Morgunblaðið - 30.08.2011, Page 32

Morgunblaðið - 30.08.2011, Page 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Danshátíðin Reykjavík Dance Festival var haldin í fyrsta sinn árið 2002 og hafa áherslur hennar verið ólíkar milli ára en þó meginmarkmiðið að skapa vettvang fyrir sjálfstætt starfandi danslistamenn á Ís- landi, ýta undir nýsköp- un og þróun dans á Ís- landi og auka sýnileika nútímadans í samfélag- inu. Hátíðin í ár hefst 5. september nk. og boðið til mikillar dansveislu. Verkefnastjóri hátíð- arinnar er Ásgerður G. Gunnarsdóttir og gegnir hún því starfi í fyrsta sinn en hún hef- ur áður unnið að sviðslistahátíðinni artFart. Fleiri verk á dagskrá „Dagskráin er mun stærri í ár en undan- farin ár, það eru fleiri verk. Svo erum við einnig í fyrsta skipti með sérstakan dag- skrárlið tileinkaðan dansmyndum og dans- innsetningum því það er grein sem fer stöð- ugt vaxandi hér á landi. Íslendingar sem eru að gera dansmyndir hafa verið að gera það mjög gott erlendis, myndir hafa ferðast á hátíðir og út um allt. Þannig að okkur fannst tilvalið að hafa sérstakan dagskrárlið tileinkaðan dansmyndum, íslenskum og er- lendum, til að gefa fólki tilfinningu fyrir möguleikum þessa forms. Svo erum við einnig með tvö námskeið sem eru einnig nýmæli í ár; eitt dans- námskeið með Iñaki Azpillaga, sem er einn fremsti samtímadanskennari heimsins í dag og ótrúlega eftirsóttur og mjög gaman að hann skyldi vilja koma og kenna. Hann er búinn að vera að vinna með flokki Wims Vandekeybus í Brussel í mörg ár sem dans- ari og frábært að fá hann. Svo er líka nám- skeið með menningarstjórnandanum Mech- tild Tellmann um hvernig sviðslistamenn geta komið sér á framfæri erlendis, það er ekki auðvelt að gera það,“ segir Ásgerður um dagskrána í ár. Þá verði einnig gefið út hátíðarblað sem ritstýrt sé af dönsurum og danshöfundum. „Við ákváðum að fjalla um dans eins og við myndum vilja fjalla um dans og blaðið kemur út 5. september. Í því verða greinar og viðtöl og dagskrá hátíðar- innar.“ Einnig verður málþing haldið á sunnu- deginum, 11. september, þar sem kunnir aðilar úr menningarlífinu munu tjá sig um upplifanir sínar af ólíkum viðburðum hátíðarinnar. Ásgerður segir Reykjavík Dance Festi- val hátíð sjálfstæða dansgeirans og því séu þeir sem þátt taka í hátíðinni sjálfstætt starfandi. „Mjög margir þeirra hafa gert það mjög gott erlendis, Margrét Sara Guð- jónsdóttir, Helena Jónsdóttir, Halla Ólafs- dóttir, Steinunn Ketilsdóttir og fleiri. Þær eru á meðal fremstu danslistamanna þjóðarinnar í sjálfstæða geiranum.“ – Sýna dansararnir ný verk? „Þetta eru allt frumsýningar, öll íslensku verkin verða frumsýnd þannig að þetta eru allt ný verk,“ svarar Ásgerður. Hátíðin verður haldin í Tjarnarbíói, Bíó Paradís, Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Kex hosteli. Viðburðirnir verða því allir í miðborg Reykjavíkur. Spurð hvernig aðsóknin hafi verið að há- tíðinni í gegnum árin segir Ásgerður að hún hafi verið mjög góð, í það minnsta hin síð- ustu ár. „Það hefur alltaf verið uppselt á alla viðburði og það er mjög gleðilegt. Hátíðin fer stöðugt vaxandi.“ Hátíðin verður sett í Bíó Paradís mánudaginn 5. september en það er borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, sem setur hana. Hátíð sem fer stöðugt vaxandi  Danshátíðin Reykjavík Dance Festival stendur yfir 5.-11. september  Fjöldi danssýninga og annarra danstengdra viðburða  Danshöfundurinnn Iñaki Azpillaga heldur námskeið Ljósmynd/Davide Bozzalla Ballerína Úr verkinu Lost Ballerina eftir Kötlu Þórarinsdóttur, Lauru Murphy og Davide Bozzalla. Katla sést á myndinni en hún dansar í verk- inu sem sýnt verður í Listasafni Íslands. Dagskrá Reykjavík Dance Festival með sýningartímum og -stöðum má finna á vef hátíðarinnar. Ljósmynd/Margrét Seema Takyar Saman Belinda og Gyða nefnist nýtt, íslenskt sviðs- listaverk eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Steinunni Ketilsdóttur og er verkið jafnframt þeirra fyrsta sam- starfsverkefni. Fimi Úr verki Menningarfélagsins, Retrograde, einu þeirra sem sýnt verður á hátíðinni sem hefst 5. sept- ember næstkomandi. Ásgerður G. Gunnarsdóttir Dagskrá hátíðarinnar má finna á vef hennar, reykjavikdancefestival.is. Miða- sala á viðburði hátíðarinnar fer fram á miðasöluvefnum midi.is. Unesco hefur gefið út yfirlýs- ingu þarsem varað er við því að á markað gætu komið stol- in listaverk og þjóðarger- semar frá Líbíu. Órói í Mið- Austurlöndum í ár hefur leitt til rána á þjóðargersemum sem síðan er reynt að selja á svörtum markaði. Í bylting- unni í Egyptalandi í febrúar var í miðjum mótmælum ráð- ist inní egypska þjóðarsafnið og um 18 hlutum stolið af safninu, þar á meðal heims- frægri styttu af Tutankh- amen sem borin er á höndum gyðju nokkurrar. Yfirmaður hjá Unesco, Irina Bokova, segir í yfirlýs- ingu hjá stofnuninni að af reynslunni megi ætla að á umrótartímum sem þessum séu menningarverðmæti í hættu. Hún hvatti Líbíumenn til að verja ómetanleg þjóð- argersemar sínar, hvar í flokki sem þeir stæðu. Hún sagði að þeir sem keyptu stolin listaverk væru að ýta undir þjófnað. Líbía er með fimm staði á heimsminjaskrá og sagði Bokova að passa yrði uppá þá. Frægast er lík- lega bærinn Leptis Magna enda ein af fallegri borgum hins fallna Rómaveldis. Unesco varar við listaverkaránum í Líbíu Eigene Rechte / Own work Fornminjar Leikhús í Leptis Magna í Líbíu frá tímum Rómaveldis. Hinn 71 árs gamli söngvari Sir Tom Jones frestaði tón- leikum sem hann átti að halda á laugardagskvöldið í Mónakó að ráði læknis. Tals- maður Jones sagði að söngv- arinn hefði verið með of lítið vatnsmagn í líkamanum en neitaði því að hann hafi fengið hjartaáfall. Hann eyddi laugardagskvöldinu á spítalanum, Prinsessa Grace, í Monte Carlo. Tón- leikarnir í Mónakó áttu að vera þeir síðustu í þriggja mánaða túr sem hann er bú- inn að vera á í sumar. Í yfir- lýsingu frá talsmanni Jones segir að megnið af tónleik- unum hafi verið haldið í miklum sumarhita og skipun læknisins verið skýr. Tom Jones hafði nýlega sagt frá því í viðtali að hann hefði misst tæp 13 kíló eftir að hafa tekið sig á í matar- ræðinu. Þessvegna fóru af stað sögur um að hann hefði fengið hjartaáfall þegar tón- leikarnir féllu niður, en tals- maðurinn sagði svo ekki vera. Jones fæddist árið 1940 í Wales og varð heimsfrægur strax á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Tom Jones endaði á spítala í Mónakó PA Heimsfrægð Söngvarinn Sir Tom Jones eldist einsog aðrir og það féllu niður hjá honum tónleikar á laugardaginn og þótti honum það mjög leitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.