Morgunblaðið - 14.07.2011, Síða 35

Morgunblaðið - 14.07.2011, Síða 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand RAUTT FER MÉR VEL ÉG VIL BARA AÐ ÞÚ VITIR AÐ ÉG STEND MEÐ ÞÉR FYRIRLIÐI ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ER MIKILVÆGT AÐ LIÐSMENN HLÝÐI FYRIRLIÐANUM Í EINU OG ÖLLU. ÉG MUN GERA ALLT SEM ÞÚ SEGIR MÉR ÞAÐ ÞYKIR MÉR GOTT AÐ HEYRA. BYRJAÐU Á AÐ HLAUPA 10 HRINGI 10 HRINGI?! MIG LANGAR AÐ KOMA MEÐ UPPÁSTUNGU EF VIÐ VEIÐUM FISK ÞÁ HELD ÉG AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ GEFA ÞEIM HANN SVONA NÚ RUNÓLFUR, LÁTTU MIG Í FRIÐI OG HÆTTU AÐ MONTA ÞIG AF ÞVÍ HVAÐ NÝJI iPHONEINN ÞINN GETUR GERT AUK ÞESS SEM ÉG HEFÐI EKKERT Á MÓTI ÞVÍ AÐ FÁ SMÁ NÆÐI NÚNA MÁ BJÓÐA ÞÉR KLÓSETTPAPPÍR? ÉG HAFÐI VIRKILEGA GAMAN AÐ ÞESSU KÖKUGERÐAR- NÁMSKEIÐI ÞAÐ GLEÐUR MIG AÐ HEYRA ÉG ÆTLA MEIRA AÐ SEGJA AÐ BAKA HEIMSKLASSA KÖKU FYRIR ÁRAMÓTAVEISLUNA FRÁBÆRT! ÉG ÆTLA AÐ KALLA KÖKUNA: „VONIR OKKAR OG VÆNTINGAR TIL NÆSTA ÁRS” ÉG VONA BARA AÐ ÞAÐ SÉ NÓGU HÁTT TIL LOFTS HJÁ OKKUR UH-Ó VERTU RÓLEGUR, ÉG NÁÐI HONUM! EINS GOTT AÐ ÞÚ NÁÐIR HONUM HERRA FOGHORN... HANN SKAUT ÞIG... ÉG GAT EKKI... LEYFT HONUM AÐ... MEIÐA ÞIG Fiskur Þegar undirritaður var ungur (það er mjög langt síðan), þá var hann á síðutogara, við veiddum við Vest- ur-Grænland, mest var þetta karfi sem við fengum, að jafnaði þrjú tonn á klukku- tíma. Aflanum var landað í fiskiðjuverið á Grandagarði, því, bæjarútgerðin átti skipið og líka frysti- húsið. Áratugum síðar sagði skipstjórinn, Hans Sigurjónsson, í blaðaviðtali, að vinnan á dekkinu hefði verið ógur- legur þrældómur, og við Grænland hefði kuldinn bæst við. Til þess að höndla þennan ógurlega afla not- uðum við heykvíslar til að moka karfanum í lestinni. Eitt sinn er við vorum komnir til Grænlands, voru kvíslarnar horfnar og komnir kúlu- gafflar. Fyrstu nóttina hvarf Jói stóri og gafflarnir. Næstu nótt var Jói kominn aftur og gafflarnir höfðu breyst í þriggja arma heykvíslar. Nú fór þetta að ganga aftur. Hvað varð svo um allan þennan afla? Hann var seldur í heilum skipsförmum til Rússlands, þar sem hann var étinn í heimsins stærstu þrælabúðum. Í kalda stríðinu varð Þorvaldur í Síld og Fisk sér úti um leyfi, til þess að hirða mat- arúrgang hersins í Keflavík. Þessum mat- arúrgangi var svo breytt í svínakjöt á svínabúi Þorvaldar. Kjötið var svo selt rík- um túrhestum sem gistu á Hótel Holti. Fyrir 80 árum var kreppa, eins og nú, eitt af ráðunum til þess að vinna á henni var að efla útgerð frá Reykja- vík. Voru byggðar ver- búðir, smíðaðar bryggjur og bátar. Nú er búið að breyta verbúðunum í veitingahús. Faxaflói var friðaður fyrir togveið- um, vorið 1952. Átta árum seinna var opnað fyrir snurvoðarveiðar, og var þá allt orðið fullt af fiski, fínum fiski fyrir veitingahús. Fiskurinn er örugglega ennþá þarna úti, nú eiga veitingamennirnir bara að gera eins og hann Þorvaldur G, fara að gera út, og breyta náttúruafurð í dýrasta túrhestamat. Milliliðalaust. Gestur Gunnarsson. Ást er… … að dansa við gamla tónlist á vínilplötum. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna kl. 9-16, ganga kl. 10. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15, kaffispjall í Króknum kl. 10.30, skemmtiganga frá Mýrarhúsaskóla kl. 13.30. Listahópur Seltjarnarness heimsækir aðsetur fé- lagsstarfsins á Skólabraut 3-5, kl. 14 og flytur dægurlög. Opinn púttvöllur. Hraunbær 105 | Kaffi og blöð liggja frammi, púttvöllur er opinn alla daga. Tímap. hjá Helgu fótafræðingi í síma 698-4938. Bónusbíll á þriðjud. kl. 12.15. Hárgreiðslustofan opnuð eftir sumarleyfi 18. júlí, tímap. í síma 894-6856. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Botsía kl. 10, félagsvist kl. 13.30, kaffi- sala í hléi. Böðun fyrir hádegi, fótaað- gerðir, hársnyrting. Íþróttafélagið Glóð | Pútt á æf- ingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 17. Uppl. í síma 554-2780 og á www.glod.is Karlinn á Laugaveginum sagði íóspurðum fréttum að engum ætti að koma á óvart þó að Katla bærði á sér – og hún er ekki búin að segja sitt síðasta orð! bætti hann við og fór síðan að tala um Jóhönnu og pólitíkina: Líkt og kratar austur á eyðisöndum lengst af meinlaus, lítil písl ljót er orðin Múlakvísl! Síðan snerist hann á hæl og hljóp við fót upp Frakkastíginn. Evlalía Erlendsdóttir, sem síðast bjó á Söndum á Meðallandi 1845- 1858 og dó þar, var talandi skáld. Ég hef áður rifjað upp vísu, sem hún orti, þegar hún var spurð hvort hún sæi ekki eftir frönskum strand- manni, sem um tíma dvaldi á heim- ili hennar: Af því ber ég enga sút, er mér bættur skaðinn, silfurskeið og silkiklút sit ég með í staðinn. Í Dynskógum segir að á þessum árum hafi allt verið nýtt til þrautar og hrútspungar þóttu prýðismatur súrsaðir. Saumað var fyrir þá og þeir rakaðir, sviðnir og soðnir áður en þeir voru látnir í sýruna. Eitt sinn starfaði Evlalía að þessu og voru unglingar að sniglast í kring- um hana og gantast eitthvað við hana; fannst verkið líklega ekki kvenlegt. Þá kvað Evlalía: Eistnapung ég elska af rót, eins þótt hann sé loðinn. Hann hefur veitt mér bestu bót bæði hrár og soðinn. Meðal afkomenda Evlalíu var Einar Einarsson djákni í Grímsey. Hann orti til vinar síns, sem lengi hafði verið við dauðans dyr, þessa vísu, og sækir líkinguna til átthag- anna: Straumhörð máske áin er, ég yrði sjálfsagt feginn ef þú biðir eftir mér við ósinn hinum megin. Brandur Stefánsson, Vatna- Brandur, hafði sérleyfið austur í Vík og var landskunnur á sínum tíma. Í Dynskógum segir hann frá kynnum sínum við Kjarval og þar stendur m.a.: „Einhverju sinni fékk ég eftirfarandi bréf á einni örk – það síðasta er ég fékk en það hljóð- ar svo: Vinur allrar menningar Brandur í Vík í Mýrdal. Mér fannst endilega að jeg þyrfti að senda þér kort. Blessaður Jóhannes Kjarval. Séra Björn Magnússon prófessor segir frá því að eitt sinn hafi faðir hans verið fimm stundir að leita á ófæruna Jökulsá á Sólheimasandi áður en hann komst yfir og ekki leist Jakob Thorarensen árennilegt að koma brú á Jökulsá, þegar hann kvað í orðastað árinnar: Mér er sem ég sjái þá setja á mig brúna, brú sem standa um eilfð á, eins og ég er núna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ljót er orðin Múlakvísl - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.