Morgunblaðið - 14.07.2011, Síða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011
!" #$ $
%
% &
&
'
&
(%
)
*
!" " )
" +!,+ &
-
(%
. /"
" " )
& $ % %
0)
(.
1 '
" '
.
1 % $
$
' $
2
)
.
3
"
"
+" & ++'
-
&
Áður en fram-
kvæmdir hófust við
byggingu Suðurlands-
vegar var mikið þrátt-
að, hvort hann skyldi
vera 1+2 eða 2+2.
Vegagerðin vildi 1+2,
en sveitarstjórar á
Suðurlandi 2+2. Nið-
urstaðan varð að
ístöðulítill samgöngu-
ráðherra lét undan
sveitarstjórunum. Samþykkti að
minnstakosti helmingi dýrari fram-
kvæmd, en þörf var á með tilliti til
flutningsgetu og umferðaröryggis.
Framkvæmdin skyldi fjármögnuð
utan fjárlaga með láni frá lífeyr-
issjóðum og lánið greitt með vegtoll-
um. Flestir sættu sig við að taka lán-
ið en, þegar minnst var á vegtolla
varð allt vitlaust. Það er nefnilega
þannig að allir vilja fá betri vegi en
enginn vill borga fyrir þá. Nú höfum
við fengið nýjan ráðherra yfir sam-
göngumálin. Sá veit að lán verður að
greiða til baka og skilur auk þess, að
fyrir sama fjármagn er hægt að
leggja meira en helmingi lengri veg
1+2 en 2+2.
Nú hafa aðilar atvinnulífsins
gengið í lið með sveitarstjórunum,
sem ekki einfaldar málið. Saman
hamra þessir hagsmunaaðilar á ráð-
herra að böðlast áfram án þess að
nota heilann. Nær væri fyrir þá að
snúa sér að sínum málum og treysta
Vegagerðinni fyrir hönnun þjóð-
vega. Til þess er hún. Þar eru fag-
aðilar, sem reikna út hvaða lausn
hentar best á hverjum stað og tíma.
Hönnun þjóðvega er í stuttu máli
þannig að umferð er talin og spáð
hvert umferðarálagið verði í fram-
tíðinni. Það segir, hver flutningsgeta
vegarins þarf að vera. Út frá þessum
forsendum og aksturshraða er
ákveðið, hvort vegurinn verði 1+1,
1+2 eða 2+2 og hver verði leyfileg-
ur hámarkshraði. Kostnaður við
vegagerðina skiptir auðvitað miklu
máli og er 2+2 langdýrasti kost-
urinn. Hagstæðast er
oft að leggja fyrst 1+1
eða 1+2 veg, sem hægt
er að breyta seinna t.d.
eftir 15 til 20 ár í 1+2
eða 2+2. Þannig nýtist
fjárfestingin best og
mest fæst fyrir hana á
skemmstum tíma. Lif-
andi dæmi um mun á
1+1 og 1+2 er akstur
austur fyrir fjall á helg-
arálagstíma. Oft er
samfelld röð bíla frá
Sandskeiði að Litlu Kaffistofunni,
sem leysist svo upp um leið og komið
er á 1+2 í Svínahrauni ofan við Litlu
Kaffistofuna. Það er mikið bruðl að
byggja 2+2, þar sem 1+2 hefði
nægt. Nú er á einum stað byrjað á
byggingu 2+2 milli Reykjavíkur og
Selfoss, þar sem 1+2 hefði nægt.
Fyrir utan að 1+2 kostar mikið
minna hefði verið hægt (með sama
fjármagn) að bjóða út samtímis þrjá
eða fleiri vegarkafla 1+2. Það er
þann, sem nú er í byggingu, Hellis-
heiði til Hveragerðis, Hveragerði til
Selfoss og frá Rauðavatni til Lög-
bergs. Þá hefðu fleiri verktakar
fengið verkefni strax og fjárfesting-
inn nýst fyrr. Auk þess hefði miðað
við 2+2 verið nægur afgangur til að
halda áfram með 1+2 austur fyrir
Selfoss eða um Þrengsli til Þorláks-
hafnar. Hvort tveggja vegir sem
líkja má við rússneska rúllettu!
Ömurlegt er að horfa upp á
hversu langt hagsmunasamtök ná að
beygja pólitíkusa, sem fara með al-
mannafé.
Hönnun þjóðvega
Eftir Sigurð
Oddsson
Sigurður Oddsson
» Oft er samfelld röð
bíla frá Sandskeiði
að Litlu Kaffistofunni,
sem leysist svo upp um
leið og komið er á 1+2 í
Svínahrauni ofan við
Litlu Kaffistofu.
Höfundur er verkfræðingur.
Kæra úrsögn. Að
undanförnu hefur
verið mikið um úr-
sagnir úr þjóð-
kirkjunni og sam-
kvæmt fréttum er
meirihluti þeirra
sem hafa sagt sig
úr og frá kirkj-
unni, utan trú-
félaga.
Þessir ein-
staklingar minna mig á mann sem hét
Júdas Ískariot og afneitaði meistara
sínum á krossinum. Hinsvegar hafa
þeir einstaklingar sem nú eru utan
kirkjunnar afneitað trú sinni vegna
starfa presta og já kannski biskups.
Ég reikna ekki með að ein-
staklingar þessir mæti í kirkjubrúð-
kaup eða skírn sinna nánustu, því að
þeir standa utan trúfélaga. Hinsvegar
veit ég að kirkjan er alltaf opin öllum
og eitt sinn var ég samferða skóla-
bróður mínum, sem er yfirlýstur trú-
leysingi, til útfarar sameiginlegs vinar
og viti menn, þá talaði trúleysinginn til
mín lágum rómi er við komum til
kirkju. Ég spurði í fáfræði minni, af
hverju hvíslar þú, er eitthvað hér inni
sem þú berð virðingu fyrir? Fátt var
um svör, en ég fékk stingandi augna-
ráð, frá þessum trúlausa vini mínum.
Það er af miklu að missa ef og þeg-
ar maður segir sig frá kirkjunni.
Kyrrðarstundirnar í kirkju minni, Ví-
dalínskirkju, eru mér ómetanlegar og
er ég þakklátur þeim prestum sem
lesa úr ritningunni þar og eru þessar
stundir mér algerlega ómetanlegar,
að maður nefni ekki súpuna, sem bor-
in er fram eftir stundina og þegar ég
fer t.d. út úr kirkjunni saddur og sæll,
þá gjarnan dýfi ég tveim fingrum í
skírnarfontinn og geri heilagt kross-
mark á enni mitt hjarta og hönd,
þarna vonast ég til að hugur minn
stýri hjarta mínu og hönd, með hjálp
Skaparans.
Í Vídalínskirkju er lítil kapella, þar
sem ég get farið inn í og átt með skap-
ara mínum stund og fer þá gjarnan
með bæn, við altarið þar. Þessu öllu
myndi ég missa af, ef ég myndi segja
mig frá kirkjunni, sem aldrei myndi
koma til mála, en haninn hefur ekki
enn galað í mínu lífi.
Það er nú svo einkennilegt með
prestana, en þeir virðast alltaf hafa
tíma til að hlusta á mein okkar mann-
anna, en það er líka einkennilegt hvað
lítið af ungu fólki nýtir sér blessaða
prestana. Auðvitað eru prestar og
biskupar gagnrýniverðir og því bið ég
þann sem syndlaus er að kasta fyrsta
steininum.
Minn fyrsti trúnaðarprestur var
séra Hreinn Hjartarson heitinn, en
hann kom inn í mitt líf, þegar ég var á
mörkum lífs og dauða, eftir mikið slys,
fyrir tæpum 30 árum og alltaf fór um
mig vellíðan, þegar presturinn opnaði
hurðina á stofu minni og gekk að rúmi
mínu, tók í hönd mína og við fórum
með stutta bæn saman. Önnur orð
voru óþörf okkar í milli, en engin orð
komu frá mér, sökum málleysis,
augnaráð okkar í milli sögðu öll ósögð
orð. Þetta hefði ég farið á mis við, ef að
ég hefði verið utan kirkjunnar, þá
hefði ég kannski ekki fengið þessa
góðu þjónustu, og þó. Þó svo að þú far-
ir frá kirkjunni, þá fer kirkjan ekki frá
þér og þá ekki þjónar hennar.
Kæra úrsögn. Að mínu mati er
nokkuð meira mál að hætta í kirkjunni
en í stjórnmálaflokki, þó svo að þú
hættir í kirkjunni lesandi góður, þá
sér kirkjan þín um útför þína og þar
ræður þú engu um, lög þessa lands
kveða á um það.
Kæra úrsögn. Ég reikna ekki með
að þú, sem hefur sagt þig úr og frá
kirkjunni, látir ekki skíra eða ferma
barn þitt og vildi ég gjarnan heyra
svör þín, þegar barn þitt spyr „af
hverju ekki?“
Kæra úrsögn. Þó svo að einhver
hópur fólks kjósi að segja sig frá og úr
kirkjunni, þá mun ég aldrei afneita trú
minni, því að ég trúi á æðri mátt og
hef játast honum sem leiðtoga lífs
míns.
SIGURJÓN SÍMONARSON,
Norðurbrú 2, Garðabæ.
Frá Sigurjóni Símonarsyni
Sigurjón
Símonarson
Kæra úrsögn
Föstudagskvöldið 8. júlí fór ég á tón-
leika í Hörpu að hlýða á Mariu João
Pires, Maxim Vengerov og Hljóm-
sveit heilags Kristófers leika Róm-
önsu eftir Beethoven, Strengjasere-
nöðu eftir Tsjaíkofskí og Píanókon-
sert eftir Beethoven. Þeirri himna-
ríkisdýrð verður ekki með orðum
lýst. En tónleikaskráin sæmir ekki
Hörpu, fremstu tónskáldum, útlend-
um tónsnillingum né tónleikagestum.
Harpa er sómi Íslands, Maria João
Pires er portúgölsk, Maxim Venge-
rov er fæddur austur í Síberíu, hljóm-
sveitin kemur hingað frá Vilníus í
Litháen, Beethoven var þýskur og
Tsjaíkofskí Rússi. En viti menn, í ís-
lenskri efnisskrá voru tónverkin
skráð á ensku, Romance for Violin
and Orchestra in F major op. 50,
Serenade for strings in C major, op.
48 og Piano Concerto No. 4, G major
op.58! Hvers á íslenskan að gjalda ?
Ég vona að þetta séu byrjunarörð-
ugleikar og að málsnjallri manneskju
verði falin gerð efnisskrár. Þá verður
hún laus við hroðvirknina, sem Hörpu
er ekki sæmandi.
RAGNHEIÐUR ÁSTA
PÉTURSDÓTTIR,
fyrrv. útvarpsþulur.
Hroðvirkni í Hörpu
Frá Ragnheiði Ástu Pétursdóttur
Krabbamein í ristli
og endaþarmi er eitt al-
gengasta krabbameinið
hér á landi. Í mjög
mörgum tilvikum eru
separ undanfari
krabbameinsins og sé
sepinn fjarlægður
minnka verulega líkur á
krabbameinsmyndun.
Áhættan á krabbameini
er í réttu hlutfalli við
stærð og fjölda sepa. Þess vegna von-
umst við til að geta lækkað bæði ný-
gengi og dánartíðni ristilkrabba-
meins með skimun. Sjúkdómurinn er
meira í ákveðnum ættum og með-
alaldur við greiningu er um 70 ár.
Mjög fáir greinast ungir. Ár hvert
greinast um 100 manns með rist-
ilkrabbamein og 30-40 með enda-
þarmskrabbamein. Tæplega 1.000
manns sem hafa fengið þessi mein
eru á lífi hér á landi.
Mikilvægi heimilislæknis í starfinu
er ekki hvað síst í forvörnum.
Fræðsluefni Krabbameinsfélagsins
um karlmenn og krabbamein lýsir
þessu vel. Þar er meðal annars sagt
að hægt sé að koma í veg fyrir allt að
30% krabbameinstilfella með lífsstíls-
breytingum. Þar er rætt um t.d.
áfengi, sólböð, hreyfingu, mataræði
og tóbak. Það má ekki gleyma áhrif-
um læknis þegar mælst er til breyt-
inga á venjum. Fjölmargar rann-
sóknir staðfesta það að orð læknis
hafa áhrif.
Við heimilislæknar höfum alla
möguleika á að koma að gagni í þess-
ari baráttu. Oft eru það heim-
ilislæknar sem sjá fólk fyrst með þau
smávægilegu einkenni sem rist-
ilkrabbamein gefur í byrjun. Alltaf á
að leggja áherslu á
hvert viðtal eins og það
sé eina viðtalið sem við
fáum við viðkomandi
aðila til að bjarga lífi
hans. Þegar okkar
skjólstæðingar leita til
okkar eru þeir yfirleitt
með spurningu sem
þeir vilja fá svar við,
þeir lýsa einhverjum
áhyggjum og vilja lausn
sinna mála. Oftar en
ekki reynir fólk að
hafna slíkum neikvæð-
um hugsunum og frekar telja sér trú
um að þetta sé nú ekkert alvarlegt.
Það eru því einkennin sem við leitum
eftir og leggjum áherslu á að fylgja
eftir.
Forvörn er fyrirhyggja. Umhverf-
isáhrif hafa áhrif og ekki má gleyma
þeim þætti heimilislæknis að minna
fólk á heilbrigða lífshætti. Almennt er
talið að hátt hlutfall kjötmetis í fæðu
og lágt hlutfall trefja auki líkur á
krabbameini í ristli. Margar fæðuteg-
undir eru taldar draga úr líkum á
krabbameinsmyndun og almennt má
segja að líkamsrækt og rétt fæðuval
geri það.
Við vitum líka að vissar breytingar
í erfðaefninu auka líkur á krabba-
meini.
Einkenni krabbameins í ristli eru
fjölþætt. Við þurfum að hugsa um
ristilkrabbamein við einkenni eins og
þreytu, breyttar hægðavenjur, blóð í
hægðum, slím í hægðum, uppþembu,
ættarsögu um krabbamein og fleira.
Greining er einföld í flestum til-
vikum, speglanirnar eru orðnar mjög
áhættulitlar og einfaldari en áður.
Meðferðin sem er að ryðja sér til
rúms í dag með einfaldari aðgerð-
artækni vekur upp hugsanir um það
hvort það ýti ekki enn frekar á okkur
að greina sjúkdóminn sem fyrst.
Krabbamein í ristli er oftast sjúk-
dómur sem vex hægt og til að byrja
með eru einkennin engin. Á meðan
æxlið er lítið er árangur af meðferð
betri. Ný tækni með notkun stoðnets,
aðgerðar um endaþarm og aðgerðar
með speglunartækni gerir þessa
lækningu minna mál fyrir okkur.
Blæðingar við aðgerðir eru orðnar lít-
ið mál og aðgerðir sem áður fyrr voru
mjög erfiðar og stórar eru sáralitlar
og einfaldar í dag. Fyrir aðeins
nokkrum árum var alltaf gerð opin
aðgerð við krabbamein í ristli. Það
getur tekið margar vikur að jafna sig
eftir slíkar aðgerðir. Núna er jafnvel
hægt að gera slíkar aðgerðir í spegl-
un og fólk fer heim samdægurs. Lífi
hefur verið bjargað með mjög ein-
faldri aðgerð. Þegar svo er þá er enn
mikilvægara að vera á varðbergi.
Ef við Íslendingar höfum ekki efni
á að skima fyrir ristilkrabbameini er
ljóst að við verðum að vera mjög vak-
andi fyrir einkennum sjúkdómsins.
Fyrir 20-30 árum var rætt um skim-
un við magakrabba en breyting í tíðni
þessara sjúkdóma gefur tilefni til að
hugsa meira um vágestinn neðar í
meltingarveginum. Nú greinum við á
annað hundrað manns árlega með
krabbamein í ristli og endaþarmi.
Miðað við að sjúkdómurinn er mörg
ár að þróast er ljóst að á Íslandi eru
mörg hundruð Íslendingar með
þennan sjúkdóm en vita ekki af hon-
um.
Verum því á varðbergi við ofantal-
in einkenni og hvetjum til átaks gegn
vágesti þessum!
Ristilkrabbamein –
lúmskur gestur
Eftir Óskar
Reykdalsson
»Krabbamein í ristli
og endaþarmi er eitt
algengasta krabbamein-
ið hér á landi. Í mjög
mörgum tilvikum eru
separ undanfari krabba-
meinsins
Óskar Reykdalsson
Höfundur er heimilislæknir.
Bréf til blaðsins