Morgunblaðið - 14.07.2011, Qupperneq 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011
✝ AðalheiðurLárusdóttir
fæddist í Nes-
kaupstað 28.
ágúst 1928. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
26. júní 2011.
Hún var dóttir
hjónanna Lárusar
Ásmundssonar, f.
1885, d. 1971, og
Dagbjartar Sig-
urðardóttur, f. 1885, d. 1977.
Aðalheiður var næstyngst tólf
systkina og eru tveir bræður
á lífi.
Hinn 1. október 1955 giftist
Aðalheiður Ottó Sigurðssyni
bakarameistara, f. 1928, d.
2001. Börn Aðalheiðar og
Ottós eru: 1) Sigurður verk-
stjóri, f. 1949, kvæntur Öldu
K. Helgadóttur. Þeirra börn
eru: Ottó, sambýliskona Kar-
en Lilja Sigurbergsdóttir.
Börn þeirra eru: Breki og
Aníta b) Helga, sambýlis-
maður Kári Þór Guðmunds-
son. Dóttir þeirra
er, óskírð Kára-
dóttir. 2) Her-
mann, for-
stöðumaður, f.
1955, kvæntur Jó-
hönnu G. Þormar.
Þeirra börn eru:
a) Orri. Börn hans
eru: Dagný Lilja,
Alexander og
Eirný Ósk. b) Val-
ur, sambýliskona
Hanna María Hermannsdótt-
ir. Dóttir þeirra er Júlía Rún.
c) Hrafnhildur. d) Katrín
Þóra. 3) Dagbjört Lára hús-
móðir, f. 1962, gift Ingólfi
Erni Arnarsyni. Þeirra börn
eru a) Heiða Rut. Sonur
hennar er Birkir Örn. b) Elv-
ar. 4) Friðrik Jón fram-
reiðslumaður, f. 1964, sam-
býliskona er Ragnheiður
Helen Ólafsdóttir. Dætur
Friðriks eru Hilma Sól og
Aþena.
Aðalheiður bjó í Neskaup-
stað lengst ævi sinnar, stýrði
stóru heimili og stundaði
samhliða ýmis störf. Hún
flutti til Reykjavíkur með
manni sínum 1982 og bjó þar
í rúm 20 ár. Fljótlega eftir lát
Ottós flutti hún aftur til Nes-
kaupstaðar og settist að í
Breiðabliki, íbúðum aldraðra.
Eftir heilsubrest um síðstu
áramót naut hún aðhlynn-
ingar á Hjúkrunarheimilinu
Eir í Reykjavík. Sjávarborg,
heimili Aðalheiðar og Ottós
og foreldra hennar í Nes-
kaupstað, var annáluð fyrir
gestrisni og að öllu jöfnu var
mannmargt enda miðpunktur
stórrar fjölskyldu. Sama tók
við þegar til Reykjavíkur var
komið en þá fylltist heimili
hennar af börnum, barna-
börnum, vinum og ættingjum.
Á Reykjavíkurárunum stund-
aði hún ýmis umönnunarstörf
og var síðustu árin matráðs-
kona í Foldaskóla og síðar í
Hamraskóla. Aðalheiður hafði
yndi af útsaumi og prjóna-
skap og féll sjaldan verk úr
hendi. Hún var mikill tónlist-
arunnandi og á árum áður
landsþekkt fyrir einsöng sinn
með Samkór Norðfjarðar.
Útför Aðalheiðar fer fram
frá Kópavogskirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 13.
Sæl, Alla mín.
Við dóttir þín vorum að lenda
erlendis þegar við fengum þær
fréttir að þú hefðir látist fyrr
um daginn. Á meðan við vorum
í háloftum háðir þú þína síðustu
orrustu og í þetta skipti tapaðir
þú. Þetta voru ótrúlegar fréttir.
Við sem höfðum verið í heim-
sókn hjá þér tveim dögum áður
og spjallað um heima og geima.
Veikindi þín voru farin að
taka sinn toll. Það duldist eng-
um, og allra síst þér sjálfri, að
senn drægi að þessum degi. Öll
vonuðum við að dagarnir yrðu
mun fleiri en raunin varð. Hug-
ur þinn var sterkur allt fram á
síðustu stund. Skap þitt og
sterk nærvera sem alla tíð hafa
skilið þig frá öðrum, gerðu þig
að þeirri Öllu Lár sem allir dáð-
ust að, var enn til staðar og allir
sáu að hér var stór kona á ferð.
Mér fannst það kómískt, þeg-
ar við um daginn komum með
litla kommóðu að austan sem þú
baðst um. Dóttir þín, sem í
ýmsu svipar til þín, fann því allt
til foráttu að koma kommóðunni
fyrir í herberginu á Eir. En
kommóðan skyldi inn og hún
átti að fara á nákvæmlega þann
stað sem þú ætlaðir henni. Og
það gerðum við og fór hún vel
þar.
Ég kom fyrst inn á heimili
ykkar hjóna haustið 1983 eða
fyrir 28 árum. Þá ungur,
renglulegur strákur, sem var að
gera hosur sínar grænar fyrir
einkadóttur ykkar. Eftir að hafa
verið veginn og mældur í bak og
fyrir var mér tekið opnum örm-
um af ykkur og síðan þá höfum
við átt margar stundir saman á
heimili ykkar.
Ekki síður minnisstæðar
stundir eru af heimsóknum ykk-
ar eftir að við Dagga fluttum
austur aftur. Þið Ottó höfðuð
gaman af að koma austur og
fara í heimsóknir heim á Norð-
fjörð að hitta ættingja og vini.
Þá varð allt í einu annar taktur
á heimilinu okkar. Þvílíkur fít-
onskraftur var, að halda þurfti
fast í bolla og skálar svo þær
væru ekki rifnar úr höndunum
og þvegnar upp. Þvottakarfan,
sem alltaf var full, tæmdist og
ekki var látið duga að þvo,
hengja upp og brjóta saman.
Nei, allt var straujað, hand-
klæði, sængurföt, buxur og
hvaðeina sem úr þvottinum
kom, meira að segja tuskur og
nærbuxur. Það var ekki laust
við að maður yrði stundum
vandræðalegur að fara í ný-
þvegnar og straujaðar nærbux-
urnar frá tengdamóður sinni.
Allt sem þú gerðir, gerðir þú
vel. Heimili þitt og börn ykkar
voru þér allt. Hver man ekki
eftir sunnudagssteikinni með
brúnuðum kartöflum og sósu.
Eða kaffiboðum með svignað
borð af kökum og smurbrauði.
Allir í fjölskyldunni hafa notið
ofurkrafta þinna við prjónaskap
og státað af lopapeysum, sokk-
um, vettlingum og litlu börnin
heilu dressunum sem þú snar-
aðir fram eins og ekkert væri.
Ég held svei mér að svona fólk
sé ekki búið til í dag, en er þó
svo lánsamur eins og þú veist að
hafa náð í eina löggilta afritið.
Við Dagga, barnabörnin þín
og barnabarnabarn syrgjum
sárt á þessari stundu. Í samráði
við syni þína ákváðum við klára
sumarfrí okkar sem eftir erf-
iðan vetur var okkur svo þráð
og dýrmætt. Við stöndum í
þakkarskuld við þá fyrir að hafa
útbúið útför og minningarstund-
ir sem hæfa þér og vitum að þar
er allt hið glæsilegasta.
Þinn tengdasonur,
Ingólfur.
Elskuleg mágkona og vin-
kona mín, Aðalheiður Lárus-
dóttir frá Sjávarborg í Nes-
kaupstað, er farin frá okkur til
betri heimkynna, laus við sjúk-
dóma og vanlíðan.
Alltaf barstu þig vel, Alla
mín, og alltaf var gaman að
koma til þín í heimsókn, hvort
sem það var heima á Norðfirði
eða hér fyrir sunnan. Móttök-
urnar á Sjávarborg eru auðvitað
kafli út af fyrir sig.
Við Svavar höfðum það fyrir
sið að koma alltaf til þín á laug-
ardögum og daginn fyrir andlát
þitt sast þú uppáklædd að venju
og varst að horfa á fótbolta í
sjónvarpinu, en að horfa á
boltaleiki í sjónvarpi var þín
besta skemmtun, svo og að
hlýða á tónleika, aðallega söng;
þá varstu heilluð og vorum við
búnar að ákveða að fara nú í
Hörpu þegar þú færir að hress-
ast.
Þú varst líka að byrja að
prjóna fallega telpupeysu, en þú
fékkst fjórar langömmutelpur á
síðustu níu mánuðum og þá síð-
ustu 10. júní og varst ákaflega
stolt af þeim öllum. Þú fékkst
að fara snöggt, varst bráð-
kvödd, eins og sagt er, og þurfir
ekki að liggja á spítala og láta
hafa fyrir þér, eins og þú orð-
aðir það svo oft. Aldrei komum
við svo til þín á Eir að þú hefðir
ekki orð á því hve vel væri
hugsað um þig og hvað starfs-
fólkið væri þér sérlega gott og
þetta fundum við líka sem heim-
sóttum þig.
Elsku Alla mín, hjartans
þakkir fyrir allar samveru-
stundirnar í nær 60 ár, en það
rifjaðist upp í 80 ára afmæl-
isveislunni þinni að okkur varð
aldrei sundurorða öll þessi ár.
Elsku Siggi, Hermann,
Dagga, Friðrik og fjölskyldur
ykkar, og bræðurnir Ágeir og
Svavar minn, við söknum öll
Öllu okkar mikið og tómarúm
myndast við fráfall hennar, en
fallegar eru minningarnar.
Þökk fyrir allt, elsku Alla
mágkona mín.
Þín
Elsa.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Elsku Alla amma mín er far-
in. Söknuðurinn er mikill og
tómarúm í hjartanu. Minning-
arnar brjótast fram og það er
ekki annað hægt en að brosa.
Amma var best.
Nú er hún komin til elsku
Ottós afa og ég veit að þau
munu fylgjast með okkur öllum.
Hvíldu í friði, elsku Alla
amma mín.
Þín
Heiða.
Þar sem hvorki undirrituð né
móðir mín, Kristín Friðbjörns-
dóttir, getum verið við útför
frænku og mágkonu er henni
hér þakkað fyrir einstaka vin-
áttu.
Alla frænka, en svo kallaði ég
hana alltaf hét Aðalheiður Lár-
usdóttir. Hún var uppáhalds-
frænka mín. Í fyrsta skipti sem
ég sagði henni það benti hún
mér á að ég ætti margar góðar
frænkur sem var hárrétt at-
hugasemd en að hún væri glöð
að vera ein af uppáhaldsfrænk-
um mínum. Síðustu ár var hún
hætt að andmæla mér þegar ég
sagði þetta, henni þótti bara
vænt um það.
Alla frænka er órjúfanlegur
hluti bernsku minnar í Nes-
kaupstað. Hún var litla systir
föður míns, Ársæls, ein af tólf
systkinum og átti þá heima á
ættaróðalinu Sjávarborg. Hún
stjórnaði þar og rak átta manna
heimili en hún hélt heimili með
ömmu og afa, Dagbjörtu Sig-
urðardóttur og Lárusi Ás-
mundssyni þar til þau féllu frá.
Síðan áttu hún og Ottó Sigurðs-
son bakarameistari maður
hennar, fjögur börn. Það geisl-
aði alltaf af frænku minni hún
var broshýr og falleg, dökk á
brún og brá. Hún hafði yndi af
tónlist og söng. Hörkudugleg
var hún líka. Að vera húsmóðir
á Sjávarborg líktist því helst að
reka hótel og félagsmiðstöð.
Þangað lágu leiðir allra Lárus-
arsystkina og fjölskyldna
þeirra. Í minningunni var þar
alltaf verið að bjóða upp á veit-
ingar, segja sögur kýta aðeins,
og taka lagið margraddað á
góðum stundum. Hún vann líka
úti og lengst af með manni sín-
um Ottó í bakaríi sem fjölskylda
hans átti.
Frá fyrstu tíð agaði Alla
frænka mig. Hún benti mér
góðlátlega á hvað mætti og hvað
mætti ekki. Hún áminnti mig
um að vera sannsögul og vera
trú þeim verkum sem mér voru
falin. Eftir því sem ég eltist
breytti hún um uppeldisaðferð-
ir, hún fór að nota hvatningu og
hrós. Ég held að það sé ekki til
það verkefni sem hún taldi mig
ekki ráða við. „Hvað, auðvitað
geturðu það, þú gerir það með
glans,“ sagði hún af sannfær-
ingarkrafti.
Hrós hennar eru dýrmætar
gjafir því ég virti hana mikils og
þótti afar vænt um hana. Eftir
að Ottó lést ákvað Alla að flytja
aftur austur í Neskaupstað en
þau Ottó höfðu búið lengi í
Reykjavík.
Mikil var gleði okkar
mæðgna þegar Alla flutti í
næstu íbúð við móður mína
Kristínu í Breiðabliki. Þar
kynntist ég listakonunni Öllu.
Handavinnan hennar var ein-
stök, hvert stykki var listaverk
unnið af metnaði og alúð. Alla
frænka var mömmu óendanlega
góð og hjálpsöm og reyndu þær
báðar að styðja hvor aðra og
styrkja. Er hennar nú sárt
saknað. Við Ingvi, Ársæll Þór
og Kristín færum börnum Öllu:
Sigurði, Hermanni, Dagbjörtu
Láru og Friðriki Jóni og þeirra
fjölskyldum samúðar- og kær-
leikskveðjur.
Megi ljós friðar og kærleika
fylgja ástkærri frænku og mág-
konu.
Dagrún Ársælsdóttir.
Aðalheiður
Lárusdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku Alla, uppáhalds-
frænka mín.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Við kveðjum þig með
söknuði.
Lína Dagbjört
og fjölskylda.
✝
Elskuleg móðir mín og amma okkar,
SIGURVEIG EINARSDÓTTIR,
Gullsmára 10,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn
10. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 18. júlí kl. 13.00.
Kolbrún Matthíasdóttir,
Matthías Þorbjörn Ólafsson, Marie Elizabeth Melly,
Sigurveig Íris Ólafsdóttir, Helge Remme,
Hrafnhildur Eva Ólafsdóttir, Øyvind Leirgulen.
✝
Ástkær móðir, amma og langamma,
KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR,
Grænlandsleið 44,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi laugar-
daginn 9. júlí.
Útför fer fram frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 19. júlí.
Magnús Ingvarsson, Anna Dóra Steingrímsdóttir,
María Kristín Ingvarsdóttir, Páll Sveinsson,
Bjarni Þór Ingvarsson, Ruth Irene Thorkildsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
BJARNI MAGNÚSSON,
Brúnavegi 9,
áður til heimilis á Bugðulæk 16,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa-
vogi miðvikudaginn 6. júlí, verður jarðsunginn frá Laugarnes-
kirkju föstudaginn 15. júlí kl. 15.00.
Birna Birgisdóttir,
Gunnar Ólafur Bjarnason, Sigrún Sigfúsdóttir,
Dóra Bjarnadóttir, Gylfi Gunnarsson,
Gunnar Ásbjörn Bjarnason, Guðný Káradóttir,
Hannes Bjarnason, Birna Vilbertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
FRIÐBJÖRN GUÐNI AÐALSTEINSSON,
sem lést fimmtudaginn 7. júlí, verður jarð-
sunginn frá Ólafsfjarðarkirkju mánudaginn
18. júlí kl. 14.00.
Ásta Einarsdóttir,
Magnús Guðnason,
Klara Sveinbjörg Guðnadóttir,
Birgir Guðnason, Borghildur Sverrisdóttir,
Eygló Guðnadóttir, Kristinn Gunnarsson,
Ingi A. Guðnason, Sonja Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri bróðir og mágur,
JÓHANN GUNNAR GUÐMUNDSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 26. júní.
Útförin hefur nú þegar farið fram.
Þökkum ættingjum og vinum hlýjan hug og samúð.
Sér í lagi þökkum við starfsfólki á Grund sérstakan kærleik og
umönnun um áraraðir.
Blessuð veri hans minning.
Matthea K. Guðmundsdóttir, Ingimar Einarsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn,
HÓLMSTEINN PJETURSSON,
Barmahlíð 9,
Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi mánudaginn
11. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hallfríður Einarsdóttir.