Morgunblaðið - 14.07.2011, Side 30

Morgunblaðið - 14.07.2011, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 ✝ Einar Skag-fjörð Sigurðs- son fæddist í Kefla- vík 15. febrúar 1962. Hann lést 2. júlí 2011. Foreldrar hans eru Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 3.12. 1928 og Sig- urður Skagfjörð, f. 29.12. 1934. Eft- irlifandi systkini eru: Birna, f. 1950, Eyjólfur Guðni, f. 1955, Jóna Björk, f. 1963, Bogi, f. 1965, Auður Bryn- dís, f. 1967, G. Brynja, f. 1968, Anna Sólveig, f. 1969, Að- alheiður Drífa, f. 1971 og Guð- mundur Björn, f. 1973. Eftirlifandi eiginkona Einars er Erla Sveinsdóttir, f. 2.8. 1955. Eftir 5 ára sambúð gengu þau í hjónaband, þann 19.8. 1995. Barn þeira er Telma Rut Ein- arsdóttir, f. 6.3. 1992. Systkini Telmu Rutar eru Linda Björg Reynisdóttir og Einar Örn Reyn- isson. Einar gekk þeim í föð- urstað þar sem faðir þeirra og fyrri eiginmaður Erlu var látinn. Maki Lindu er Þórir Gunnarsson og maki Einars er Kolbrún Ósk Elíasdóttir. Afa- börnin eru orðin sjö, þau eru Reynir Örn Linduson, Leó Linduson (látinn), Guðbjörg Helga Lindudóttir, Gunn- hildur Erla Þór- isdóttir, Hulda Sig- gerður Þórisdóttir, Rakel Ósk Ein- arsdóttir og Anton Örn Einarson. Einar lauk meistaraprófi í húsasmíðum 21. júlí 1989. Hann starfaði alla tíð við iðn sína. Sl. 20 ár hafa þau hjónin eytt flest- um stundum sínum í fyrirtækj- arekstur en Einar sinnti iðn sinni samhliða rekstrinum ásamt bókhaldsvinnu. Einar var mikill fjölskyldumaður enda kominn úr stórum systkinahópi. Hann var mikill náttúruunnandi og útivistarmaður. Óbyggðirnar þekktu fáir betur og fjölskyldan fylgdi honum alla jafna í ferðum hans. Útför Einars fer fram frá Garðakirkju, í dag, 14. júlí 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Jarðsett verður í Hafnarfjarð- arkirkjugarði. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafstu mér, var gleðistundin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér skært í mínu hjarta. (BH) Kveðja, pabbi. Ég hugsa um þig alla daga og nætur og um hve sárt ég sakna þín það er sem frost í hjarta mínu sem þiðnar ei þó að bálið dvín. Af hverju það gerðist veit ég ei lengur vil bara hafa þig hérna hjá mér ég sakna þín alltaf meira og meira og vil segja þér hvernig það er. Mér finnst að heimurinn meg’ ekki taka meira af þér frá mér að alltaf þú vitir hvar sem þú verður að partur af mér verður alltaf hjá þér. Ég vil minna þig á hvað ég meina um hvernig mér líður með þig að alltaf, já, alltaf þú eigir að vita að ég elska þig meira en ég skil. Í dag kveð ég ástkæran bróður minn, Einar, sem lést laugardag- inn 2 júlí á Landspítalanum, eftir stutta en harða og hetjulega bar- áttu við krabbamein. Einar átti allt það sem ein- kennir góðan dreng, hann var ró- lyndur og skapgóður og hafði allt- af nóg af sér að gefa. Elsku Einar minn, þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku stóri bróðir minn. Elsku Erla, Telma Rut, Linda, Einar, mamma, pabbi, systkini og aðrir aðstandendur og vinir, megi góður guð styrkja ykkur öll í sorginni. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Kveðja, Jóna. Það er erfitt að sjá tilganginn með því að fólk á besta aldri skuli tekið burtu frá okkur í blóma lífs- ins. En nú þegar við getum ekki lengur notið samvista við Einar Skagfjörð, eru það minningarnar sem eftir lifa sem ylja okkur í sorginni og minna okkur á að vera þakklát lífinu og því sem það hef- ur að bjóða. Og við getum svo sannarlega verið þakklát fyrir þær samverustundir sem við höf- um fengið að njóta með Einari síðan hann kom inn í fjölskyldu okkar fyrir ríflega tuttugu árum. Einar var mikill öðlingsdreng- ur með einstaklega þægilega nærveru. Hógvær var hann og lít- illátur og sjálfur getur hann ef- laust ekki ímyndað sér hversu stórt skarð hann skilur eftir sig í lífi okkar hinna sem sjáum nú á eftir honum. Hann var laghentur, ráðagóður, einstaklega bóngóður og alltaf til taks ef einhver þurfti á honum að halda. Skipti þá engu hvort um var að ræða aðstoð við bílaviðgerðir eða bókhaldsvinnu, honum fannst alltaf sjálfsagt að verða öðrum að liði. Forgangsat- riði í lífi hans voru þó eiginkonan og einkadóttirin og það var fátt sem hann var ekki tilbúinn að gera til að láta alla þeirra drauma verða að veruleika. Falleg heimili þeirra hvort sem er í Hafnarfirði, Flúðum eða á Spáni, bera sam- heldni og samvinnu þeirra hjóna gott vitni og ótal minningar frá viðburðaríku lífi og ferðalögum upp um fjöll og firnindi munu um aldur og ævi verða vitnisburður um einstakt náttúrubarn, eigin- mann og föður, fósturföður og afa. Í marsmánuði síðastliðnum fórum við undirrituð í ferðalag til borgarinnar Granada á Spáni til að hitta vinafólk og ákváðum að taka krók á leið okkar til að geta einnig heimsótt Erlu og Einar í fallega húsið sem þau höfðu kom- ið sér upp á Torrevieja. Þar áttum við dásamlegar stundir með þeim, enda Erla og Einar höfðingjar heim að sækja og leitun að ann- arri eins gestrisni og þeirra. Þá var líka yndislegt að sjá fegurðina í samskiptum þeirra hjóna en Einar var þá að safna kröftum eft- ir erfiðan uppskurð. Síðan þá hafa skipst á skin og skúrir í sjúk- dómsferli Einars og væntingar og vonbrigði hafa að sama skapi reynt á taugakerfi þeirra sem næst honum stóðu. Fyrir réttum fjórum vikum átt- um við einnig dýrmæta stund með Einari og Erlu á Flúðum. Þegar við komum á staðinn var Einar búinn að gera við sláttuvélina og slá blettinn og þau hjónin búin að standa í ströngu við að hreinsa eldfjallaösku sem fokið hafði yfir eigur þeirra á svæðinu. Þau tóku á móti okkur glöð og hress með hlýju faðmlagi og áttum við sam- an yndislega kvöldstund yfir góð- um mat og notalegu spjalli. Þá grunaði ekkert okkar að tveimur vikum síðar yrði Einar horfinn frá okkur eins og nú er raunin. Elsku hjartans Erla, Telma og allir ástvinir Einars. Við munum umvefja ykkur í bænum okkar og biðja almættið að gefa ykkur kær- leik og styrk til að bera sorgina, halda í vonina og takast á við lífið eftir þessar miklu breytingar. Við erum full þakklætis fyrir að hafa fengið að kynnast Einari og mun- um varðveita minninguna um þann einstaka öðlingsmann sem hann var. Halla og Ómar. Í dag kveðjum við kæran vin, Einar Skagfjörð. Kynnin hófust fyrir 17 árum þegar við fluttum í sama hús. Ótal minningar hafa leitað á hugann síðustu daga. Það er úr mörgu að velja þegar rifja á upp allt það sem við höfum gert saman um lið- in ár. Skemmtileg ferð til Búlg- aríu þar sem rigndi flesta daga ferðarinnar en í minningunni er hlátur og skemmtun efst í huga, fimmtugsafmæli Erlu á Siglufirði, villibráðarveisla sem haldin var í Fögruhlíðinni, Þórsmerkurferðin þar sem góðir vinir og samstarfs- menn fóru saman í helgarferð, ótal sumarbústaðaferðir og úti- legur. Eitt var það sem við náðum ekki að gera en töluðum oft um en það var veiðiferð á Arnarvatns- heiði, sú ferð verður farin og mun Einar án efa fylgjast með. Við eigum eftir að sakna þess að Einar hringi og spyrji hvort byrjað sé að elda á neðri hæðinni og að hann sé að henda á grillið, hvort við komum ekki og borðum með þeim. Þetta er bara brot af góðum minningum um traustan og góðan vin sem er sárt saknað. Elsku Erla, Telma, Linda, Ein- ar og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk til að halda áfram. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Sigríður og Kristjón (Sigga og Bubbi). Einar Skagfjörð Sigurðsson ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR síðast til heimilis að Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist fimmtudaginn 7. júlí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Ingólfur Aðalsteinsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Janet S. Ingólfsson, Ólafur Örn Ingólfsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Birgir Ingólfsson, Auður Jónsdóttir, Ásrún Ingólfsdóttir, Magnús Snæbjörnsson, Leifur Ingólfsson, Lilja Möller, Atli Ingólfsson, Þuríður Jónsdóttir, barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Eyrargötu 8, Ísafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða föstu- daginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 16. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag fatlaðra á Vestfjörðum. Sigurjón Hallgrímsson, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Þorgeir Hafsteinsson, Bjarki Bjarnason, Árný Björg Halldórsdóttir, Sigurjón Kristinn Sigurjónsson, Svanlaug Guðnadóttir, Hallgrímur Magnús Sigurjónsson, Jóhanna Einarsdóttir, Guðfinna Sigurjónsdóttir, Trausti Sigurgeirsson, Sigríður Jóna Sigurjónsdóttir, Steingrímur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra og yndislega eiginkona, móðir, tengdadóttir, tengdamóðir, systir, mágkona og frænka, CAMILLA ÁSA EYVINDSDÓTTIR, Bakkastöðum 81, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut í faðmi fjölskyldu sinnar föstudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 11.00. Pétur Óli Pétursson, Ólafur Ingi Heiðarsson, Halla Jónsdóttir, Ásta Camilla Harðardóttir, Kristinn Snær Steingrímsson, Svanhildur Sigríður Mar Pétursdóttir, Pétur Kr. Pétursson, Sigríður Ólafsdóttir, Brynjólfur Eyvindsson, Bjarni Eyvindsson, Bergljót Ingvarsdóttir, Karl Viðar Pétursson, Þórunn Ýr Elíasdóttir, Guðni Már Egilsson, systkinabörn og afkomendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR SIGURJÓNSSON frá Granda í Dýrafirði, sem lést miðvikudaginn 6. júlí, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju föstudaginn 15. júlí kl. 13.00. Ingibjörg Finnbogadóttir, Sigurjón Gunnlaugsson, María Símonardóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Hilmar Jónsson, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Gréta Björg Gunnlaugsdóttir, Finnbogi U Gunnlaugsson, Barbara Foley, Svanberg R Gunnlaugsson, Fríður Jónsdóttir. Sigríður S Gunnlaugsdóttir, Sigurður Grétar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN HINRIKSDÓTTIR, Skjóli, áður Skólavörðustíg 22a, andaðist mánudaginn 11. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. júlí kl. 13.00. Ásgeir Höskuldsson, Gyrit Hagman, Jóhann H. Þórarinsson, Sigríður Valdimarsdóttir, Andrés H. Þórarinsson, Ásta B. Björnsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, EINAR EINARSSON, Dalsmynni, Flóahreppi, verður jarðsunginn frá Villingaholtskirkju laugardaginn 16. júlí kl. 11.00. Eyrún Guðmundsdóttir, Guðríður Alda Einarsdóttir, Magnús Gíslason, Einar Ólafur Einarsson, Kristín Stefánsdóttir, Jóhanna Júlía Einarsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Hjálmar Ágústsson, Þuríður Einarsdóttir, Steinþór Guðmundsson, Svava Einarsdóttir, Halldór Guðmundur Halldórsson, Sigurður Ólafsson, Kristrún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku Óli Páll minn. Það er sárt að kveðja góðan vin með eins fallegt hjarta og góða sál og þú hafðir. Mig langar til að þakka þér Óli Páll Ómarsson ✝ Óli Páll Ómarsson fæddist í Reykjavík 19. október árið 1978. Hann lést í heimaborg sinni, Charlotte í Norður- Karólínu í Banda- ríkjunum, 21. júní 2011. Útför Óla Páls fór fram frá Foss- vogskirkju 7. júlí 2011. fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, þótt ég hefði nú viljað að þær hefðu verið fleiri. Mér þykir al- veg einstaklega vænt um þig og ég verð ævinlega þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Kara Ásta. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.