Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011
Í þjóðararfi okkar er
ljóðið ávallt á næsta
leiti.29
»
Á fimmtudag halda þær Hafdís Vigfúsdóttir flautuleik-
ari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari tónleika í Sel-
inu á Stokkalæk. Þær hyggjast flytja nokkur þekktustu
verk flautu- og píanóbókmenntanna, þar á meðal Sónötu
í Es-dúr eftir Johann Sebastian Bach, Cantabile et
Presto eftir George Enesco og Le merle le noir eftir Oli-
vier Messiaen.
Hafdís Vigfúsdóttir hefur lokið burtfararprófi frá
Tónlistarskóla Kópavogs, B.Mus.-gráðum frá Listahá-
skóla Íslands og Konunglega Konservatoríinu í Haag
auk fjögurra diplóma í flautuleik og kammertónlist frá
Konservatoríinu í Rueil-Malmaison í Frakklandi. Hún
hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit
Íslands og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Hún hefur
meistaranám við Tónlistarháskólann í Ósló í haust.
Eva Þyri Hilmarsdóttir stundaði MA-nám í meðleik
við The Royal Academy of Music í London og útskrif-
aðist þaðan sumarið 2010 með láði, hlaut DipRAM og
The Christian Carpender Piano Prize fyrir framúrskar-
andi lokatónleika. Eva Þyri lauk píanókennaraprófi og
burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og síð-
ar Diplomeksamen og einleikaraprófi frá Tónlistarhá-
skólanum í Árósum.
Tónleikarnir hefjast kl. kl. 20. Á tónleikunum verða
veitingar og eru miðapantanir í síma 4875512 og
8645870.
Flautu- og píanó-
bókmenntir í Selinu
Þekkt píanó- og flautuverk flutt á tónleikum á Stokkalæk
Samspil Hafdís Vigfúsdóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir
halda tónleika í Selinu á Stokkalæk.
Franski slagverksleikarinn Lucie
Antunes kemur fram á tónleikum
Sumartónleika í Skálholti á
fimmtudagskvöldið. Á efnisskrá
tónleikanna er einleiksverk eftir
Vinko Globokar, Michel Chapon
og Karlheinz Stockhausen. Einnig
frumflytur Antunes verkið Saman
– eða Ensemble – eftir Elínu
Gunnlaugsdóttur staðartónskáld
en í verkinu leikur Sigurður Hall-
dórsson á selló. Hluti efnisskrár-
innar verður einnig í formi spuna.
Lucie Antunes hóf nám í slag-
verksleik 15 gömul í heimaborg
sinni Marseille. Fjórum árum eftir
að hún hóf nám vann hún til
fyrstu verðlauna í slagverkskeppni
í Frakklandi og hefur unnið til
fjölda slíkra verðlauna upp frá því
í Frakklandi og víðar í Evrópu.
Hún stundar nú nám í Conserva-
toire Supérieur de Lyon. Und-
anfarin ár hefur Antunes lagt
áherslu á flutning á nútímatónlist
og dvaldi meðal annars við nám í
Cité Internationale des Arts í Par-
is.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.
Lucie Antunes Franski slagverks-
leikarinn Lucie Antunes.
Lucie Ant-
unes leikur
í Skálholti
Frumflytur
verk eftir Elínu
Gunnlaugsdóttur
Eftir Jane Austen liggja sex
skáldsögur og eitt skáld-
sögubrot. Brotið það, sem hún
byrjaði á nokkrum árum áður
en fyrsta bók hennar kom út,
hefur verið gefið út undir nafn-
inu The Watsons, en Austen
skrifaði ekki nema fjórðung af
verkinu, um 70 síður. Hand-
ritið að The Watsons hefur
verið í einkaeigu, allt nema
fyrstu tólf síðurnar sem eru á
safni í New York, eina handrit Austen sem svo er
háttað um, og verður selt á uppboði í Lundúnum á
fimmtudag. Fræðingar gera því skóna að fyrir
handritið fáist um 100 milljónir króna hið minnsta.
Bókmenntir
Handrit Jane
Austen til sölu
Jane
Austen
Gríski gítarleikarinn Mihalis
Moshoutis heldur tónleika í
verslun 12 Tóna við Skóla-
vörðustíg á fimmtudag.
Mihalis Moshoutis er fædd-
ur 1979 í Grikklandi. Hann
nam klassískan gítarleik í
Guildhall School of Music
London og í The Royal Con-
servatoire Hague, og er marg-
verðlaunaður fyrir leik sinn.
Þá hefur hann komið fram með
mörgum af fremstu söngvurum Grikklands og
leikið með fjölda hljómsveita.
Tónleikarnir hefjast kl. 17.30 og eru allir vel-
komnir. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist
Gítartónleikar
í 12 Tónum
Mihalis
Moshoutis
Borgarbókasafn Reykjavíkur
stendur fyrir fjölskyldugöngu
annað kvöld. Í göngunni kynna
Sigrún Jóna Kristjánsdóttir og
Sunna Björk Þórarinsdóttir
nýlegar bækur fyrir börn á
söguslóðum sínum víðs vegar í
miðbænum. Rithöfundarnir
Þórarinn Leifsson og Margrét
Örnólfsdóttir hitta göngugesti
og meðal viðkomustaða eru
Hótel Borg, Hólavallagarður,
Hljómskálagarðurinn og Reykjavíkurtjörn.
Gangan tekur ríflega klukkustund. Lagt
verður af stað frá Borgarbókasafni í Grófarhúsi
kl. 20.
Barnabækur
Barnabókaganga
um miðbæinn
Þórarinn
Leifsson
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Sýningin Læsi verður opnuð í Ný-
listasafninu næstkomandi laug-
ardag. Á sýningunni verða bókverk
úr eigu safnsins auk verka sem feng-
in voru að láni til að fylla upp í eyður
í safneigninni. Sýningastjóri er Jón
B.K. Ransu.
Á sýningunni eru listaverk sem
byggð eru á samspili texta, forma og
rýmis og flest eru í eigu Ný-
listasafnsins, en þar er að finna
stærsta safn af bóklistaverkum á Ís-
landi. Nokkur verk sem þóttu ómiss-
andi í þetta samhengi, voru fengin
að láni hjá höfundum þeirra.
Sýnd eru verk eftir átján lista-
menn; Áslaugu Thorlacius, Birgi
Andrésson, Dieter Roth, Douwe Jan
Bakker, Finnboga Pétursson, Franz
Graf, Friðrik Þór Friðriksson, Hildi
Hákonardóttur, G.Erlu, Gunndísi
Ýri Finnbogadóttur, Hlyn Hallsson,
Jan Vos, Kristján Guðmundsson,
Níels Hafstein, Ragnhildi Jóhanns-
dóttur, Rúnu Þorkelsdóttur, Rúrí og
Steingrím Eyfjörð.
Jón B.K. Ransu segir að í verk-
unum á sýningunni sé bókin sjálf
listaverkið en ekki til þess að lesa
bókmenntir. „Nýlistasafnið á mjög
fínt safn af bóklistaverkum og þetta
eru verk sem fjalla um formið bók
sem hægt er að nota öðruvísi en
endilega bara að fletta þeim. Það er
gott að vitna í grein Gunnars Harð-
arsonar í þessu samhengi þar sem
hann talar um að eiginleiki bókar sé
eiginlega tvívíður þegar við lesum
hverja síðu fyrir sig, en þegar komið
er inn í heim myndlistarinnar kemur
ytra byrðið líka til og eiginlegt bók-
verk er ytra byrði og innihald.“
Eins og getið er eru verkin ekki
öll í eigu safnsins, þó að það eigi
mjög gott safn bókverka. „Ég fékk
nokkur verk lánuð sem mér fannst
vanta inn í samhengið en annars er
þetta safn verka allt frá því að safnið
var stofnað og menn hafa gefið því.
Til dæmis er eitt verk eftir Dieter
Roth frá 1958, en yngstu verki eru
eftir listamenn sem eru nýútskrif-
aðir úr Listaháskólanum.“
Bækur sem eru ekki bara
bækur í Nýlistasafninu
Sýning á bók-
verkum opnuð
á laugardag
Morgunblaðið/Golli
Bókverk Jón B.K. Ransu er sýningarstjóri á sýningunni Læsi sem opnuð verður í Nýlistasafninu á laugardag.
Danshátíðin Reykjavík Dance Festi-
val verður haldin 5. til 11. september
næstkomandi víða um borg. Sviðs-
verk verða frumsýnd í Tjarnarbíói,
dansmyndir sýndar í Bíó Paradís og
verk sýnd víðsvegar um bæinn utan-
dyra og í óhefðbundnu rými. Boðið
verður upp á námskeið fyrir dansara
á hátíðinni í leiðsögn danslista-
mannsins Iñaki Azpillaga.
Danshátíðin var fyrst haldin og
2002 og árlega upp frá því nema að
hún féll niður 2008. Dansarar eru
flestir íslenskir, en einnig verður
töluvert af erlendum dönsurum og
tónlistarfólki í samstarfi við íslenska
listamenn. Meðal þeirra listamanna
sem bókað hafa þátttöku sína eru
danshópurinn Raven, Bjargey Ólafs-
dóttir, Margrét Sara Guðjónsdóttir,
Samsuðan & Co, Steinunn Ketils-
dóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir,
Lára Stefánsdóttir, Menningar-
félagið, John The Houseband, Brog-
an Davidson, Helena Jónsdóttir,
Alma Söderberg, Tranz, Lillian Pi-
neda, Katla Þórarinsdóttir, Guðrún
Óskarsdóttir og Keren Rosenberg.
Eitt af meginmarkmiðum hátíð-
arinnar er að stækka markaðssvæði
íslenskra dansverka og af því tilefni
hafa aðstandendur hátíðarinnnar
boðið hingað skipuleggjendum er-
lendra hátíða.
Danshátíð í
Reykjavík í haust
Reykjavík Dance Festival í september
Alþjóðleg Danslistaflokkurinn
John The Houseband.