Morgunblaðið - 14.07.2011, Side 19

Morgunblaðið - 14.07.2011, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 Í dag hefst Bryggjuhátíð á Stokks- eyri, sem nú er haldin í áttunda sinn og heitir reyndar fullu nafni Bryggjuhátíð á Stokkseyri –Brú til brottfluttra – Vinir frá Vík. Það er Hrútavinafélagið Örvar á Suður- landi sem stendur fyrir hátíðinni, í samvinnu við góða samstarfsaðila en dagskrá Bryggjuhátíðarinnar er af- ar fjölbreytt og skemmtileg og eitt- hvað þar að finna fyrir alla fjöl- skylduna. Fyrsti viðburður hátíðarinnar fer fram í samkomuhúsinu Gimli kl. 20.30 í kvöld en þá verður opnuð málverkasýning Péturs Behrens í tilefni 90 ára afmælis Gimli á þessu ári. Hljómsveitin GRANÍT efnir síð- an til útgáfutónleika í húsinu en með hljómsveitinni mun stíga á svið söngkonan Hlín Pétursdóttir frá Keldnaholti. Á föstudaginn hefst fjölskyldu- skemmtun á og við Stokkseyrar- bryggju kl. 20 og er hún einn stærsti viðburður hátíðarinnar. Björgvin Franz skemmtir börnunum, Árni Johnsen syngur við varðeldinn, Landhelgisgæslan býður upp á þyrlusýningu, slegið verður til bændaballs á bryggjunni og svona mætti lengi telja. Á laugardaginn verður m.a. efnt til sandkastalakeppni við Stokkseyr- arbryggju, haldin hin stór- skemmtilega Hverfakeppni í knatt- spyrnu, boðið verður upp á andlitsmálun og leiki fyrir börnin og hægt verður að fara í söguferðir í rútu um Stokkseyri og Eyrarbakka. Á sunnudeginum efnir Hags- munafélag hestaeigenda á Stokks- eyri til hópreiðar og hestamanna- leikja en auk þeirrar dagskrár sem í boði verður á hátíðinni verða margs- konar söfn, sýningar, þjónusta og af- þreying opin alla dagana. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni www.stokkseyri.is. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á Bryggjuhátíð Sungið Á dagskrá Bryggjuhátíðar má finna eitthvað fyrir alla, auk þess er opið á söfnum og sýningum ýmis konar. Fluguveiði á Þingvöllum Sunnudaginn 17. júlí kl. 9-14 verður haldið fluguveiðinámskeið á Þingvöllum en fyrir því standa Veiðiheimur, Veiðikortið og Þjóð- garðurinn á Þingvöllum. Meðal annars verður farið yfir hverjar eru þörfustu silungaflugurnar, all- ir helstu veiðihnútarnir verða kenndir, farið yfir helstu atriði flugukasta með einhendu og nám- skeiðinu lýkur síðan með kast- keppni. Skráning fer fram á síðunni www.veidikortid.is og þar má einnig nálgast nánari upplýsingar. Fótboltagolf í Þorlákshöfn Golfsjúkar fótboltabullur geta svo sannarlega fundið íþrótt við sitt hæfi í Þorlákshöfn. Þar er að finna 18 holu fótboltagolfvöll, en lengsta brautin er 100 metrar. Þátttakendur þurfa að klára völl- inn í sem fæstum spörkum, að gefnum ákveðnum reglum og þrautum sem flækja málin á hverri braut. Grænmeti í Hveragerði Á morgun kl. 14 opnar Græn- metismarkaðurinn í Hveragerði en þar verður hægt að gera góð kaup á fersku íslensku gróðurhúsagræn- meti og icebergsalati, kínakáli, hvítkáli og hnúðkáli. Einnig verð- ur í boði bleikja og hrossabjúgu. Markaðurinn verður opinn um helgar í sumar; á föstudögum frá kl. 14-18 og laugardögum og sunnudögum kl. 12-18. Myndlist í hesthúsinu Listamaðurinn Sigurlína Krist- insdóttir hefur opnað myndlistar- sýningu í hesthúsi í Reykholti í Biskupstungum. Opið verður hjá henni frá 11 til 17 á föstudag og laugardag, en lokað á sunnudag- inn. Listaverkin, aðallega málverk, tengjast öll íslenska hestinum. Börnin ættu líka að hafa áhuga á þessu því tveir hestar verða á staðnum til að skoða og klappa og myndlistarhorn fyrir börnin, til að teikna og lita. Menning á Sólheimum Menningarveisla á Sólheimum stendur til 13. ágúst með tón- leikum, fræðslu og listsýningum. Á laugardaginn kl. 14 efnir tvíeykið Pikkninn, þau Sigríður Eyþórs- dóttir og Þorsteinn Einarsson í Hjálmum, til tónleika í Sólheima- kirkju og leikur sálmaskotna sveitatónlist fyrir áheyrendur. Kl. 15 mun síðan Hreinn Ósk- arsson, skógfræðingur hjá Heklu- skógum, halda fyrirlestur um end- urreisn og uppgræðslu birkiskóga á Íslandi í Sesseljuhúsi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sunnlenskar vörur í Búbót Í lok maímánaðar var opnuð lítil sveitaverslun í Flóahreppi. Búðin heitir Búbót og er við hringveginn um 12 km frá Selfossi, á sama stað og Þingborg. Þar er hægt að kaupa nýjar og ferskar vörur, sem allar eru framleiddar í héraðinu. Gufuböðin á Laugarvatni opin Búið er að opna hina endur- bættu heilsulind Fontana við Laug- arvatn. Aðgangseyrir fyrir full- orðna er 2.100 krónur en hálfvirði fyrir 13-16 ára unglinga. Börn tólf ára og yngri fá frítt inn í fylgd með forráðamönnum. Bylgjulestin á Flúðum Á móti sól, Jón Jónsson, Vinir Sjonna, Dalton flokkurinn, söngv- arar úr söngleiknum Hárinu, Ingó Veðurguð, Pétur Ben og Eberg, Jón Víðis töframaður, og Jóhanna Guðrún troða upp á Flúðum. Auk þess verða leiktæki fyrir börnin, kók og pylsur á grillinu og ómælt magn af grænmeti frá garð- yrkjubændum. Hátíðinni lýkur svo á laugardagskvöldið með stuðdans- leik á Útlaganum. Aðgangur að hátíðinni er ókeypis. Sólríkir dagar á Suðurlandi Skemmtilegt tjaldstæði, fyrir þá sem vilja vera utan al- faraleiðar, er í Grandavör í Hallgeirsey í Austur- Landeyjum. Tjaldstæðið er í göngufjarlægð við fjöruna og líklega aldrei betra að vera þar en nú um helgina, í hægri og hlýrri norðlægri átt, ef veðurspár ganga eft- ir. Bátar hafa verið dregnir þar á þurrt land og er einn þeirra notaður undir þjónustu við gesti á tjaldstæðinu, en hinum bátunum þykir börnum skemmtilegt að leika sér í og eru þeir notaðir við kappleiki á sjómannadag- inn ár hvert. Þar er einnig leiktæki að finna og raunar er þar búið að innrétta fjós fyrir mannfögnuði, allt að fimmtíu manns. Þar sem ströndin er í göngufjarlægð frá tjaldstæð- inu er þetta eitt af fáum tjaldstæðum þar sem boðið er upp á sjóstangaveiði frá landi og veiðast þar meðal annars háfar, litlir hákarlar. Einnig er boðið upp á æv- intýraferðir á alvöru hertrukk á fjörunni, en sumir láta sér nægja að ganga þar um og bleyta tærnar í fjöru- borðinu. Úrval fínna tjaldstæða á svæðinu Mörg fín tjaldstæði eru annars á Suðurlandi, þar á meðal í Hveragerði, á Hvolsvelli og öðrum byggða- kjörnum þar sem stutt er í alla þjónustu, en einnig má nefna tjaldstæðið við félagsheimilið Þjórsárver í Flóa- hreppi, í Galtalæk og við Kaffi Langbrók á leiðinni inn í Fljótshlíð, en þar er einnig að finna Meyjarhofið, sem er hof að heiðnum sið sem tileinkað er konum og þykir skemmtilegt að skoða á leiðinni þar um. Á sjóstöng frá tjaldstæðinu Ljósmynd/Grandavör Litlir hákarlar Heldur betur bar vel í veiði hjá þessum tveimur. Margir hafa veitt fisk í háf en ekki háf á stöng. Gönguleiðir eru margvíslegar á Suðurlandi og fyrir stutta ferð er fjallið Þríhyrningur kjörið. Ekki mjög hátt en býður upp á mikil- fenglegt útsýni. Þá er drjúg ganga í kringum Bjólfell, frá Næfurholti í Landsveit, yfir engi, í gegnum hraun og fallegan birkiskóg. Síðast en ekki síst má nefna Sel- vogsgötu í Reykjanesfólkvangi. Hún liggur frá Kaldárseli til Sel- vogs og er dagleið, rúmlega 30 kíló- metrar. Fyrst er gengið að Vala- hnúkum en svo er leiðin vörðuð um Mygludali, austur yfir Tvíbolla- hraun að Bláfjallavegi og þaðan upp í Grindaskörð, að Bollunum á norðanverðri fjallsbrúninni. Svo er leiðin vörðuð áfram að Hlíðarvatni í Selvogi. Á leiðinni má sjá hella, hraunrásir og margt fleira. Ljósmynd/Ferlir.is Gata Leiðin er að hluta klöppuð í hraunið af fótum manna og dýra. Selvogsgata tilvalin leið Í dag hefst Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum á Brávöllum á Sel- fossi og stendur það fram eftir laugardegi. Það er hestamanna- félagið Sleipnir sem heldur mótið og hefur undirbúningur staðið frá því sl. vetur. Mikil uppbygging hef- ur verið á svæði félagsins að undan- förnu og þar m.a. verið reist ný reiðhöll. Allir bestu gæðingar og knapar landsins mæta til leiks og keppa í helstu greinum hestaíþrótta en alls hafa 230 skráningar borist og því ljóst að mikið verður um tilþrif. Hestamót af þessu tagi eru frá- bær skemmtun fyrir alla fjölskyld- una, eins og sannaðist á lands- mótinu á Vindheimamelum á dögunum og verður m.a. boðið upp á leiktæki fyrir börnin á svæðinu. Íslandsmót á Brávöllum Sýningarsalur Listasafns Reykja- nesbæjar er til staðar í hinum fal- legu Duushúsum en þar stendur nú yfir sýningin „Eitthvað í þá áttina.“ Á henni má sjá verk fjölmargra listamanna, sem unnin eru útfrá kortagerð, skrásetningu og stað- setningu og spanna þau 30 ára tíma- bil. Í Duushúsum er einnig að finna sýninguna Bátafloti Gríms Karls- sonar og sýninguna „Völlurinn, ná- granni innan girðingar,“ sem fjallar um störfin á vellinum og áhrif hans á mannlífið á svæðinu. Morgunblaðið/RAX Sýningar í Duushúsum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.