Morgunblaðið - 13.07.2011, Page 20

Morgunblaðið - 13.07.2011, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011 fyrst og fremst ódýr MEIRA FYRIR MINN A Fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í mars 2009, þar sem höfundur bauð sig fram, var mikið spurt um afstöðu manna til ESB- aðildar. Voru skoð- anir þar mjög skipt- ar. En sagan gerist á undraverðum hraða á okkar tím- um. Samskiptatæknin og annað ræður því. Á undraskömmum tíma hefur þessi fallega og eft- irsótta hugmynd um friðsæl sam- tök Evrópuríkja snúist upp í and- hverfu sína. Hraði atburða er verulegur síðustu mánuði og framkoma margra íslenskra stjórnmálamanna sýnir meiri for- heimskun og sögublindu en dæmi eru til og er þó af nokkru að taka. Búið er að sigla fleyi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í evrópska höfn. Tilgangurinn er sá að tryggja að evrunni skuli bjargað, hvað sem það kostar. Evran er dauðvona og það er í raun alger- lega óskiljanlegt hvað ESB er að fara með seinni björgun Grikk- lands. Grikkir munu ekki geta greitt þær skuldir sem verið er að leggja á þá. Þarna liggur því annað undir. Sama á við um Íra, Spánverja, Portúgali og síðar Ítali. Það verður eins og síðasta og langstærsta bomban á gaml- árskvöld þegar Ítalía fuðrar upp. Þar erum við að tala um ca 18- falt umfang gríska vandans. Órói á verðbréfamörkuðum sýnir eld- inn sem undir geisar. Hinir stofnanavæddu sósíal- istar og uppgjafa skriffinnar úr föllnum kommúnistaríkjum sem búnir eru að hreiðra um sig í Brussel og Strassborg eru búnir að ræna fullveldi aðildarríkjanna með ótrúlegum brellum og kænsku (Lissabon-„sáttmálinn“) og þar með möguleikum þeirra til þess að bjarga sér úr háska eins og þær eru nú margar staddar í. Búið er að hneppa flesta íbúa Evrópu í skuldafangelsi. Líka þá sem skulda minna … þeim er gert að greiða fyrir hina sem ekkert eiga. Íslenska kjaftaelítan og félagslegir besserwisserar eiga þá ósk heitasta að fá aðgang að þessum klúbbi. Vaxandi ólgu gætir víða og skriffinnarnir í Brussel dusta það af sér sem ofstæki og skrum. Þeir sitja þar hver í annars ranni og kjósa hver annan í nefndir, þing og ráð. Þeir eru þannig búnir að einangra sig frá öllu sem heitir lýð- ræðislegt forsvar. Enginn getur komið þeim frá, nema með einhverskonar ofbeldi og óeirðum. Þeir bera ábyrgð á einu stærsta valdaráni sögunnar. Þarna er allt í kalda koli og commissararnir sitja yfirvegaðir í höllunum sem búið er að reisa yf- ir þá fyrir almannafé og heimta stöðugt meiri völd. Þarna er komin í framkvæmd hin gam- alkunna kenning evrópskra món- arkista um uppruna valds. Þeir vísuðu til valdsins sem kom að of- an, frá Guði og afleidds óskeik- ulleika síns. Hverri krísu er svar- að með auknum kröfum um ný völd og alræði í málefnum aðild- arþjóða. Þetta er að gerast með vaxandi hraða á degi hverjum. Íbúar Evrópu virðast hafa verið algerlega blindir á hvaðan at- burðum er stýrt og hvaða hags- munum á að neyða þá til að þjóna. Evrópusambandið, Evr- ópuþingið og ráðherraráðið eru að umbreytast í einræðis- og kúgunarapparat á margfalt meiri hraða en nokkur virðist átta sig á. Spyrjið bara grísku þjóðina. Þjóðsagan um nauðgun Evrópu kemur úr grísk-rómverskri goða- fræði. Sá spádómur sýnist nú vera fyrir dyrum og hafi menn haldið að þar yrði að verki hið herskáa íslam, þá ættu þeir að skoða túnið heima fyrst. Það er kaldhæðnin að á aðra hlið evru- myntarinnar skuli vera þrykkt mynd af Evrópu á baki dýrsins. Evrópska Sovétið rís Eftir Guðmund Kjartansson Guðmundur Kjartansson »Evrópusambandið; Evrópuþingið og ráðherraráðið eru að umbreytast í einræðis- og kúgunarapparat á margfalt meiri hraða en nokkur virðist átta sig á. Höfundur er hagfræðingur. Fyrir tæpu ári barst greinarhöfundi svar frá Seðlabanka Íslands við opnu bréfi sem birtist í Morgun- blaðinu 19. ágúst 2010. Svörin tengdust upp- lýsingum Seðlabanka Íslands sem bankinn kom opinberlega á framfæri við almenn- ing í landinu, m.a. í gegnum hefti Fjár- málastöðugleika 8. maí 2008. Svar Seðlabanka Íslands 2010 Í svari bankans kemur m.a. fram: „Í skýrslunni [þ.e. hefti Fjármála- stöðugleika frá 8. maí 2008, innskot greinarhöfundar] er bent á þá stað- reynd að „eftir að hækkandi áhættu- álag leiddi til þess að bankarnir urðu ósamkeppnishæfir við Íbúða- lánasjóð á markaði fyrir verðtryggð íbúðaveðlán beindu þeir eftirspurn- inni í vaxandi mæli að gengistrygg- ðum útlánum.“ Spurt er hvort mark- miðið hafi ekki verið að gengisbundin lán væru ekki heimil. Jafnframt spyrjið þér hvort slík framkvæmd hefði ekki tryggt fjár- málastöðugleika, dregið fyrr úr verðbólgu og stuðlað að lækkun stýrivaxta.“ Seðlabankinn segir svo: „Þegar ofangreindur texti var ritaður í skýrslu Seðlabankans voru engar forsendur til að fullyrða að geng- istryggð lán væru ólögmæt. Erfitt er að sjá á hvaða hátt það hefði verið betur til þess fallið að tryggja fjár- málalegan stöðugleika og styðja við peningastefnuna að banna ákveðið form af gengistryggðum lánum en leyfa önnur lán sem í eðli sínu voru ná- kvæmlega eins.“ Hér að neðan verður leitast við að benda á það sem fulltrúum bankans fannst svo erf- itt að sjá á árabilinu 2008 til 2010 í von um að þeir fái sýn á það sem aflaga fór og eyði- lagði fjárhag Íslands. Fjármálatíðindi Seðlabanka Íslands 2006 Seðlabanki Íslands er ekki aðeins banki heldur virt fræðastofnun og gefur út rit af ýmsum toga. Eitt af þessum ritum er Fjármálatíðindi en útgáfu þess lauk reyndar árið 2007. Í 53. árgangi Fjármálatíðinda árið 2006, fyrra hefti, birtist grein eftir hagfræðingana Jón Daníelsson og Ásgeir Jónsson sem ber heitið Gengisvarnir á eiginfé banka og fjármálalegur stöðugleiki. Nýlega hefur greinarhöfundur vitnað í þessa sömu grein hér í Morg- unblaðinu enda ástæða til. Annar höfundanna kennir við London School of Economics og hinn við Háskóla Íslands. Nú eru þessir aðilar helstu ráðgjafar núver- andi ríkisstjórnar og taldir til virtra álitsgjafa. Annar þeirra var reyndar einnig yfirmaður greiningadeildar Kaupþings banka um árabil og helsti ráðgjafi þáverandi forstjóra og stjórnarformanns varðandi efna- hags- og fjármál. Í grein þeirra félaga segir m.a.:„Í mörgum ríkjum heims, nýmark- aðsríkjum sem og litlum opnum hagkerfum, er því stór hluti inn- lendra skulda iðulega gengistrygg- ður. Í þessum gengisháðu ríkjum (e. currency dependent economies) er útlána- (e. credit risk) og gjald- miðlaáhætta (e. currency risk) sam- tvinnuð í eiginfjárreglunum sem kenndar eru við Basel I og mun svo verða í enn meira mæli þegar kemur til kasta Basel II. Þetta er ekki stórt vandamál í stórum hagkerfum með hlutfallslega lítilvæga gjaldeyris- áhættu. Hins vegar er málið af öðr- um toga í GH-ríkjum [gengisháðum ríkjum, innskot greinarhöfundar] því að innlendir skuldunautar eru með talsvert mikla óvarða stöðu vegna gengisbundinnar lántöku. Í þessum ríkjum er gjaldeyr- isáhættan stór hluti kerfisáhættu (e. systemic risk) fjármálakerfisins þar sem gengisbreytingar gjaldmiðla eru meðsveiflandi (e. procyclical).“ Hér benda þessir fræðimenn á gríðarlega áhættu fyrir fjármála- kerfið sem var fyrirséð árið 2006. Þingheimur á Alþingi sá þetta reyndar löngu fyrir þennan tíma, þ.e. árið 2001, setti lög og bannaði ósómann. Þrátt fyrir þetta fjármagnaði Íbúðalánasjóður, undir ríkisábyrgð, (fyrir milligöngu lögfræðilegrar ráð- Sovét Seðlabanka Íslands Eftir Svein Óskar Sigurðsson »Hverjir véla svo heiftarlega gegn efnahag Íslands, gegn heimilum á Íslandi og leggja á ráðin gegn al- mannahag? Sveinn Óskar Sigurðsson Þær fregnir bárust í vikunni, að Össur Skarphéðinsson, ut- anríkisráðherra Ís- lands, hefði farið í mikla frægðarför til Mið-Austurlanda. Þar komst hann í vin- fengi við Hamas- samtökin og var gerður að sérstökum trúnaðarmanni Arababandalagsins ef marka má fréttir. Frægðarsól ut- anríkisráðherra skín skært um þessar mundir í arabaheiminum og hann virðist vera að vinna öt- ullega að því að afla Íslandi nýrra bandamanna á sama tíma og hann berst fyrir alheimsfriði. En hverjir eru þessir nýju „bandamenn“, sem hafa verið svo duglegir við að ýta undir hégóma- girnd Össurar? Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gaza, eru hryðjuverkasamtök samkvæmt skilgreiningu ESB, Bandaríkj- anna og flestra annarra lýðræð- isríkja í heiminum. Helstu „frægðarverk“ þess- ara samtaka fyrir ut- an að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir á Ísrael í mörg ár, er að hafa, þegar þeir komust til valda á Gaza, afhöfðað og drepið fjölda póli- tíska andstæðinga sinna úr Fatha, sem eru hin pólitísku sam- tök Palestínuaraba. Hefur ekki gróið á heilt á milli þessara fylkinga síðan þá. Hamas-samtökin njóta dyggs stuðnings Írans, eins mesta harð- stjórnarríkis í heiminum í dag. Þar ræður ríkjum Ahmadinejad, sem hefur lýst því yfir að útmá eigi Ísraelsríki af yfirborði jarðar og drepa alla gyðinga. Stefnuskrá Hamas tekur á sama hátt fram að samtökin séu í heilögu stríði gegn Ísraelsríki sem eigi að eyða með öllum ráðum. Hverskonar ríki eru síðan í Arababandalaginu, sem hampa Össuri svona mikið og Össur virð- ist meta mikils? Þar eru ríki eins og t.d. Saudi-Arabía, Súdan, Líbía og Sýrland. Öll eru þau ríki sem virða mannréttindi að vettugi. Í Saudi-Arabíu hefur Saudi- konungsættin ríkt með harðri hendi í áratugi og fótum troðið flestöll mannréttindi í landinu. Nýlega bönnuðu bæði Fil- ippseyjar og Indónesía sínum landsmönnum að sækja um vinnu í þessu fyrirheitna landi Össurar vegna skelfilegrar meðferðar á farandverkamönnum. Forseti Súdans er Umar al-Bashir, sem alþjóðlegi glæpadómstóllinn hefur lýst eftir og kært fyrir glæpi gegn mannkyni. Þar er hann ásakaður fyrir að hafa skipulagt og stjórn- að útrýmingarherferð á hendur landsmönnum sínum í Darfur. Talið er að um tvær milljónir manna hafi farist þar. Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári hans, meðal annars vegna þess að ríki innan Arababandalagsins halda verndarhendi yfir honum. Í Líbíu hefur einræðisherrann Gaddafi ráðið ríkjum síðustu áratugi og fjármagnað hryðjuverk um allan heim. Það frægasta var sprengju- árásin á flugvélina sem hrapaði við Lockerbie. Í Sýrlandi stjórnar Bashar Assad ríkinu með harðri hendi. Nýjasta afrek hans var að beita skriðdrekum á friðsama, óvopnaða mótmælendur. Á sama tíma og Össur er að koma í veg fyrir að Íslendingar geti átt eðlilegt samband við ríki sem í áratugi hafa verið vinveitt okkur þá er hann að spyrða nafn landsins við hryðjuverkasamtök, einstaklinga sem eru eftirlýstir fyrir glæpi gegn mannkyni og ríki sem flestar aðrar þjóðir vilja lítil samskipti hafa við. Ef það er vilji hans að ganga frá orðspori Ís- lands meðal lýðræðisþjóða heims þá gengur honum það mjög vel. Getur þó verið að skýring á þessari hegðun Össurar sé sú að verið sé að misnota sakleysingja, á sama hátt og Hitler misnotaði Chamberlain, forsætisráðherra Bretlands á sínum tíma? Það breytir því hins vegar ekki að orðspor Íslands mun bera skaða af. Hamas, Össur og Arababandalagið Eftir Birgi Örn Steingrímsson »En hverjir eru þessir nýju „bandamenn“, sem hafa verið svo dug- legir við að ýta undir hé- gómagirnd Össurar? Birgir Örn Steingrímsson Höfundur er fjármálafræðingur og MBA. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Vöggusæng ur Vöggusett Póstsendum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.