Morgunblaðið - 27.09.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 27.09.2011, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Gaddafi,fyrrumLíbíu- leiðtogi, gengur enn laus. Úr því sem komið er skiptir það lík- lega litlu um orr- ustuna um Líbíu. Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, duldist bandamönnum í drjúgan tíma eftir að honum var steypt. Lengst af hírðist hann ofan í holu, var gómað- ur, niðurlægður, réttaður og hengdur. Þau endalok voru fyrirsjáanleg en þau styrktu ekki stöðu hernámsliðsins eða stjórnvaldanna sem sátu í skjóli þess, eins og vonir höfðu verið bundnar við. Íraksstríðið sem slíkt var vel skipulagt, ofurefli liðs og búnaðar tryggði skjótan hernaðarlegan árangur. En fögnuður hins „undirokaða lýðs“ yfir falli Saddams lét á sér standa. Gengið hafði ver- ið mjög langt í eyðileggingu grunnstoða í landinu með eldflaugaárásum til að lama alla andspyrnu valdhafa við innrásarherinn. Vandræði og erfiðleikar í daglegu lífi fólks fóru því vaxandi eftir stjórn- arskiptin. Stríðsmálstað- urinn veiklaðist hratt þegar á daginn kom að fullyrðingar leyniþjónustu Bandaríkj- anna, Breta og annarra um að Saddam Hussein hefði gjöreyðingarvopn í fórum sínum fengust ekki stað- festar á staðnum. Slík vopn hafði einvaldurinn sann- arlega áður notað, svo sem eiturgas gegn Kúrdum, þar sem hundruð þúsunda borg- ara höfðu verið drepin. En slík vopn fundustu ekki eftir hernám, þrátt fyrir ákafa leit. Og svo vel sem hernaðar- aðgerðir gegn Írak höfðu verið skipulagðar og útfærð- ar til að ná markmiðum þeirra gilti annað um eftir- leikinn. Þar var flest í skötu- líki. Af framantöldum ástæð- um þurfti að hafa miklu meira fyrir því að „friða“ landið en nokkurn hafði órað fyrir og manntjón eftir form- leg stríðslok varð því mjög mikið. Aðkoma Nató að aðgerðum í Líbíu rúmast tæplega innan sáttmála og reglna banda- lagsins. Byltingin í Líbíu hefði aldrei lukkast án at- beina þess sem varð miklu meiri og víðtækari en sam- þykktir Öryggisráðs SÞ heimiluðu. En engin þjóð hefur hagsmuni af því að rekast í því núna. Byltingar- mennirnir sem Nató studdi eru enn óskrifað blað. Helsta huggunin er að þeir geti ekki verið verri en Gaddafi, sem hafði þó verið tekinn í tölu siðaðra manna á síð- ustu árum. Svo langt hafði hann náð að stjórnmálafor- ingjar Evrópu vildu endi- lega láta mynda sig með honum og hann var meira að segja svo vinsamlegur að sjá um pyntingar fyrir vest- rænar leyniþjónustur, sem máttu ekki bauka við slíkt sjálfar, en gátu boðið verkið út og staðið í gættinni og fylgst með framkvæmdinni. Ekki er enn útséð um hvernig hinu arabíska vori reiðir af í Líbíu. Hinir nýju valdhafar þar eru þegar teknir við að taka andstæð- inga sína af lífi án frekari vafninga. Stuðnings- mönnum þeirra þykir þetta heldur óþægilegt, en segja að byltingarmenn séu ekki nærri því eins stórtækir í aftökum án dóms og laga og hinn fallni leiðtogi. Í Egyptalandi, þar sem einnig voraði, segja yfir- völd að Camp David- samningurinn við Ísrael sé ekki endilega lengur í gildi. Það boðar ekki gott. Í Jem- en hjuggu Al-Qaeda-menn í fyrradag hönd af 15 ára pilti, sem stolið hafði raf- magnssnúrum, og spáss- eruðu svo um með afhöggna höndina öðrum til áminn- ingar. En ekki er svart- nættið algert því í gær bár- ust þær fréttir að konungur Saudi- Arabíu hefði ákveðið að konur í landinu myndu fá að kjósa og bjóða sig fram í hreppsnefndarkosningum eftir 5 ár. Nái einhverjar þeirra kjöri er vonandi að karlarnir í hreppnum verði liprir við að skutla þeim á fundi því ekki stendur til að leyfa konum að taka bílpróf og auðvitað alls ekki að leyfa þeim að ferðast til út- landa án fylgdar karla. Það er sem sagt ekki endilega víst að orðið sé tímabært að Vestur- landabúar láti sína mæli- snúru duga til að leggja mat á þróun þjóðfélaga í öðrum heimshlutum. Enn er allt á huldu með hvernig arab- íska vorinu muni reiða af þegar hausta tekur} Ekki marktæk mælisnúra É g er ekki bara trúlaus, heldur and- vígur trúarbrögðum. Ástæðan er einkum sú að mér virðast trúar- brögð gera meira ógagn en gagn, þegar dæmið er reiknað til enda. Litið yfir mannkynssöguna sýnist mér að trúar- brögðin hafi valdið meiri afturförum, stuðlað að meiri eymd og þjáningu en þau hafa linað. Ekki er þar með sagt að ekki megi finna góð- ar hliðar á trúarbrögðum. Hjá sumu fólki er eins og betur heppnaðar kennisetningar helgiritanna magni upp það besta í eðli manneskjunnar: hjálpsemi, fórnfýsi, væntumþykju og almenni- legheit. (Ekki kvarta ég yfir því þegar trúarbrögðin fá fólk til að gera gott, þótt það rýri auðvitað agnarögn gildi góðverkanna ef þau eru gerð fyrst og fremst til að koma sér í mjúkinn hjá heilögum anda. Hverjum er ekki sama hvaðan gott kemur?) En þetta góða í manneðlinu er ekki komið frá trúarbrögð- unum, heldur hluti af því eðli sem við byrjuðum að þróa með okkur frá því löngu áður en við príluðum niður úr trjánum. Gullna reglan er einfaldlega augljós skynsemi sem bæði tryggir hagkvæmt samfélag og samræmist náttúrulegu inn- ræti okkar flestra. Stóri gallinn við trúarbrögðin birtist hins vegar í því að þar gerist það svo oft að fólk þarf ekki að standa skil á brest- unum í eigin siðferði, því alltaf má finna hentuga kennisetn- ingu í einhverju versinu, túlka á þann veg sem hentar og nota sem yfirvarp. Mannfýlurnar sem kúga konur í Sádi-Arabíu þurfa ekki að taka persónulega siðferðislega af- stöðu til verka sinna. Þeir leita einfaldlega uppi versið sem rímar við það sem þeim hentar og halda sínu striki. Steingervingarnir sem amast við samkynhneigðum í nafni kristninnar gera slíkt hið sama. Fordómarnir þeirra eru ekki komnir frá bókinni, heldur er bókin umfram allt hentugt skjól fyrir þeirra eigin siðferðislegu bresti og persónulegu þröngsýni. Útkoman verður oft grátleg. Eins og banda- rísku háheilögu söfnuðirnir sem eyða þessa dagana milljörðum í herferðir gegn jöfnum réttindum samkynhneigðra, á meðan sömu peningar gætu bjargað milljónum frá þjáningu, hungri og dauða víða um heim. Fátt er ömur- legra en trúarhræsni. Prestur róttæks safnaðar var nýlega í fréttum því Reykjavíkurborg ákvað að veita ekki styrk til kirkjurekstr- arins. Ástæðan var neikvætt viðhorf í garð samkyn- hneigðra. Prestinum þótti sér allgróflega mismunað. Reyndar er það efni í annan pistil hvaða snillingar reiknuðu það út að beinn eða óbeinn trúfélagarekstur væri hluti af eðlilegri starfsemi sveitarfélaga og ríkis. Alltént: Þessi sami prestur skrifaði svo bréf í eitt dag- blaðið nokkurn veginn á þeim nótum að samkynhneigð væri í lagi, svo lengi sem kynlífinu væri sleppt. Þóttist þá stikkfrí. Við manninn segi ég þetta, þótt ég viti ekki hvort við get- um mæst á miðri leið: Trúarbrögð eru allt í lagi – svo lengi sem vitleysunni er sleppt. ai@mbl.is Ásgeir Ingvarsson Pistill Trúin sem skjól lélegs siðferðis STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is D mítrí Medvedev situr í bílstjórasætinu í nýj- um bíl, skoðar hann að innan, virðir fyrir sér mælaborðið og stígur á bensíngjöfina. Hann horfir í kringum sig og sér að ekkert stýri er í bílnum. Hann snýr sér að Pútín og spyr: Vla- dímír Vladímírovítsj, hvar er stýrið? Pútín tekur fjarstýringu úr vasanum og svarar: Það er ég sem sé um að stýra. Þannig hljómar brandari sem bandarískir stjórnarerindrekar sögðu eftir að Medvedev tók við for- setaembættinu í Rússlandi árið 2008. Pútín hafði þá verið forseti í tvö fjög- urra ára kjörtímabil og samkvæmt stjórnarskránni mátti hann ekki gegna embættinu þrjú kjörtímabil í röð. Pútín varð þá forsætisráðherra og Medvedev var falið að verma for- setastólinn. Tilkynnt var um helgina að þeir myndu hafa stólaskipti, stefnt væri að því að Medvedev yrði forsætisráð- herra eftir þingkosningar í desember og Pútín yrði í forsetaframboði í mars á næsta ári. Fullvíst er talið að Pútín verði kjörinn forseti og þar sem eitt af fyrstu verkum Medvedevs var að lengja kjörtímabil forsetans úr fjór- um árum í sex getur Pútín gegnt embættinu í tólf ár til viðbótar, eða til ársins 2024 þegar hann verður 72 ára. Fari svo verður hann lengur við völd en Leoníd Brezhnev og lengur en nokkur annar leiðtogi í Moskvu frá valdatíma Jósefs Stalíns. Fjármálaráðherra rís upp Ekki er þó víst að stólaskiptin gangi snurðulaust því tveir af hæst settu embættismönnum landsins á sviði efnahagsmála létu í ljósi óánægju með þau. Fjármálaráðherr- ann Alexej Kúdrín sagði af sér í gær eftir að hafa tilkynnt að hann myndi ekki eiga sæti í ríkisstjórn Medve- devs vegna ágreinings þeirra í efna- hagsmálum. Kúdrín hefur sakað Medvedev um að setja fjármál ríkis- ins í uppnám með því að beita sér fyr- ir auknum ríkisútgjöldum, einkum til hersins. Kúdrín hafði gegnt embætti fjármálaráðherra frá árinu 2000 og getið sér orð fyrir aðhaldsstefnu sem varð til þess að ríkissjóður Rússlands var rekinn með hagnaði vegna mik- illa olíutekna þegar Pútín var forseti. Rússneska dagblaðið Komm- ersant segir að Kúdrín hafi aðra ástæðu til að víkja úr stjórninni – hann hafi sjálfur haft augastað á for- sætisráðherrastólnum. Kúdrín hafi áður viljað fara fyrir frjálslyndum stjórnmálaflokki á þinginu en Kreml- verjar talið hann af því og lofað hon- um forsætisráðherraembættinu á næsta ári. Æðsti efnahagsráðgjafi Med- vedevs, Arkadí Dvorkovítsj, lét einn- ig í ljósi óánægu með stólaskipti for- setans og forsætisráðherrans. Medvedev hefur talað um þörf- ina á því að koma á efnahagslegum og pólitískum umbótum í Rússlandi og meðal annars beitt sér fyrir því að landið fái aðild að Heimsviðskipta- stofnuninni. Pútín hefur haft efa- semdir um slíkar breytingar og beitt sér fyrir verndarstefnu og viðskipta- bandalagi við fyrrverandi sovét- lýðveldi. Stuðningsmenn Medvedevs höfðu vonað að hann myndi fá ann- að kjörtímabil í forsetaembættinu og tækifæri til að styrkja stöðu sína pólitískt og koma umbótum í fram- kvæmd. Mjög ólíklegt þykir að stefnunni verði breytt og umbót- um komið á eftir að Pútín sest aftur við stýrið í Kreml. Pútín sest við stýrið – án fjarstýringar Reuters Stólnum skilað Dmítrí Medvedev Rússlandsforseti (t.v.) og Vladímír Pútín forsætisráðherra ætla að hafa stólaskipti eftir forsetakosningar á næsta ári. Pútín nýtur enn mikilla vin- sælda í Rússlandi eftir að hafa bundið enda á ringulreiðina sem ríkti í valdatíð Borís Jeltsíns. Rússneski stjórnmálaskýrand- inn Míkhaíl Dmítríev telur þó að Pútín geti þegar fram líði stund- ir stafað hætta af auknum lýð- ræðiskröfum millistéttarfólks sem vilji fá meiri pólitísk áhrif og sætti sig ekki til lengdar við eins flokks kerfi. Pútín þurfi einnig að uppræta spillingu sem hafi gert lítt þekktum vinum og bandamönnum hans kleift að stórauðgast á auð- lindum ríkisins. Alexej Navalní, sem berst gegn spillingunni, spáir því að óánægjan magn- ist og leiði til nýrrar byltingar þegar upp úr sjóði, spurningin sé aðeins hve- nær það gerist. Spá því að upp úr sjóði VAXANDI ÓÁNÆGJU GÆTIR Alexej Kúdrín

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.