Morgunblaðið - 14.07.2011, Page 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011
EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSI
FRÁBÆRFJÖLSKYLDU-OGGAMANMYNDMEÐJIMCARREYÍFANTAFORMI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI
MIÐASALA Á SAMBIO.IS
HARRY POTTER 7 - PART 2 3D kl. 5:20 - 8 - 10:40 12
TRANSFORMERS 3 3D kl. 6 - 9 12
BEASTLY kl. 6 - 10:20 10
SUPER 8 kl. 8 12
HARRY POTTER 7 - PART 2 3D kl. 5:20 - 8 - 10:40 12
KUNG FU PANDA kl. 5:20 L
TRANSFORMERS 3 3D kl. 8 - 11:20 12
HARRY POTTER 7 - PART 23D kl. 8 - 10:40 12
TRANSFORMERS kl. 9 12
/ KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK
HARRY POTTER 7 - PART 2 kl. 5:10 - 8 - 10:40 12
MR. POPPER'S PENGUINS kl. 5:40 - 8 L
SOMETHING BORROWED kl. 10:20 L
/ SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA
750 kr. á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ
FRÁBÆR MYND SEM KEMUR
SKEMMTILEGA Á ÓVART
HHH
- MIAMI
HERALD
- ORLANDO
SENTINEL
HHH
„ÞÚ MUNT EKKI SJÁ FLOTTARI
HASAR Í SUMAR, OG ÉG VERÐ
MJÖG HISSA EF VIÐ SJÁUM
BETRI BRELLUSÝNINGU ÞAÐ
SEM EFTIR ER AF ÁRINU“
-T.V. KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI
FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN
- Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN
HHHH
SÝND Í KRINGLUNNI
- S.F.
CHRONICLE
HHH
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
HHH
Bonnie ’Prince’
Billy eða Will Old-
ham þarf lítið að
kynna fyrir ís-
lenskum tónlistar-
áhugamönnum. Á
síðustu tveimur
áratugum hefur hann gefið út gríð-
arlega mikið af efni og verið einn
vinsælasti nýfolk-tónlistarmaður
heims á tímabilinu. Á stuttskífunni
The Mindeater vinnur hann með
Dominic Cipolla eða The Phantom
Family Halo. Þeir búa báðir í Louis-
ville í Kentucky og sömdu saman
þrjú lög fyrir skífuna ásamt því að
flytja gamla Everly Brothers lagið I
Wonder If I Care As Much þar sem
gamli Slint bassaleikarinn Todd
Brashear kemur við sögu.
Segja má að tónlistin sé nokkurt
afturhvarf hjá Oldham og minnir
svolítið á tónlistina sem hann var að
gera rétt fyrir aldamót. Stemmingin
er rólyndisleg þar sem kassagítar og
söngur Oldhams fer vel saman í
hráum hljóðheimi. Kirkjuorgelið í
lok laganna kemur vel út og veitir
þeim flottan þunga. En skífan var
víst tekin upp á útfararheimili.
Everly Brothers. Lagið er svo gam-
aldags rokk sem leysist upp í yfir-
vegaðan takt að þýskum hætti. Án
þess að vera eitthvert meistaraverk
er þetta samt tónlist sem bara virk-
ar. Rödd Oldhams virkar einmitt svo
vel þegar dramatíkin er ekki yfir-
keyrð og textarnir verða beittari
fyrir vikið. Þetta er samstarf sem
gæti vel orðið mjög farsælt.
Bonnie ’Prince’ Billy & The
Phantom Family Halo - The
Mindeater bbbm
Í gömlum
ham
Hallur Már
Það má merkilegt
teljast að tónlistar-
maðurinn Joseph
Arthur hafi ekki
náð lengra en raun
ber vitni, svo hæfi-
leikamikill sem hann er sem laga-
og textasmiður. Fjórtán ár frá því
fyrsta plata hans kom út á vegum
plötufyrirtækis Peters Gabriels sem
fékk fína dóma, en seldist lítið eins
og reyndar flest það sem Gabriel
gaf út áður en hann heyktist á að
reka Real World-útgáfuna.
Aðrar plötur Arthurs hafa verið
fínar, nefni sérstaklega Our Shad-
ows Will Remain frá 2004 og Nucle-
ar Daydream frá 2006, en svo er
það upp talið, plöturnar eru orðnar
fleiri, en alltaf er eins og það vanti
eitthvað uppá. Arthur stofnaði svo
tríóið Fistful of Mercy í fyrra með
Ben Harper og Dhani Harrison, en
hefur þó ekki lagt sólóferilinn á hill-
una eins og sannast á The Gradua-
tion Ceremony sem kom út í byrjun
mánaðarins.
Á plötunni er Arthur heldur inn-
hverfari en áður, meira um strengi
og mjúklega strokið slagverk en
rafgítara og frumskógatrommur.
Hann er þó við sama heygarðshorn
í textum, beinskeyttur og torskilinn,
sem skýrir kannski hvers vegna
vinsældirnar láta á sér standa. Að
því sögðu þá er þetta hin fínasta
plata, ekkert tímamótaverk en gott
að heyra að hann kann enn að
semja smellin lög og hefur enn sitt-
hvað að segja.
Heldur inn-
hverfari
Joseph Arthur -
The Graduation Ceremony
bbbnn
Árni Matthíasson
Ég gleymi því seint
þegar ég sá kynn-
ingarmynd af The
Horrors í fyrsta
skipti. Önnur eins
tízkufórnarlömb
hafði maður ekki
lengi séð, ný-gotneska „lúkkið“ stíl-
iserað upp í topp og meðlimir
minntu fremur á teiknisöguhetjur en
manneskjur. Fyrsta platan, Strange
House (2007) endurspeglaði svo
plastkennda ímyndina, draugalegt
bílskúrsrokk sem hefði í mesta lagi
sæmt einni af verri myndum Tim
Burton. Og voru ekki Cramps búnir
með þennan pakka? Eðlilega lá beint
við að afskrifa bandið sem „bragð
mánaðarins“ eins og það er kallað og
manni var eiginlega orðið þungt um,
hugsandi um næstu plötu sem yrði
án efa útvötnuð útgáfa af frumburð-
inum.
Þegar hún svo kom út tveimur ár-
um síðar (nefnd Primary Colours)
voru poppfræðingarnir sem allt
þykjast vita hins vegar gripnir í ból-
inu. Hið óvænta getur gerst, eftir
allt saman, poppheimar eru ekki
eins fyrirsjáanlegir og maður var
farinn að halda. Og það eru plötur
eins og Primary Colours sem gera
að verkum að maður heldur áfram
að slægjast eftir gimsteinum í rusla-
kistu.
Á Primary Colours kom í ljós að
sveitinni, og þá aðallega leiðtoga
hennar, Faris Badwan, kom ekki til
hugar að hjakka í sjöunda áratugar
bílskúrsrokki. Þess í stað voru kom-
in löng, sveimbundin lög sem kölluðu
fram skóglápssveitir og súrkálsrokk.
Í ljós kom ennfremur að Badwan var
vel skólaður poppnörd, með ítalska
kvikmyndamúsík og stúlknasveita-
popp í vasanum m.a. (hið fyrrnefnda
hefur hann svo rannsakað tónlist-
arlega með dúettnum Cat’s Eyes).
Skying ber nafn með rentu, Hor-
rors halda áfram upp á við og leita í
brunn dramatísks rokks frá níunda
áratugnum (Chameleons, einhver?)
m.a. en krydda svo duglega með
heimalöguðu, „hræðilegu“ kryddi.
The Horrors er mikil mektargrúppa
sem virðist bara ætla að verða betri
og betri með hverri plötu.
Reglubókin út um gluggann
The Horrors - Skying
bbbbn
Arnar Eggert Thoroddsen
Metnaður The Horrors flögra kinnroðalaust um ókönnuð svæði poppsins.
Erlendar plötur