Morgunblaðið - 27.09.2011, Page 1

Morgunblaðið - 27.09.2011, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. S E P T E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  226. tölublað  99. árgangur  ÁHORFENDUR GRÉTU OG GRÉTU ÞÓRA RÆR Á KAJAK ALLAN ÁRSINS HRING ÍSLENSK SVEITA- RJÓMANTÍK MEÐ GLASSÚR ÖGRAÐI SJÁLFRI SÉR 10 SÝNING Á MOKKA 32ÍSLENSKT LEIKVERK Í ÍRAK 30 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, LÍÚ, Adolf Guðmundsson, segir að ef aflétt yrði óvissunni um sjávarútveginn myndu fljótlega skapast hundruð starfa í mörgum atvinnugreinum. En fyrir- tækin haldi að sér höndum enda muni fyrirhugaðar breytingar á kvótalögum valda fjöldagjaldþrot- um, verði þær að veruleika. „Landsbankinn metur það svo að það sé uppsöfnuð fjárfestingarþörf upp á 16 milljarða í útgerðinni, ég held að hún sé mun meiri,“ sagði Adolf á ráðstefnu um atvinnumál í gær. „Ég get tekið dæmi. Allur ís- fiskflotinn er kominn yfir 30 ár, hann er orðinn úreltur. Það þarf að end- urnýja þorra fiskiskipaflotans. Þeg- ar mest var vorum við með um 65 skip, erum nú með um 25 hefðbundin ísfiskskip og þau þarf öll að endur- nýja. Við erum þá að tala um 1,8-2,2 milljarða í hefðbundnu ísfiskskipi.“ Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði ríkis- stjórnina hvorki sýna vilja né getu til að efla atvinnulífið og draga úr at- vinnuleysi og ekki væri hægt að treysta orðum ráðamanna. „Það er því sjálfgefið að Samtök atvinnulífs- ins munu ekki hafa frumkvæði að neinum frekari samskiptum við rík- isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.“ Skapar hundruð starfa  Sjávarútvegurinn þarf að fjárfesta mikið á næstunni en menn hika vegna óvissu um kvótalög og hugsanlegra fjöldagjaldþrota verði breytingarnar að veruleika MStjórnvöld mesta hindrunin? »4 Gríðarlegar afskriftir » Verði kvótatillögur Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- ráðherra að veruleika ber fyrir- tækjunum, samkvæmt lögum um ársreikinga og alþjóðleg reikningsskil, að afskrifa veiði- kvóta upp á alls 181 milljarð króna, að sögn Adolfs. Nemendum á miðstigi grunnskóla hér á landi líður almennt vel og hafa sterka sjálfsmynd. Athygli vekur að skv. nýrri rannsókn les hátt í fjórð- ungur barnanna aldrei aðrar bækur en skólabækur. Rannsóknin var unnin af Rann- sóknum og greiningu fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Nem- endur í öllum grunnskólum landsins voru fyrr á árinu spurðir um líðan, menntun, menningu, tómstundir og íþróttaiðkun. Gild svör bárust frá um 11.000 börnum. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í dag, en nefna má að hlutfall þeirra barna sem hreyfa sig mikið hefur hækkað undanfarin ár, en hlutfall þeirra sem hreyfa sig lítið sem ekkert hefur líka hækkað. Um og yfir 70% nemenda segjast eiga marga vini en vert er að geta þess að 10 af hundraði nemenda í 5.-7. bekk, um 1.100, segjast fáa eða enga vini eiga. Mjög fáir, um tugur barna, segjast engan vin eiga. Miklum meirihluta nemenda líður vel heima hjá sér skv. rannsókninni og ver drjúgum tíma með foreldrum sínum. »2 Flestir eru vin- margir Morgunblaðið/Eggert Vinmargir Um og yfir sjötíu prósent nemenda eiga marga vini.  Tíu til tólf ára börn segja að sér líði vel Höfuðborgarbúar sem og landsmenn allir ættu að huga að regnhlífum sín- um þessi dægrin því samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður votviðra- samt á landinu öllu, og ekki aðeins í dag heldur jafn langt og spár ná. En þó svo dropar falli af himnum verður vindur tiltölulega hægur og því ætti að vera auðvelt að verjast hafi menn við hönd skjólgóða hlíf, eða jafn- vel vel þéttan regngalla. Útlit fyrir regnhlífaveður um land allt Morgunblaðið/Eggert Reuters Áhyggjur Mikill titringur er vegna skuldavanda þjóða á evrusvæðinu. Samkvæmt fréttum er nú unnið að því að fimmfalda stærð björgunar- sjóðsins sem stofnaður var vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu í fyrra. Stefnt er að því að stækka sjóðinn með því að skuldsetja hann fimmfalt á móti þeim lánatrygging- um sem aðildarríki evrusvæðisins hafa lagt fram þannig að útlána- og fjárfestingargeta hans nemi tvö þús- und milljörðum evra. Þetta á að gera að verkum að sjóð- urinn geti endurfjármagnað þann hluta evrópska bankakerfisins sem yrði fyrir áfalli vegna greiðsluþrots gríska ríkisins ásamt því að geta endurfjármagnað skuldir stærri evruríkja á borð við Ítalíu og Spán næstu ár. Þessar hugmyndir voru ræddar á haustfundi AGS í Washington um helgina en fram kom í fregnum af þessum fyrirhuguðu útfærslum að ráðgert er að fella niður skuldir gríska ríkisins um helming. Stefnt er að því að útfæra þessar hugmyndir á næstu vikum og að þær verði fullmót- aðar þegar leiðtogar tuttugu helstu iðnríkja heims koma saman til fundar í Frakklandi í nóvemberbyrjun. »14 Úrræði vegna bráðavanda  Björgunarsjóður stækkaður samhliða grísku greiðslufalli Ákveðið hefur verið að flýta setn- ingu Alþingis á laugardag frá því sem vani hefur verið. Setningin hef- ur að jafnaði farið fram klukkan hálftvö að degi til en nú hefur þingið tekið þá ákvörðun að færa setning- una til klukkan tíu um morgun laug- ardags. Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, segir þetta ekki vera gert af ótta við mótmæli heldur eigi að gefa þingmönnum og starfs- mönnum færi á að komast fyrr inn í helgina. „Auðvitað höfum við áhyggjur af því að ekki verði far- ið með friði og ég veit að þing- forseti hefur af því miklar áhyggjur, enda var það mikið slys hvernig þetta fór í fyrra.“ Sá vani hefur verið á setningu þingsins að lögreglan standi heið- ursvörð við setninguna. Nú verður hins vegar enginn heiðursvörður við setningarathöfnina. „Lögreglan lít- ur svo á að hún þurfi fyrst og fremst að sinna öryggisgæslu.“ » 2 Flýta setningu Alþingis  Enginn stendur heiðursvörð í ár Helgi Bernódusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.