Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. O K T Ó B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  241. tölublað  99. árgangur  TÍSKA OG FÖRÐUN NÝIR STRAUMAR, NÝJAR STEFNUR OG HÖNNUN Á HEIMSMÆLIKVARÐA 32 SÍÐNA AUKABLAÐ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Egill Ólafsson Hólmfríður Gísladóttir Eiginmaður Lilju Huldar Sævars liggur á líknar- deildinni á Landakoti en hann er 82 ára gamall og m.a. með veikt hjarta. Loka á deildinni í sparnaðar- skyni, flytja þjónustuna í Kópavog og fækka um fjögur rúm. Lilja segir óvissuna um framtíðina óþol- andi, þau viti hvorki hvenær né með hvaða hætti breytingarnar verða. Hún segir að allir flutningar hafi reynst mann- inum hennar erfiðir en hann hefur m.a. legið á tveimur deildum á Landspítalanum auk líknar- deildanna á Landakoti og í Kópavogi. „Mér finnst þetta bara hræðileg tilhugsun, ég get ekki annað sagt,“ segir Lilja sem óttast að verða vansvefta af áhyggjum. „Við erum bara í lausu lofti. Hvert á fólkið að fara? Það getur ekki farið heim, það þarf miklu meiri umönnun en hægt er að veita því heima,“ segir hún. Líknardeildirnar í Kópavogi og á Landakoti séu báðar dásamlegar og starfs- fólkið í sérflokki. „Það er með ólíkindum að það eigi að skera þarna niður, þessir stjórnendur gera sér enga grein fyrir því hvernig það er að eldast og þurfa á þessari þjónustu að halda,“ segir hún. Soffía Anna Steinarsdóttir, aðstoðardeildarstjóri líknardeildarinnar, tekur í svipaðan streng. „Þetta er ömurleg staða. Það ríkir sorg á þessum vinnu- stað,“ segir hún. Soffía óttast að við það að flytja þjónustuna í Kópavog muni glatast tíu ára upp- söfnuð sérþekking starfsfólks deildarinnar á Landakoti á sviði líknarhjúkrunar aldraðra. Auk líknardeildarinnar verður réttargeðdeildinni á Sogni lokað, svo og hjúkrunardeild á St. Jósefs- spítala. Samtals stefna stjórnendur spítalans að því að fækka stöðugildum um 85. Öllum 30 starfsmönnum á Sogni verður sagt upp störfum, en þeim verður síðan boðið starf á Land- spítalanum. Allri starfsemi á St. Jósefsspítala verð- ur hætt 1. desember, en Birna Steingrímsdóttir, deildarstjóri á spítalanum, segir að starfsmenn hafi fengið þau svör að ekki verði hægt að tryggja öllum störf á Landspítala. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir stjórnendur spítalans hafa reynt að verja þjón- ustuna eins og hægt er. „Það er enginn vafi á því að við erum búin að ganga býsna langt og munum stoppa á næsta ári,“ segir hann um niðurskurðinn. Hann segir að þrátt fyrir að rúmum verði fækkað þegar þjónusta líknardeildarinnar á Landakoti verði færð yfir í Kópavog, verði engum vísað frá og fólk þurfi ekki að óttast að þurfa að liggja bana- leguna heima. MErfiðara að útskrifa sjúklinga »12 Spítali í spennitreyju Morgunblaðið/Eggert Líkn Kveikt er á kerti þegar andlát verður á líknardeildinni og það látið loga þar til búið er að flytja viðkomandi.  „Þessir stjórnendur gera sér enga grein fyrir því hvernig það er að eldast“  Starfsmönnum Landspítala fækkað um 85  Loka líknardeildinni á Landakoti Efniviður í lausn á framtíð sjávar- útvegsins liggur í tillögum sátta- nefndar um af- notasamninga. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra á fjármálaráð- stefnu sveitar- félaga í gær. Hann teldi að það væri ekki óskaplega mikið mál að klára málið og hann gæti klárað það á þremur vikum réði hann því einn. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, gagnrýndi í setningarræðu sinni að sjávarútvegurinn hefði verið í frosti í þrjú ár vegna þess að ekki hefði ver- ið tekin ákvörðun um framtíðar- stjórn fiskveiða. „Þetta bitnar á öllu þjóðfélaginu og allra fyrst á viðkvæmum sam- félögum vítt og breitt um landið sem eiga allt sitt undir sjávarútveginum,“ sagði Halldór. »6 Lítið mál að klára sjávarútvegsmálin Steingrímur J. Sigfússon Menntað fólk yfir þrítugu er stærsti hópur þeirra Íslendinga sem flytja út, segir Dröfn Haraldsdóttir, verk- efnisstjóri evrópsku vinnumiðlunar- innar EURES og ráðgjafi. Þetta fólk glími yfirleitt ekki við atvinnuleysi hér heima og tvöfaldi oft launin við að fara út. EURES og Vinnumálastofnun standa nú í áttunda skipti fyrir starfakynningu þar sem verða tíu norsk fyrirtæki að leita eftir íslensku vinnuafli. „Nú er byggingarbóla í Noregi og þeir voru líka að finna nýja olíulind þannig að það er mikil uppsveifla,“ segir Dröfn. Aðallega sé eftirspurn eftir menntuðu fólki. »2 Morgunblaðið/Ómar Vinna Mikil uppsveifla er í Noregi. Menntað fólk með vinnu fer  Ungt fólk með vinnu fer til Noregs 85 Með sparnaðaraðgerðunum er stefnt að því að fækka stöðugildum á Landspítala um 85 á næsta ári. 630 Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er stjórnendum Landspítala gert að spara um 630 milljónir á næsta ári. 9.624 Frá árinu 2007 fram til ársins 2012 hefur Landspítalinn lækkað útgjöld um 9.624 milljónir, en þetta eru 23% af rekstrarútgjöldum. ‹ MEIRI NIÐURSKURÐUR › » Aldraðir eru hópur sem aldrei biður um neitt og því kannski auðveldara að þrengja að þeim. Soffía Anna Steinarsdóttir Mikil aska kom með vatnavöxtum í Brunná í gær að sögn Hannesar Jónssonar, bónda á Hvoli í Fljóts- hverfi í Skaftárhreppi. Áin flæddi þó ekki yfir varnargarða að þessu sinni. Lækka fór í ánni um þrjúleytið í gærdag en það stytti upp í gær- kvöldi. Hannes er svartsýnn á þró- unina á næstu árum. „Ég sé ekki fram á neitt annað en að bærinn leggist af á næstu árum út af framburðinum. Hann lokar bæinn inni,“ segir Hannes. »6 „Bærinn leggst af“ Vöxtur Mokað var upp úr Svaðbæl- isá undir Eyjafjöllum í gær. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Steinar Magnússon, einn skipstjóra Herjólfs, er andvígur því að Bald- ur verði notaður til ferjusiglinga í Landeyjahöfn. Skipið sé á undan- þágu, megi ekki sigla á hafsvæð- inu, sé of gamalt og geti hvorki tekið nógu marga farþega né bíla. Kostnaður við endurbætur upp á 200-300 milljónir króna sé ekki forsvaranlegur. „Það þarf að gefa sér góðan tíma í þetta og fá skip til fram- búðar, vera ekki að rjúka í að fá einhvern drullukláf sem þarf að endurbæta fyrir mörg hundruð milljónir,“ segir Steinar. Hann bætir við að hönnun Land- eyjahafnar sé ekki hentug til inn- siglingar, en Siglingastofnun hlusti ekki. »8 Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Margir hafa gagn- rýnt innsiglinguna. Ekki endurbæta drullukláf fyrir hundruð milljóna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.