Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011 eða nýjustu tilskipun Evrópusam- bandsins, þannig að hún kemur okkur mjög í opna skjöldu. Við höfum auð- vitað átt mikið samstarf um rekstur bankans og tengd verkefni og FME vill greinilega meina að það þýði að við séum tengdir aðilar. Við erum hins vegar ekki háðir hver öðrum þegar kemur að ákvarðanatöku.“ Margeir segir að áhættuskuldbind- ingarnar, sem FME nefnir í ákvörðun sinni, sé ekki nema að hluta til lán- veitingar til félaga þeirra. „Að stærst- um hluta er um að ræða eignarhlut bankans í eignarhaldsfélögum um er- lendan rekstur. Þá finnst mér mik- ilvægt að halda því til haga að þar sem um lánveitingar er að ræða þá hafa þau lán öll verið greidd eða eru í skil- um.“ EA fjárfestingafélag skaut ákvörð- un FME til dómstóla og hefur það dómsmál verið þingfest. Fékk það flýtimeðferð fyrir héraðsdómi og seg- ir Margeir að FME hafi nú þrjár vik- ur til að skila greinargerð vegna málsins og að niðurstöðu sé að vænta innan tveggja til þriggja mánaða. „Eftirlitið telur sig væntanlega hafa gert mistök í aðdraganda hruns- ins þegar það tengdi ekki saman aðila sem hefði átt að tengja. Núna er það hins vegar að ganga allt of langt í hina áttina þegar kemur að því að telja Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Margeir Pétursson, aðaleigandi EA fjárfestingafélags hf., sem áður hét MP banki, segist vera mjög ósáttur við þá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að sekta félagið fyrir brot gegn reglum um stórar áhættur. „FME er þarna að tengja saman aðila sem eru ótengdir í skilningi laga um fjármálafyrirtæki. Mennirnir sem um ræðir eru annars vegar ég, og hins vegar bræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir og Sigfús Ingi- mundarson, sem starfar fyrir bræð- urna. Ég hef átt gott samstarf við bræðurna, en við erum alls ekki tengdir í skilningi laga um fjármála- fyrirtæki. Þarna er um nýja túlkun eftirlitsins að ræða sem ekki hafði verið upplýst um.“ Þessi fjárfesting bræðranna er svo auðvitað ekki nema lítið brot af þeirra umsvifum, að sögn Margeirs. Kom honum í opna skjöldu Hann segir að hann eigi ekkert í fé- lögum bræðranna og að þeir eigi ekk- ert í félögum hans. Þá skuldi hann þeim ekkert fé og þeir ekki honum heldur. „Lögmenn okkar og lögmenn EA sjá ekki að þessi túlkun FME finni sér nokkra stoð í lögum, reglum menn tengda í skilningi laga. Þrátt fyrir að eftirlitsaðilar hafi brennt sig í kringum bankahrunið þá verða þeir þó að fara að lögum gagnvart þeim sem stóðu hrunið af sér.“ Margeir segir að þrátt fyrir að þeir hafi verið mjög ósáttir við niðurstöðu FME hafi þeir engu að síður farið í að lagfæra það sem FME gerði athuga- semdir við. „Við viljum ekki vera í neinu stríði við Fjármálaeftirlitið. Við greiddum upp lán og lokuðum afleiðu- samningum og urðum því við tilmæl- um eftirlitsins.“ Margeir segist vona að málið valdi ekki fyrirtækinu tjóni, en það sé m.a. í bankarekstri erlendis í samstarfi við alþjóðastofnanir. „Ég vona að við verðum ekki fyrir tjóni, en málið er auðvitað neikvætt, þótt auðvitað sé hægt að útskýra það.“ Þá vill hann leggja áherslu á að MP banki og síðar EA hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni vegna skuldbindinga við fjórmenningana. Eignir bankans sem um ræðir hafi verið í félögum sem áttu erlendar eignir, en þær hækkuðu mikið í verði við gengisfall krónunnar eftir hrun. Öll hlutföll miðað við eigið fé gjörbreyttust því. „EA hefur staðið skil á sínum skuldbindingum sem er einsdæmi á meðal íslenskra fyrirtækja í banka- rekstri. Við höfum gert upp við alla erlenda lánadrottna og okkar við- skiptavinir hafa ekki orðið fyrir neinu tjóni.“ Vísar tali um svik til föðurhúsa Annað mál, er varðar EA, snýr að skortsölu á bréfum í Landsbankanum dagana fyrir hrun, en sagt var frá því máli í fréttum í síðustu viku. „Þetta var hluti af áhættustýringu bankans. Bankinn skortseldi hluta- bréfi og gerði skortsöluna upp með sínum hluta af veði í bréfum Lands- bankans, sem við höfðum fullan rétt á að nýta. Byr kaus að verja sig ekki, en telur sig engu að síður eiga hlutdeild í okkar hagnaði vegna þess að um sambankalán var að ræða. Sú deila er fyrir dómstólum, sem er eðlileg leið til að leysa úr slíkum ágreiningi. Ein- hverjir vilja hins vegar láta líta út fyr- ir að um einhver svik og pretti hafi verið að ræða af okkar hálfu en það er algerlega fráleitt að snúa málinu á þann veg. Fyrir liggur yfirlýsing frá endurskoðendum okkar, KPMG, að færslur í bókhaldi bankans varðandi þessa skortsölu hafi verið með full- komlega eðlilegum hætti. Ekkert hef- ur verið kært til lögreglu eða annarra yfirvalda og því vísa ég öllu tali um svik heim til föðurhúsanna.“ Ákvörðunin eigi sér ekki lagastoð  Margeir Pétursson segist afar ósáttur við sektarákvörðun FME á EA fjárfestingafélag  Eftirlitið tengi þar saman menn sem ekki séu tengdir í skilningi laga  Bankinn hafi ekki tapað neinu Morgunblaðið/Kristinn Margeir Pétursson EA fjárfestingafélag hét áður MP banki, en skipti um nafn þegar starfsemi bankans á Íslandi var seld fyrr á þessu ári. STUTTAR FRÉTTIR ● Tap RARIK nam 91 milljón króna á fyrstu sex mán- uðum ársins, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) var 905 milljónir króna. Rekstrarafkoman var betri en á fyrri hluta ársins 2010 og hækkuðu rekstr- artekjur um rúmlega 6,6% frá fyrra ári, en rekstrargjöld með afskriftum um tæplega 4,9% og var regluleg starfsemi fyrirtækisins í samræmi við áætlanir, að því er fram kemur í tilkynningunni. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 981 milljón króna á tímabilinu en voru á sama tímabili árið áður jákvæðir um 248 milljónir króna. Þessi breyting staf- ar fyrst og fremst af veikingu krón- unnar og verðbólgu sem var meiri en gert var ráð fyrir í áætlunum. Áhrif hlutdeildarfélags á rekstur voru neikvæð um 30 milljónir króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjár- magnsliði og skatta (EBITDA) var 1.532 milljónir króna eða um 31% af veltu tímabilsins. Fjármagnsliðir draga af- komu RARIK niður Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Evrópskir stjórnmála- og embættis- menn hafa nær allir lagst á eitt um að andmæla ummælum Christine Lagarde, forstjóra Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Hún sagði á laugardaginn að evrópskir bankar gætu nauðsyn- lega þurft á nýrri eiginfjárinnspýt- ingu að halda til að koma í veg fyrir að skulda- og fjármálavandi evru- svæðisins breiðist út. Financial Times hefur eftir hátt- settum manni í ónefndum seðla- banka að evrópskir bankar eigi við lausafjárvanda að etja en ekki eigin- fjárvanda. Þá hefur ESB gefið út að evrópskir bankar þurfi ekki meira fé frá opinberum aðilum. Vill styrkja bankana Í ræðu sinni í Jackson Hole í Wyom- ing í Bandaríkjunum sagði Lagarde að evrópskir bankar þyrftu að vera nægilega sterkir til að geta staðið af sér skuldavanda einstakra evruríkja og minnkandi hagvöxt. Ef þeir væru hins vegar ekki nógu sterkir gæti vandinn smitast inn í kjarnaríki evr- unnar og jafnvel valdið skaðlegri lausafjárkreppu. Lagarde harðlega gagnrýnd  Sagði þörf á að spýta ennþá meira eigin fé inn í evrópska banka Reuters Bankar Stjórnmála- og embættismenn í Evrópu brugðust illa við ummælum Lagarde um veika stöðu evrópskra banka og sögðu hana betri en í fyrra. Eyrir Invest, sem á kjölfestuhlut í Marel, tapaði 13,5 milljónum evra á fyrri hluta ársins, eða 2,2 milljörðum króna. Á sama tíma 2010 hagnaðist félagið um fjórar milljónir evra. Félagið seldi á tímabilinu hlut sinn í stoðtækjaframleiðandanum Össuri, fyrir 73 milljónir evra. Bókfært virði hlutarins hafði verið 83 milljónir evra, þannig að salan skýrir stóran hluta tapsins á tímabilinu. Andvirðið var notað í að greiða niður vaxtaber- andi skuldir fyrir 52 milljónir evra og nema þær núna 186 milljónum evra. Eignir eru 359 milljónir evra og er eiginfjárhlutfallið 48%. Auk 36% hlutar í Marel á Eyrir 17% hlut í Stork BV, sem á og rekur iðnfyrirtækin Stork Technical Servi- ces og Fokker Technologies. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, segist í tilkynningu vera ánægður með árangur fyrri hluta ársins. „Kjölfestufjárfestingar okkar eru vel staðsettar innan atvinnugreina sem búa við góðan vöxt og horfur eru góðar.“ Eyrir greiðir niður skuldir                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-.+ +/0-12 ++0-34 11-.., 1+-.45 +5-442 +,/-34 +-252+ +/1-15 +3,-40 ++,-1/ +/0-34 ++3-., 11-.35 1+-+04 +/-.25 +,4-./ +-25/2 +/1-/+ +32-2+ 1+4-++00 ++,-00 +/3-+2 ++3-,5 11-+,+ 1+-11+ +/-+ +,4-25 +-2/15 +/,-,0 +32-/5 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Xie Xuren, fjármálaráðherra Kína, sagði á dögunum að stöðugt verðlag væri mikilvægt í augum kínverskra stjórnvalda, en ekki mætti grípa til aðgerða sem heftu hagvöxt. Verðbólga í Kína mældist 6,5% í júlímánuði, en fjármálasérfræðingar spá því að hún verði rétt yfir 6% í ágúst. Á myndinni sést verkamaður safna eggjum í eggjabúi í Shanxi-héraðinu í gær. ivarpall@mbl.is Hagvöxtur í forgangi Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.