Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GLEÐILEG JÓL JÓN! ÉG ÆTLA AÐ GEFA ÞÉR ÞENNAN DULARFULLA KASSA HANN ER TÓMUR! ÆI ÞÚ ERT BÚINN AÐ SKEMMA HANN VIÐ ÞURFUM AÐ RÆÐA ÞETTA TEPPI! FYRIRGEFÐU, ÉG HÉLT AÐ ÞÚ ÆTLAÐIR AÐ TAKA ÞAÐ MEÐ ÞÉR INN Á VÖLLINN OG FANNST AÐ ÞAÐ GÆTI... HELGA, ÉG ER Í VINNUNNI! ÉG GET EKKI FRESTAÐ ÞESSUM FUNDI TIL AÐ FARA MEÐ ÞÉR AÐ VERSLA! LANGAR ÞIG AÐ SJÁ HVAÐ NÝJI iPHONEINN MINN GETUR GERT? NEI, MIG LANGAR BARA AÐ FÁ AÐ DREKKA KAFFIÐ MITT Í FRIÐI RISTAÐ- BRAUÐ? MIG LANGAR EKKI Í RISTAÐBRAUÐ! MIG LANGAR BARA AÐ FÁ AÐ DREKKA KAFFIÐ MITT Í FRIÐI MÁ BJÓÐA ÞÉR MJÓLK? ÞÚ SVEIKST MIG!?! ÉG LEYFI ÞÉR EKKI AÐ MEIÐA HANA! HAFÐU ENGAR ÁHYGGJUR AF HENNI! ÞAÐ ÞARF MIKINN UNDIRBÚNING TIL AÐ BÚA TIL KÖKUR Á HEIMSMÆLKVARÐA ÁÐUR ENN ÞIÐ BYRJIÐ ÞÁ ÞURFIÐ ÞIÐ AÐ VERA VISS UM AÐ ÞIÐ SÉUÐ MEÐ RÉTT HRÁEFNI, NÓGU STÓRAN OFN OG AÐ KAKAN YKKAR HAFI NÆGILEGT BURÐARÞOL SVO MÆLI ÉG LÍKA MEÐ ÞVÍ AÐ ÞIÐ RÁÐFÆRIÐ YKKUR VIÐ VERKFRÆÐING ÞETTA ERU AUGLJÓSLEGA BARA FYRSTU DRÖG... Jóhanna í ham Fyrir einhverjum ár- um, þegar Jóhanna forsætisráðherra tap- aði kosningum til for- manns, kallaði hún úr pontu. „Minn tími mun koma.“ Já, hennar tími er kominn. Það sást á andliti hennar í sjón- varpsfréttum, þegar hún stóð í pontu með hæstráðanda Þýska- lands. Tími til hvers? Jú. Hún ætlar að koma okkur í Evrópu- bandalagið. Þangað sem Jón Baldvin kom okkur ekki inn í. Það virðist vera aðalatriðið. Hún flaskar á því að það er ekki það sama að vera Jón og séra Jón. Eftirlaunaþegi. Sími tapaðist Rauður Nokia-sími tapaðist líklega við Hamraborg í Kópa- vogi, í brekkuna á leið niður til Reykjavíkur. Finnandi vinsamlega hafið samband í síma 554-1199. Saumavél tapaðist Poki með fötum og lít- illi saumavél týndist á Austurvelli fyrir þremur vikum. Viti einhver um hann vin- samlega hringið í síma 616-2871. Ást er… … þegar tíminn bæði flýgur áfram og stendur í stað. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Ásbyrgi – Tilbreyting fyrir eldri borgara | Útilegustemning í Ásbyrgi að hætti skáta kl. 11.30-15.30, undir stjórn varðeldastjóra sem sjá um forsöng o.fl. Dagskráin hefst með hádegisverði og æfingum, útilegustemningu og kaffi í lokin. Þátttaka er 2.900 kr. Skráning í síma: 770-2221 eða á sinnum@sinn- um.is sjá www.sinnum.is Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist FEBK er spiluð í allt sumar í Félagsheimilinu Gjábakka, á mið- vikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dagsferð verður 10. ágúst fyrir Snæ- fellsjökul. Ekið í Borgarnes, að Arn- arstapa, Hellnum, á Djúpalónssand, Dritvík, Gufuskála, Hellissand, Rif, fyrir Ólafsvíkurenni til Ólafsvíkur, framhjá Fornu-Fróðá, Búlandshöfða til Grund- arfjarðar, um Helgafellssveit, Berserkja- hraun, Bjarnarhöfn og Vatnaleið. Uppl. og skráning s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Vist kl. 13. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9, ganga kl. 10, handa- vinnustofan opin, kvennabrids kl. 13. Félagsstarf eldri bæjarbúa, Seltjarn- arnesi | Kaffispjall í Króknum kl. 10.30. Opinn handavinnudagur án leiðbein- anda. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Púttvöllur. Hraunbær 105 | Kaffi og blöð liggja frammi, púttvöllur er opinn alla daga. Tímapantanir hjá Helgu fótafræðingi í síma 698-4938. Bónusbíll á þriðjud. kl. 12.15. Hárgreiðslustofan opnuð eftir sumarleyfi 18. júlí, tímap. í s. 894- 6856. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Há- degisverður kl. 11.30. Létt ganga um nágrennið kl. 14, kaffi kl. 14.30. Böðun fyrir hádegi, fótaaðgerðir, hársnyrting. Íþróttafélagið Glóð | Ringó á æf- ingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 13. Uppl. í síma 554-2780 og á www.glod.is Norðurbrún 1 | Félagsvist alla miðviku- daga kl. 14-16 í Norðurbrún 1. Það er alltaf tíðinda að vænta afKötlu. Nú síðast hefur hlaupið í Múlakvísl beint hugum manna þangað austur og hvarvetna er fylgst grannt með fréttum. Málfar þar er sérstakt. Til dæmis kannast ég ekki við að orðið „tini“ hafi verið daglegt mál á Laugaveginum eða í Sandvíkurhreppi eða á Bakkanum á stuttbuxnaárum mínum. Í orða- bókum merkir tini fræ úr melgresi. Talað er um tinagróður og tina- trog. Siginn fiskur er sagður visinn. Einar J. Eyjólfsson orti um forna rétti: Grjúpán hylltu höfðingjar, hvannarót með flautum. Fýll og tini virtur var og visuð svil í þrautum Það er skemmtilegt að fletta Vestur-skaftfellskum ljóðum. Höf- undar eru 49, svo að úr miklu er að moða. Guðjón Ásmundsson, Lyng- um í Meðallandi, orti þessa skemmtilegu braghendu. Það er alltaf gaman að vísum sem snúa að daglega lífinu. Þær eru kannski ekki djúpristur skáldskapur, en þær eru liprar og heimilislegar: Ær á Lyngum upp má telja í einni vísu, flestar hyrndar, fáar stórar, fjögur hundruð eru og fjórar. Og lítil hætta er á því, að hann hefði hvolft rútu sinni í Múlakvísl: Vondur finnst mér vegurinn og víða sjáum læki, oft er hrausti hesturinn hentugt farartæki. Þorsteinn Einarsson frá Suður- Hvammi í Mýrdal var á ferð á Mýr- dalssandi árið 1919: Stafar sunna ægi á ótal geislum niður, en til landsins er að sjá eilíf kyrrð og friður. Þó við eigum langt í land, létt er enn þá sporið, margoft yfir Mýrdalssand mig hefur Skjóni borið. Margar góðar veiðiár eru í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Ormur Ólafs- son frá Kaldrananesi í Mýrdal orti: Veiðiföng í vatnaþröng vekja löngun mína, létta göngu, lyfta stöng, laxi öngul sýna. Eftir skilur opnar dyr unaðs til á vegi, stara í hylinn, standa kyrr stundar bil úr degi. Þorbjörg Þorsteinsdóttir á Rauð- hálsi, Mýrdal, orti: Heyrnin mín er harla sljó, helti gjörir baga, af öðru hef ég oftast nóg, ekki er vert að klaga. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Grjúpán hylltu höfðingjar - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.