Morgunblaðið - 27.09.2011, Page 23

Morgunblaðið - 27.09.2011, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011 Ferðin var eftirminnileg sem við fórum með Ágústi og Sigrúnu til Vínarborgar haustið 1976. Við sáum þrjár sýningar í Staatsoper þá viku sem ferðin stóð og vorum uppveðruð yfir tónlistarflutn- ingnum, fórum á slóðir merkra tónskálda og skoðuðum söfn. Það var listin sem átti hug okkar all- an. Vináttan hefur ætíð haldist náin og góð, þó svo við höfum sjaldnast búið í sama landshluta. Dásamleg voru símtölin sem gátu varað góða stund. Við nut- um þess að fagna sextugsafmæli Ágústs með fjölskyldu þeirra og vinum á síðasta ári og heimsótt- um þau á ferðalagi okkar um landið í sumar. Þá hafa þau heimsótt okkur á ferðum sínum suður. Það sýnir vel hversu djúpt vináttan risti að þegar dóttir okkar gekk í hjónaband samdi Ágúst lag og færði ungu hjón- unum að gjöf. Ágúst hefur verið merkisberi tónlistarinnar í Neskaupstað um áratuga skeið, bæði sem skóla- stjóri Tónskóla Neskaupstaðar og síðast en ekki síst sem kirkju- organisti og kórstjóri í Norð- fjarðarkirkju. Honum var lagið að spila eftir eyranu og dýpkaði það kennsluna og glæddi hana lífi. Í þessum störfum hefur Ágúst snert tilveru flestra fjöl- skyldna í Neskaupstað og margra annarra á Austurlandi. Við hjónin syrgjum sárt kær- an vin um leið og við erum þakk- lát fyrir ómetanlega vináttu og samveru um áratuga skeið. Sigrún, elsku vinkona, Hall- dór, Bjarni, Þorlákur og fjöl- skyldur, ykkar missir er mikill og þið eigið alla okkar samúð. Örn Óskarsson, Ólöf Þórarinsdóttir. Vinur okkar Ágúst Ármann Þorláksson er látinn, langt fyrir aldur fram, burtkallaður fyrir- varalaust. Í okkar litla samfélagi ríkir sorg og söknuður yfir missi eins síns ástsælasta sonar, manns sem víða hefur látið til sín taka í bæjarlífinu og borið uppi tónlistarlíf á öllum sviðum. Ekki bara í Neskaupstað heldur um allt Austurland og þó víðar væri leitað. Hans er sárt saknað. Við kynntumst fyrir réttum 25 árum, í september 1986 þegar við hjónin, nýflutt til Neskaup- staðar, gengum til liðs við Kór Norðfjarðarkirkju þar sem Ágúst var við stjórnvölinn og var raunar allt til dauðadags. Sá kunningsskapur breyttist fljótt í vináttu og gagnkvæmt traust sem aldrei bar skugga á. Það hefur verið okkur ómæld ánægja og gleði að fá að starfa undir hans öruggu stjórn öll þessi ár. Hvort það var við at- hafnir heima, í messuferðum til Mjóafjarðar sem farnar voru sjó- leiðis og veður gerðust stundum válynd, á tónleikum eða söng- ferðum innan lands og utan og einnig á alls kyns mannamótum og og fagnaðarfundum því alls staðar þar sem tónlist var iðkuð var Ágúst mættur og hrókur alls fagnaðar. Ágúst var einn allra mesti og sannasti Norðfirðingur sem við höfum kynnst og unni sinni heimabyggð framar öllum öðrum stöðum. Hann tók alltaf málstað Norðfjarðar og var ódeigur mál- svari hvar sem á þurfti að halda, hvort sem umræður snerust um samgöngur, sjúkrahúsið, spari- sjóðinn eða Síldarvinnsluna, knattspyrnu og að ég tali ekki um Tónskólann eða tónlistina. Allt þetta og margt fleira bar hann fyrir brjósti og gat verið ómyrkur í máli þegar honum fannst á Norðfjörð hallað. Nú er hann horfinn á annað tilverustig en lífið heldur áfram hversu óvægilega sem okkur finnst hoggið í okkar knérunn. Kæri vinur, far þú í friði og friður guðs þér fylgi. Við sendum elskulegri eigin- konu, sonum, tengdadætrum, barnabörnum, öldruðum foreldr- um, systkinum og allri stórfjöl- skyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð og allar góðar vætt- ir styðja ykkur og styrkja í sorg ykkar og söknuði. Ingibjörg og Freysteinn. Ágúst Ármann Þorláksson er fallinn frá. Hans verður sárt saknað. Aggi var afar mikilvæg- ur fyrir samfélag sitt, dugnaður hans og kraftur smitaði út frá sér og vilji hans til jákvæðra verka var einstakur. Þann tíma sem undirritaðir komu að stjórn Neskaupstaðar og síðar Fjarðabyggðar var samstarfið við Agga eins og best varð á kosið. Hann stýrði Tón- skóla Neskaupstaðar af miklum metnaði og allt sem að skólanum laut var í góðu lagi. Þá var hann frábær kennari sem hafði lagni á að nýta sér þann áhuga sem hver nemandi hafði á tónlist og hvatti nemendur sína til dáða óháð því hvaða tegund tónlistar þeir aðhylltust. Fjölhæfni Agga á tónlistar- sviðinu nýttist samfélagi hans vel. Hann kom ótrúlega víða við. Hann stýrði kirkjukórnum, hann lék í danshljómsveitum, hann lék undir almennum söng, hann skipulagði tónleika, hann var tónlistarstjóri þegar efnt var til tónlistarsýninga, hann annaðist tónlistarflutning á leiksýningum og svo mætti lengi telja. Dugn- aður hans var alþekktur og þeg- ar leitað var til hans átti hann erfitt með að segja nei. Hann taldi sig hafa skyldur við sam- félagið og þess vegna væri sjálf- sagt og nauðsynlegt að hæfileik- ar hans kæmu því til góða. Hann hélt öðrum tónlistarmönnum við efnið og var sífellt að finna til- efni til tónlistarflutnings af öllu tagi. Allir sem störfuðu með honum báru virðingu fyrir þekk- ingu hans og atorkusemi en sumum fannst hann stundum harður húsbóndi enda þoldi hann illa skipulagsleysi og tíma- eyðslu. Þeir sem þetta rita eiga ánægjulegar endurminningar frá undirbúningi þorrablóta und- anfarin 30-40 ár. Á kommablót- um lék Ágúst undir almennum söng af mikilli list og eins tók hann þátt í flutningi annáls sem fluttur var árlega. Þar var tón- list og söngur mikilvægur þáttur og Aggi í lykilhlutverki. Við slík- ar aðstæður naut hann sín vel. Hann kunni öll lög og hafði frá- bæra kímnigáfu sem kom til góða í þessu tilviki. Þorrablóts- gestir kunnu vel að meta ann- álana en þeir sem sömdu þá og fluttu skemmtu sér jafnvel enn betur. Aggi hafði mikinn áhuga á sveitarstjórnarmálum og lands- málum auk þess sem hann tók virkan þátt í ýmiss konar fé- lagsstarfsemi. Höfundar þessar- ar greinar nutu stuðnings hans á sviði bæjarmálanna og sá stuðn- ingur var ómetanlegur. Aggi sagði skoðanir sínar umbúða- laust og hikaði ekki við að gagn- rýna þá sem réðu ferð. Á hann var hlustað af mikilli athygli enda færði hann oft góð rök fyrir máli sínu. Sérstaklega var hon- um umhugað um að menningar- og menntamálum væri vel sinnt en auk þess bar hann almennt mikla umhyggju fyrir bæjar- félaginu sínu og fjórðungnum öllum. Það er erfitt að hugsa um Neskaupstað og Fjarðabyggð án Agga. Sveitarfélagið og reyndar fjórðungurinn allur hefur misst mikið en Agga verður best minnst með því að stuðla að öfl- ugu tónlistar- og menningarlífi og góðri tónlistarfræðslu. Við undirritaðir og Klara og Mæja viljum votta Sigrúnu, Lalla, Jóu, sonum og systkinum Agga, tengdadætrum, barna- börnum og öðrum aðstandend- um innilega samúð á þessum erf- iðu tímum. Minningin um frábæran dreng mun lifa. Guðmundur Bjarnason og Smári Geirsson. Ekki átti maður von á að fá slík tíðindi sem þau að morgni síðastliðins mánudags að vinur minn og félagi, Ágúst Ármann Þorláksson, hefði orðið bráð- kvaddur þá um nóttina á heimili sínu á Norðfirði. Það er aldrei svo að maður geti verið undir það búinn þegar fólk er hrifið burt úr þessu jarðlífi en ein- hvern veginn er það að höggið verður meira þegar fólk er kvatt burt svo snögglega og án nokk- urra skýringa. Fólk eins og Aggi vinur minn sem var í fullu fjöri hlaðinn störfum og áætlunum fyrir samfélagið sitt hér fyrir austan ásamt því að vera um- hyggjusamur fjölskyldufaðir og styrk stoð stórfjölskyldu sinnar. Ég ætla ekki í þessum fátæklegu orðum hér að fara í upprifjun á ævi Agga, til þess eru margir betur fallnir, heldur fá að minn- ast vináttu okkar sem staðið hef- ur óslitið frá barnæsku minni. Aggi var einn af þessum mönn- um sem taka öllum vel, ræða við alla á jafnréttisgrundvelli, opinn og hlýr maður. Hann var óum- deildur leiðtogi í tónlistarlífi Norðfjarðar síðustu áratugi enda gáfum við vinir hans hon- um viðurnefnið „Don Ágúst“ á þeim vettvangi, bæði í gamni og alvöru. En það var ekki bara innan fjallahringsins á Norðfirði sem Aggi var þungamiðja í tón- listar- og menningarlífi heldur á öllu Austurlandi þar sem hann bæði spilaði á tónleikum, stjórn- aði kórum og hljómsveitum og stóð fyrir uppákomum sem auðg- að hafa menningarlífið hér í gegnum árin. Árið 2007 fékk hann menningarverðlaun SSA og hafa fáir verið jafnvel að þeirri viðurkenningu komnir og hann. Í gegnum árin óx vinátta okkar og styrktist enda báðir fæddir og uppaldir í Norfjarðarsveit sem við töldum að væri óumdeildur miðpunktur allífsins. Þær eru margar og góðar minningarnar sem ég á frá samleið þeirri sem ég átti með Agga. Mörg djúpvit- ur samtölin um allt milli himins og jarðar og ekki spillti fyrir ef við ákváðum um leið að heiðra verkþekkingu víngerðarmeistar- anna í þeirri dásemdarborg Cog- nac í Frakklandi um leið. Slíkt var ávísun á að ýmis heimsmál voru krufin til mergjar og leyst úr að okkur fannst mjög farsæl- lega. Greiðvikni Agga var alþekkt. Ef mann vantaði tónlistarflutn- ing, hvort sem var fyrir viðburði hjá manni sjálfum eða í þágu ein- hvers í samfélaginu, þá var minn maður bóngóður með afbrigðum og vildi allt fyrir alla gera og málin leyst þó nóg væri undir hjá honum í verkefnum. Þá átti ég ekki síður mikla vin- áttu við alla fjölskyldu Agga. Ekki síst syni þeirra hjóna, hans og Sigrúnar, þá Halldór, Bjarna Frey og Þorlák Ægi, sem og alla stórfjölskylduna. Kæra fjölskylda, frá ykkur hefur nú verið tekinn góður mað- ur og eftir stendur ólýsanleg sorg og söknuður. Þótt það virð- ist lítils virði nú mun þó minning um góðan dreng ylja um ókomna tíð. Við eigum eftir að sakna hans mikið en spor hans í okkar samfélagi eru djúp og í þau fenn- ir ekki heldur munu þau halda minningu hans á lofti. Farðu í friði góði vinur og kannski verður það svo, eins og þú sagðir oft, að eitthvað bíður eftir þetta jarðlíf. Þá hittumst við aftur og tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið. Jón Björn Hákonarson. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURBJÖRN ÞORLEIFSSON frá Langhúsum, Fljótum, Kleifartúni 15, Sauðárkróki, lést föstudaginn 23. september. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 30. september kl. 11.00 Jarðsett verður að Barði í Fljótum. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Rakelar Pálmadóttur, nr. 0310-13-703015, kt. 561179-0189. Bryndís Alfreðsdóttir, Ríkey Sigurbjörnsdóttir, Hafþór A. Kolbeinsson, Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Ólafur Björnsson, Birna M. Sigurbjörnsdóttir, Sigurgeir F. Þorsteinsson, Þorlákur M. Sigurbjörnsson, Arnþrúður Heimisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BJARGEY JÓNSDÓTTIR, Garðbæ, Vesturgötu 105, Akranesi, síðast til heimilis að Höfða, andaðist á Höfða miðvikudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 30. september kl. 14.00. Jónína Valdemarsdóttir, Ingvar Baldursson, Sigríður K. Valdemarsdóttir, Jón Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær dóttir og fósturdóttir, BJARNEY ERLA SIGURÐARDÓTTIR, Baddý, lést á heimili okkar Malarási 4, Reykjavík, föstudaginn 23. september. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Jensdóttir, Halldór Steingrímsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Hofi, Freyjugötu 26, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks fimmtudaginn 22. september. Jarðsungið verður frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 1. október kl. 14.00. Bára Pétursdóttir, Margrét Pétursdóttir, Baldur Sigurðsson, Jón S. Pétursson, Erna Jóhannsdóttir, Gunnar S. Pétursson, Sólveig Þorvaldsdóttir, Pétur Axel Pétursson, Steinunn Kristinsdóttir, Svanhildur Pétursdóttir, Skarphéðinn R. Pétursson, Steinunn Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Pétursdóttir, Birgir R. Rafnsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir, systir, móðir, tengdadóttir og amma, HAFDÍS JÓNSTEINSDÓTTIR, skrifstofustjóri, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 23. september. Jarðsungið verður frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 4. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Ólafur Örn Jónsson, Halldóra Kristjánsdóttir, Jónsteinn Haraldsson, Borgar Jónsteinsson, Þórunn Inga Sveinsdóttir, Rósa Arnórsdóttir, Jón Gestur Jónsson, Halldóra Ólafsdóttir, Ísold Braga Halldórudóttir, Ólafur Örn Ólafsson, Ástrós Ósk Jónsdóttir. ✝ Ástkær dóttir mín, systir, mágkona og frænka, SIGURBJÖRG NÍELSDÓTTIR, Bögga, Kringlumýri 31, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 25. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Birna Gunnarsdóttir, Gunnar Níelsson, Ragnhildur Björg Jósefsdóttir, Birna Ósk Gunnarsdóttir, Tinna Björg Gunnarsdóttir, Ólafur Níels Gunnarsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ARNÓR HVANNDAL HANNESSON múrari, Móaflöt 41, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut, deild 11 G, miðvikudaginn 14. september. Útförin hefur farið fram. Þökkum vináttu og veittan stuðning, sérstaklega til starfsfólks á deild 11 G Landspítalans. Þuríður Kristinsdóttir, Hannes H. Arnórsson, Málfríður A. Arnórsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Kristinn M. Arnórsson, Guðlaug R. Guðmundsdóttir, Arnór H. Arnórsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG SNÆBJÖRNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, laugardaginn 24. september. Útförin verður auglýst síðar. Elín Birna Hjörleifsdóttir, Jón Hjörleifsson, Sigríður Hjördís Hjörleifsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.