Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 30
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Beggi Smári og Mood verða með Tónleika á Græna hattinum á fimmtudaginn, 14. júlí, klukkan 21 og kostar 1.500 krónur inn. Bergþór Smári gaf nýlega út sína fyrstu sóló- plötu sem heitir einmitt sama nafni og hljómsveitin sem spilar með hon- um, Mood. Það er mikil gítarstemn- ing í lögum hans, einhverskonar ís- lensk útgáfa af Clapton. En aðspurður hvernig hann skilgreini tónlist sína stendur hann eiginlega á gati. „Ég veit það ekki, það er erfitt að svara svona spurningu um sína eigin tónlist. Ég ætlaði að vera með eitthvert tilbúið svar en svo er ég það ekki,“ segir Beggi Smári. Þegar blaðamaður segir að þetta minni hann á Clapton, samþykkir Beggi það. „Jú, það má segja það. Þetta er einhverskonar blús-rokk, já þetta er blúsrokk. Áhrif frá Clapton, John Mayer og kannski Paul Weller. Þess- ir þrír eru miklir gítarmenn, þar sem blús og sál er ekki langt undan. Ég er búinn að vera að spila með svona blúsbandi hátt í tíu ár. Svo er ég bú- inn að spila inn á allskonar aðrar plötur en þetta er fyrsta sólóplatan. Hún kom út núna um miðjan júní- mánuð og er komin í allar búðir. Við vorum að setja myndband í spilun við eitt lagið. Þetta staka lag heitir No sense,“ segir Beggi Smári. Aðspurður hvers vegna öll lögin séu á ensku segir hann að það sé sennilega af því að allir áhrifavaldar hans syngi á ensku. Aðspurður hvort hann hafi alltaf verið í sál og blúsi, segir hann svo hafa verið síðastliðin tíu ár. „Sem unglingur var maður í allskonar tónlist, metal og þess hátt- ar, það var ágætt, kenndi manni að spila á gítar, en svo fór ég fljótlega í blús og sál,“ segir Beggi. „Svo erum við það að fara að vinna að næstu plötu. Maður var ekki mik- ið að semja á meðan maður var að koma þessari plötu frá sér og kynna hana. En núna fer maður aftur í það. En ég verð að fá að minnast á bandið mitt, því þetta eru svo góðir tónlist- armenn. Friðrik Geirdal Júlíusson er á trommum, Ingi Björn Ingason er á bassa, hann hefur leikið með BSig og svo er hann að spila núna með Bubba. Svo er þarna ungur strákur sem heitir Tómas Jónsson sem spilar á hljómborð. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð og finnst þetta bara gaman,“ segir Biggi Smári. En þess má geta að hann tileinkar plötuna dætrum sínum, þeim Hebu og Hrönn. Íslenski Clapton með tónleika á Græna hattinum  Beggi Smári þenur gítarinn á fyrstu sólóplötu sinni  Fyrsta myndbandið komið í spilun og nefnist No sense Blúsrokk Beggi Smári hefur að- allega verið í blúsrokkinu. Stoltur Beggi Smári á fyrir tvær dætur en núna um daginn fæddist honum fyrsta sólóplatan hans og hann skírði hana Mood. Hann tileinkaði síðan plötuna dætrum sínum; Hebu og Hrönn. 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Tónlistarhátíðinn Innipúkinn, sem nú er haldin í tíunda sinn um verslunarmannahelg- ina í Reykjavík, fer að þessu sinni að mestu fram í samkomuhúsi Iðnó. Um er að ræða þriggja daga tónlistarhátíð, sem stendur yfir frá 29.-31. júlí, þar sem um 20 listamenn og hljómsveitir koma fram. Auk tónleikadagskrár á Iðnó hafa þeir sem halda hátíðina fengið til liðs við sig þrjá þekkta uppistandara; þau Ara Eldjárn, Hugleik Dagsson og Uglu Egils- dóttur. Mjög skelfilegt Morgunblaðið heyrði í Uglu sem er nýút- skrifuð úr Listaháskólanum úr Fræði og fram- kvæmd. Hún er í fríi sem stendur og nýkomin úr kajakferð. Hún vildi lítið gefa upp um hvernig prógramm hún yrði með á hátíðinni. „Ég get bara lofað því að þetta verður skemmtilegt. Ég verð til dæmis með nýtt lag á hátíðinni,“ segir Ugla. Hún vakti fyrst athygli fyrir uppistand ásamt stúlkunum Þórdísi Na- díu, Sögu Garðarsdóttur, Ölmu Geirdal, Mar- gréti Maack og fleirum sem þau byrjuðu á árið 2009 og hafa allar reglulega komið fram síðan þá. Aðspurð hvort þetta sé ekki allt annað heldur en að leika á sviði í leikriti segir hún að svo sé. „Það er miklu meira kikk sem maður fær út úr uppistandinu. Þetta kveikir í spennu- fíkninni hjá manni. Stundum nær maður áhorfendum, en stundum ekki. Ef maður er með langan brandara getur maður verið kom- inn í mikið tilfinningauppnám áður en að „punch-læninu“ kemur,“ segir hún. Aðspurð hvort ekki verði erfitt að vera með uppistand á rokkhátíð, hvort allir mæti ekki þangað til að drekka og dópa og heyri síðan ekki mannsins mál. „Jú, þetta er alveg mjög skelfilegt. En við verðum ekkert svo seint á dagskránni, þannig að vonandi verður einhver með rænu,“ segir Ugla. Ari Eldjárn og Ugla gerast innipúkar  Tónlistarhátíðin Innipúkinn mun fá þrjá þekkta uppistandara til liðs við sig  Hátíðin fer fram í Reykjavík um verslunarmannahelgina Morgunblaðið/Eggert Hnyttnar Ugla Egilsdóttir og Saga Garðarsdóttir gerðu það gott í uppistandsbransanum. Ugla verður einmitt með uppistand á hátíðinni Innipúkanum. Bandaríska leik- konan Liza Mi- nelli fékk heið- ursverðlaunin Legion of Hono- ur og voru henni afhent þau af franska menn- ingarmálaráð- herranum Fre- deric Mitterand. Minelli sagði að þar með væri draumur sinn að ræt- ast. Mitterand útskýrði fyrir Minelli hversvegna hún fengi verðlaunin; „Við elskum þig, því þú bætir líf okkar,“ sagði hann. Áður hafa til dæmis Robert Red- ford, Clint Eastwood og Arnold Schwarzenegger fengið þau. Flott Mitterand og Minelli. Frakkar heiðra Lizu Minelli Aðalverðlaunin í ár, Kristallinn, féllu í hendur ísr- aelsku myndarinnar Restoration eftir Joseph Mad- mony en honum voru afhent verðlaunin af John Turturro. Myndin fjallar um eiganda antikverslunar í Ísrael og óvænt fráfall meðeiganda hans sem setur hann í vandræði við að halda búðinni. Meðan á þeim átökum stendur er samband hans við fólkið í kring- um hann og son hans sérstaklega skoðað. Myndin þykir vera áhugaverður gluggi inní ísraelskt sam- félag samtímans. Leikstjórnarverðlaunin fékk franski leikstjórinn Pascal Rabaté fyrir stjórn sína á myndinni Ni á vendre, ni á louer eða Holidays by the Sea. Austan við vestrið verðlaunin fékk serbísk- makedóníska myndin Punks not dead. Leikstjóri hennar, Vladimir Blazevski, sagði að val pönkara að standa utan við samfélagið væri nokkuð sem fólk ætti að virða. Hetjur Þessir vinalegu gyðingar fengu aðalverðlaunin í Vary. Ísraelsk innrás inn í Karlovy Vary

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.