Morgunblaðið - 14.07.2011, Side 24

Morgunblaðið - 14.07.2011, Side 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 Víða er heitt um þessar mundir og þegar hitinn er kominn upp fyrir 40 gráður reynist mörgum erfitt að vera utan dyra. Þegar fólk þarf á kæl- ingu að halda koma loftkæld ökutæki sér einkar vel að ekki sé talað um gosbrunna og sundlaug- ar. Sums staðar eru þessi þægindi ekki til staðar þegar á þarf að halda og þá er ekki annað í stöð- unni en stinga sér í vatnið eins og þessir strákar gera við Ohrid-vatn í Makedóníu. Reuters Vatnið alltaf best í hitanum Nær 900 börn týndu lífi og yfir 3.200 særðust í óeirðum í Írak á árunum 2008 til 2010. Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna, UNICEF, greindi frá þessu í gær í tilefni Dags írakska barnsins. Í skýrslu UNICEF kemur fram að samkvæmt opinberum tölum hafi 376 börn látið lífið og 1.594 særst í óreirðum í Írak 2008. Sam- bærilegar tölur hafi verið 362 og 1.044 2009. Fyrstu níu mánuði árs- ins 2010 hafi 134 börn verið drepin og 590 særst í óeirðum í landinu. UNICEF hefur miklar áhyggjur af viðvarandi ofbeldi sem brjóti harðlega á réttindum barna í Írak. Bent er á að börn, sem hafi fallið í átökunum á nefndu tímabili, séu 8,1% allra sem hafi týnt lífi á sama tíma. Jafnframt kemur fram að árásum á menntastofnanir og starfsfólk þeirra eins og kennara og stjórnendur hefur fjölgað og þar með haft áhrif á rétt barna til náms. Í gær var Dagur írakska barns- ins til minningar um 32 börn sem létust í bílasprengju 13. júní 2005, þegar þau hlupu í áttina að banda- rískum hermönnum til að þiggja af þeim sælgæti og leikföng. Nær 900 börn í Írak drepin og um 3.200 særð á þremur árum Meira en 100 ára Rafetus-skjald- baka í Víetnam hefur fengið frelsið á ný eftir þriggja mánaða umsjón sérfræðinga vegna meiðsla. Gert var að sárum hennar og henni síðan sleppt í Hoan Kiem-vatn í Hanoi. Vitað er um fjórar Rafetus- skjaldbökur, tvær í Kína og eina annars staðar í Víetnam. Þessi skjaldbaka er í hávegum höfð hjá Víetnömum. Sagan segir að Le Loi hafi varist innrás Kínverja með töfrasverði fyrir nær sex öldum. Eftir að hann varð keisari sigldi hann dag einn á Hoan Kiem-vatni (Sverðavatni). Þá birtist skjaldbaka, Rafetus- skjaldbaka að margra mati, tók töfrasverðið hans og synti með það til botns þar sem hún gætir þess þar til Víetnam þarf næst að berjast fyrir sjálfstæði. Risaskjaldbakan vegur um 170 kg. Hún var tekin úr vatninu í apríl eftir að myndir sýndu sár á fótum og hálsi, væntanlega eftir háfa og aðrar minni skjaldbökur. Fræg skjaldbaka frelsinu fegin á ný Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Aukin hræðsla vegna geislavirkni fékk byr undir báða vængi í Japan í gær eftir að greint var frá því að geislamengað kjöt frá býli rétt fyrir utan Fukushima hefði farið á markað í Japan. Um svipað leyti lýsti Naoto Kan, for- sætisráðherra Japans, því yfir að ráðamenn ættu að stefna að því að Japan yrði kjarnorku- laust land í framtíðinni. Eftir hamfarirnar í Japan 11. mars síðastlið- inn voru íbúar, nautgripir og annar búfénaður fluttir á brott af 20 kílómetra landsvæði um- hverfis Fukushima kjarnorkuverið. Rannsókn um helgina leiddi í ljós að kjöt úr 11 naut- gripum frá bæ í Minamisoma rétt utan við bannsvæðið stóðst ekki öryggiskröfur en magn geislavirka frumefnisins sesíum í því mældist allt að sex sinnum meira en leyfilegt er. Bónd- inn viðurkenndi þá að nautgripirnir hefðu fengið fóður sem hefði verið ræktað á hættu- svæði. Rannsókn á því sýndi að það innihélt 56 sinnum meira sesíum en leyfilegt er. Menguð matvæli Bóndinn slátraði sex kúm í maí og júní og var kjötið, um 1,5 tonn, selt í búðir og til veit- ingastaða víða í Japan, meðal annars í Tókíó og Osaka. Þegar þessar upplýsingar voru gerðar opinberar reyndi ríkisstjórnin að róa almenn- ing í landinu og draga úr hættunni með því að benda á að fólk væri ekki í mikilli hættu þó það borðaði lítinn skammt af geislamenguðu kjöti. Samt sem áður vakti málið grunsemdir um matvælaöryggi rúmum fjórum mánuðum eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna og vísað var til þess að of mikið magn geislavirkra efna hefði fundist í grænmeti, sjávarfangi og grænu tei. Án kjarnorku Naoto Kan hefur ítrekað sagt að Japan eigi að snúa sér að endurnýtanlegri orku í auknum mæli. Hann sagði í gær að leggja ætti áherslu á að draga jafnt og þétt úr notkun kjarnorku í landinu. „Við stefnum að því að vera samfélag sem þarf ekki á kjarnorku að halda,“ sagði hann. Forsætisráðherrann sagði að með hættuna á kjarnorkuslysum í huga væri ekki réttlætan- legt að halda áfram og treysta á aukið öryggi í kjarnorkuverum. Geislamengað kjöt á markað  Fóður nautgripa skammt frá Fukushima innihélt 56 sinnum meira sesíum en leyfilegt er  Magnið í kjötinu sexfalt yfir hámarki  Forsætisráðherra Japans vill að landið verði kjarnorkulaust í framtíðinni „Við stefnum að því að vera samfélag sem þarf ekki á kjarnorku að halda“ Naoto Kan BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hersveitir Muammars Gaddafis gerðu gagnárásir á sveitir uppreisn- armanna suðvestur af Trípolí í Líbíu í gær. Uppreisnarmenn segja ómögulegt að ná samkomulagi við Gaddafi, sem stendur frammi fyrir peningaleysi og olíuskorti að öllu óbreyttu. Uppreisnarmenn, sem hafa náð bæjum frá Nalut að Kikla í fjöll- unum í vesturhluta landsins á sitt vald, geta komið í veg fyrir að helsta olíuhreinsunarstöðin í al Za- wiyah fái hráefni og gerir leyniþjón- usta Bandaríkjanna ráð fyrir að af því geti orðið innan mánaðar. Fyrir rúmri viku viðurkenndi tyrkneska ríkisstjórnin bráða- birgðastjórn uppreisnarmanna í Líbíu, frysti eignir stjórnar Gaddaf- is í Tyrklandi og ákvað að auka fjár- hagsaðstoð við bráðabirgðastjórn- ina. Klippt á tengingu Talið er að með ákvörðun sinni hafi Tyrkir fryst hundruð milljóna dollara og þar með skorið á teng- ingu Gaddafis við nauðsynlegt reiðufé, meðal annars til þess að borga mönnum sínum laun. Sagt er að skörð séu komin í fylk- ingar Gaddafis og haft hef- ur verið eftir bandarísk- um embættismönnum að mikil óeining ríki á með- al stuðningsmanna hans. Það á reyndar ekki aðeins við um stjórnarherinn því uppreisnarmenn hafa verið illa skipulagðir, átt í vandræðum með að afla sér nægra skotfæra og annarra birgða auk þess sem þeim hefur gengið illa að halda yfirráðum á svæðum sem þeir hafa náð á sitt vald. Loftárásirnar á Líbíu hafa staðið yfir síðan í mars. Hugmyndir um vopnahlé og friðsamlega lausn hafa ekki náð fram að ganga. Forsætis- ráðherra Tyrklands segist til dæmis hafa boðið að tryggja öryggi Gad- dafis yfirgefi hann Líbíu en ekki fengið svör. Reyndar hefur Gaddafi ítrekað neitað að yfirgefa landið eða gefast upp. Ríkin sem standa að loftárásunum hafa sagt að lykilatriði sé að Gaddafi fari frá. Og þar við situr. Gaddafi bítur frá sér en skortir bæði fé og olíu  Hersveitir hans gerðu gagnárásir á sveitir uppreisnarmanna suðvestur af Trípolí Belgía, Lúxemborg og Holland tilkynntu í gær að þau viður- kenndu bráðabirgðastjórn upp- reisnarmanna í Líbíu og áttu síðan fund með Mahmoud Jebril, leiðtoga hennar, og sendinefnd hans. Líbíu- mennirnir hittu líka Anders Fogh Rasmus- sen, framkvæmda- stjóra NATO. Aukinn stuðningur BRÁÐABIRGÐASTJÓRNIN Mahmoud Jebril

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.