Morgunblaðið - 27.09.2011, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.09.2011, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011 Það eru bara hlýjar minningar sem fara um hugann þegar ég minnist hennar Siggu Ólafs eins og við kölluðum hana í Barð- strendingafélaginu. Mér fannst ég alltaf eiga smá mömmu í Siggu, hún var alltaf svo hlý og góð. En þessi kveðja til Siggu er ætluð til að þakka henni allt sem hún gerði fyrir Barðstrendinga- félagið. Sigga var búin að starfa fyrir félagið lengi þegar ég byrjaði þar og var þá búin að fara margar vinnuferðir í Bjarkalund og vinna félaginu mikið hér fyrir sunnan meðal annars í kvennanefnd fé- lagsins sem sá um skírdagskaffi fyrir eldri félaga ásamt mörgu öðru. Samstarf okkar Siggu byrjaði þegar stofnuð var Kvennadeild Barðstrendingafélagsins af Sigríður Ingunn Ólafsdóttir ✝ Sigríður Ing-unn Ólafsdóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 26. september 1912. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 23. ágúst 2011. Útför Sigríðar fór fram frá Bú- staðakirkju 2. sept- ember 2011. nokkrum konum að vestan og voru þær systur Sigga, Vigga og Lóló í þeim fé- lagsskap. Sigga átti mikinn þátt í vel- gengni deildarinnar með sínu góða fram- lagi. Við fengum til dæmis að nota hús- næði sem Óskar maður Siggu hafði ráð yfir til funda og vinnu fyrir fjáröflunardaginn, þetta framlag þeirra var mikils virði fyrir fjáröflun deildarinnar, enda var fljótlega bætt ferðalagi fyrir eldri Barðstrendinga við starfsemi deildarinnar. Þau góðu hjón áttu því stóran þátt í hvað vel gekk í starfi Kvennadeildarinnar og margt var hægt að gera fyrir eldra fólk úr sýslunni. Ég vil með þessum kveðjuorð- um þakka Siggu allt sem hún gerði fyrir Barðstrendingafélagið og allt sem hún var mér þau átta ár sem ég starfaði sem formaður kvennadeildar, hennar góðu ráð voru mikils virði. Innilegar samúðarkveðjur til afkomenda og systkina Siggu. Við biðjum henni guðs blessunar og góðra endurfunda við Óskar sinn. Ásta Jónsdóttir. Í nokkrum orðum langar okkur að minnast hennar Elfu og þakka fyrir 15 ára sambýli í blokkinni okkar í Hraunbæ 150. Það var góður hópur fólks sem flutti inn í nýbyggða blokk í Hraunbæ 150 upp úr 1965. Frá upphafi skapaðist góður andi og samheldni milli fjölskyldnanna í þessari litlu blokk. Á móti okkur á gangi bjó hún Elfa ásamt sinni elskulegu fjölskyldu. Okkur varð strax ljóst að þar fór einstök kona, elskuleg og broshýr, hjálpsöm og forkur dugleg. Hún Elfa var hús- móðir í bestu merkingu þess orðs, góð móðir, mikil búkona sem bak- aði og matbjó frá grunni þjóðlegan mat og flest sem þurfti til heimilis- ins, einnig það sem við yngri hús- mæður keyptum tilbúið úr versl- unum. Svo gekk hún í öll verk, kom jafnt til dyranna með prjóna, skrúfjárn eða sleif í hendi. Dóttir okkar Birna og Dísa Elfa Ólafsdóttir ✝ Elfa Ólafs-dóttir fæddist á Laugarvatni, Ár- nessýslu, 23. janúar 1938. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. september 2011. Útför Elfu fór fram frá Árbæj- arkirkju 14. sept- ember 2011. dóttir Elfu voru bekkjarsystur og vinkonur. Birna seg- ist fyrst hafa smakk- að ýmsan þjóðlegan mat eins og sviða- kjamma hjá Elfu. Og eitt sinn kom hún frá Dísu og spurði: „Af hverju er ekki kvöld- vaka hjá okkur eins og heima hjá Dísu?“ Og átti þá við að heimilisfólkið settist inn í eldhús á kvöldin, fékk sér bita og spjallaði saman. Á þessum tíma var Elfa heimavinnandi og það var gott fyrir okkur útivinnandi foreldra að vita af Elfu heima, ósjaldan hlustaði hún eftir okkar börnum og fylgdist með því að allt væri í lagi hinum megin við ganginn. Elfa og Sigurður voru orðin ein eftir af frumbyggjunum í blokk- inni okkar, í sinni björtu rúmgóðu íbúð. Við nágrannarnir úr Hraun- bænum höfum haldið sambandi gegnum árin. Við þökkum Elfu fyrir einstak- lega gott sambýli, alúðina og hlýjuna sem hún alltaf sýndi okk- ur. Að lokum viljum við votta Sig- urði og börnum hans og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning góðrar konu. Fyrrum nágrannar, Elín Agnarsdóttir og Þórður Skúlason. Áður en ég kvaddi Rögnu eftir ánægju- lega heimsókn í Tómasarhaga 12 í mars síðastliðnum gerði ég mér erindi aftur inn í stofu. Ég varð að fá tíma til að kyngja grátnum og sjá einu sinni enn vistlegu og fal- legu stofuna þeirra Rögnu og Ög- mundar heitins Helgasonar frænda míns, þar sem ég hafði átt svo margar góðar stundir, sem ég nú vissi að yrðu ekki fleiri. Svo herti ég mig upp og kvaddi hana og fjölskylduna með tali um end- Ragna Ólafsdóttir ✝ Ragna Ólafs-dóttir fæddist í Neskaupstað 7. maí 1944. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 10. ágúst 2011. Útför Rögnu var gerð frá Neskirkju 19. ágúst 2011. urfundi von bráðar því að við vorum að undirbúa væntan- lega heimsókn henn- ar og fjölskyldunnar til mín í Svíþjóð í maí. En við vissum öll að þótt hún væri í strangri meðferð, sem í fyrstu virtist bera nokkurn árang- ur, þá yrði sigurinn ekki hennar að lok- um. Mig langaði mest til að halda lengi í höndina á henni og þakka henni fyrir að ég skyldi fá að bind- ast henni vináttuböndum, þakka henni fyrir allar skemmtilegar stundir á liðnum árum, sem alltaf hefðu mátt vera bæði fleiri og lengri, en ég gerði það ekki, ennþá héldum við öll í þá von að dagar hennar og mánuðir yrðu fleiri en þeir urðu áður en yfir lauk. Ég heyrði fyrst getið um Rögnu þegar ég var unglingur heima á Akureyri og hún og Ög- mundur heitinn, sem voru bæði í menntaskólanum, voru byrjuð að vera saman. Ögmundur var í miklu uppáhaldi hjá frændfólki okkar, þremur ógiftum og barn- lausum systkinum, sem strax tóku einnig miklu ástfóstri við Rögnu. Ég man hvað augu Jóu frænku ljómuðu þegar hún minntist á hana og hvað ég var hissa á því. Jóa frænka var ekki allra og ég mundi ekki eftir að hún hefði nokkurn tíma talað svona innilega um nokkurn mann, nema auðvitað Ögmund. Ögmundur var for- stöðumaður handritadeildar Landsbóksafns þegar ég kom þangað 1997 til að stunda rann- sóknir á rúnahandritum í eigu safnsins. Þá kynntist ég honum og fjölskyldu hans og þegar ég sá Rögnu skildi ég Jóu frænku strax. Enginn gat kynnst henni án þess að vilja eiga hana fyrir einkavin alla ævi. Ragna var falleg, vin- gjarnleg og blátt áfram, smart og einstaklega skemmtileg. Hún var skorinorð og hafði skýrar skoðan- ir á mönnum og málefnum, en hún var ekki allra frekar en Jóa frænka. Hún var einnig röggsöm, stjórnsöm og útsjónarsöm og þeir eiginleikar hafa áreiðanlega kom- ið henni að góðum notum á langri starfsævi sem kennari og síðar skólastjóri Melaskólans í Reykja- vík. Af frábæru hugrekki og still- ingu studdi hún Ögmund og Grétu systur sína í sársaukafullri bar- áttu þeirra við ólæknandi krabba- mein og fylgdi þeim báðum til grafar sama ár, 2006. Af sömu ein- beitni gekk hún sína eigin þrauta- göngu til enda og hélt í hina veiku von um bata eins lengi og hún gat. Þegar ég horfi á myndina sem ég fékk síðastliðin jól af Rögnu með barnabörnin sín fjögur, broshýr og falleg áður en reiðarslagið dundi yfir, finn ég að við öll, börn hennar, barnabörn, systkini, nán- ir ættingjar, aðstandendur og stór vinahópur sættum okkur ekki við örlög hennar og munum ekki láta huggast þótt tímar líði, en yfir minningu hennar hvílir þegar frið- ur og ljómi í hugum okkar, sem ekki mun dofna þótt fram líði stundir. Þórgunnur Snædal og fjölskylda. Samfylkingarbrids Félagar í Samfylkingunni í Reykja- vík verða með bridskvöld tvisvar í mán- uði í vetur. Spilað er annan og fjórða þriðjudag í mánuði. Spilað er að Hall- veigarstíg 1, annarri hæð, og hefst spilamennskan kl. 20 stundvíslega. Næst er spilað 11. okt. Tilvalið fyrir heimabridsfólk sem vill komast út á meðal jafningja og spila. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 25.9. var spilaður eins kvölds tvímenningur. Hæsta skor kvöldsins í N/S í %: Magnús Sverriss. – Halldór Þorvaldss. 59,58 Garðar Jónss. – Sigurjón Ú. Guðmss. 55 Sigurjóna Björgvinsd. – Gunnar Guðmss. 50 A-V: Oddur Hanness. – Árni Hannesson 62,08 Bergljót Aðalstd. – Björgvin Kjartanss. 59,58 Erlingur Þorsteinss – Björn Arnarson 55,83 Næsta sunnudag, 2.10., hefst fjög- urra kvölda tvímenningskeppni. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Vetrarstarf Bridsfélags Kópavogs er hafið Fyrsta keppni vetrarins hófst fimmtudaginn 22. sept og er það þriggja kvölda hausttvímenningur. Spilaður er Monrad-barómeter þar sem hvert kvöld er spilað sjálfstætt og samanlögð prósentuskor gildir til verðlauna. Þann- ig er hægt að bæta við nýjum pörum en þau geta þó ekki unnið til verðlauna. Staða efstu para er þessi: (%-skor) Guðm. Grétarss. - Stefán R. Jónss. 60,7% Heimir Þ. Tryggvas. - Árni M. Björnss. 58,9 Eðvarð Hallgrímss. - Guðl. Bessason 55,4 Erla Sigurjónsd. - Guðni Ingvarsson 54,3 Hjálmar Pálss. - Kristján B. Snorras. 54,3% Spilað er í Gjábakka, Fannborg 8, aftan við Landsbankann við Hamra- borg. Eldri borgarar Hafnarfirði Föstudaginn 23. september var spil- að á 14 borðum hjá FEBH með eftirfar- andi úrslitum í N/S: Örn Ingólfsson – Örn Ísebarn 364 Stígur Herlufsen – Sigurður Herlufsen 359 Albert Þorsteins. – Guðmundur Péturss. 341 Skarphéðinn Lýðss. – Sverrir Jónsson 339 Friðrik Hermanns. – Sæmundur Björns. 332 A/V: Auðunn Guðmss. – Sigtryggur Sigurðss. 374 Ásgeir Sölvason – Vilhjálmur Jónsson 357 Einar Markússon – Sverrir Gunnarsson 340 Jóhann Benediktss. – Hulda Mogensen 338 Katarínus Jónsson – Þorvaldur Þorgrss. 329 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Elsku Ella mín. Þín er sárt saknað. Við kynntumst á DV fyrir 18 árum, við erum búnar að vera góðar vinkonur alla tíð síðan. Það var ekki létt að kynnast þér, en að lokum náðum við vel saman. Þínir kostir voru margir og þar nefni ég hörkudugleg, heiðarleg, ósér- hlífin, hreinskilin. Ég tel það hafa verið hrein forréttindi að eiga þig að vinkonu, Ella mín. Takk fyrir skemmtilegu mat- arboðin þín, þú varst höfðingi heim að sækja. Þú bauðst mér á tónleika í vor, blús á Nordica með Vasa Jackson, ógleymanlegt gaman, gaman hjá okkur. Nokkru seinna fórum við á tón- leika með Megasi mínum, þeir klikka aldrei. Manstu þegar kon- an stóð upp á miðjum tónleikum og öskraði yfir salinn: Við elskum þig öll, Megas. Síðan fórum við á tónleika með Andreu Gylfadóttur, hún er góð líka. Við skemmtum okkur alltaf vel saman. Þetta kvöld keyrðir þú mig heim, og þá gerði ég mér fyrst grein fyrir, hvað þú varst sárþjáð, Ella mín. Þú varst fædd hetja, þú lést ekkert buga þig, Elínborg Jóna Rafnsdóttir ✝ Elínborg JónaRafnsdóttir fæddist 5. janúar 1956. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi miðviku- daginn 7. sept- ember 2011. Útför Elínborgar fór fram frá Bú- staðakirkju 16. september 2011. enda eins gott, þú fékkst ekkert borið í þig á silfurfati á þinni stuttu ævi. Ung áttir þú Rabba son þinn, eina barn- ið þitt. Þú menntað- ir hann. Rabbi stóð vel undir vænting- um, kláraði námið og reyndist þér góð- ur sonur og góður faðir barna sinna, enda máttir þú vera stolt af syni þínum. Elsku Ella mín, takk fyrir öll 18 árin, guð verði með þér. Elsku Rabbi, Kristín og börn, megi ljósið og friðurinn umvefja ykkur og minningin um góða móður ömmu og tengdamóður ylja ykkur um ókomin ár. Þegar komstu þá var hlýtt, þau voru okkar kynni, allt var göfugt, gott og blítt er gafst í návist þinni, ef að jarðlífs mæddu mein mest var kærleiksdáðin, skorinorð og hjartahrein hollust gafstu ráðin. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þín vinkona, Vigdís Unnur Gunnarsdóttir. Skilafrestur | Ef óskað er eft- ir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför dóttur minnar, systur okkar og mágkonu, ÁSLAUGAR GUÐJÓNSDÓTTUR hdl., Garðastræti 45. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Guðrún Stefánsdóttir, Jóhann Geir Guðjónsson, Ingibjörg Einarsdóttir, Gunnar Guðjónsson, Stefán S. Guðjónsson, Helga Ottósdóttir, Guðjón Hólm Guðjónsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR SIGURJÓNSSONAR, Teigagerði 12. Sérstakar þakkir til deilda 14 E-G og 11E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir góða umönnun síðustu vikurnar. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Hjálmsdóttir, Reynir Sigurðsson, Þórrún Þorsteinsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Ingibjörg J. Eiríksdóttir, Ragnar Sigurðsson, Sigríður Jenný Guðmundsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Bjarni Vésteinsson, Sigríður Rut Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra FINNS JÓNSSONAR verkfræðings, Heiðarlundi 8, Garðabæ. Sérstakar þakkir til Ásgerðar Sverrisdóttur og Eiríks Jónssonar og alls þess góða fólks sem annaðist Finn í veikindum hans. Einnig fær Lúðrasveit Reykjavíkur kærar þakkir fyrir framlag sitt við útförina. Þórunn Sigurðardóttir, Sigurður Finnsson, Lisa Finnsson, Ólöf Finnsdóttir, Helgi Sigurðsson, Guðrún Finnsdóttir, Orri Þór Ormarsson, Hulda Björk Finnsdóttir, Kristbjörn Búason. ✝ Útför okkar elskuðu HJÖRDÍSAR LINDU JÓNSDÓTTUR fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 28. september kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Hjördísar er bent á styrktar- reikning barna hennar, 0549-14-405060, kt. 300147-4109. Ástvinir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.