Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Framleiðendur einkaþotna eru vongóðir um að sölutölur mjakist upp á við á næsta ári. Reuters greinir frá að einkaþotugeirinn bú- ist við að sjá vöxt á árinu 2012, í fyrsta skipti frá því að efnahags- lífið tók dýfu. Yfirstandandi ár hefur ekki reynst eins vel og framleiðendur höfðu vænst, en nú hljóða spár framleiðenda eins og Honeywell upp á 3-5% söluaukningu á kom- andi ári. Eftirspurn eftir einkaþotum féll harkalega árið 2009 og minnkaði enn frekar árið 2010, en í fimm ár á undan hafði þessi geiri séð stöð- ugan vöxt. Salan hafði dregist sam- an um 27% á fyrri hluta þessa árs, borið saman við sama tíma í fyrra. Reuters bendir á þá áhugaverðu staðreynd að samdrátturinn hefur einkum verið í smærri flugvélum sem aðallega höfða til minni fyr- irtækja. Á meðan sala á „létt-þot- um“ féll um 61% milli 2008 og 2010 þá jókst salan í stórum einkaþotum um 13% á sama tíma. ai@mbl.is Einkaþoturnar aftur á flug 2012? Lúxus Viðskiptanaglar heimsins eru væntanlega orðnir lúnir af að fljúga bara á fyrsta farrými þessi síðustu ár. Einkaþota á Reykjavíkurflugvelli. Nærri sex af hverjum tíu aðildarfyr- irtækjum Samtaka atvinnulífsins hyggjast ekki leggja í umtalsverðar fjárfestingar eða endurbætur á næsta ári, 27% telja það óvíst en ein- ungis 14% hyggjast gera það. Þetta kemur fram í nýrri könnun SA á fjárfestingaráformum fyrirtækj- anna. Þegar svörum er skipt eftir at- vinnugreinum kemur í ljós að nið- urstöður í sjávarútvegi, iðnaði, og verslun og þjónustu eru svipaðar heildarniðurstöðunni, þ.e. 11-14% fyrirtækjanna í þessum greinum áforma fjárfestingar á næsta ári, en 55-62% ætla ekki að gera það. Fjár- festingaáformin eru algengust í ferðaþjónustu þar sem 26% fyr- irtækjanna hyggjast ráðast í fjár- festingar en 35% ekki. Í fjár- málaþjónustu hyggjast 79% fyrirtækjanna ekki ráðast í fjárfest- ingar. Niðurstöðurnar eru áþekkar þeim sem fengust í könnun Samtaka at- vinnulífsins í nóvember 2010. Lítið um stórar fjár- festingar  14% félaga ætla að fjárfesta umtalsvert Samkvæmt upp- lýsingum frá Seðlabankanum sóttu níu manns um stöðu fram- kvæmdastjóra Fjármálastöð- ugleika sem aug- lýst var eftir fyr- ir nokkru. Fjármálastöð- ugleiki er nýtt svið innan Seðlabanka Íslands, en meginviðfangsefni þess felst í greiningu á áhættu í fjármálakerf- inu og þátttöku í mótun var- úðarreglna fyrir fjármálakerfið. Sviðið tekur þátt í stefnumótun varðandi uppbyggingu fjár- málakerfisins og varðandi mark- mið, tæki og skipulag fjármálastöð- ugleika á Íslandi. Eftirfarandi sóttu um starfið: Berglind Sigurðardóttir, Björg Jónsdóttir, Brynhildur Gunnarsdóttir, Harpa Jónsdóttir, Jón Gunnar Borgþórsson, Jónas Þórðarson, Ólafur Örn Ingólfsson, Sigríður Benediktsdóttir og Þorsteinn Þorgeirsson. Níu sóttu um framkvæmda- stjórastöðu í SÍ Seðlabanki Íslands. Átta virtar hagfræðistofnanir í Evrópu eru sammála um að lækka hagvaxtarspá sína fyrir Þýskaland verulega. Stofnanir sem birta hag- vaxtarspá sína fyrir landið á sex mánaða fresti höfðu spáð þar 2% hagvexti á næsta ári. Nú vænta þær aðeins 0,8% hag- vaxtar á næsta ári og kenna þar um skuldavandanum á evrusvæðinu. Hagvöxtur í Þýskalandi var 3,6% á síðasta ári. Lækkuð hagvaxtarspá Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps Andrea Björnsdóttir oddviti Reykhólahrepps Vestfjörðum 14. október 2011.Láglendisveg strax! Háttvirtu þingmenn. Vegamál á sunnanverðum Vestfjörðum eru í ólestri og hafa verið árum saman. Áralöng bið eftir                                    !    Höfum í huga að:    "  #              öruggra láglendisvega. Greiðfær og öruggur láglendisvegur um Barðastrandasýslu er nauðsynlegur til að stuðla að áframhaldandi byggð og framþróun í samfélags- og atvinnumálum á sunnanverðum Vestfjörðum. Á síðustu árum og áratugum hefur mun minna fjármagni verið varið til vegagerðar á $ "  "      % &#      %    $ "    '   samgangna og öryggi vegfarenda er stefnt í voða. (   )           *  +#  hefur verið á áætlun Vegagerðarinnar í sjö ár. Vegna deilna um vegstæði er þessi sjálfsagða vegabót nú í uppnámi. ,   "       %    *  +#   /   ' !    ' Tillaga ráðherra felur ekki í sér ásættanlegar vegabætur. Vegstæðið verður áfram í sömu hæð  # 0      %!  "   %    1%  2!      34   !  "      %    2         !                  %        5         $ "  Láglendisvegur er eina lausnin í samgöngumálum svæðisins og hefja þarf vinnu við hann   %   %         $ "     2 ekki bið. Við treystum á stuðning þingmanna úr öllum kjördæmum í þessu mikilvæga byggða- og samfélagsmáli. Finna þarf nýja láglendisleið sem sátt er um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.