Morgunblaðið - 27.09.2011, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011
● Fyrstu umferð í söluferli matvöru-
keðjunnar Iceland Food lýkur vænt-
anlega fyrir lok október, samkvæmt
heimildum Dow Jones-fréttaveitunnar.
Alls á að selja 77% hlut í keðjunni en
Landsbankinn á 67% hlut og Glitnir
10% hlut. Forstjóri Iceland Food, Mal-
colm Walker, og tengdir aðilar eiga 23%
hlut og eru með forkaupsrétt á 77%
hlut bankanna tveggja.
Umsjón með sölunni er í höndum
Bank of America Merrill Lynch og UBS.
Sérfræðingar sem Wall Street Journal
vísar til telja að fá tilboð eigi eftir að
berast í allt fyrirtækið og ólíklegt sé að
margir aðrir en Wm Morrison-
matvörumarkaðskeðjan, og Walker
muni bjóða.
Deutsche Bank mun að öllum lík-
indum aðstoða Walker við fjármögnun
og eins er rætt um aðkomu Rothschild
að fjármögnun fyrir einhverja áhuga-
sama kaupendur. Morrison hefur feng-
ið Credit Suisse Group til að veita ráð-
gjöf varðandi tilboð í Iceland Food.
Stærsta matvörukeðja Bretlands,
Tesco, mun væntanlega gera tilboð í
verslanir Iceland Food en ef Tesco ætlar
að kaupa allt fyrirtækið þarf keðjan að
fá heimild til þess frá yfirvöldum vegna
stærðar sinnar á markaði. Asda, sem er
í eigu Wal-Mart, hefur leitað til Barclays
Capital varðandi fjármögnun, sam-
kvæmt frétt Wall Street Journal.
Fyrsta hluta lýkur
í lok októbermánaðar
FRÉTTASKÝRING
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Skilaboð haustfundar Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins um helgina til ráða-
manna í Evrópu eru skýr: Fjármála-
stöðugleika heimsins og
hagvaxtarhorfum í alþjóðahagkerf-
inu stafar vaxandi ógn af skulda-
kreppunni á evrusvæðinu og brýnt
er að grípa umsvifalaust til afgerandi
aðgerðra.
Samkvæmt fréttum var settur
mikill þrýstingur á ráðamenn aðild-
arríkja evrusvæðisins á haustfundi
AGS í Washington D.C. um helgina
að þeir komi sér saman um að
stækka björgunarsjóðinn, sem stofn-
aður var eftir að gríska ríkið rambaði
á barmi gjaldþrots í fyrra, verulega.
Rætt er um að björgunarsjóðnum
verði gert kleift að skuldsetja sig
þannig að stærð hans fimmfaldist.
Það er að segja að útlánageta hans
verði aukin úr tæpum 500 milljörðum
evra í tvö þúsund milljarða evra.
Áður en lengra er haldið er rétt að
taka það fram að þegar fyrst var
kynnt stofnun björgunarsjóðsins í
fyrra átti stærð hans, um 440 millj-
arðar evra, að duga til þess að kveða
endanlega niður efasemdir fjárfesta
um greiðslufærni verst stöddu evru-
ríkjanna. Síðan þá hafa bæði írsk og
portúgölsk stjórnvöld þurft að leita
eftir neyðarlánum og skuldakreppan
hefur breiðst til stærri og veigameiri
hagkerfa á evrusvæðinu á borð við
Spán og Ítalíu.
Ástæðan fyrir að áhersla er lögð á
stækkun sjóðsins er meðal annars sú
að þær tillögur sem nú er rætt um
fela í sér að skuldir gríska ríkisins
verði afskrifaðar um 50%. Aukna út-
lánagetu sjóðsins á svo að nýta til
þess að endurfjármagna þann hluta
evrópska bankakerfisins sem ræður
ekki við afskriftir skulda gríska rík-
isins og í lán handa þeim ríkjum sem
geta ekki fjármagnað sig með sjálf-
bærum hætti á mörkuðum. Með öðr-
um orðum: Stefnt er að því að
stækka björgunarsjóð ESB um sam-
bærilega upphæð og bandaríski
seðlabankinn hefur prentað peninga
fyrir frá því að fjármálakreppan
skall á, þannig að hægt verði að af-
skrifa helminginn af 328 milljarða
evra skuldum gríska ríkisins án þess
að fjármálakerfi Evrópu og evru-
svæðið riði til falls.
Samkvæmt fréttum munu þessar
hugmyndir verða útfærðar frekar á
næstu vikum og standa vonir manna
til þess að þær verði fullbúnar fyrir
leiðtogafund tuttugu helstu iðnríkja
heims sem fer fram í Frakklandi í
byrjun nóvember.
Heyra mátti lúðrablástur vegna
þessara frétta á hlutabréfamörkuð-
um í gær. Slíkur blástur er sennilega
með öllu ótímabær, enda standa
mörg í ljón í vegi þess að hægt verði
að hrinda ofangreindum áformum í
framkvæmd. Í fyrsta lagi hafa aðild-
arríki evrusvæðisins ekki enn stað-
fest þær breytingar sem samþykkt
var að gera á starfsemi björgunar-
sjóðsins í sumar. Þær eru smávægi-
legar miðað við þær sem nú er rætt
um. Andstaðan við breytingarnar
sem samþykktar voru í sumar í þjóð-
þingum stöndugri ríkja evrusvæðis-
ins er fyrst og fremst tilkomin vegna
ótta við að verið sé að kasta fé skatt-
greiðenda á glæ til að fjármagna
skuldasöfnun verst stöddu ríkjanna.
Gæti grafið undan lánshæfis-
mati stöndugri evruríkja
Þó svo að þær hugmyndir sem nú
er rætt um feli ekki í sér bein fjár-
útlát fyrir evruríkin heldur að björg-
unarsjóðinn skuldsetji sig fimmfalt á
móti núverandi eiginfjárframlagi er
erfitt að sjá að ábyrgð stöndugri
ríkjanna verði án kostnaðar. Peter
Tchir, sérfræðingur hjá TF Market
Advisors, bendir á að ábyrgðin á
björgunarsjóðnum feli það í sér að
ríkin sem að honum standa eru
reiðubúin að taka á sig skaðann af
fjárfestingum í ríkisskuldabréfum
verst stöddu evruríkjanna á yfirverði
þar sem fjárfestar á markaði eru fyr-
ir löngu búnir að lýsa það yfir í verki
að þau séu of áhættusöm fjárfest-
ing. Tchir segir afar ósenni-
legt að stækkun björgun-
arsjóðsins gegnum
skuldsetningu muni
eiga sér stað án þess að
hafa áhrif á lánshæfis-
mat þeirra ríkja sem að
honum standa.
Greiðslufall og skuld-
setning björgunarsjóðs
Fimmföldun björgunarsjóðs evrusvæðisins með skuldsetningu vegna bráðavanda
Reuters
Tilboð Stærri björgunarsjóður yrði nýttur til að endurfjármagna bankakerfið og fjármagna illa stödd evruríki í kjölfar greiðslufalls gríska ríkisins.
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+,0-,,
++/-1
0+-22/
0.-034
+4-+5,
+2.-.0
+-3//2
+,/-.0
+3,-,,
++,-20
+,2-20
++4-5/
0+-/.1
0.-2+4
+4-0/,
+2.-2,
+-3/,,
+,/-34
+35-20
0+/-1040
++,-1
+,2-41
++3-0,
0+-/1,
0.-244
+4-05,
+2.-4/
+-3322
+,3-+0
+35-41
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Framtakssjóður Íslands slhf. (FSÍ)
hefur lokið kaupum á 49,5% eignarhlut
í Promens hf. Aðdragandi málsins er
sá að fyrr á árinu gerði Horn fjárfesting-
arfélag hf. (Horn) samkomulag við FSÍ
um kaup á 40% hlut í Promens og var
þar jafnframt kveðið á um kauprétt FSÍ
á 9,5% viðbótarhlut í félaginu.
Samkomulagið var gert með fyrir-
vara um áreiðanleikakönnun á Pro-
mens, sem nú er lokið. FSÍ hefur ákveð-
ið að nýta sér kauprétt sinn og hafa
aðilar komist að endanlegri niðurstöðu
um kaupverð hlutanna sem er 49,5
milljónir evra, sem jafngildir um 7,9
milljörðum króna.
Eftir kaupin mun FSÍ eiga 49,5%
hlut, Horn mun eiga um 49,8% hlut og
lykilstarfsmenn Promens munu eiga
um 0,7% hlut. Sem fyrr er stefnt að
skráningu Promens á hlutabréfamarkað
á næstu tveimur til þremur árum. Hluti
kaupverðs FSÍ (um 3,2 milljarðar
króna) fer til kaupa á nýjum hlutum í
Promens sem gefnir verða út í fram-
haldi af kaupunum og eru kaupin þann-
ig fallin til að styrkja eiginfjárstöðu
Promens.
Kaupum á tæplega 50%
hlut í Promens lokið
Undirskrift Skrifað undir samning um
kaup FSÍ á 49,5% hlut í Promens.
Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir
hvernig yrði staðið að skuld-
setningu björgunarsjóðs evru-
svæðisins hefur David Beers,
yfirmaður lánshæfis Evrópu-
ríkja hjá matsfyrirtækinu
Standard & Poor’s, nú þegar
varað við því að hún gæti grafið
undan lánshæfismati evruríkj-
anna. Reuters-fréttastofan hef-
ur eftir Beers að ekki sé hægt
að „gíra“ sjóðinn ótakmarkað
upp án þess að möguleg skuld-
binding stöndugustu evruríkj-
anna grafi undan núverandi
lánshæfismati þeirra. Enn-
fremur er haft eftir honum að
stækkun sjóðsins gegn skuld-
setningu gæti haft áhrif á láns-
hæfismat sjóðsins sjálfs, en
það er nú í AAA-flokki í krafti
ábyrgða sem ríki á borð við
Þýskaland gengst við. Auk
stækkunar sjóðsins gegn-
um skuldsetningar hefur
verið rætt um að hann
verði stækkaður með
eiginfjárframlagi frá Evr-
ópska seðlabankanum.
Áhrif á láns-
hæfismat
STANDARD & POOR’S
Annar rekstrarkostnaður minnkaði töluvert
og var 176 milljónir króna, borið saman við 249
milljónir árið áður.
Rekstrarhagnaður var 63 milljónir, en 160
milljónir áður. Fjármagnsliðir voru jákvæðir
um tvo milljarða, en voru neikvæðir um 99
milljónir árið 2009. Því var hagnaður eftir
skatta á svipuðu róli og árið áður, sem fyrr seg-
ir.
Eigið fé Rekstrarvara er 269 milljónir króna.
Langtímaskuldir félagsins eru þónokkrar, eða
873 milljónir, og er meirihlutinn á gjalddaga
árið 2013; 489 milljónir króna.
ivarpall@mbl.is
Rekstrarvörur ehf., sem selja rekstrarvörur til
einstaklinga, félaga og stofnana, voru reknar
með 54 milljóna króna hagnaði á árinu 2010. Er
það svipaður hagnaður og árið áður, þegar
hann nam tæpum 60 milljónum króna.
Sala félagsins minnkaði nokkuð milli ára, eða
úr 2,1 milljarði króna niður í 1,7 milljarða. Á
móti kom að vörunotkun lækkaði einnig, eða úr
1,2 milljörðum niður í einn milljarð. Framlegð
lækkaði í 705 milljónir króna, úr 875 milljónum.
Rekstrarkostnaður minnkaði töluvert frá
fyrra ári. Laun og launatengd gjöld námu 387
milljónum króna, miðað við 407 milljónir árið
2009. Fækkaði starfsmönnum að meðaltali um
16, úr 62 í 46. Laun forstjóra, Kristjáns Ein-
arssonar, voru 44,7 milljónir króna, en laun for-
stjóra voru 22,9 milljónir árið áður.
Ágæt afkoma hjá Rekstrarvörum
54 milljóna hagnaður Tekjur lækka milli ára og kostnaður sömuleiðis
Rekstrarvörur Kostnaður minnkar milli ára.