Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hagstæð vindátt forðaði því að rýma þyrfti íbúðir í Laugarneshverfi í ann- að skiptið á sjö árum þegar eldur blossaði upp í endurvinnslustöð Hringrásar í Klettagörðum aðfara- nótt þriðjudags. Árið 2004 lagði ban- eitraðan reyk frá eldsvoða á sama stað yfir íbúðahverfi í nágrenni fyr- irtækisins og þurftu um sex hundruð manns að flýja heimili sín. Í næsta nágrenni við fyrirtækið búa hundruð eldri borgara á hjúkrunar- og öldr- unarheimilum. Þó rýmingaráætlanir séu til fyrir heimilin er það meiri- háttar mál að rýma þau ef frekari óhöpp verða á svæðinu. Hrafnista á Brúnavegi er stærsta öldrunarheimili landsins með um 240 heimilismenn. Þar eru meðal annars tvær deildir fyrir heilabilaða. Á hjúkrunarheimilinu Skjóli eru svo 94 einstaklingar og er meðalaldur þeirra um 85 ár. Margir þeirra eru rúmfastir og því ekki auðvelt um vik að flytja þá í neyðarástandi. Á báðum stöðum eru í gildi rým- ingaráætlanir til að bregðast við þegar mengungarslys sem þessi eiga sér stað. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Skjóls, segir að öryggisáætlanir þar hafi verið upp- færðar fyrir tveimur til þremur ár- um en þessi mál verði skoðuð enn frekar eftir eldsvoðann á aðfaranótt þriðjudags. Á hvorugu heimilinu voru þó til viðmið um hversu langan tíma rým- ing tæki. „Það fer eftir því á hvaða tíma dags þetta gerist hve fljótt er hægt að rýma. Það eru færri starfs- menn á nóttunni en þá væri kallað út fólk,“ segir Vilhjálmur. Vilja finna Hringrás nýjan stað Það er þó ekki hlaupið að því að finna starfsemi Hringrásar annað svæði í höfuðborginni eins og borg- arfulltrúar og embættismenn hafa látið í veðri vaka að verði skoðað eftir eldsvoðann. Dekkin sem fyrirtækið tekur við eru mulin niður og gúmmí- ið og málmurinn svo seldur til út- landa. Það er því lykilatriði fyrir Hringrás að vera við bryggju eins og á núverandi stað. Í vinnu við aðalskipu- lag Reykjavíkurborgar á síðasta kjörtímabili var rætt um að aðkall- andi væri að finna fyr- irtækinu, auk fleiri fyrirtækja í grófiðnaði, annan stað í borginni og var þar litið til nýrrar hafnar á Álfsnesi við Kollafjörð. Þar eru meðal ann- ars nefnd fyrir- tæki eins og Björgun við Bryggjuhverfi auk steypu- stöðva. Ekkert virðist þó í spilunum um að uppbygg- ing iðnaðar sé á næsta leiti þar. Enginn augljós staður í boði „Ég held að það sé nú augljóst af hafnarsvæðunum í Reykjavík að þar er enginn staður sem maður sér í fljótu bragði sem gæti gengið upp,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hafnarsvæði borgar- innar séu því merki brennd að vera í næsta nágrenni við íbúðahverfi og aðra starfsemi sem megi illa við uppákomum sem þessum. Það eigi eftir að koma í ljós hvaða framgang höfn á Álfsnesi hafi. Það sé töluvert mikil framkvæmd sem hugsa þurfi vel áður en ráðist sé í hana. Hann segir það fyrst og fremst óskir fyr- irtækisins að vera við bryggju en það sé ekki endilega forsenda starfsem- innar. Engin lausn í höfn fyrir Hringrás  Nokkur hundruð eldri borgara búa á hjúkrunar- og öldrunarheimilum í næsta nágrenni Hringrásar  Hafnarstjóri segir enga augljósa staði á hafnarsvæðum þangað sem hægt væri að flytja starfsemina Morgunblaðið/Eggert Þéttbýli Fjöldi eldri borgara býr á öldrunarheimili Hrafnistu og í þjónustuíbúðum í grenndinni. Allar þessar bygg- ingar þyrfti að rýma ef mengunarreyk legði yfir hverfið. Tvisvar hefur kviknað í dekkjum á síðustu sjö árum. Starfsemi endurskoðuð » Borgarráð fjallar um öryggismál og almannaheill í tengslum við brunann í Hring- rás á næsta fundi sínum. » Formaður stjórnar Faxa- flóahafna hefur sagt að flestir séu sammála um að finna þurfi starfseminni annan stað fjær íbúðarhverfum. » Í starfsleyfi Hringrásar er fyrirtækinu veitt heimild til að hafa þúsund rúmmetra af gúmmíi á starfssvæði sínu. » Í skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í síðustu viku var magn gúmmís innan marka leyfisins. » Einar Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Hringrásar, segir fyrirtækið hafa í hyggju að leggja fram tillögu um að takmarka magn gúmmís á svæði fyrirtækisins frá því sem kveðið er á um í starfs- leyfi þess. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir slökkvilið hafa áætlanir um hvernig svæði séu rýmd en rýmingaráætlanir húsa eins og Hrafnistu og Skjóls séu á ábyrgð forsvarsmanna þeirra. Þegar grípa þarf til rýmingar eins og gerðist árið 2004 geti Neyðarlínan rammað inn svæði á korti og hringja þá allir símar á viðkomandi svæði. Þá gegni fjölmiðlar stóru hlutverki í rýmingaráætlunum. Mikilvægt sé að fólk kveiki strax á þeim til að vita hvernig eigi að bregðast við. Slökkviliðið hefur einnig þann möguleika að keyra um götur á bíl með gjallarhorni til að kalla á fólk eða ganga í hús og banka. Þá beri íbúar sjálfir sína ábyrgð. „Við treystum á eðlileg viðbrögð almennings líka. Það skiptir gríðarlegu máli í fjölbýli að fólk sé meðvitað um að vekja nágranna og það hugsi um náungann,“ segir Jón Viðar. Nota síma og gjallarhorn SLÖKKVILIÐ HEFUR ÝMSAR LEIÐIR TIL AÐ STANDA AÐ RÝMINGU Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Í næstu viku verður ár liðið frá opn- un Landeyjahafnar. Nú er ljóst að miklar frátafir hafa orðið á ferðum Herjólfs og höfnin hefur því ekki staðið undir þeim væntingum sem menn höfðu í upphafi. Til dæmis var ekkert siglt til Landeyjahafnar frá febrúar til og með apríl. Askan til vandræða í höfninni Siglingastofnun segir niðurfell- ingar ferða Herjólfs til Land- eyjahafnar tilkomnar vegna dýpis og erfiðleika við siglingar fyrir utan höfnina. Í fyrsta lagi hafi höfnin verið hönnuð fyrir grunnristari ferju en Herjólf og í öðru lagi hafi gosinu í Eyjafjallajökli fylgt mikið hlaup í Markarfljót sem flutt hafi milljónir rúmmetra af sandi og ösku. Þá hafi þrálátar austlægar ölduáttir flutt efnið fyrir höfnina. Sigurður Áss Grétarsson, for- stöðumaður hafnarsviðs Sigl- ingastofnunar, segir að alltaf hafi verið gert ráð fyrir að dæla þyrfti úr höfninni. „Allar okkar rannsóknir miðuðust við að það þyrfti að dæla 30 þúsund rúmmetrum á ári, miðað við grunn- rist skip en margföldu því magni miðað við Herjólf,“ segir Sigurður. „Það var ljóst að ef við fengjum stór hlaup í Markarfljóti yrðu trufl- anir á rekstri Landeyjahafnar.“ Hann segir ástandið í höfninni m.t.t. dýpis margfalt betra nú en fyrir ári síðan. „Það komu tvær milljónir rúm- metra af sandi með hlaupinu í fyrra og tuttugu milljónir rúmmetra af ösku. Það er óvíst hvað það mun taka langan tíma fyrir öskuna að setjast. Efnisburðurinn í Landeyja- höfn er bara brot af því sem hann var síðasta sumar.“ Sigurður trúir því að dýptarvandamálið sé leysan- legt. Í versta falli verði settur upp fastur dælubúnaður og það komi í ljós á næstunni. „Dýpkunarskip geta ekki unnið nema ölduhæðin sé undir tveimur metrum og að fá af- kastameira skip en Skandia kostar mikið.“ Sigurður segir það ekki rétt að hafstraumar flytji sand upp í Landeyjahöfn. Hins vegar flytji haf- straumar ösku í höfnina þar sem askan sé mun léttari en sandurinn. Hann vonast þó til að um tímabund- ið ástand sé að ræða. Hvað varðar siglinguna segir Sigurður að það muni vonandi lærast með tímanum. „Við erum með hafnir á suður- ströndinni þar sem öldur eru ekkert lægri en í Landeyjahöfn, til dæmis má nefna Grindavík og Hornafjörð.“ Sigurður segir kostnað vegna hafnarinnar vera undir áætlunum þrátt fyrir erfiðleikana. Þá sé rekstrarkostnaður Herjólfs þegar siglt sé til Landeyjahafnar 1 til 1,5 milljónum króna minni en þegar siglt er til Þorlákshafnar. Höfnin ekki hönnuð fyrir Herjólf  Herjólfur hefur ekki getað siglt eins oft til Landeyjahafnar og vonir stóðu til  20 milljónir rúm- metra af ösku bárust í höfnina eftir gosið í Eyjafjallajökli  Ástandið mun betra nú en í fyrra Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Í næstu viku verður ár liðið frá opnun Landeyjahafnar. Síðan Landeyjahöfn var opnuð 20. júlí í fyrra hefur Herjólfur farið samtals 757 ferðir í Land- eyjahöfn. Ekki hefur alltaf verið hægt að sigla þangað og því hefur Herjólfur farið 336 ferðir til Þorlákshafnar. Samtals hafa svo 44 ferðir verið felldar niður. Vegna slæmra aðstæðna var svo engin ferð farin til eða frá Landeyjahöfn frá febrúar til og með apríl. Það tekur Herjólf rúman hálf- tíma að sigla milli Vestmanna- eyja og Landeyjahafnar. Hins vegar tekur um þrjá klukkutíma að sigla milli Þorlákshafnar og Eyja og það sem af er ári hafa fleiri ferðast með Herjólfi held- ur en gerðist á heilu ári þegar einungis var siglt til Þorláks- hafnar. Stopular vetrarferðir FLEIRI MEÐ HERJÓLFI Jón Viðar Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.