Morgunblaðið - 27.09.2011, Síða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011
Vætutíð Hún er komin blessuð haustrigningin með sínum notalegu hlýindum en vissulega þónokkrum gráma eins og þessi mynd ber með sér sem tekin var út um ótal glugga Hörpunnar.
Eggert
Hafnarfjörður er ekki
fyrsta og sennilega ekki
síðasta sveitarfélagið á Ís-
landi og þótt víðar væri
leitað sem lendir í
greiðsluvanda. Und-
anfarin misseri hafa lán-
veitendur um heim allan
endursamið til hæfis
skuldurum og á það jafnt
við um einstaklinga, fyr-
irtæki og sveitarfélög.
Vandamálið í Hafn-
arfirði er að núverandi meirihluti Sam-
fylkingar og vinstri grænna neitar að
horfast í augu við hina grafalvarlegu
stöðu sem við blasir og hyggst greiða að
fullu erlendum kröfuhöfum og senda
framtíðinni reikninginn með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum.
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
hinn 14. september síðastliðinn var end-
urfjármögnun lána bæjarfélagsins á
dagskrá að beiðni fulltrúa sjálfstæð-
ismanna í minnihluta bæjarstjórnar. Þar
ítrekuðu sjálfstæðismenn áhyggjur sín-
ar af erfiðri fjárhagslegri stöðu sveitar-
félagsins og hinni þungu greiðslubyrði
sem við blasir vegna fyrirhugaðrar end-
urfjármögnunar. Samkvæmt vænt-
anlegum skilmálum endurfjármögnunar
má gera ráð fyrir að erlend lán og fleiri
skuldir bæjarins, samtals að upphæð um
14 milljarðar, verði endurfjármagnaðar
með afar óhagstæðum vaxtakjörum.
Hætta er á að þessi háu vaxtakjör muni
sliga bæjarsjóð næstu árin og jafnvel
áratugina.
Forsendur áætlunar brostnar
Sjálfstæðismenn hafa ennfremur lýst
undrun á því hversu langan tíma endur-
fjármögnunin hefur tekið og hversu
seint farið var í viðræður. Ljóst hefur
verið í þó nokkurn tíma að ekki yrði um
endurfjármögnun að ráða af hendi hins
erlenda lánardrottins, skilanefndar
DEPFA-bankans, þar sem
sú stofnun er í slitameðferð.
Meirihluta Samfylkingar og
Vinstri-grænna tókst ekki
að endurfjármagna á vor-
mánuðum 4,3 milljarða sem
hafa því verið í vanskilum
síðan í apríl. Af þessum sök-
um gjaldféllu önnur lán
bæjarins hjá sömu stofnun í
samræmi við ákvæði í lána-
samningum. Þegar við bæt-
ast svo lausaskuldir bæj-
arsjóðs og óuppgerður
fjármagnstekjuskattur
vegna sölu á eignarhlut bæjarins á hlut í
HS Orku, sem og veiking krónunnar á
árinu, þá er fjárhæð endurfjármögnunar
rúmlega 14 milljarðar eins og áður hefur
komið fram.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
telja að þar sem svo margar forsendur í
fjárhagsúttekt þeirri sem liggur til
grundvallar endurfjármögnun lána
sveitarfélagsins eru brostnar sé erfitt að
sjá hvernig bæjarfélagið eigi að geta
staðið undir þeirri greiðslubyrði sem
fyrirhugaðri endurfjármögnun mun
fylgja.
Því beri að leita aftur til skilanefndar
DEPFA-bankans og reyna að end-
ursemja við þrotabúið. Samhliða þarf að
vinna heildstæða áætlun um fjárhags-
lega endurskipulagningu allra skulda og
skuldbindinga sveitarfélagsins. Slík
áætlun verður að taka mið af greiðslu-
þoli sveitarfélagsins í samræmi við lög-
boðnar skyldur þess.
Eftir Helgu
Ingólfsdóttur
»Hætta er á að þessi háu
vaxtakjör muni sliga
bæjarsjóð næstu árin og
jafnvel áratugina.
Helga
Ingólfsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri og
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
í Hafnarfirði.
Nauðsynlegt að end-
ursemja um skuldir
Hafnarfjarðar
Hvaðanæva úr heiminum berast
fréttir um neyðarfundi ráðamanna og
neyðaráætlanir til þess að koma í veg
fyrir allsherjar heimskreppu. Nýlega
söfnuðust fulltrúar Alþjóðabankans,
AGS og G20 með sterkustu efnahags-
ríkjum heims til fundahalda í Wash-
ington. Bæði Christine Lagarde, AGS,
og Robert Zoellick, Alþjóðabankanum,
skutu föstum skotum að stjórnmála-
mönnum og vöruðu við, að skuldafjöllin
í Bandaríkjunum og Evrópu hótuðu að
„kæfa“ efnahag alls heimsins. Um allan
heim taka fyrrum evrutrúaðir sinnaskiptum og hafa
algjörlega snúið við blaðinu og viðurkenna núna, að
evruverkefnið hafi verið dauðadæmt frá byrjun.
Einn sem ekki skefur utan af hlutunum, fjármála-
maðurinn Charles Gaves, sem fylgst hefur með
hlutabréfamörkuðum í meira en 40 ár, segir í viðtali
við Dagens Industri í Svíþjóð: „Það eina, sem getur
bjargað Evrópu, er að aflífa evruna. Það er ekki til
nein töfraformúla til að leysa vandamál evrusvæð-
isins. Stjórnmálamennirnir hafa skapað kerfi sem
hvorki virkar né þeir geta komist út úr.“ Gaves bætir
við: „Það eru ekki skuldirnar heldur skortur á hag-
vexti vegna evrunnar, sem hefur eyðilagt Suður-
Evrópu. Evran er teknókratískt skrímsli.“
Næstum allar ríkisstjórnir evrusvæðisins hafa
gripið til mikils niðurskurðar til að minnka fjár-
málahalla og endurheimta traust markaða. En
Charles Gave gefur ekki mikið fyrir sveltkúra stjórn-
málamanna: „Að hækka skatta og skera í velferð-
arkerfi leysir akkúrat ekki neitt. Frakkland, Spánn,
Ítalía, Portúgal og mörg önnur lönd verða ekki sam-
keppnishæf á meðan þau geta ekki gengisfellt gjald-
miðla sína en það geta þau ekki gert vegna evr-
unnar.“
Eina leiðin út úr kreppu ESB er að leggja niður
evruna. En leiðin út úr myntsamstarfinu getur orðið
sársaukafull að mati Gaves: „Algjör ringulreið er
versti en líklegasti möguleikinn. Stjórnmálamenn
sem reynst hafa óhæfir í tíu ár, hvers vegna ættu þeir
allt í einu að verða hæfir núna?“ spyr hann.
„Mörgum finnst þeir hafa verið sviknir. Evrukrat-
arnir reyndu að framkvæma pólitískt valdarán og
skapa eitt Evrópuríki, þegar evran var innleidd. En
almenningur í Evrópu vill ekkert hafa að gera með
slíkt ríki. Núna koma mótviðbrögðin,“ segir Gave.
Charles Gave líkir ástandinu í Grikklandi við
„væga innanlandsstyrjöld“. Margir sænskir sérfræð-
ingar eru sammála mati Gaves, að óró-
leikinn í Grikklandi muni vaxa og að lok-
um breiðast út til annarra landa í
Evrópu.
Mark Rhinhard hjá Utanrík-
ispólitísku stofnuninni í Svíþjóð telur, að
stjórnmálamenn séu í skrúfstykki:
„Stjórnmálamennirnir eru klemmdir á
milli þrýstings frá markaðinum og al-
mennings, milli eigin orða og takmörk-
unar laganna. Þetta er hættulegt sam-
band sem endar líklega á allt annað en
fallegan hátt.“
Augljóst er, að áframhaldandi aðgerð-
ir stjórnmálamanna, sem hingað til hafa
aðeins aukið á kreppuna, munu enn frekar dýpka
kreppuna, þegar áfram er keyrt í sömu hjólförum.
Evrukratarnir bera þunga ábyrgð á þeirri sjálf-
heldu sem ríki myntbandalagsins sitja föst í. Tjónið af
völdum misheppnaðrar evrutilraunar fær tjónið, sem
Íslendingar urðu fyrir vegna hryðjuverkalagaárásar
ríkisstjórnar Gordons Browns, til að líkjast logni mið-
að við þann storm, sem í vændum er.
Það fer því að harðna allverulega á dalnum og ættu
allir að huga að björgunarbátunum. Íslendingar eru
vanir að bretta sjálfir upp ermarnar og berjast fyrir
lífinu og gerðu best í því að stöðva leka þjóðarskút-
unnar með kröfu um þingrof og nýjar alþingiskosn-
ingar. Yrði það góð byrjun á þeim verkefnum, sem
framundan eru.
Evrukratar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna
bera fulla ábyrgð á að hafa komið Íslendingum í nú-
verandi sjálfheldu með aðildarumsókninni að ESB og
upptöku evrunnar og með því að standa í vegi fyrir
hagvexti á Íslandi. Að taka lán til að gera út flota at-
vinnuleysingja og húsnæðislausra leysir ekki frekar
vandamálin á Íslandi en í Evrópusambandinu.
Ríkisstjórn, sem blind eltir og keðjar sig fasta við
sömu óráðsíu og ógnar velferð alls heimsins, á ekki
heima á Íslandi.
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason
» „Það eina, sem getur bjargað
Evrópu, er að aflífa evruna …
Stjórnmálamennirnir hafa skapað
kerfi sem hvorki virkar né þeir
geta komist út úr.“
Gústaf Adolf
Skúlason
Höfundur er fv. ritari Evrópusamtaka
smáfyrirtækja.
Evran verður að
fá að deyja