Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 9
BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Lítil „frétt“ birtist í Fréttablaðinu og á visir.is í gærmorgun, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra ákveður í fyrsta sinn að svara fyrir það hvers vegna Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kemur ekki í opinbera heimsókn til Íslands hinn 14. júlí, þ.e. á morgun, eins og til hafði staðið. Þetta var 13 dögum eft- ir að blaðamaður Morgunblaðsins reyndi fyrst að fá samtal við hana vegna málsins. Í Fréttablaðinu segir: „Í frétt Morgunblaðsins frá 7. júlí fullyrti Agnes Bragadóttir blaðamaður að ekki hefðu fengist skýringar frá for- sætisráðuneytinu hví Jóhanna „sá sér ekki fært að taka á móti Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína,“ en Kínverjar hefðu nefnt þann dag sem mögulega dagsetningu fundar. „Það er ekkert hæft í þessu. Þetta er einfaldlega eins og maður segir á hreinni íslensku: Moggalygi. Það var búið að festa niður heimsókn 14. júlí og ég er búin að samþykkja hana. Við vorum farin að undirbúa hana sem og viðskiptalífið, en síðan komu skilaboð frá Kínverjum að þeir gætu ekki þegið hana á þessum tíma,“ seg- ir Jóhanna. Hún segir að Kínverjum hafi verið boðið að velja úr dagsetningum það sem eftir er af þessu ári eða á því næsta. Jóhanna segir athugasemdum hafa verið komið á framfæri við Morgunblaðið en ekki hafi verið tek- ið tillit til þeirra. Þá hafi Kínverjar sent Morgunblaðinu staðfestingu á að heimboðinu hafi ekki verið hafn- að, en hún hafi ekki heldur birst á síðum blaðsins. „Þetta er ótrúleg blaðamennska, ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Jóhanna. Samskiptin við ráðuneytið Af þessu tilefni er ástæða til þess að rifja örlítið upp aðdraganda að fréttinni um að Jóhanna gæti ekki tekið á móti forsætisráðherra Kína á þessum degi. Þær upplýsingar feng- ust staðfestar í kínverska sendi- ráðinu hér í Reykjavík í símtali við sendiráðunaut hinn 1. júlí sl. Ítrekað var reynt að fá upplýsing- ar frá forsætisráðherra, um skýring- ar á þessu máli, hinn 30. júní og 1. júlí sl., og þeim tilraunum var fram haldið alla síðustu viku, eins og gerð hefur verið grein fyrir hér í Morg- unblaðinu. Aldrei fékkst samband við forsætisráðherra og ekki heldur við Hrannar B. Arnarsson, aðstoð- armann hennar. Tveir stuttir tölvupóstar bárust blaðamanni Morgunblaðsins frá Önnu Jóhannsdóttur, sendiherra, ráðgjafa forsætisráðherra um utan- ríkismál. Sá fyrri, sem barst síðdegis 30. júní sl., er svohljóðandi: „Í tilefni af fyrirspurn Morgun- blaðsins er upplýst að boð liggur fyr- ir til kínverska forsætisráðherrans frá árinu 2006 um heimsókn hingað til lands og er reglulegt samráð í gegnum sendiráð landanna um mögulegar tímasetningar heim- sókna, en engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í þessu efni enn sem komið er.“ Þar sem þetta þóttu ekki nægar skýringar, ítrekaði blaðamaður í tölvupósti til Önnu að morgni 1. júlí sl. hverjar væru nákvæmlega hans spurningar, en þær voru þessar: „Mín fyrirspurn er eftirfarandi og byggð á upplýsingum sem ég tel traustar: Var búið að ákveða að for- sætisráðherra Kína, Wen Jiabao, kæmi í opinbera heimsókn til Ís- lands þann 14. júlí nk. í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því Kína og Ís- land tóku upp diplómatískt sam- band? Var horfið frá þeirri dagsetningu að ósk forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og komu kínverska forsætisráðherrans frestað ótíma- bundið? Hverjar voru ástæður þess að ís- lenski forsætisráðherrann vildi fresta heimsókn þess kínverska til Íslands?“ Svar í tölvupósti barst frá Önnu síðdegis hinn 1. júlí sl. sem var svo- hljóðandi: „Það er ekki rétt að til- tekin dagsetning í júlí hafi verið end- anlega ákveðin (14. júlí – innskot. blm.) en það var vissulega til alvar- legrar skoðunar um tíma. Ekki er heldur rétt að horfið hafi verið frá þeirri dagsetningu að ósk forsætis- ráðherra. Ég ítreka síðan að það hafa verið reifaðar hugmyndir milli ríkjanna um heimsóknir á þessu ári eða því næsta vegna tímamótanna við 40 ára stjórnmálasamband, enda liggur fyrir boð frá íslenskum stjórn- völdum frá árinu 2006 og samskipti eftir diplómatískum leiðum til að ákveða hugsanlegan tíma heimsókn- ar munu halda áfram. Slík samskipti fara ávallt fram í trúnaði milli ríkja.“ Svar birt orðrétt Þetta svar Önnu birtist orðrétt á bls. 4. í sérstökum ramma, með mynd af Önnu, með fréttinni um að forsætisráðherra Kína kæmi ekki umræddan dag þann 2. júlí sl. og einnig var vitnað í svar hennar í frétt á forsíðu Morgunblaðsins sama dag. Það er því alrangt hjá forsætisráð- herra að athugasemdum hafi „verið komið á framfæri við Morgunblaðið en ekki hafi verið tekið tillit til þeirra,“ eins og hún orðar það. Það var ekki bara tekið tillit til athuga- semdarinnar, hún var birt orðrétt. Á foraðið att Forsætisráðherra lætur sér þetta ekki nægja í sínu stutta samtali við Fréttablaðið heldur segir hún: „Þá hafi Kínverjar sent Morgunblaðinu staðfestingu á að heimboðinu hafi ekki verið hafnað, en hún hafi heldur ekki birst á síðum blaðsins. Þetta er ótrúleg blaðamennska, ég hef aldrei séð annað eins,“ segir ráðherrann að lokum. Um þetta er það eitt að segja, að líklegast hefur forsætisráðherra att aðstoðarmanni sínum á foraðið, eina ferðina enn, og hann hefur sjálfsagt átt að knýja Kínverjana til þess að senda frá sér yfirlýsingu. Hvernig sem samskiptum forsæt- isráðuneytisins og kínverska sendi- ráðsins var háttað, þá hlýtur að vera augljóst að eitthvað hefur misfarist þar á milli, hvort sem tungumálaörð- ugleikum eða öðru er um að kenna. Hitt er jafnljóst, að Morgunblaðið hefur birt orðrétt þær litlu upplýs- ingar sem það hefur fengið frá for- sætisráðuneytinu um þetta mál og því er ekki við það að sakast, þótt staðan sé sú að orð forsætisráðherra og kínverska sendiráðsins séu með þeim hætti að þar standa orð gegn orði. Að lokum þetta og að gefnu tilefni: Vitanlega er það alrangt, að Morg- unblaðið hafi neitað að birta athuga- semdir frá kínverska sendiráðinu. Enn fer því forsætisráðherra með ósannindi. Hægt ætti að vera um vik fyrir forsætisráðherra og aðstoðar- mann hennar að leita staðfestingar á því hjá kínverska sendiráðinu. Hinu er þó rétt að halda til haga, að sam- skipti Morgunblaðsins við kínverska sendiráðið hafa verið til mikillar fyr- irmyndar og greiðlega hefur gengið að fá svör þaðan. Hið sama verður ekki sagt um forsætisráðuneytið, sem þó fer fyrir ríkisstjórn sem boð- ar gegnsæi og opna stjórnsýslu. Jóhanna og sannleiksástin  Það er spurning hvort það eru tungumálaerfiðleikar sem hamla tjáskiptum á milli forsætisráðuneyt- isins og kínverska sendiráðsins  Nýleg samskipti Morgunblaðsins og forsætisráðuneytisins rakin Morgunblaðið/Eggert Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir á tröppum Stjórnarráðsins að loknum ríkisstjórnarfundi snemma í vor. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Útsala af öllum vörum Skátafélagið Vífill úr Garðabæ var í miðbæjarferð í höfuðborginni í gær og litu ungu skátarnir við í Hall- grímskirkju. Styttan af Leifi heppna heillaði krakkana einnig og klifruðu þeir utan á henni sér til skemmt- unar. Vífill hefur staðið fyrir eftirsóttum sumarnám- skeiðum og var borgarferðin hluti af þeim. Morgunblaðið/Eggert Skátar klifruðu upp á Leif heppna Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tók í liðinni viku þátt í umræðum á sumarfundi Norræna ráðherraráðsins í Finn- landi. Ráðherrar Norðurlanda ræddu sjálfbæra nýtingu og verndun náttúruauðlinda. Í því samhengi kom til umræðu viðskiptabann ESB á selaafurðir sem bitnar hart á Græn- lendingum þar sem selurinn er mik- ilvægur nytjastofn. Enn fremur lýstu menn áhyggjum af mikilli fjölg- un sela í Eystrasaltinu og fram kom áhugi á að ESB breytti stefnu sinni varðandi viðskipti með selaafurðir. Þá kom umsókn Íslands að ESB til umræðu og gerði ráðherra þar grein fyrir sér- stöðu Íslands varðandi sjávar- útveg, landbúnað og matvælaör- yggi. Ráðherra vék einnig að stöðu viðræðna í þessum mála- flokki. Af öðrum málum sem komu til umræðu og snerta Ísland má nefna makrílveiðar þjóðanna. Þar fór Jón yfir réttindi og skyldur strandríkja í þeim veiðum. Ræddu viðskiptabann ESB á selaafurðum  Jón á fundi Norræna ráðherraráðsins Jón Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.