Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011 eignuðumst okkar hjartkæru lífsförunauta um svipað leyti, og í ljósrauðum gyllingum æskuár- anna var framtíðan sveipuð spennu, dulúð og tilhlökkun. Með Joggu sér við hlið tókst vinur minn á við lokaverkefnin við Háskóla Íslands og við tóku manndómsárin og erfingjarnir fylgdu. Jogga var mikil móðir, dreng- irnir hennar þrír voru henni allt. Þau hjónin voru og óvenjulega náin. Þegar um hægðist héldu þau saman á við íslenskrar nátt- úru. Nær ávallt tóku þau t.d. sameiginlega þátt í golfmótum vítt um landið. Og svo skall á höggið þunga. Jogga fékk sjúkdóm í heila og smátt og smátt hvarf þessi glæsilega kona okkur, vinum sínum og kunningjum. Það var yfirþyrmandi reynsla fyrir vin minn og hans fjölskyldu. Við félagarnir höfðum ungir kynnst þeim frábæra félagsskap KFUM. Jogga fylgdi manni sín- um í tryggð við þetta góða félag. Við sem trúum á algóðan Guð vitum, að trúin er fullvissa um það sem menn vona. Sannfæring um þá hluti sem ei er auðið að sjá. Meistarinn sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Í þeirri vissu og trú kveðjum við, gamli vinahóp- urinn, okkar kæru Joggu. Verði henni hvíldin vær. Magnús Erlendsson. Hún Jogga, elsku vinkona okkar hjóna, er fallin frá. Ég get ekki gleymt okkar fyrstu kynn- um, þegar við hjónin kornung leigðum tveggja herbergja íbúð á Laugarnesveginum eftir að við fluttum frá Bandaríkjunum 1967 og ég komin að því að fæða okk- ar fyrsta barn. Við vorum ekki með síma, og Jogga bankaði upp á til að láta mig vita að við gæt- um vakið þau ef ég þyrfti. Ég gleymi ekki hversu hugguleg og vingjarnleg þessi kona var, sem breiddi faðminn á móti okkur ungu hjónunum og hún og Siggi vildu allt fyrir okkur gera. Þann- ig hófst okkar vinátta, en þau hjónin voru aðeins eldri en við, en voru alltaf svo stórglæsileg að eftir var tekið. Vináttan átti eftir að vera mikil öll árin, heim- sóknir á víxl og alltaf gátum við bankað upp á fyrirvaralaust og alltaf fagnað innilega. Ferðalög- in með ykkur voru mörg og átt- um við góðar stundir saman, fyrst hérlendis og síðast þrjár golf ferðir til Flórída, en þá var farið að bera á sjúkdómnum hennar sem ágerðist alltof fljótt. Elsku Jogga, takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, og Siggi minn, við vottum þér og sonum ykkar, þeim Þorkeli, Guðbrandi, Árna og fjölskyldum þeirra, okkar dýpstu samúð. Guðfinna og Helgi. Þegar horft er um öxl koma upp í hugann margar myndir og minningar. Í heimsókn hjá Þorkeli frænda og Önnu, stór falleg mynd af brúðhjónum. Þetta eru Jóhanna og Sigurður, frændi minn, oftast kölluð af vinum og vandamönnum Jogga og Siggi. Þau voru stórglæsileg. Mér fannst hún Jogga svo falleg svo dökk á brún og brá með brúnu augun sín og dökka hárið og svo varð húðliturinn alltaf fallega brúnn um leið og sólin fór að skína. Jogga var ekki bara falleg hún var líka góð manneskja sem öllum vildi vel. Var heimavinn- andi öll fyrstu árin á meðan syn- irnir þrír, Þorkell, Guðbrandur og Árni, augasteinarnir hennar sem hún var svo stolt af, voru að komast á legg. Hún var góð móðir. Dætur okkar Henrýs fóru ekki varhluta af gæsku hennar og barnelsku. Hún pass- aði frumburðinn okkar, hana Ástu Huld, fyrsta árið hennar á meðan við foreldrarnir sinntum námi og vinnu. Og svo glöddust hún og Siggi með okkur yfir dætrum okkar öllum þremur í okkar nána vináttusambandi alla tíð. Þær eiga allar margar og góðar minningar frá fjölmörgum samverustundum í gegnum tíð- ina. Jogga var glaðsinna og hló dillandi smitandi hlátri. Hún sá það góða við allt og alla í lífinu og var mjög hrifnæm. Átti auð- velt með að samgleðjast og hrósa. Hún var ánægð með og stolt af börnum sínum, tengda- börnum og barnabörnum og hafði alltaf eitthvað jákvætt og gott um þau að segja. Það var alltaf gaman að fá Joggu og Sigga í heimsókn, hvort sem var í Borgarnes til Noregs eða til Danmerkur. En nærtækastar eru allar samverustundirnar í Daltúninu. Það var svo gaman að gera Joggu gott. Hún varð svo innilega glöð og þakklát og hrósaði svo fallega. Jogga og Siggi tóku einstaklega vel á móti okkur alla tíð og vildu allt fyrir okkur gera. Við fundum okkur alltaf innilega velkomin. Við spiluðum saman golf í mörg ár, eða allt þar til allra síð- ustu árin þín hér á jörðu að þú hvarfst okkur, elsku Jogga, inn í þinn heim sem við gátum ekki vitað hvort við náðum til. Í golf- inu var mjög gaman og notalegt og oftar en ekki endað með góðu spjalli yfir kaffibolla eða mat. Nú ert þú endanlega horfin okkur úr þessum heimi, elsku Jogga, en minning þín mun lifa og við geymum mynd þína í hjarta okkar. Myndir minning- anna hrannast upp í huga okkar og minna okkur allar á fegurð þína, góðvild og barngæsku, þitt glaða sinni og dillandi hlátur, og hvað þú vildir öllum vel. Haf þú þökk fyrir samfylgd- ina, kæra vinkona. Það var aðdá- unarvert að fylgjast með ein- lægri ást ykkar Sigga allt til enda. Sendum þér, elsku Siggi, og aðstandendum öllum, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ingibjörg og Henrý. Það er gæfa hvers manns að finna lífsförunaut og fá að fylgj- ast að í gegnum lífið í blíðu og stríðu. Sigurður fann Jóhönnu sína snemma. Falleg og ástfang- in hafa þau fylgst að í gegnum lífið. Eignast sína þrjá góðu syni, barnabörn og náð því að verða langamma og -afi. Þegar ég starfaði í ríkisbók- haldi og Sigurður var ríkisféh- irðir þá kom Jóhanna oft við á skrifstofunni eftir vinnu. Það var reisn og fegurð í hennar fasi. Brosmild og dökk yfirlitum. Það var greinilegt að ást og kær- leikur ríkti á milli Sigga og Jó- hönnu. Jóhanna hefur örugglega á þeirra yngri árum gert allt til að styðja Sigga. Nú síðustu árin þegar Jóhanna veiktist gerði Siggi allt sem hann gat til að létta henni lífið. Góðar mann- eskjur kunna bæði að þiggja og gefa. Njóta lífsins þegar tæki- færi gefast og takast á við erf- iðleika af æðruleysi og reyna að gera sitt besta. Þannig hefur Siggi verið gagnvart Jóhönnu undanfarin ár. Ég hef verið svo heppinn að fá að fara með Sigga til rjúpna- veiða, sem við köllum í seinni tíð rjúpnalabb þar sem við höfum notið útivistar og samverunnar. Síðan höfum við farið í skemmti- legar golfferðir. Þá hefur verið gaman. En alltaf var Siggi með hugann hjá Jóhönnu. Beið þess að hitta hana aftur og aldrei heyrði ég hann kvarta um hlut- skipti sitt. Nefndi aðeins að mik- ið hefði nú verið gaman að fá að njóta fleiri ára með Jóhönnu eft- ir að vinnu lauk. Enginn veit hvenær heilsan getur bilað. Við erum minnt á það að njóta stundarinnar og gera ekki rellu út af smáræði sem ekki skiptir máli. Ég bið Guð að styrkja Sigga og alla fjölskylduna við fráfall Jóhönnu. Nú hefst nýr kafli í lífi Sigga, vinar míns. Ég vona að við eigum eftir að fara nokkrar góðar ferðir í rjúpnalabbið og golfið á næstu árum. Kærleikur og friður fylgi Jóhönnu og öllu hennar fólki. Þorvaldur Ingi Jónsson. Það var gott og í raun forrétt- indi að fá að kynnast og starfa með Jóhönnu G. Guðbrandsdótt- ur en hún vann í fjórtán ár hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda. Jóhanna starfaði fyrir sjóðinn til marsloka 2003 þá nýlega orðin 67 ára. Orð eins og hin góða, hin ljúfa, hin glæsilega, hin tígulega eru allt orð ásamt mörgum öðr- um sem upp koma þegar hugsað er til Jóhönnu. Allt eru þetta lýsingarorð sem eiga við hana. Aldrei skipti hún skapi þótt oft gengi mikið á heldur tók öllum með jafnaðargeði og jákvæðum hug. Ljúf var hún í samskiptum svo af bar. Um glæsileika henn- ar þarf ekki að fjölyrða. Hún minnti oft á suðrænar konur og kom oft upp í hugann fræg ítölsk leikkona sem allir þekkja. Ekki skemmdi heldur fyrir þegar hún kom til vinnu á köldum vetrar- dögum í fallegum pels. Það var með öllu útilokað annað en að líka vel Jóhönnu. Á móti öllum tók hún með sama já- kvæða viðmótinu. Skipti þá engu hvort það voru einstaklingar sem höfðu einhverjar athuga- semdir við starf sjóðsins, lífeyr- issjóða almennt eða voru reglu- legir viðskiptavinir. Jóhanna hafði í mörg horn að líta og var starfssvið hennar fjölbreytt. Öll- um störfum sinnti hún af mikilli samviskusemi og nákvæmni. Jó- hanna starfaði fyrir sjóðinn á miklum umbrota- og breytinga- tímum í sögu hans. Á starfsárum hennar þróaðist sjóðurinn úr því að vera þriggja manna vinnu- staður í sex manna en nú starfa tíu manns fyrir hann. Fjölskyldan var henni afar dýrmæt, synirnir þrír og barna- börnin, en síðast ekki síst eig- inmaður hennar Sigurður Þor- kelsson. Þau hjón voru afar samrýnd og að mörgu leyti fyr- irmynd að farsælu og traustu hjónabandi. Það var því sárt að vita af þeim veikindum sem hún glímdi við og fram komu fljót- lega eftir að hún hætti störfum fyrir sjóðinn. Sigurður, eigin- maður Jóhönnu, kom með hana í heimsókn til okkar í nokkur skipti og það þótti okkur mjög vænt. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum Jóhönnu G. Guðbrandsdóttur og þökkum henni fyrir alla samveru bæði í leik og starfi. Hvíl í friði. Sigurbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Söfn- unarsjóðs lífeyrisréttinda. Nú er hún elsku Jogga mín búin að kveðja okkur. Þar fer kona sem var mér svo kær og svo einstaklega góð. Hún pass- aði mig pínulitla og svo aftur þegar ég byrjaði í menntaskóla. Þá fékk ég að búa hjá þeim Sigga í Vesturberginu á meðan ég áttaði mig á henni Reykjavík, en þann vetur áttum við Jogga oft skemmtilegar stundir. Ég minnist þess sérstaklega hvað mér fannst gaman að fá að mála hana ef hún var að fara út á kvöldin enda einstaklega glæsi- leg kona þar á ferð. Við tókum okkur stundum göngu á Lauga- veginum þegar við áttum báðar hádegishlé, Jogga í vinnunni og ég í skólanum og kíktum í búð- arglugga. Eftir að ég flutti nær skólanum á öðru ári menntaskól- ans, birtist Jogga einu sinni með tvo kakóbolla sem við höfðum verið að dást að í einum glugg- anum og gaf mér í innflutnings- gjöf. Ég fæ mér enn af og til sopa úr þessum bollum og hugsa hlýtt til gjafarans. Hvíldu í friði, elsku Jogga mín, og ég veit og vona að þú njótir dvalarinnar á þeim stað sem þú ert nú og trúi því að dúkkusafnið þitt þar verði það flottasta sem finnst þó víða væri leitað. Sendi strákunum þínum öllum þeim Sigga, Kela, Guðbrandi, Árna og fjölskyldum þeirra mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Ásta Huld Henrýsdóttir. • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÚLFARSSON, Teigagerði 16, lést fimmtudaginn 7. júlí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 15. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Margrét Kristín Björnsdóttir, Björn Úlfar Sigurðsson, Ósk Halldórsdóttir, Sigríður Margrét Sigurðardóttir, Ágúst Benediktsson, barnabörn og langafabörn. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR VIGGÓ J. NORDQUIST verkstjóri, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, áður til heimilis að Skipagötu 15, Ísafirði, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 10. júlí. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 15. júlí kl. 13.00. Kristjana Valgerður Jónsdóttir, Sigrún Viggósdóttir, Páll Gunnar Loftsson, Kristján Viggósson, Erna Guðmundsdóttir, Vilberg Viggósson, Ágota Joó, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÞORGRÍMS BJARNASONAR frá Neskoti í Flókadal. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkradeildar Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar á Siglu- firði. Útförin fór fram frá Barðskirkju laugardaginn 9. júlí. Aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ELÍSABET HALLDÓRSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum laugardaginn 9. júlí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 15.00. Ingibjörg Kolbeinsdóttir, Snorri Þórólfsson, Margrét Kolbeinsdóttir, Guðmundur Ingvason, Elísabet Kolbeinsdóttir, Halldóra Kolbeinsdóttir French, Roy French, Kolbeinn Kolbeinsson, Þórdís K. Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, MARÍU FINNSDÓTTUR leikskólakennara. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjálfsbjargar- heimilisins, Hátúni 12. Ragnar Hólmarsson, Svavar Ragnarsson, Lillian Ragnarsson, Finnur Ragnarsson, Harpa Dögg Kjartansdóttir, Kári Hólmar Ragnarsson, Elín Ósk Helgadóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI SVAVAR JÓNSSON, Lækjarbakka, Gaulverjabæjarhreppi, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suður- lands miðvikudaginn 22. júní, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 13.30. Þóra Sigurjónsdóttir, Sigrún Ásdís Gísladóttir, Jón Ellert Lárusson, Jón Gíslason, Áslaug Einarsdóttir, Svavar Gíslason, Halldóra Karlsdóttir, María Sigurborg Gísladóttir, Arnar Þór Gíslason, Hólmfríður Jóhannsdóttir, Hafrún Ósk Gísladóttir, Sigurður Þór Emilsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVAVA SÍMONARDÓTTIR, Höfða, Akranesi, andaðist föstudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudag- inn 15. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Þórir Sigurðsson, Ingibjörg Elísabet Þóroddsdóttir, Tómas Ævar Sigurðsson, Kristjana Ragnarsdóttir, Viktor Grímar Sigurðsson, Anna Steingerður Björnsdóttir, Sigríður Selma Sigurðardóttir, Ólafur Ágúst Símonarson, Sigrún Sigurðardóttir, Hinrik Helgi Hallgrímsson, Sesselja Magnúsdóttir, Tómas Friðjónsson og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.