Morgunblaðið - 14.07.2011, Page 39

Morgunblaðið - 14.07.2011, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR - T.M - THE HOLLYWOOD REPORTER - L.S - ENTERTAINMENT WEEKLY NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á T.V. - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ & HEYRT STÆRSTA MYND ÁRSINS ! SJÁÐU LOKAKAFLAN Í 3DBARÁTTAN UM HOGWARTS ER HAFIN. ZOOKEEPER KL. 6 - 8 L BRIDESMAIDS KL. 5.50 - 8 - 10.10 12 ATTACK THE BLOCK KL. 10 16 HARRY POTTER 3D KL. 5.20 - 7 - 8 - 10 - 10.40 12 ZOOKEEPER KL. 5.45 - 8 - 10.15 L BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 ATTACK THE BLOCK KL. 8 - 10 16 ZOOKEEPER KL. 3.30 - 5.45 - 8 L TRANSFORMERS 3 3D KL. 5 - 10.15 12 TRANSFORMERS 3 3D Í LÚXUS KL. 5 - 8 12 BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 MR. POPPER´S PENGUINS KL. 3.40 - 5.50 L BRIDESMAIDS KL. 8 - 10.40 12 KUNG FU PANDA 2 ÍSL TAL 3D KL. 3.40 L 5% LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SUPERBAD, KNOCKED UP, OG THE 40-YEAR-OLD VIRGIN HARRY POTTER - PART 2-3D Sýnd kl. 5 - 7:30 og 10 (Power) ZOOKEEPER Sýnd kl. 4, 6 og 8 BRIDESMAIDS Sýnd kl. 4, 6:30 og 9 TRANSFORMERS 3D Sýnd kl. 10:10 Stórskemmtileg grínmynd fyrir alla fjölskylduna frá leikstjóra The Wedding Singer. Cher, Nick Nolte, Adam Sandler, Sylvester Stallone og fleiri stórstjörnur ljá dýrunum rödd sína og fara á kostum. BARÁTTAN UM HOGWARTS ER HAFIN STÆRSTA MYND ÁRSINS! POWE RSÝN ING KL. 10 HHHHH - T.M - THE HOLLYWOOD REPORTER HHHHH - L.S - ENTERTAINMENT WEEKLY HHHHH - R.C - TIME HHHH - H.O - EMPIRE HHHH - J.T - VARIETY Gagnrýnendur eru allir á einu máli. Stórkostlegur endir á stærstu kvikmyndaseríu allra tíma HHHH „MÖGNUÐ ENDALOK“ - K.A. - FBLSJÁÐU LOKAKAFLANN Í 3D -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Paul McCartney segir, að skipu- leggjendur Ólympíuleikanna í Lundúnum á næsta ári séu að und- irbúa „einhvers konar Bítlatónlist“ á opnunarhátíðinni. Gaf McCartney í skyn að til greina kæmi að hann og Ringo Starr kæmu fram saman á hátíðinni. Fram kemur á vef breska blaðs- ins Guardian, að þegar McCartney hafi verið spurður hvort hann muni koma fram á opnunarhátíðinni næsta sumar hafi hann kinkað kolli. „Ég hitti mann, sem þekkir mann, sem ætlar að spyrja ein- hvern um þetta bráðum,“ sagði hann við vefinn Access Hollywood. Haft er eftir McCartney, að orð- rómur sé um að hann muni taka þátt í opnunarhátíðinni. „Ég hef ekki heyrt neitt ákveðið um það enn ... en þeir eru nú að skipu- leggja tónlistina.“ Guardian segir, að þótt þessi svör séu óskýr séu þau samt skýr- ari en svör sem McCartney gaf við sömu spurningu í júní. Þá sagðist McCartney í samtali við Absolute Radio gjarnan vilja spila á hátíð- inni en hann hefði ekki verið beð- inn um það. „Þeir biðja mig ekki um allt,“ sagði hann. Breska blaðið The Sun segir, að leikstjórinn Danny Boyle og aðrir sem eru að skipuleggja opnunarhá- tíðina, vilji ólmir að McCartney komi þar fram. Þeir vilji einnig að Ringo spili á hátíðinni og jafnvel börn þeirra George Harrisons og Johns Lennons, sem eru látnir. Guardian segir, að einnig sé orð- rómur um að hljómsveitirnar Coldplay og Spice Girls komi fram á opnunarhátíðinni. Bítlar Paul McCartney og Ringo Starr eru einu eftirlifandi Bítlarnir. Bítlar á Ólympíuleikana? Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Biopholiu Bjarkar – það er fyrstu tónleikaröðinni sem hefur nú verið keyrð í Manchester undanfarnar vikur – lýkur nú um helgina. Óhætt er að segja að erlendir fjölmiðlar hafi fylgst grannt með gangi mála og segja má að öllu sé til tjaldað. Með öðrum orðum, það er ekki beint eins og Jói úti í bæ sé að gefa út plötu heldur finnur maður fyrir því að um stórviðburð er að ræða, rætt er um nýtt verkefni hjá einum mesta dægurtónlistarmanni sög- unnar og eru dálksentimetrar og annar viðurgerningur eftir því. Bítlarnir og Stockhausen Hið virta Guardian hefur farið þar fremst í flokki með fjölda ítar- legra greina um poppsnilld Bjarkar. Simon Reynolds, einn helsti popp- fræðingur Breta, veltir því fyrir sér hvort Björk sé síðasta poppséníið (Is Björk the last great pop innova- tor?) og setur Bowie og Bush í blönduna. Kemst hins vegar að því að Björk eigi sér engan líka. Aðrir miðlar ganga reyndar lengra og fleygja inn nöfnum eins og Varese, Stockhausen, Bítlunum og Brian Wilson – eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Bændur á hinu breska Dazed & Confused, sem er alhliða tísku- og menningarrit, sáu sér hins vegar þann kost vænstan að fá Björk til að ritstýra nýjasta hefti sínu. Wired, sem er vísinda- og tæknitímarit og fjalla um tengsl þeirra hluta við menningu í sem víðustum skilningi taka Björk þá fyrir og smella henni auk þess á forsíðuna. „Multimedieshow“ Hér hafa verið ótaldir allir þeir óenskumælandi miðlar sem keppast við að ausa Björk lofi, en Frakkar og Spánverjar, svo og Þjóðverjar fara þar mikinn að ekki sé talað um Norðurlöndin (eða „Björk laver multimedieshow“ eins og Danirnir í Gaffa orða það). Bloggsvæði og jað- artónlistarmiðlar fagna þá Björk sem frelsara væri en ógerningur er að lista allan þann fjölda hér. Nei, gífuryrðin láta ekki á sér standa hvað þetta nýjasta verkefni Bjarkar varðar, hvert sem litið er. Enda engin ástæða til. „Síðasta poppséníið“  Biophilia Bjarkar vekur athygli heimspressunnar  Björk prýðir forsíðu margra tímarita og gestaritstýrir einu  Gífuryrðin láta ekki á sér standa Brautryðjandi Björk ásamt Graduale Nobili í Manchester. Almenn miðasala á sérstaka tón- leika Bjarkar hefst á hádegi í dag á midi. Tónleikarnir eru sam- starfsverkefni Iceland Airwaves, Smekkleysu og Manchester Inter- national Festival. Icelandair er helsti stuðningsaðili Iceland Airwaves og Biophiliu á Íslandi. Tónleikarnir, haldnir í Silfurbergi í Hörpu, verða sex talsins og auk þeirra verður sett upp sérstök sýning og fræðsluverkefni fyrir börn í tengslum við verkefnið. Náttúra, vísindi og tónlist eru tengd saman með algjörlega ein- stökum hætti. Fyrir gesti Iceland Airwaves eru 200 miðar í boði endur- gjaldslaust á hvora tónleika (12. og 16. október) en aðeins um 700 miðar eru í boði á hverja tónleika. Þeim verður útdeilt eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ regl- unni á tónleikadegi. Miðasala á Biophiliu hefst í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.