Morgunblaðið - 14.07.2011, Page 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011
... hóuðum við okkur
saman og sögðum að
við yrðum að gera þetta áð-
ur en við yrðum of gamlir
eða of dauðir 40
»
Sunnudaginn 17. júlí opnar Lárus
Hinriksson, betur þekktur undir
listamannsnafninu Lárus H List,
myndlistarsýningu sem hann kallar
„Sail Húsavík“ í Þekkingarsetrinu á
Húsavík. Myndlistarsýningin er lið-
ur í Strandmenningarhátíðinni, sem
fram fer dagana 16.-23. júlí. Í tilefni
sýningarinnar gefur Lárus út hljóð-
verk sem hann kallar „Listmálara
sinfóníu“ og er eftir hann. Lárus
spilar á öll hljóðfærin og vinnur alla
hljóðvinnslu sjálfur, en hann er
sjálfmenntaður tónlistarmaður.
„Hljóðverkið er málverk,“ segir
Lárus „hljóðverkinu er ætlað að
búa til myndir fyrir hlustandann
eins og þetta væri myndlistasýning.
Myndirnar eiga að mótast í höfðinu
við hlustun og er upplifunin per-
sónubundin fyrir hvern og einn. Við
hlustun áttu að sjá myndirnar,
hvort sem þær eru ljótar eða falleg-
ar, svartar eða gular, hörmungar
eða eithvað ofboðslega fallegt, og
þannig er sinfónían mín skrifuð,“
segir Lárus og fullyrðir að hljóð-
verkið sé málverk. „Nútíma klass-
íska tónlistin hefur vissa takta og
tóna, en ég er ekki endilega að elt-
ast við hana. Ég blanda gömlu
klassíkinni við kvikmyndatónlist
með ívafi nútíma klassíkurinnar.
Tónverkið er í rauninni samið eins
og handrit, þ.e. þannig að það sé
alltaf einhver vænting um að eitt-
hvað sé að fara að gerast,“ segir
Lárus..
Sinfónían býr til myndir
í höfði hlustandans
Lárus H List opnar sýninguna „Sail Húsavík“ á Húsavík.
List Lárus Hinriksson gefur út hljóðverkið Listmálara sinfóníu.
Fræðimaðurinn Fred E. Woods
heldur fyrirlestur um tengsl Hall-
dórs Laxness og hinna síðari daga
heilögu á Gljúfrasteini í kvöld kl.
20.00. Vinafélag Gljúfrasteins
stendur fyrir fyrirlestrinum, en
Fred E. Woods hefur sérhæft sig í
sögu Mormónakirkjunnar.
Halldór hafði á tímabili mikinn
áhuga á brottflutningi Íslendinga
til Bandaríkjanna til að gerast
mormónar og fór sjálfur tvisvar til
Utah og skrifaði skáldsöguna
Paradísarheimt eftir þær heim-
sóknir.
Fred E. Woods er menntaður í
sálfæði og alþjóðasamskiptum.
Hann skírðist til mormónakirkj-
unnar tvítugur að aldri og hefur
helgað mestan hluta starfsævi
sinnar rannsóknum á sögu hennar.
Hann hefur haldið fyrirlestra víðs-
vegar um Bandaríkin og Ástralíu
auk þess sem hann hefur verið
gestakennari við Háskóla Íslands.
Hann hefur skrifað nokkrar bæk-
ur, þeirra á meðal Eldur á ís, sem
fjallar um brottflutning Íslendinga
til Utah.
Fyrirlesturinn verður á ensku.
Aðgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Halldór Laxness
og mormónarnir
Fyrirlestur á Gljúfrasteini í kvöld
Paradísarheimt Bandaríski fræði-
maðurinn Fred E. Woods.
Tónlistarhátíðin Orgelsumar í Hall-
grímskirkju stendur sem hæst og í
dag kl. 12:00 flytja Jónas Þórir Þór-
isson orgelleikari og Gréta Hergils
Valdimarsdóttir sópransöngkona
Ave Maríur eftir Schubert, Gomes
og Jónas Þóri. Jónas Þórir spilar
einnig G-moll-fúgu Bachs, Bónda-
fúguna, einn Schubler-kóral og
spuna. Yfirskrift tónleikanna er
„Bach og Ave Maríur“.
Um helgina heldur síðan pólski
orgelleikarinn Henryk Gwardak
tvenna tónleika. Gwardak fæddist í
Wroclaw í Póllandi árið 1951 en hef-
ur um árabil búið og starfað á
Álandseyjum. Hann hefur haldið
tónleika víða um Evrópu, í Suður-
Ameríku og í Japan, auk þess að
hafa tekið upp fyrir útvarp og sjón-
varp. Á laugardag leikur hann tón-
list eftir Bach, Åberg, Dieckman og
Mushel, en á sunnudag Tokkötu og
fúgu í d-moll eftir Bach, þá eigin út-
setningu á kafla úr Ítölsku sinfóní-
unni eftir Mendelsohn, sónötu í a-
moll eftir Thuille, tokkötu eftir Mus-
hel og Rúmba hinnar miklu gleði
eftir Cholley. Tónleikar laugardags-
ins hefjast kl. 12:00, en á sunnudag
hefjast tónleikar kl. 17:00.
Orgelsumar Orgelleikarinn Henryk
Gwardak heldur tvenna tónleika.
Tónleikar
Henryks
Gwardak
Tvennir tónleikar
á Orgelsumri
Ragnheiður Ásta Valgeirs-
dóttir og Elvar Sigurgeirsson
opna samsýningu í Gallerí
Tukt á laugardag kl. 16:00.
Sýningin ber heitið „Milli
tveggja heima“.
Ragnheiður er nýbúin með
fornám Myndlistaskólans í
Reykjavík og sérhæfir sig sér-
staklega í teikningu, tölvu-
teiknun og málun, en verk
hennar einkennast af ævin-
týralegum blæ, þjóðsagnaverum og kvenhetjum.
Elvar er áhugaljósmyndari sem stefnir á nám í
hönnun og leggur áherslu á landslagsmyndir og
samspil lita. Sýningin stendur til 29. júlí.
Myndlist/ljósmyndun
Milli tveggja
heima í Tukt
Ragnheiður Ásta
Valgeirsdóttir
Landbúnaðarsafn Ís-
lands á Hvanneyri efnir
til Farmal-fagnaðar á
Hvanneyri laugardaginn
16. júlí nk. Farmal-
fornvélar verða sýndar,
sleginn þrælasláttur
með nokkrum þeirra og
farið í stuttan skraut-
akstur. Valdar verða og
heiðraðar fallegustu Farmal-forndráttarvélarnar.
Kynnt verður bók um þessa gerð dráttarvéla
sem kemur út þennan dag: Alltaf er Farmall
fremstur. Höfundur hennar er Bjarni Guðmunds-
son en útgefandinn Uppheimar hf.
Dagskráin hefst kl. 13.
Byggðasaga
Farmal-fagnaður
á Hvanneyri
Kápa Alltaf er
Farmall fremstur.
Senn líður að lokum Sumar-
jazztónleikaraðar Jómfrúar-
innar í Lækjargötu. Á næstu
tónleikum leikur ASA Tríó á
Jómfrúartorgi næstkomandi
laugardag. Tríóið skipa þeir
Andrés Þór Gunnlaugsson á
gítar, Agnar Már Magnússon á
Hammond-orgel og Scott
McLemore á trommur. Þess
má geta að ASA Tríó sendi ný-
lega frá sér geisladisk sem hef-
ur fengið góða dóma, en á diskinum er tónlist eftir
Thelonious Monk tekin til endurskoðunar.
Tónleikarnir hefjast kl. 15:00 og standa til kl.
17:00. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist
ASA Tríó á
Jómfrúartorginu
Thelonious
Monk
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Sigtryggur Berg Sigmarsson opnar
sýningu í Listasal Mosfellsbæjar á
föstudag kl. 16. Hann nefnir sýn-
inguna „Endurspeglun úr heila lista-
mannsins í rými listasalsins“, en á
henni sýnir hann hluta úr dagbókum
sínum auk málverka.
Sigtryggur hefur verið virkur í
tónlist og myndlist undanfarin ár og
er helmingur óhljóðatvíeykisins Still-
uppsteypu.
Sigtryggur segist hafa haldið dag-
bækur árum saman og þá sem
skissubækur þar sem hann teiknar
inn hugmyndir eða hugleiðingar, til
að mynda á ferðalögum þar sem
hann bíður á flugvelli eða situr í flug-
vél, og segir að í dagbókunum séu
fleiri hundruð ef ekki yfir þúsund
verk.
„Ég hengi þau upp eftir dagsetn-
ingunni og hef því enga stjórn á því
hvernig sýningin verður, það kemur
bara í ljós,“ segir hann og bætir við
að það sé mjög í anda þess hvernig
verkin urðu til. „Mörg verkanna
verða til þegar ég þarf að bíða en ég
nota líka dagbækurnar þegar ég á
ekki pening til að kaupa striga eða
málningu. Það má segja að dagbókin
haldi mér gangandi og ég leita í hana
eftir hugmyndum, mála mikið eftir
dagbókunum,“ segir Sigtryggur og
bætir við að hann skrifi alltaf dag- og
staðsetningu á hverja mynd „og því
man ég eftir því í hvaða ástandi eða
fíling ég var í þegar ég teiknaði
myndirnar. Dagbækurnar eru þó
ekki bara fyrir hugmyndir, heldur
nota ég þær líka þegar ég þarf að
losna við hluti, henda hugmyndum og
tilfinningum í ruslið.“
Ekki eru bara dagbókarsíður á
sýningunni heldur sýnir Sigtryggur
líka fjögur málverk sem hann kallar
vor sumar haust og vetur – „ég er svo
rosalega hrifinn af hinu hefðbundna
klassíska málverki og þetta er mitt
innlegg í það þó það sé kannski ekki
svo klassíkt þegar upp er staðið.“
Endurspeglun úr heila
Sigtryggs Bergs Sigmarssonar
Dagbækur og
málverk í Listasal
Mosfellsbæjar
Morgunblaðið/Eggert
Endurspeglun Sigtryggur Berg Sigmarsson er „rosalega hrifinn af hinu hefðbundna klassíska málverki“.