðsins væri sæmi- leg. Ef satt reynist að Evrópski seðla- bankinn hafi verið að kaupa ítölsk bréf getur það þó útskýrt góðar við- tökur við nýju útgáfunni. Þá er annar hávær orðrómur um að kínverski seðlabankinn hafi keypt mikið af nýju ítölsku skuldabréfunum. Ávöxtunarkrafa á tíu ára ítölsk skuldabréf fór yfir sex prósent innan dags í gær, en til samanburðar er krafan á sambærileg þýsk skuldabréf í kringum 2,7 prósent. Ná ekki markmiðum Ítalía var samt ekki eina Evrópu- landið sem rataði í fréttir erlendra viðskiptamiðla í gær, því aðstoðar- fjármálaráðherra Grikklands, Pantel- is Economou, sagði í gær að ríkið myndi ekki ná markmiðum sínum hvað varðaði sölu á ríkiseignum. Markmiðið er að afla um 50 milljarða evra með slíkri eignasölu fyrir árslok 2015, en Economou sagði í gær að Grikkland myndi selja miklu minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ef þetta reynist rétt gæti það sett í uppnám björgunaráætlun ESB og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Ástæðuna fyrir þessu sagði Economou vera takmark- aðan áhuga fjárfesta. Þá sögðu fjármálaráðherrar Evr- ópusambandsríkja að til greina kæmi að nota björgunarsjóð sambandsins til að kaupa ríkisskuldabréf ríkja sem eiga í vandræðum. Hvekktir fjár- festar skóku markaði í gær Reuters Ítalía Maður yfirgefur kauphöllina í Mílanó. Ávöxtunarkrafa á ítölsk skuldabréf fór í fyrsta sinn í 14 ár yfir 6%, en lækkaði aðeins undir lokin.  Evrópski seðlabankinn sagður hafa gripið inn í á skuldabréfamörkuðum ● Stjórn Sláturfélags Suðurlands (SS) hefur samþykkt að skrá félagið á First North-markaðinn hjá NASDAQ OMX. Hlutabréf SS verða skráð á First North Iceland 14. júlí næstkomandi. Félagið hefur um árabil verið skráð á Opna til- boðsmarkaðnum hjá Kauphöll. Útgefnir hlutir í Sláturfélagi Suður- lands svf. eru 200.000.000, hver hlut- ur er ein króna að nafnverði, að því er kemur fram í tilkynningu. Sláturfélagið skráð á First North-markaðinn Bandaríska álfyrirtækið Alcoa, sem meðal annars á og rekur Fjarðaál á Íslandi, hagnaðist um 322 milljónir Bandaríkjadala, 37,7 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi. Er það mikil aukning á milli ára (137%) en á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins 170 millj- ónum dala. Er bætt afkoma rakin til þess hversu mikið álverð hefur hækkað. Velta Alcoa nam 6,6 milljörðum dala sem er 27% aukning frá sama tímabili í fyrra og 11% aukning frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Tekjur Alcoa eru meiri en vænt- ingar sérfræðinga voru um. Mjög góð afkoma hjá Alcoa                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +.0-10 +12-33 11-2+. 1+-+20 +,-,31 +4+-43 +-4,., +./-,4 +04-11 ++.-+5 +.0-,+ +1+-54 11-2.1 1+-+0. +,-.44 +4+-.3 +-4.5 +.0-13 +04-0. 112-3,+3 ++.-4+ +.,-+0 +1+-03 11-+40 1+-152 +,-.30 +41-13 +-4.,5 +.0-.4 +0/-+4 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.