Morgunblaðið - 13.07.2011, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011
Þrif Margir kvarta yfir órækt og óþrifnaði í Reykjavík en þegar litið er upp í miðborginni má iðulega sjá Kínverja þrífa glerið í Hörpu og þeir virðast kunna vel til verka á þessu sviði.
RAX
Við hjónin vorum í fríi á
Suðurlandi og ákváðum að
líta við á Sólheimum og
skoða þetta sérstaka sam-
félag sem hafði verið í um-
ræðunni undanfarið og ver-
ið sett í einhverja biðstöðu
um óákveðinn tíma. Strax
þegar við ókum inn á svæð-
ið fundum við einhverja
ólýsanlega tilfinningu um
vellíðan og rólegheit. Við
lögðum bílnum og gengum
fram hjá lífræna kaffihúsinu inn í versl-
unina á staðnum. Við skoðuðum þar fal-
lega listmuni, kerti og matvöru sem
framleidd er á staðnum. Í versluninni var
hægt að setjast niður í þægilegt sófasett
og skoða ársskýrslu Sólheima, fréttabréf
um lífið á staðnum og upplýsingar um
menningarviðburði í Sólheimum þetta
sumarið. Þar sáum við að eftir um tvo
tíma væru tónleikar í kirkjunni sem gam-
an væri að njóta. Við keyrðum síðan að
kirkjunni og fyrir framan hana sat hljóð-
ur vinalegur eldri maður í hjólastól og við
spurðum hann hvort kirkjan væri opin.
Hann sagði að hún yrði opnuð kl. 13:00,
en tónlistarfólkið væri þar að æfa sig fyr-
ir tónleika kl. 14:00 og það kostaði ekkert
inn. Við spjölluðum við hann og hann
sagði okkur að hann væri nýbúinn að
halda upp á sjötíu ára afmælið sitt og
hefði búið á Sólheimum í yfir 60 ár. Við
spurðum hann hvernig það hefði verið að
búa í þessu samfélagi og hann ljómaði
þegar hann var að lýsa þessum áratugum
sínum á Sólheimum.
Við fylltumst djúpri þakklætistilfinn-
ingu fyrir hönd þessa eldri manns fyrir
það sem hann líf sem hann hafði upplifað
og einhverjir höfðu skapað fyrir hann.
Hann lýsti Sólheimum eins og paradís á
jörðu og hvað er hægt að gera meira og
betra fyrir svona einstakling sem ekki
geta gert þetta sjálfir á eigin vegum. Við
fórum síðan aftur og lögðum bílnum í
miðbænum og gengum í gegnum þorpið
upp að kirkjunni. Tónleikarnir voru ein-
stakir og Unnur Birna sem söng þar með
hljómsveitinni Munaðarlausir fór á kost-
um í söng og spilun á fiðlu.
Heimilisfólkið á Sólheimum sem var
þarna naut greinilega þessarar fallegu
tónlistar eins og allir hinir sem höfðu
komið á tónleikana. Það er gaman að
geta þess að Sesselía sem var frum-
kvöðull að samfélaginu á Sólheimum var
afasystir söngkonunnar og faðir hennar
hafði unnið þar um árabil. Það kom fram
hjá henni hvað það væri einstaklega gam-
an að halda tónleika á þess-
um stað og fyrir fólkið sem
býr á Sólheimum. Eftir tón-
leikana var boðið upp á
fræðsluerindi um neysluvatn
í Sesselíuhúsi. Eftir tón-
leikana fengum við okkur
kaffi á lífræna kaffihúsinu og
skoðuðum listsýningu í
næsta húsi. Þar voru ein-
staklega fallegir hlutir og
málverk eftir heimilisfólk til
sýnis og verðið á þessum
listmunum kom okkur á
óvart. Það var í hærri kant-
inum, en eftir að hafa skoðað þetta betur
sáum við að þessum peningum væri vel
varið. Gestum á staðnum hafði fjölgað
verulega og heimilisfólkið var orðið meira
sjáanlegt og einhvern veginn var þetta
litla samfélag orðið enn vinalegra og ynd-
islegra. Allt umhverfið svo fallegt og vel
við haldið og í fyrsta skipti kvartaði mað-
ur við sjálfan sig undan engum vindi, því
gaman hefði verið að heyra hljóðið í vind-
ahljóðfærinu sem var á túninu við lífræna
kaffihúsið.
Þegar við keyrðum út úr þessu litla
samfélagi var ekki laust við að við öfund-
uðum þá sem þarna búa. Það væri gaman
að upplifa þetta sama í samfélagi okkar
hinna, en þar snýst lífið meira um stress
og vanlíðan sem við höfum meira að segja
skapað sjálfviljug. Þeir sem staðið hafa
að uppbyggingu Sólheima hafa greinilega
margt sem þeir gætu kennt fólki í hinu
almenna samfélagi. Síðan fór maður að
hugsa til umræðunnar um þetta fallega
samfélag þar sem verið er að rífast um
eðlileg framlög sveitarfélags til starfsem-
innar sem samt eru örugglega minni á
hvern einstakling en væri í sambýli á höf-
uðborgarsvæðinu. Umræðan ætti að snú-
ast um það hvernig við getum sett í gang
fleiri svona samfélög og við ættum að
hafa það að markmiði að skapa öllum
þessum frábæru einstaklingum sem
fengu minni líkamleg og andleg verðmæti
í fæðingu en við hin, einstakt samfélag
lífsgæða. Síðan væri áhugavert að skoða
möguleika á að yfirfæra þessa frábæru
heimspeki sjálfbæra samfélagsins Sól-
heima yfir á allt samfélagið.
Eftir Guðmund G.
Kristinsson
» Þeir sem staðið hafa að
uppbyggingu Sólheima
hafa greinilega margt sem
þeir gætu kennt fólki í hinu
almenna samfélagi.
Guðmundur G.
Kristinsson
Höfundur er sölu- og markaðsstjóri.
Upplifun á Sólheimum
Því fer víðs fjarri
að Evrópusam-
bandið hafi þróast
jafnt og þétt í átt til
sambandsríkis. Þró-
unin hefur verið
mjög sveiflukennd.
Skipst hafa á tíma-
bil, þegar sam-
runaþróuninni, sem
Monnet dreymdi
um, miðar verulega
áfram, og önnur þegar efasemdir
og vanmáttur hafa ráðið ferðinni.
Í grófum dráttum má segja að
efnahagslægðin, sem fylgdi olíu-
kreppunum á áttunda áratug síð-
ustu aldar, hafi dregið úr þróun-
armætti Evrópusamvinnunnar
langt fram á níunda áratuginn.
Gekk það svo langt að talað var
um hrörnunarsjúkdóm (Eu-
rosclerosis) sambandsins.
Þá kom til sögunnar kraftmik-
ill maður, franskur sósíalisti og
fyrrverandi efnahags- og fjár-
málaráðherra í forsetatíð Franço-
is Mitterrand. Hagfræðingurinn
Jacques Delors, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins frá 1985 til 1994, er al-
mennt talinn hafa verið með
öflugri forystumönnum ESB.
Hann styrkti verulega samræm-
ingarþróun sambandsins. Segja
má að hann hafi átt leiðandi þátt í
að fullvinna rammann um hinn
innri markað. Hann lagði einnig
grunninn að sameiginlegri mynt.
Þótt það skref væri ekki stigið
formlega fyrr en 1. janúar 1999,
um 5 árum eftir að Delors lét af
embætti framkvæmdastjóra, er
þáttur hans í þróun evrusvæð-
isins hafinn yfir allan vafa. Verð-
ur fjallað ýtarlegar um evruna í
öðrum greinum.
Útgáfa sameiginlegrar mynt-
ar, evrunnar, er langmikilvæg-
asta skrefið sem stigið hefur ver-
ið í átt til samhæfingar og
miðstýringar innan þeirra Evr-
ópuríkja sem kusu að tengjast
evrunni. Að þessu leyti þokaði
Delors sambandinu verulega í átt
til sambandsríkis og jók mjög
miðstýringu innan þess.
Í framkvæmdastjóratíð Delors
voru gerðar viðamiklar breyt-
ingar á sjóðakerfi ESB, sem
drógu úr valdi ríkisstjórna aðild-
arlandanna. Sam-
hæfingarstefna
ESB miðar að því
að draga úr fé-
lagslegu og efna-
hagslegu misræmi
milli landa og hér-
aða innan ESB.
Verkfærin til að
koma þessari sam-
hæfingarstefnu í
framkvæmd eru
eins konar grunn-
gerðarsjóðir. Starf-
semi þessara sjóða
var breytt í viðamiklum aðal-
atriðum um 1988. Fram að þeim
tíma hafði samræmingarstefnan
verið smá í sniðum. Fram-
kvæmdastjórnin veitti styrki, og
ríkin ráðstöfuðu þeim. Breyting-
arnar 1988 leiddu til rækilegrar
endurskoðunar á samhæfing-
arstyrkjum. Sett voru á laggirnar
regluverk og verkferlar, sem
stýrðu því hvernig fram-
kvæmdastjórn ESB, ríkisstjórnir
aðildarríkja og yfirvöld í héraði
ynnu saman að því að móta stefnu
og hrinda í framkvæmd verk-
efnum sem nytu ESB-styrkja.
Markmiðin með þeim breyt-
ingum, sem gerðar voru á
samræmingarstefnunni og helstu
verkfærum hennar í tíð Delors,
voru margvísleg. Breytingunum
var ætlað að stofna til sam-
ræmdrar stjórnmálalegrar
stefnumörkunar innan þess
breytilegra veruleika, sem ríki
sambandsins mynda. Þá var enn
fremur tilgangur Delors að bæta
félagslegri vídd við meginviðfang
sameiginlega markaðarins, sem
var fyrst og fremst efnahagslegs
eðlis. Breytingarnar áttu að leiða
til þess að stofnanir Evrópusam-
bandsins gætu með nokkuð eðli-
legum hætti hreiðrað um sig í
stjórnmálalífi og samfélags-
málum aðildarríkjanna.
Sem að líkum lætur hefur sam-
ræmingarstefnan, sem Jacques
Delors mótaði af dugnaði og
festu, lengi verið svið þar sem
framkvæmdastjórnin hefur
blandað sér með mjög áberandi
hætti inn í framkvæmdir.
Tilraunir hafa verið gerðar til
þess, í fræðiritum um ESB, að
meta hve langt hafi gengið að
þróa Evrópuvæðingu sambands-
ins. Með því orðalagi er átt við
samrunaþróun og er reynt að
meta að hve miklu leyti stjórnmál
eru mótuð af ríkjunum sjálfum,
sameiginlega af þjóðríkjum og
ESB eða einungis af Evrópusam-
bandinu sjálfu. Í þessum aka-
demísku æfingum er oft notaður
skalinn 1 til 5 og táknar þá 1 þau
málefni sem heyra eingöngu und-
ir aðildarríkin, en 5 telst vera
málefni ESB. Séð hef ég því hald-
ið fram að meiri hluti fræði-
manna, sem glímt hafa við þessa
skilgreiningu, telji að eftir upp-
haflega Evrópuvæðingu í nokkr-
um rykkjum hafi þróunin staðnað
einhvers staðar milli einkunn-
anna 3 og 4. Þessi niðurstaða er
þó ekki talin benda til að tilraun
til samhæfingar og samþjöpp-
unar valds hafi mistekist. Þvert á
móti er það talið til merkis um að
sambandið sé að þroskast. Nú-
verandi stig, 3-4, nálgist það helst
að teljast einhvers konar sam-
bandsríki.
Full ástæða er til að gjalda var-
hug við útreikningum af þessu
tagi. Ljóst er að torvelt er að líkja
ESB við sambandsríki eins og
málum er nú háttað innan sam-
bandsins, þótt það tímabil sem
hér hefur verið tæpt á, hafi vissu-
lega fært sambandið nær sam-
bandsríki.
Hér hefur verið fjallað um
Þýskaland og Frakkland sem
leiðandi afl í Evrópusambandinu.
Það er flókinn vefur landafræði,
mannafla, sögu og menningar
sem veldur því að þessar tvær
þjóðir gegna forystuhlutverki í
sambandinu. Innan sambandsins
eru einnig fjölmennar þjóðir, sem
ekki hafa leitt þróun ESB. Til
þess liggja einnig ástæður, sem
rekja má til legu, sögu og menn-
ingar. Það er því rétt að tæpa á
takmörkuðu hlutverki þeirra
stóru á jaðrinum.
Eftir Tómas Inga
Olrich » Samhæfing-
arstefna ESB
miðar að því að draga
úr félagslegu og efna-
hagslegu misræmi
milli landa og héraða
innan ESB.
Tómas Ingi Olrich
Höfundur er fv. þingmaður
og ráðherra.
„Kemst þótt hægt fari“