Morgunblaðið - 27.09.2011, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011
Ung hjón, Elisa og San-tiago, koma ásamttveggja ára barni sínu ígamalt hús í sveitinni.
Elisa er kona, sem var á uppleið,
en hefur sett starfsframann til hlið-
ar vegna barnsins. Hann valdi hús-
ið og hún hefur aldrei séð það áður.
Strax í upphafi er ljóst að dvölin í
sveitinni leggst illa í Elisu. Hún
heyrir hljóð og dynki, nágrannarnir
vekja tortryggni hennar og hún
hefur áhyggjur af dóttur sinni.
Ekki bætir úr skák að ekki hefur
verið búið í húsinu um tíma og ljóst
að það muni krefjast talsverðra við-
gerða að koma því í stand.
Áhorfandinn fylgist með því
hvernig hugarástand Elisu breytist
smátt og smátt á meðan maður
hennar er ónæmur fyrir öllu því,
sem angrar konu hans. Þetta gerir
að verkum að fjarlægð myndast á
milli þeirra hjónanna og eina nótt-
ina sést hún horfa á hann eins og
ókunnugan aðskotahlut.
Myndin El Campo eða Á víða-
vangi er eftir argentínska leikstjór-
ann Hernan Belon. Myndinni hefur
verið lýst sem sálfræðitrylli, en er í
raun mjög lágstemmd. Angist Elisu
nær aldrei til áhorfandans. Eina
skýringin á vanlíðan hennar virðist
vera sú að í sveitinni er stórborgar-
konan eins og fiskur á þurru landi.
Styrkleiki myndarinnar er fólg-
inn í samskiptum hjónanna þegar
þau eru komin út úr hinu verndaða
umhverfi þess lífs, sem þau þekkja
í Buenos Aires, í hús á landareign
þar sem ekki er einu sinni síma-
samband. Leikstjóri myndarinnar
hefur sagt að hann vilji finna
mennskuna í persónum sínum á
tímum, sem fólk lifir í sýndarver-
öld. Tæknin eigi að vera viðbót við
samfélagið, en ekki í aðalhlutverki.
Í þessari mynd hans standa aðal-
leikararnir allt í einu berskjaldaðir
utan tækniheims nútímans.
Dolores Fonzi og Leonardo
Sbaraglia standa sig vel í hlut-
verkum Elisu og Santiagos. Hinn
lokaði Santiago þarf að bregðast
við hugarástandi Elisu án þess að
hrinda henni frá sér þrátt fyrir að
hann sjái að hætturnar, sem hún
skynjar, eru ekki raunverulegar.
Framtíð hinna nýbökuðu foreldra
er í húfi. Spennan á milli þeirra
leynir sér ekki, þótt hún sé ekki
sett fram með ofsa.
Það eru góðir sprettir í El
Campo, en þegar upp er staðið er
ekki trúverðugt að brak og brestir í
náttmyrkrinu og óvæntar heim-
sóknir frekar sakleysislegra ná-
granna valdi slíku uppnámi í samlífi
hjónanna.
Sálarkreppa
í sveitinni
RIFF: Háskólabíó
Á víðavangi (El Campo) bbmnn
Leikstjóri: Hernan Belon. Leikendur:
Dolores Fonzi, Leonardo Sbaraglia,
Pochi Ducasse, Juan Villegas og Matilda
Manzano. Framleidd í Argentínu 2011.
Spænska. 85 mínútur. Flokkur: Vitranir.
KARL
BLÖNDAL
KVIKMYNDIR
Á víðavangi Styrkleiki myndarinnar er fólginn í samskiptum hjónanna þeg-
ar þau eru komin út úr hinu verndaða umhverfi þess lífs, sem þau þekkja í
Buenos Aires, í hús á landareign þar sem ekki er einu sinni símasamband. Það er frekar sérstakt aðhorfa á tæplega tveggjatíma kvikmynd um mat-argerð án þess að fá nokk-
urn tímann vatn í munninn. En
þannig er raunin með kvikmyndina
El Bulli. Hún er sannarlega veisla
fyrir augað og afar áhugaverð en til-
raunavinna kokkanna á spænska
veitingastaðnum El Bulli minnir
helst á teymi rannsóknarmanna í
CSI.
Eigandi og yfirkokkur El Bulli,
Ferran Adrià, hefur verið kallaður
besti kokkur í heimi (en líka sá
sturlaðasti). Hann hefur sérstakt
dálæti á því að búa til froður og
ekkert má vera eins og það sýnist.
Það verður t.d. að lita svepp grænan
svo hann líti ekki út fyrir að vera
sveppur.
Einkar athyglisvert er að fylgjast
með ótrúlegum pælingum kokka-
teymisins um áferð, sambland af
bragði og aðferðir við að elda úr
hráefni ef elda skyldi kalla. Enda er
lítið að finna á diskunum nema
skvettu hér og doppu af þessu og
svo kannski smávegis sveppa-
froðu … Eins er frábært að sjá hve
auðveldlega er hægt að lesa við-
brögð Ferrans við því sem hann
smakkar. Kokkarnir tipla á tánum í
kringum hann og léttir þegar hann
sýnir ánægju.
Eldamennska (tilraunamennska)
Ferrans er langt frá Nigellu og ann-
ari heimilislegri matargerð enda er
ekki venjulegan mat að sjá í allri
myndinni. Nema þegar starfsfólkið
fær að borða. Það er mjög skemmti-
legt að sjá svona allt aðra hlið á
matargerð. En inn í myndina er líka
fléttað ferðum á markað í Barce-
lona, spjalli kokkanna eftir langan
dag og svo er sýnt þegar staðurinn
er opnaður á ný. Þannig er sköpuð
heild í kvikmyndinni sem annars er
fremur hæg og ef til vill ívið löng.
Annars heillandi innsýn inn í hina
svokölluðu sameindaeldamennsku
sem minnir helst á eina stóra vís-
indatilraun.
Froðan hans Ferran
RIFF 2011: Norræna húsið
El Bulli bbbmn
Stjórnandi: Gereon Wetzel. Heimild-
armynd. Þýskaland, 2011. 108 mín.
Flokkur: Matarmyndir.
MARÍA
ÓLAFSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Tilraunaeldamennska Eldamennska Ferran er langt frá Nigellu og annari
heimilislegri matargerð enda er ekki venjulegan mat að sjá í allri myndinni
að undanskildu því þegar starfsfólkið fær að borða.
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJU
DAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA
EKKI Í BORGARBÍÓI
5%
JOHNNY ENGLISH REBORN KL. 6 - 8 - 10 7
I DON’T KNOW HOW SHE DOS IT KL. 6 - 8 - 10 L
JOHNNY ENGLISH REBORN KL. 5.45 - 8 - 10.15 7
I DON’T KNOW HOW SHE DOES IT KL. 8 - 10.10 7
Á ANNANN VEG KL. 6 L
JOHNNY ENGLISH REBORN KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 7
JOHNNY ENGLISH REBORN LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 7
I DON´T KNOW HOW SHE DOES IT KL. 5.50 - 8 - 10.10 L
WARRIOR KL. 8 14
OUR IDIOT BROTHER KL. 10.10 12
30 MINUTES OR LESS KL. 8 14
SPY KIDS 4 IN 4D KL. 3.30 - 5.50 L
STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.40 L
STRUMPARNIR 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
JOHNNY ENGLISH REBORN Sýnd kl. 6 - 8 - 10
COLOMBIANA Sýnd kl. 8 - 10:15
THE CHANGE-UP Sýnd kl. 8
SPY KIDS 4 4D Sýnd kl. 6
STRUMPARNIR 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6
WARRIOR Sýnd kl.10:15
Í FYRSTA SINN
Á ÍSLANDI!
BÍÓMYND
Í FJÓRVÍDD!
HÖRKU SPENNUMYND
FRÁ ÞEIM SÖMU OG
FÆRÐU OKKUR „TAKEN“
HHHH
“Langbesta
myndin sem ég
hef séð á árinu
hingað til”
Kvikmyndir.is/
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
HANN HLÆR
FRAMAN Í HÆTTUNA
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR MR. BEAN
ROWAN ATKINSON
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR!
700 kr.
700 kr.
700 kr.
950 kr.3
D
950 kr.3
D
700 kr.
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is