Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011 Myrkfælni, hroll-vekjusafn ÞorsteinsMars Gunnlaugssonar,er skemmtileg ný- breytni og höfundur fer vel af stað með sinni fyrstu bók en vissulega eru sögurnar misgóðar og auðvelt að benda á ýmsa vankanta. Í tilkynningu segir að þessar ell- efu smásögur fái allar hárin til að rísa. Það er að vísu orðum aukið en hins vegar eru flestar sögurnar vel skrifaðar, vel upp byggðar og spennuþrungnar. Á stundum er samt eins og það vanti endinn. Hvað svo? Sögurnar „Milli þils og veggjar“ og „Einar“ hafa þetta en „Marbendill“ og „Hundgá á heið- inni“ skilja lesandann eftir í lausu lofti. Sögusviðið er Ísland á mis- jöfnum tíma og oft í kjallara þar sem er fnykur eða nálykt. Flestar sögurnar gerast að vetri til, í hríð og myrkri á Vestfjörðum, Snæ- fellsnesi, Norðurlandi eða Suður- landi. Sögurnar eru ólíkar. Sumar eru hreinræktaðar draugasögur eins og til dæmis „Svefnfriður“ og „Húsið“ á meðan aðrar eru frá- sagnir af morði samanber „Dýrið“. Konur eru ýmist í dökku, síðu pilsi, dökku pilsi eða síðu pilsi og ýmsar aðrar lýsingar eru keim- líkar. Veðrið var það versta sem kennslukonan unga í „Svefnfriði“ hafði upplifað og sölumaðurinn í „Óvættinni“ hafði aldrei séð jafn þétta ofankomu. Sölumaðurinn fór aldrei aftur á Barðaströnd og sál- fræðineminn í „Músunum í kjall- aranum“ kom aldrei aftur að Sandi. Textinn rennur almennt vel og prófarkalestur er góður en nokkr- ar klaufavillur hafa samt sloppið í gegn. Verst er systkynin (bls. 89) og svo versla menn ekki vörur (bls. 104 og 144). Býsna þetta og býsna hitt getur verið of mikið af því góða í sömu smásögunni og setja má spurningarmerki við að skreyta textann með orðum sem eru fólki almennt ekki töm. Hornr- iði (hornriða stendur í sögunni bls. 90) og hafgúa koma upp í hugann en þetta er auðvitað smekksatriði – það sem einum þykir eðlilegt getur verið framandi hjá öðrum – og breytir engu þegar á heildina er litið. Það skal þó áréttað að gott og kjarnyrt mál er alltaf höfundum til sóma. Í stuttu máli er Myrkfælni góð tilraun og það er ekki slæmt að lesa draugasögur í björtu, ekki síst fyrir myrkfælna. Draugasögur í björtu Myrkfælni bbbnn Smásögur eftir Þorstein Mar Gunn- laugsson. Rúnatýr gefur út 2011. 157 bls., kilja. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Morgunblaðið/Sigurgeir S. Draugasögur Þorsteinn Mar, höfundur hrollvekjusafnsins Myrkfælni. „Það er tungan sem gerir okkur að þjóð,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, þegar hún opn- aði Ljóðasetur Íslands formlega að viðstöddu fjölmenni í Siglufirði á föstudag. Stofnandi Ljóðasetursins er Þór- arinn Hannesson kennari og kona hans, Kristín Guðmundsdóttir. Þór- arinn segir að um þrjú ár séu liðin síðan hann fékk hugmyndina að stofna nokkurskonar miðstöð ljóða- unnenda þar sem þeir gætu komið og litið í bók yfir kaffibolla. Hann átti húsnæðið sem setrið er í og hófst þá handa við söfnun ljóða- bóka. Jafnframt var farið að huga að breytingum á húsnæðinu. Safnið telur nú um 1.500 titla. Frú Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur við opnunina og ósk- aði íbúum Fjallabyggðar til ham- ingju með framtakið. ,,Í þjóðararfi okkar er ljóðið ávallt á næsta leiti,“ sagði Vigdís þegar hún afhenti setrinu ljóðabókina Hrannir eftir Einar Benediktsson að gjöf. Í til- efni af opnuninni lásu Þórarinn Eldjárn og Páll Helgason upp ljóð, Sönghópurinn Fjallahnúkar söng nokkur lög auk þess sem ræður voru fluttar og ýmsar gjafir bárust, bæði ljóðabækur og peningar. Þórarinn sagði að ýmsir hefðu lagt hönd á plóginn við að hrinda þessu máli í framkvæmd. Af ein- staklingum nefndi hann sérstaklega þrjá menn. Pál Helgason, Jónas Ragnarsson og Arnold Bjarnason. Fyrir tilstilli tveggja síðastnefndu eignaðist setrið mikið og gott einkasafn af ljóðabókum fyrr á þessu ári sem virkilega mikill feng- ur var af. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Opnun Vigdís Finnbogadóttir lýsti Ljóðasetrið á Siglufirði formlega opnað og óskaði Þórarni Hannessyni, stofnanda þess, til hamingju. ,,Það er tungan sem gerir okkur að þjóð  Vigdís Finnbogadóttir opnaði Ljóðasetur Íslands í Siglufirði Í hádeginu í dag halda þær Matthildur Anna Gísla- dóttir píanóleikari og Guðbjörg Sandholt messósópr- ansöngkona tónleika í Dómkirkjunni þar sem flutt verða Sígaunaljóð ásamt öðrum söngljóðum eftir þýska tónskáldið Johannes Brahms. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.10 og standa í um 45 mínútur. Matthildur Anna lauk meistaranámi í meðleik frá Royal Academy of Music í London vorið 2009 þar sem hún lærði hjá Andrew West og Graeme Hump- hrey. Hún er búsett í London og stjórnar Íslend- ingakórnum auk tveggja enskra kóra. Hún hefur haldið fjölda tónleika með einsöngvurum og kórum og spilað fyrir óperusenur. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum námskeiðum, þar á meðal Oxford Lieder Festival og Sommer Lied Weinberg í Austurríki, og sótt tíma og meistaranámskeið meðal annars hjá Ro- ger Vignoles, Julius Drake, Sarah Walker, Richard Stokes og Michael Dussek. Guðbjörg hefur undanfarin ár stundað framhalds- söngnám í London, Salzburg í Austurríki og nú síð- ast í Hollandi þar sem hún er nú búsett. Kennari hennar er Jón Þorsteinsson, söngkennari við Tónlist- arháskólann í Utrecht. Guðbjörg hefur auk þess ný- lega sótt tíma og námskeið hjá Wolfgang Holzmair, Roger Vignoles, Sarah Walker, Angelika Kirschla- ger og Pieter Alferink. Hún stóð fyrir tveimur tón- leikaröðum í Foundling Museum í London og var seinni röðin tileinkuð íslenskum tónlistarmönnum. Að sögn Guðbjargar hafa þær Matthildur Anna þekkst frá því þær voru báðar í söngnámi sem litlar stelpur. „Við hófum samstarf þegar við bjuggum báðar í London, en nú er ég komin til Hollands og Matthildur býr enn í London og við höfðum því ekki mörg tækifæri til að vinna saman. Það var því til- valið að grípa tækifærið því við erum báðar á Íslandi í sumar.“ Tónleikarnir hafa yfirskriftina Sígaunaástir og aðrar ástir og á efnisskránni eru sönglög eftir Jo- hannes Brahms, eins og getið er. Sígaunaljóð Brahms eru átta sönglög og „glaðværustu sönglög hans, sem hann samdi eiginlega sér til skemmtunar,“ segir Guðbjörg. „Svo ætlum við líka að syngja nokk- ur sönglög hans önnur sem fjalla líka um ástina, en með aðeins meiri dramatík.“ arnim@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Sönglög Matthildur Anna Gísladóttir og Guðbjörg Sandholt halda hádegistónleika í Dómkirkjunni í dag. Sígaunaástir í hádeginu  Sönglög Brahms á hádegistónleikum í Dómkirkjunni Fjölmiðlar á Norðurlöndum, Frakklandi, Spáni og Ítalíu hafa að undanförnu minnst Thors Vil- hjálmssonar rithöfundar, en Thor féll frá 2. mars sl. Í minningargrein um Thor í spænska blaðinu El País var Thor sagður „risi í íslenskum bók- menntum“ og þar segir að með honum hafi horfið á braut einn mesti rithöfundur Íslendinga allra tíma og mikilmenni evrópskra bók- mennta. Ítalska blaðið Corriere della sera og fleiri ítalskir fjölmiðlar hafa minnst Thors og þýðinga hans á ítölskum bókmenntum og vináttu hans við ýmsa frammámenn í ítölsku menningarlífi, eins og Pasol- ini og Fellini, en sá fyrrnefndi bauð Thor hlutverk Krists í myndinni „Vangelo secondo Matteo“ (Guð- spjallið samkvæmt Mattheusi). Í Mondo Editoriale er Thor nefndur „mestur íslenskra sam- tímahöfunda“, en í greininni segir m.a.: „Thor Vilhjálmsson er einn af fyrstu íslensku rithöfundunum á tuttugustu öld til að fjarlægjast hvers kyns raunsæi í lýsingum á mannlegum aðstæðum og mál- efnum og horfa þess í stað til frjáls- legs frásagnarmáta og hug- myndaauðgi evrópsku skáldsögunnar (Joyce) og þeirrar amerísku (Faulkner). Þannig losn- aði hann úr fjötrum átthaganna og forðaðist að líkja eftir verkum Hall- dórs Laxness, föður hinnar íslensku skáldsögu samtímans“. Í Information kallar danski þýð- andinn Erik Skyum Nielsen Thor „einn af allra stærstu prósahöf- undum nútímans á Íslandi“ og út- gefandi hans, Jens Christiansen tal- ar í grein sinni í Politiken um Thor sem sendiherra íslenskra bók- mennta fyrir umheiminn og öfugt. Hann hafi haft helstu tungumál Evrópu á valdi sínu og þýtt verk fjölmarga erlenda höfunda eins og Umberto Eco og André Malraux. Við fráfall Thors, segir blaðið, hef- ur Ísland misst einn helsta menn- ingarfrumkvöðul sinn á 20. öld. Thors Vilhjálmssonar minnst víða um Evrópu Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Risi Thors Vilhjálmssonar hefur verið minnst víða í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.