Morgunblaðið - 27.09.2011, Page 6

Morgunblaðið - 27.09.2011, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011 Gólfþjónustan er með sérlausnir í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili. Við smíðum borð algjörlega eftir þínu máli svo sem borðstofuborð, sófaborð og fundarborð. SÉRSMÍÐI ÚR PARKETI info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 BAKSVIÐ Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Alls fengu 3.562 fjölskyldur úthlutað matargjöfum frá Fjölskylduhjálp Ís- lands frá 1. júní 2010 til 31. maí á þessu ári. Nærri 40% þeirra, 1.399 manns, höfðu fyrir börnum að sjá; á þeim heimilum voru alls 2.482 börn. Fjölskylduhjálpin úthlutaði 23.784 matargjöfum á tímabilinu. Þeir sem þáðu mataraðstoð voru á aldrinum 18-86 ára, þar af rúmlega helming- urinn konur. Skráðar voru niður upplýsingar um alla sem þáðu matargjafir á tíma- bilinu og Félagsvísindastofnun Há- skóla Íslands vann í framhaldinu skýrslu um lýðfræðilega samsetn- ingu hópsins. „Það sem stakk mig mest var hve margar barnafjölskyldur leita mat- araðstoðar; hátt í 2.500 börn eiga foreldra sem leita aðstoðar hjá okk- ur,“ sagði Ásgerður Jóna Flosadótt- ir, formaður Fjölskylduhjálpar Ís- lands, við Morgunblaðið í gær. Flestir sem fengu mataraðstoð voru með íslenskt ríkisfang, 68%. Fimmtungur var með pólskt ríkis- fang og um 12% með annað erlent ríkisfang. Hlutfallslega fleiri þeirra útlendinga sem fengu aðstoð voru karlar. Flestir þeirra sem þáðu matarað- stoð, 86%, höfðu lokið grunnskóla- prófi eða höfðu minni menntun að baki. Mikill meirihluti hópsins var utan vinnumarkaðar, eða 93%. Þriðjungur hópsins var með skráða örorku, að langstærstum hluta Íslendingar. Fólk leitaði að meðaltali 6,7 sinn- um til Fjölskylduhjálpar eftir mat- araðstoð. Tæpur þriðjungur kom einu sinni, 28% tvisvar til fjórum sinnum, tæpur fimmtungur fimm til níu sinnum og fjórðungur hópsins leitaði tíu sinnum eða oftar til Fjöl- skylduhjálpar eftir mataraðstoð. Tæp 3% hópsins komu þrjátíu sinn- um eða oftar. Umtalsverður hópur þeirra, sem voru í hjónabandi, var með erlent ríkisfang, eða rétt tæpur helmingur. Tíu fyrirtæki hlutu í gær viður- kenninguna Fyrirtæki mannúðar 2010 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem af- henti fulltrúum fyrirtækjanna viður- kenningu fyrir hönd Fjölskyldu- hjálpar Íslands. Forstjóri Símans, eins fyrirtækj- anna, notaði tækifærið og færði Fjöl- skylduhjálpinni á fjórða hundrað þúsunda króna; andvirði sölu gam- alla síma sem fyrirtækið safnaði, gerði við og seldi. Ásókn í mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands 1000 800 600 400 200 0 1 heims. Heimsóknafjöldi þeirra sem sóttu sér aðstoð Aldurssamsetning þeirra sem sóttu sér aðstoð 2 - 4 heims. 5 - 9 heims. 10 - 14 heims. 15 - 19 heims. 20 + heims. 1000 800 600 400 200 0 18-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára 70 ára & eldri Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 911 927 769 629 234 92 25.6% 26% 21.6% 17.7% 6.6% 2.6% 1050 988 675 352 212 285 29.5% 27.7% 19% 9.9% 6% 8% Með marga í mat  Barnafjölskyldur 40% þeirra sem þáðu matargjöf frá Fjöl- skylduhjálpinni  2.482 börn  68% þiggjenda Íslendingar Morgunblaðið/Eggert Takk! Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, tekur við viðurkenningu úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar. Ásgerður Jóna Flosadóttir á milli þeirra. Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hófu nú fyrir skemmstu að miðla upplýs- ingum um réttindastöðu sjúklinga rafrænt til veitenda heilbrigðisþjón- ustu, s.s. lækna og apóteka. Annars vegar er upplýsingunum miðlað í gegnum þjónustugáttir stofnunar- innar, en hins vegar með rafrænni tengingu. Þessi rafræna miðlun gef- ur til dæmis upp hvort einstaklingar eru sjúkratryggðir á Íslandi, þeir hafa örorku eða ellilífeyri og hvort einstaklingar eru með lyfjaskírteini eða afsláttarkort vegna heilbrigð- isþjónustu. Heiðar Örn Arnarson, vef- og kynningarfulltrúi SÍ, segir að ávinn- ingur rafrænnar miðlunar sé mikill fyrir alla aðila; sjúklinga, þjónustu- veitendur og ríkið. „Við erum að reyna að hvetja lækna og þá aðila sem eru í heil- brigðisþjónustu á Íslandi til að nota þetta tæki. Kerfið er fyrst og fremst til hagsbóta fyrir sjúklinginn, en einnig fyrir rekstur í heilbrigðisgeir- anum,“ segir Heiðar. „Þjónustuveit- endur geta nú nálgast upplýsingar rafrænt til að ákvarða rétta kostn- aðarþátttöku sjúklinga, án frekari staðfestingar eða framvísunar á af- sláttarskírteinum og það er mikil hagræðing fyrir fyrirtæki og stofn- anir.“ Nýtist mjög mörgum Heiðar segir jafnframt að með þessu greiði sjúklingar það sem þeim ber að greiða, og að það muni verða óþarfi að sækja um endur- greiðslu eða framvísa afsláttar- skírteinum. „Allar upplýsingar munu vera í þessu kerfi og þar af leiðandi eykur þetta þægindi fyrir sjúklingana. Sjúklingar munu ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að hafa afsláttar-, örorku- eða ellilífeyris- kort meðferðis þegar þeir sækja heilbrigðisþjónustu,“ segir Heiðar og bætir við að kerfið muni nýtast mörgum. „Það er mikið flæði sjúklinga sem fara í gegnum heilbrigðisstofn- anir á degi hverjum. SÍ gefa út á bilinu 50 til 60 þúsund afsláttarkort á hverju ári, og svo er stór hópur fólks sem er með örorkumat eða er ellilífeyrisþegar. Þannig að það gef- ur augaleið að þetta kerfi mun koma til með að nýtast mörgum.“ „Fyrst og fremst til hagsbóta fyrir sjúklinginn“  Rafrænar upplýsingar um réttindi Morgunblaðið/Eggert Kerfið Allar upplýsingar verða í kerfinu og eykur þetta þægindi. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, er gríðarlega ánægð með framtak Sjúkratrygginga Íslands, segir það mikið framfaraskref og í samræmi við stefnu læknafélagsins um að gögn og tryggingastaða sjúk- linga eigi að vera aðgengileg rafrænt. „Læknafélag Íslands vill að sjúkraskrá sé rafræn og aðgengileg þeim sem hafa rétt á að skoða hana, s.s. læknum og löggiltum heilbrigðisstarfsmönnum,“ segir Birna. „Þá er það ekki síður mikilvægt að fólk geti fylgst með eigin réttindum í gegnum netið og fengið sem bestar upplýsingar um sjálft sig og því er gert það kleift með þessu. Þannig að mér finnst þetta vera mikið framfaraskref og til hagsbóta og þæginda fyr- ir alla aðila mála.“ Mikið framfaraskref FORMAÐUR LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS ÁNÆGÐUR Birna Jónsdóttir 100 manns komu 30 sinnum eða oftar » Rúmlega 1.000 fjölskyldur þáðu matargjöf einu sinni en 3% hópsins – um það bil 100 manns – komu 30 sinnum eða oftar og þáðu mat á árinu. » Tíu fyrirtæki fengu viður- kenninguna Fyrirtæki mann- úðar 2010 frá Fjölskylduhjálp- inni í gær; Sölufélag garðyrkjumanna, Mjólkur- samsalan, Grillvagninn, Myllan – brauð, Ölgerðin, Síminn, Marko merki, Perlan veitinga- hús og Björnsbakarí. » Útvarp Saga var valin Fjöl- miðill mannúðar 2010. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Eitt kvöld eftir erfiðan dag í vinnunni fór ég á netið og ætlaði að leita að söng eða góðu háði um Star- bucks, vinnustað minn. Ég fann ekk- ert og ákvað því að setja saman texta og búa til lag um starfskjör og vinnu- aðstæður innan fyrirtækisins,“ segir Christopher Cristwell, fyrrverandi starfsmaður eins útibúa bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks í Kaliforníu, sem var rekinn fyrir að syngja um fyrirtækið. „Ég átta mig á því núna af hverju ég fann ekkert lag eða texta um fyrirtækið á netinu. Ég var rekinn skömmu eftir að lagið mitt fór á Youtube.“ Saga Christophers væri ekki í frá- sögur færandi hér á landi nema fyrir þær sakir að hann er hálfíslenskur. „Móðir mín, Díana Lacroix, er ís- lensk og ég á ættingja á Íslandi. Sjálfur er ég fæddur á Íslandi en pabbi minn vann á herstöðinni við Keflavíkurflugvöll. Núna hef ég tíma til að kynna mér Ísland betur og ferðast eitthvað um landið,“ segir Christopher sem hefur heimsótt landið einu sinni eftir að fjölskyldan hans flutti til Bandaríkjanna, þegar hann var eins árs gamall. Auk þess segir hann koma til að greina að flytja til landsins og læra tungumálið. Brottrekstur þessa hálfíslenska stráks í Kaliforníu hefur vakið mikla athygli, hátt í 600 þúsund manns hafa séð myndbandið og stærstu fréttamiðlar tekið málið upp, s.s. CNN, ABC, NBC og fréttamiðlar víðs vegar um heim. Christopher hefur hins vegar ekki látið brott- reksturinn hafa neikvæð áhrif á sig heldur ætlar hann að einblína á það jákvæða í þessu öllu saman. „Ég er orðinn hálffrægur eftir þetta og hef fengið fjöldann allan af atvinnu- tilboðum. Núna er ég að skoða tilboð frá fyrirtæki um að gera texta og lag fyrir auglýsingu sem væri þá eitt- hvað í ætt við það sem ég gerði um Starbucks nema hvað nú fæ ég greitt fyrir það.“ Starbucks-strákur íslenskur  Söng um bág starfskjör, setti á netið og var strax rekinn Lagið Christopher var í svuntu frá Starbucks í myndbandinu á netinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.